Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 Minning: Hjalti Á. Björns- son læknir Fæddur 8. október 1944 Dáinn 21. október 1988 Mig langaði með fáum fátækleg- um orðum að kveðja Hjalta. Það að skrifa þessar línur er það sár- asta sem ég hef gert. Hugsanir um almættið og tilgang þess eru þessa stundina ansi áleitnar, en það væri honum ekki nein þökk í því að ég 4- sökkvi niður í eymd og volæði. Hann sem barðist og þijóskaðist við sinn sjúkdóm gerir okkur hinum, sem nú sitjum tárvot, skömm til. Mamma hafði einu sinni á orði, að þegar hún sá mig örverpið að ég væri lík honum frumburðinum, þá væri hringnum lokið, nóg komið af bameignum, hlutimir famir að endurtaka sig. Þetta hef ég alltaf tekið sem mesta hrós, að vera sögð lík Hjalta. Dvöl okkar Andrésar gerði hon- um og fjölskyldu hans léttari og eftirminnilegri. Þeir voru ófáir eftir- miðdagamir og helgamar sem við komum sársoltin frá Stokkhóimi til Vásterás og fengum andlega og líkamlega næringu sem fleytti okk- ur áfram fyrstu árin okkar í Svía- veldi. Svona gæti ég haldið áfram að tína til úr minningabankanum en nú er nóg komið, minningamar geymi ég og varðveiti vel. Hrafnhildur mín, Inga og Bjössi, það að sjá og vitna samheldni ykk- ar þessa síðustu mánuði var hremt aðdáunar- og eftirbreytni vert. Ég veit að söknuður ykkar er mikill og sorgin sár. Megi almættið styrkja ykkur og okkur öll í því að geyma minningu hans í hjörtum okkar og verða betri menn við. Ásta Björg Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni, bróðir, að hafa við þig hinzta fund og horfa á gengnar slóðir. Og ógn oss velga örlög hörð, er ennþá koma í hópinn skörð, og bam sitt faðmi byrgir jörð, vor bleika, trygga móðir. En minning þín er mjúk og hiý og mun oss standa nærri. >- Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásgeirsson) Björgvin Oskar, Brynjar, Om, Guðmundur, Kolbrún og Viggó. Á morgun verður til moldar bor- inn Hjalti Á. Bjömsson læknir, vænn maður og vinfastur sem sárt er að sjá á bak í blóma lífsins. Hann fæddist í Reykjavík 8. október 1944, sonur hjónanna Bjöms Helgasonar skrifstofumanns og Jóhönnu Hjaltadóttur kennara, lauk stúdentspróf frá MR_ 1965, varð cand.med. frá Háskóla íslands 1974 og hlaut almennt lækninga- leyfi á Islandi 1976, í Svíþjóð 1980. Hann stundaði sérfræðinám í bækl- unarsjúkdómum í Vásterás og Lundi, starfaði sem sérfræðingur í þeirri grein, fyrst í Svíþjóð, síðar eftir heimkomuna 1985 við Land- spítalann, auk þess sem hann rak eigin stofu. Hann kvæntist 1. nóv- ember 1969 Hrafnhildi lögfræðingi, dóttur hjónanna Stefáns Bjömsson- ar forstjóra og Ingu Ólafsdóttur. Böm þeirra em Inga Björg, f. 10.2. 1970, og Bjöm, f. 31.7. 1975. Hjalti lést í Landspítalanum 21. þ.m. Það var fyrir nítján ámm að við hjónin höfðum umráð yfir íbúð i húsinu þar sem við bjuggum og auglýstum hana til leigu í einu dag- blaðanna. Þá var mikið húsnæðis- leysi í borginni og umsóknir urðu margar, sumar frá erlendum sendi- ráðum og fylgdu svimandi fjártilboð í hörðum gjaldeyri. En við vomm ekki á höttum eftir peningum, fyrir þá fæst aldrei það sem mestu skipt- ir, heldur góðu sambýlisfólki og völdum úr hlaðanum nýgift hjón, Hrafnhildi Stefánsdóttur og Hjalta Bjömsson. Þau vom bæði við nám í Háskólanum og áttu von á fyrsta bami sínu innan skamms. Annað vissum við raunar ekki um þau, en það var okkur nóg, því næst bömum vildum við ekki aðra fremur hafa að nábúum en námsfólk. Er skemmst af að segja að þessa vals höfum við aldrei þurft að iðrast, því að frá þeim degi er þau stigu fyrst inn fyrir útidyraþröskuldinn á Bjamarstíg 4 hafa þau verið meðal allra mætustu vina okkar. Okkur var það kærkomin lífsfyll- ing einmitt þegar böm okkar vom að hverfa úr föðurhúsum að fá í nábýli þessi gæfulegu ungmenni með fyrirheit fyrstu manndómsára geislandi úr augunum, mega sam- gleðjast þeim þegar bömin fædd- ust, fylgjast með þroska þeirra í ffumbemsku þegar allt er ævintýri sem aldrei hefur gerst áður; fyrsta brosið, fyrsta tönnin, fyrstu skrefín, fyrsta orðið. Tii að veita vandalaus- um hlutdeild í svo einkalegum fögn- uði þarf sérstakt veglyndi, sjálfs- traust og örlátt geð sem seint verð- ur metið að verðleikum. . t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ARNALDUR ÞÓR, Blómvangi, Mosfellsbœ, er lést 21. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 31. október kl. 15.00. Kristfn Þór, Guðrún Þór, Harry Sönderskov, Jónas Þór, Anna Bára Árnadóttir, Ólöf Helga Þór og barnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, ÁGÚST B. BJÖRNSSON, sem lóst 24. okt. sl., veröur jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju- daginn 1. nóv. kl. 15.00. Unnur Kjartansdóttir, Hreinn V. Ágústsson, Dóra Jónsdóttir, Björn Á. Ágústsson, Þurföur Magnúsdóttir, Einar Ágústsson, Unnur H. Pétursdóttir, Kjartan Ágústsson, Þóra S. Ingimundardóttir og barnabörn. t * miiifHMii! Á fyrstu hjúskaparámm Hrafn- hildar og Hjalta vann hún stundum með námi sem flugfreyja í milli- landaflugi og kom þá í hlut hans að gæta fmmburðarins. Það var skemmtileg reynsla að heyra unga fijðurinn ræða við kornabamið. Hann notaði ekki gamla lagið; að skella í góm, kjá framan í litla gijónið og babla við það orðfáa vit- leysu á ímynduðu ungbamamáli. Hann gat talað við Ingu Björgu langtímum saman eins og fullveðja viðmælanda um heima og geima, um landsins gagn og nauðsynjar, jafnvel læknisfræði, eins og ekkert væri sjálfsagðara, en hún skildi þetta jafnvel og hver annar, ef ekki þegar í stað, þá síðar, og ætti full- an rétt á að fræðast um hvað væri að gerast utan vöggu og leikgrind- ar. Hún svaraði á sínu máli, og þau áttu saman góðar stundir feðginin. Hjalti var glaður og hress í góðra vina hópi, hafði næmt skopskyn, sagði vel frá og var þá manna skemmtilegastur. Hjónin vom höfð- ingjar heim að sækja og höfðu lag á að láta gestum sínum líða vel. Umræðuefni þraut aldrei þar sem Hjalti var nálægur, því áhugasvið hans var vítt og þekking mikil á fjölþættustu efnum. Margan al- þýðulærdóm hafði hann snemma numið af lífínu sjálfu, því hann hafði á skólaárum sínum víða tekið til hendi á sjó og landi. En nota- drýgstir fróðleiksbmnnar urðu hon- um góðar bækur, því hann las mik- ið, bæði fagurbókmenntir og alls kyns verk önnur, svo að hann var víða heima. Og Hjalti var enginn skoðanaleysingi; leit á málin frá eigin sjónarhomi og lýsti viðhorfum sínum afdráttarlaust, hafði sér- staka ánægju af að draga dár að þeim sem hátt hreyktu sér. Hann hafði yndi af tónlist, og þar var hringurinn ekki þröngur fremur en á öðmm sviðum; allt frá sígildri tónlist til skringiverka sem ein- göngu vom ætluð mönnum til geð- bótar. Hann hafði víða ferðast inn- anlands og utan, var athugull á hvaðeina sem fyrir augu bar og ágætur ljósmyndari, svo efni vom næg til upprifjunar þegar heim kom. Þannig lagðist margt á eitt við að gera samverustundir með Hjalta og hans fólki ánægjulegar og fræðandi. Hjalti Bjömsson var vaskur mað- ur og undi sér vel þar nærri sem nokkuð reyndi á þrek og þor. Mér er í minni atvik frá Álandseyjum þegar ég var þar á ferð fyrir all- mörgum ámm að skoða mig um og kom til Storby á Eckerö. Þaðan var um aldir róið með póst um Álandshaf yfir til Svíþjóðar og þótti ekki heiglum hent. Það er nú aflagt sem liður í almennum póstsam- göngum milli landa. En á síðari tímum mæla nokkrir knáir ræðarar sér mót árlega á þessum stað með árabáta sína og þreyta róður með sérstimplaðan póst yfír hafið. Þenn- an morgun hittist svo á að póst- róður átti að hefjast um það leyti sem mig bar að, en ótryggt veðurút- lit hamlaði að fararleyfí fengist að svo komnu. Ég gekk niður á bryggju að skoða fleytumar; feg- urstu gripi með fomu lagi af ýmissi gerð og sumir komnir allmjög til ára sinna. Á bryggjusporðinum var hópur peysuklæddra manna að spá í veðrið og gætti óþols í herðunum. Ég gaf mig ekki að þeim. En allt í einu snýr einn þeirra sér við, rétt- ir fram höndina og segir: Komdu sæll! Ég leit upp og ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, þama stóð þá enginn annar en sambýlis- maður minn af Bjamarstíguum. Og það var sjálfgefíð að Hjalti Bjöms- son var ekki hingað kominn til að horfa á aðra leggja frá landi eins og ég, heldur róa með póstinn yfír hafíð og sanna að enn hefðu íslensk- ir víkingar krafta í kögglum. „Post- en má fram!“ var viðkvæði gömlu ræðaranna, og arftakar þeirra luku sínu erindi með sama hugarfari. Þetta lék Hjalti oftar en einu sinni. Eftir að Hjalti og Hrafnhildur höfðu bæði lokið prófí hér frá Há- skólanum, hann í læknisfræði og hún í lögum, héldu þau utan til enn frekara náms og bjuggu mörg ár í Svíþjóð. Þar lauk hann sémámi í bæklunarsjúkdómum sem fyrr get- ur. Allt lék í lyndi pg framtíðin fwíWI M brosti við þeim þegar Hjalti kenndi skyndilega skæðs sjúkdóms sem fór sér hægt í fyrstu, en var sem falinn eldur alla tíð. í sjö ár hafa vanda- menn og vinir Hjalta lifað milli von- ar og ótta, og vitanlega var engum ljósara en honum, lækninum, hver alvara hér var á ferð. Hann kaus að ræða það ekki, njóta hvers dags sem gæfíst og starfa meðan stætt væri. En nærri má geta hvílík þol- raun þessi langa tvísýna barátta hefur verið honum og ástvinum hans, ekki síst bömunum á við- kvæmu aldursskeiði. Alla sem vissu hver manndáð með honum bjó setur hljóða yfir þeirri rangsleitni lífsins að hann, sem hafði búið sig sem best hann mátti undir að lina þján- ingar og lækna mein annarra, skuli að nýhöfnu ævistarfí verða að lúta í lægra haldi fyrir blindum vágesti. Hugur okkar er hjá konu hans og bömum þessa erfíðu daga. Við sendum þeim, ættmennum hans öðmm og tengdafólki hugheilar samúðarkveðjur. Hjalta fæmm við að leiðarlokum þakklæti fyrir vin- áttu og tryggð sem aldrei brást. Þjóðin hefur misst mikilhæfan son sem var drengur góður. Einar Bragi íslenskir læknar dveljast oft langdvölum með fjölskyldum sínum við framhaldsnám erlendis í ein- hverri sérgrein læknisfræðinnar. Að því loknu og ef heim er haldið em þeir komnir nær fertugsaldri eða eldri. Eftir heimkomuna em fyrstu árin ákaflega erfíð, bæði fjár- hagslega og atvinnulega séð. Það verður að koma yfir sig húsaskjóli hið snarasta, verkefni sem jafnaldr- amir hafa lokið mörgum árum áð- ur. Samtímis verður að standast kröfumar í starfí. Þá þurfa bömin að laga sig að nýju skólakerfí sem oft er erfítt, einkum ef þau hafa náð táningsaldri eða meir, og mak- inn verður oft að byija frá gmnni. Þannig var þetta með Hjalta og Qölskyldu hans, að rétt var farið að róast um hjá þeim eftir þessi erfíðu fyrstu ár frá heimkomu þeg- ar heilsan brást honum. í ársbyijun 1985 kom Hjalti frá Svíþjóð og réðst til starfa sem sér- fræðingur hjá okkur á bæklunar- skurðdeild Landspítalans. Strax var ljóst að þar mætti til starfa fullþroska sérfræðingur með staðgóða kunnáttu í sérgreininni ásamt góðri þjálfun í skurðtækni, sem bráðnauðsynlegt er að hafa öðlast þegar heim er komið að loknu sémámi, en Hjalti var um 9 ára skeið í sémámi. Allt varðandi hin „faglegu" hlið hans var því eins og best var á kosið. Hin hlið Hjalta, þ.e.a.s. sú mann- lega, var þá ekki síðri. Þægilegt viðmót hans, glaðleg og aðlaðandi framkoma hans var sannarlega öðr- um til eftirbreytni. Þessir eiginleik- ar hans löðuðu að honum ekki ein- ungis sjúklinga heldur og allt starfslið og þá ekki síst aðra koll- ega. Öðmm ábyrgðarstörfum en læknisstörfum var fljótlega beint til hans. Hann varð formaður Fé- lags íslenskra bæklunarskurðlækna aðeins rúmlega 2 ámm eftir heim- komuna og var það til dauðadags. M * * * * 6. £ * •• «.* M ** B ** »S1 JtitHÍÍ 3 Ég minnist hans á glöðum degi í janúar sl. er hann var veislustjóri árshátíðar Landspítalans í íþrótta- húsinu við Digranes í Kópavogi og tók auk þess virkan þátt í skemmti- atriðum kvöldsins. Þar nutu sín að fullu hæfíleikar hans sem félags- vera. Að kippa svo snögglega hæfum og góðum dreng úr þessu lífí, ein- mitt í byijun starfsferils síns, sem sannarlega hefði annars orðið landi og lýð til gagns og blessunar, er sárt og óréttlátt, en vegir Guðs em oft órannsakanlegir. Mér hafa verið það sjaldgæf for- réttindi að hafa kynnst og starfað með Hjalta, en því miður alltof stuttan tíma. Guð gefí þér, Hrafnhildur, böm- um og allri flölskyldunni styrk. Blessuð sé og lifí minning um sannarlega góðan dreng. Jóhann Guðmundsson Á morgun, mánudag, kveðjum við með miklum söknuði vin okkar og kollega, Hjalta Á. Bjömsson lækni. Hjalti lauk námi frá læknadeild Háskóla íslands árið 1974. Hann stundaði síðan framhaldsnám í bæklunarskurðlækningum í Svíþjóð og starfaði þar einnig sem bæklun- arskurðlæknir að loknu námi. Árið 1985 flutti Hjalti, ásamt fíölskyldu sinni, til Islands og hóf störf á Landspítalanum. Nokkm síðar hóf hann jafnframt störf í Læknahúsinu. Hjalti var mjög farsæll læknir. Sjúklingar, jafíit sem starfsfólk, hrifust af honum, vegna mikillar kímnigáfu og fíjálslegrar fram- komu. Hann var vinmargur og var alltaf hrókur alls fagnaðar. Hjalti var með eindæmum hug- myndaríkur og vann að hugmynd- um sínum af kappi. í starfí kom hann af stað nýjungum og hafði fleiri í huga allt fram á síðasta dag. Hann sýndi mikla karl- mennsku í veikindum sínum og Iét aldrei bilbug á sér fínna. Við, starfsfólk í Læknahúsinu, þökkum fyrir að hafa notið þess að eiga Hjalta fyrir vin og að starfa með honum. Við vottum konu hans og böm- um, sem voru honum svo kær, okk- ar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Hjalta Bjömssonar. F.h. Læknahússins, Guðmundur Vikar Einarsson. Hjalti Ásgeir Bjömsson læknir, formaður félags íslenskra bæklun- arlækna, er látinn. Hann skilur eft- ir stórt skarð, faglega og sem félagi. Um leið og félagsmenn harma að njóta ekki lengur foiystu hans votta þeir konu hans, bömum og öðmm aðstandendum, sem veittu honum ómetanlegan og dýrmætan stuðning í erfíðri sjúkdómsbaráttu, dýpstu samúð. Félag islenskra bæklunarlækna Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (Vald. Briem) Starfsfélagi okkar, Hjalti Á. Bjömsson bæklunarlæknir, er horf- inn úr röðum okkar, langt fyrir ald- ur fram, aðeins 44 ára að aldri. Vildum við minnast Hjalta örfáum orðum. Hann hóf störf við Landspitalann í ársbyijun 1985 og sýndi strax hæfni sína í starfi og hjálpaði fjöl- mörgum sjúklingum sem til bækl- unarlækningadeildar sóttu. Sam- starfíð við Hjalta var sérlega ánægjulegt, en alltof stutt. Hjalti var góður samstarfsmaður, sá oft spaugilegu hliðamar þegar það áttti við, aldrei hallmælti hann nokkmm manni en sá frekar ljósu hliðamar, og færi hann utan á ráðstefnur eða í skemmtiferðir, þá brást það ekki inugöbisniua iflugsliisudö £ bnue 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.