Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 23 með blöðum og fékk bréf svo mað- ur vissi hvemig ástandið var hér. Það var erfitt þá að fá vinnu hér, sem var sæmilega launuð. Ég hóf störf í Landsbankanum og átti að fá 250 krónur í laun á mánuði. Nokkm seinna bauðst mér starf á Hagstofunni og átti ég að fá þar heldur betra kaup, 300 krónur á mánuði. Ég vann því ekki í Lands- bankanum nema nokkrar vikur. þegar ég hafði ráðið mig á Hagstof- una þá fór ég á fund Jóns Ámason- ar formanns bankaráðs og sagði upp. Hann sagðist skilja vel að starfið á Hagstofunni væri líklega meira við mitt hæfi. Ég sagði hon- um að ég hefði ekki fengið það kaup sum um hefði verið samið, aðeins fengið 225 krónur á mánuði í stað 250 króna. „Þetta mun vera rétt hjá yður Ólafur," sagði Jón. „En af því að þér erað nó að fara gætuð þér ekki sætt yður við þetta? Því þannig er að við eram nú að ráða að bankanum lögfræðing og við höfum hugsað okkur að borga honum 225 krónur á mánuði." Það varð úr að ég sætti mig við þetta. Svona vora kaupgjaldsmálin þá. Verkamannakaup var þá um 300 krónur á mánuði, en þess bera að geta að það var frekar undanteko- ing að verkamenn hefðu fasta vinnu á þeim áram. Atvinnuleysi var jafnvel meira í Kaupmannahöfn en mér virtist það vera hér þegar ég kom heim, þó ástandið hér á landi á vetuma væri slæmt. Innflutningshöftin vora hins vegar miklu strangari hér en í Dan- mörku. Hér fengust kannski ekki rúsínur og sveskjur nema fyrir jólin og svo mætti lengi telja. Galdeyris- vandræðin áttu sök á þessu. í Dan- mörku varð maður hins vegar ekk- ert var við vöruskort. Við sem vor- um í námi græddum frekar á krepp- unni en hitt. Framan af kreppuár- unum var geysiódýrt að Iifa í Kaup- mannahöfn. Styrkurinn okkar, sem þótti góður styrkur eftir því sem þá gerðist, var 100 krónur danskar á mánuði. Þá kostaði fæði fyrir einn mann um 40 krónur á mánuði. Þokkalegt herbergi fékkst fyrir 30 krónur, þjónusta og þvottar kostuðu um 10 krónur og þá átti maður eftir 20 krónur fyrir bjór og þess háttar hvem mánuð. Þetta var því sæmilegasta líf, en sfðustu árin fór þó hækkandi verðlagið. Allt breyttist er Bretarnir komu Það var ekki hægt að tala um beinan skort á leiguhúsnæði á árun- um fyrir stríð hér á landi. Eftir að ég kom heim frá námi þá leigði ég íbúð með tveimur systram mínum. Ári seinna leigði ég mér tvö lítil herbergi hjá heiðurshjónunum Sig- uijóni Jónssyni, verslunarstjóra hjá Geiri Zoega, og Guðfínnu konu hans á Öldugötu. Þau vora af gamla skólanum og hjá þeim bjó ég þar til ég gifti mig fjóram áram seinna. Á því tímabili byijuðu þessar miklu verðhækkanir því þá fór fólk að flykkjast í bæinn úr sveitunum til þess að vinna í bretavinnunni. Hú- saleigan hjá mér hækkaði hins veg- ar ekki nema ég bryti uppá því máli sjálfur. Þau Siguijón og Guð- finna vora ekki innstillt á þessar sífelldu verðhækkanir. Árið 1943 giffí ég mig Guðrúnu Aradóttur og við eigum saman þijá syni. Þegar við byijuðum að búa leigðum við okkur íbúð á Hverfisgötunni. Ég var þá hættur að vinna á Hagstof- unni og orðinn dósent við Háskól- ann. Aður hafði ég verið stunda- kennari við Viðskiptaháskólann og seinna Háskólann. Viðskiptaháskól- inn var sameinaður lagadeildinni og færður inn í Háskólann sumarið 1941 og varð ég dósent við hina nýju deild. Ég varð prófessor árið 1948. Það urðu miklar breytingar á íslenskuefnahagslífi eftir að breska setuliðið kom hingað. Þó verð hækkaði á útflutningsvöram þá var atvinnuleysi hér viðloðandi fram á árið 1940 en þetta breyttist snar- lega þegar bretar komu hingað. Þá varð allt í einu skortur á vinnuafii í stað atvinnuleysisins. Framboð á vöram jókst hins vegar ekki að sama marki. Bretar höfðu nóg með sjálfa sig þó þeir reyndu að sjá okkur fyrir nauðsynjum. Ég man að fyrst þegar ég kom heim var hægt að fá nóg af ágætum hús- gögnum hér, en þáu vora dýr. En þegar bretavinnan hófst þá fékk fólk peninga og keypti öll hús- gögnin en illa gekk að fylla í skörð- in því erfitt var um flutninga á stríðsáranum. Þetta breyttist svo þegar Bandaríkjamenn komu. Við hjónin áttum ekki í sérstökum vand- ræðum með að útvega okkur hús- gögn. En skömmu áður en við luk- um við að byggja okkur hús hér við Aragötu árið 1949, þá fóram við til Danmerkur og þar keyptum við okkur talsvert af húsgögnum sem vora mun ódýrari en húsgögn vora hér þá. Nú myndi haftastefha koma í bága við samninga Laun háskólakennara vora á áram áður hlutfallslega svipuð og þau era í dag. Laun kennara hafa síðustu tvö eða þijú árin hækkað meira en laun annarra. Fyrir þann tíma gátu þeir með nokkrum rökum sýnt fram á að þeir væra á eftir öðram. Misskipting auðs var á árun- um fyrir stríð ekki meiri en gerist nú að því er virðist. Það var erfitt að græða peninga á kreppuáranum. Efnahagsráðin sem gripið var til í því skyni að rétta af þjóðarskútuna vora helst í formi ýmiskonar hafta og einnig var gengið fellt í lok kreppuáranna. Þó að gengislækkun hefði kannski gert útflutningsvörar okkar samkeppnisfærari í verði þá hafði það haft mun minna að segja en myndi vera í dag. Aðalerfiðleikar okkar voru þá að koma vöranum á markað. Aðrar þjóðir beittu líka innflutningshöftum á þessum tíma. Þess vegna hefðum við bara fengið minna fyrir það sem við gátum selt en ekki selt meira fyrir vikið. Á kreppuáranum var reynt að gera sjálfsþurftarbúskapinn sem mestan. Þá var ekkert sagt hér við höftum á innflutningi því þannig var það allt í kringum okkur. Núna er varla til sá stjómmálamaður sem stingi uppá haftastefnu, hvar í flokki sem menn standa. Nú myndu slíkar að- gerðir koma í bága við þá samninga sem við höfúm gert við aðrar þjóð- ir. Spumingin er miklu freifiur um verðið á innfluttu vöranni. Aðgerðir eins og að lækka bfla eins og gert var hér fyrir tveimur eða þremur áram era því eðlilega mjög umdeild- ar. Þetta var þó gert m.a. fyrir for- göngu verkalýðsfélaganna af þvi að bflar vora stór þáttur í vísi- tölunni. Það er ekki vafi á því að þessi mikli bílainnflutningur á tals- verðan þátt í þeim mikla halla sem hefur verið á viðskiptajöfnuðinum. Mér fínnst það engan veginn óskyn- samleg hugmynd að hækka tolla á bílum aftur. Á áranum 1986 og 1987 fór m.a. saman mjög hag- stætt verð á útflutningsafurðum okkar og lágt olíuverð og þetta hefði átt að þýða hgastæðari við- skiptajöfnuð. Þessi mikli bílainn- flutningur kom með öðra í veg fyr- ir það að hægt væri að grynna á erlendum skuldum. Við fóram ós- kynsamlega með gott tækifæri hveiju eða hveijum sem um er að kenna. Það hefði átt að taka ríkis- fjármálin fastarí tökum, bankamir hefðu líka átt að halda meira að sér höndum. Þó fjárfestingarfélög komi þama inn i myndina þá skipt- ir höfuðmáli í þessu sambandi hvað bankamir lána og á hvaða kjöram. Við höfúm lifað um efiii fram Kreppan núna, ef nota má það orð, stafar af því að sum fyrirtæki hafa ráðist í of miklar fjárfestingar og geta svo ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem þau hafa tekið á sig. Þannig var það ekki nema að takmörkuðu leyti í kreppunni á íjórða áratugnum. Þá vora það erf- iðleikamir á því að selja vörumar sem ollu eftiahagsvandræðunum hér. í skjóli haftastefnunnar þá, lifnaði alls kyns iðnaður sem svo þoldi ekki samkeppnina þegar gjaldeyrishöftunum var aflétt. Það var því að ýmsu leyti töluvert annað orsakasamhengi þá. Fjármál íslend- inga era h'ka orðin mikið flóknari en þau vora þá. En uppbygging iðnaðar og annarra atvinnugreina hljóta þó alltaf að byggjast á út- flutningi, það hefur ekki breyst. Sjálfsþurftarbúskapur myndi líka þýða miklu lakari lífskjör en við búum við. I Sovétríkjunum hafa þeir látið þungaiðnaðinn og fjárfest- ingu í honum sitja fyrir neysluvöru- framleiðslunni en sú steftia hefur valdið meiri og minni skorti á allri neysluvöra. Þessu er Gorbatsjov að reyna að breyta núna.í vestrænum- ríkjum hefur neysluvöra framleiðsl- an aftur á móti verið látin heldur sitja fyrir. í því má líka ganga of langt, það verður að halda fram- leiðslutækjunum við o.s.frv. Við ís- lendingar höfum reynt að gera hvort tveggja, bæði að fjárfesta og sjá fyrir nægu neysluvöraframboði. Við höfum þannig lifað um efni fram og af því stafa skuldimar. Það getur orðið nauðsynlegt að tak- marka neysluna einhvemveginn, með t.d. géngislækkunum, en þá má kaup og annar tilkostnaður ekki hækka tilsvarandi. En það er nú svo að þó framleiðslutæki gangi úr sér þá verður almenningur ekki var við það lengi vel, hins vegar taka allir eftir því ef innfluttar vörar hækka og þeirri kjaraskerðingu sem það veldur. Það er aldrei vinsælt, en segja má að gengislækkun og það að halda kaupi niðri sé í raun annað form á höftum sem kann stundum að vera nauðsynlegt. Ein- hvem veginn verður að takmarka innflutning. Ef beitt er gengisfell- ingu og slíku þá er það fólkið í landinu sem hefur áhrif á það hvaða vörar eru fluttar inn með því hvað það ákveður að kaupa. Þó gengis- lækkun sé beitt og kaupi haldið niðri getur fólk eigi að síður haft áhrif á hvaða vörar era keyptar inn í landið meðan aftur á móti sérstak- ar nefndir og ráð velja slíkt sé hinni gömlu haftastefnu beitt. Við íslendingar höfum lengi mætt kjaraskerðingu með jrfir- vinnu. Langur vinnutími hefur aftur þau áhrif á fólk að afköst þess minnka hlutfallslega. Þessi langi vinnutimi hefur svo aftur m.a. þau áhrif að lengri barnagæslu er þörf sem er dýrt fyrir þjóðfélagið og fjöl- skyldulífið. Það hiýtur að vera hægt að skipuleggja vinnuna betur og borga dagvinnu betur þannig að við komumst af með styttri vinnutíma en nú gerist hér. í nágrannalöndum okkar hefur þetta farið á þann veg og yfirvinna er þar sjaldan unnin nema í brýnustu nauðsyn. Skatt- kerfi þar hefur líka fram undir þetta verið allt öðravísi en okkar. En nú er staðgreiðslukerfið komið á hér eins og þar og það hefur m.a. haft þau áhrif að nokkuð hefur dregið úr yfirvinnu hér á þessu ári. Þróun- in er því kannski að breytast hér í þessum efnum. Pilsfaldakapítalisminn Það sem ég tel mest ábótavant við þá stefnu í atvinnumálum sem hér hefur verið rekin það er hinn svokallaði pilsfaldakapitalismi. Hann felst í því að ef eitthvað bját- ar á þá er alltaf hlaupið til ríkisins. Þetta á ekki eingöngu við um einka- fyrirtæki, heldur líka samvinnu- rekstur og jafnvel suman opinberan rekstur. Þetta kemur m.a fram í samningagerð atvinnurekenda og launþega þannig að menn gera hér óraunhæfa samninga um laun sem fyrirtækin geta ekki borgað. Þegar illa fer er hlaupið til ríkisins og sagt að horfur séu á atvinnuleysi sé málið ekki leyst. Þá er deilt um gengislækkun, niðurfærslur eða millifærslur en allir era sammála um að eitthvað þurfi að gera. Rikið er þannig látið bera endanlega ábyrgð á samningunum. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að hér á landi er hagvöxtur minni en í nágrannalöndunum. Þó okkar þjóð- félag væri á ýmsan hátt frumstætt á áranum fyrir stríð þá kom rikið á þeim tímum ekki til hjálpar ef gerðir vora launasamningar sem ekki var hægt að standa við. Afleið- ingin var atvinnuleysi, en það kenndi mönnum hvað óhætt var að semja um. Þá kröfðust menn í mesta lagi tíu prósent kauphækk- unar en töldu sigur að fá 5 prósent eða jafiivel minna. í dag kreflast menn kannski 100 prósent hækkun- ar og fá 20 eða 30 prósent. Það era svo launþegar sjálfir sem þurfa endanlega að borga mismuninn í formi gengislækkunar og milli- færslu þegar ríkið kemur til slgal- anna. Hér ganga allir út frá því að hið opinbera geri atvinnurekendum kleift að borga. Hér er nóg að nefna atvinnuleysi þá er pyngjan þrifin upp, en í nágrannaiöndúnum er sagt að meðan allir séu í vinnu verði ekkert aðhafst. Stundum hef- ur líka kaupmætti verið haldið uppi með erlendum lántökum sem gefur auga leið að getur aldrei orðið nema bráðabirgðalausn. Verðbólgan verður aldrei stöðvuð nema að at- vinnurekendur verði látnir bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir MOTUN HF Dalshrauni 4, s. 53644 - 53664, kvölds. 54071. Brautrvðiandi í hraðfiskibátum *• - T . " * ' 5.9tonna dekkaður. Til afhendingar eftir mánuð. Eigum til myndband af bátnum. Hefbundinn skrúfu- , * búnaður, stór kjölur. 1 ■• —lit y JQ y} 30 bátar afhentir af þess- —arigerð. Kynningarverð kr. 4.000.000.- með212ha vél, dýptarmæli, VHFtalstöð, gúmmíbát og haffærisskírteini,/ i ^ GANGHRAÐI22 mílur. / 1 Gáski 850 5.9tonna opinn. Plássfyrir8kör 330 lítra. Heilsárs atvinnubátur 8542
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.