Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 21 Ráðstefna um hlutverk bókasafiia og lestur bóka Rúmlegfa 100 þátttakendur voru á ráðstefhu um hlutverk bókasaftia og lestur bóka, sem haldin var í Viðeyjarstofu 20. október sl. Þar voru fluttir fyrir- lestrar og fóru fram umræður um ýmislegt það er lýtur að starfsemi bókasafiia og notkun bóka tíl fræðslu og afþreyingar. í lok ráðstefhunnar var sam- þykkt ályktun þar sem skorað er á öll sveitarfélög Iandsins að greiða lögbundið framlag til bókasafiia. í ályktuninni segir orðrétt: „í litlu samfélagi eins og okkar gegna bækur sérstöku og veiga- miklu hlutverki. Við erum miklu háðari bókum en stærri þjóðir, vegna þess að það er auðveldara og ódýrara fyrir okkur að nota íslenskar bækur til fræðslu, kennslu og afþreyingar en ýmsa aðra miðla. Bækur eru því og verða helsta stoð íslenskrar tungu og menningar. í bókum má fínna flest það sem ungir og aldnir sækjast eftir að fræðast um og fá reynslu af. Hvers konar efni er að jafnaði auðveldara að nálgast á bók en í öðrum fjölmiðlum. Upplýsingar og reynslu, sem bækur geyma er hægt að nota hvar og hvenær sem er. Formlegt fræðslustarf einkaaðila og hins opinbera byggist einkum á bókum, og möguleikar fólks til að stunda sjálfsnám eru einnig háðir því að viðeigandi bækur séu tiltæk- ar. Flestir fræðimenn og skáld, og aðrir þeir sem eitthvað hafa að segja, munu notfæra sér bækur um ófyrirsjáanlega framtíð. Ráðstefnan skorar á öll sveitarfé- lög landsins að greiða jafnan lög- bundið framlag til almennings- bókasafna og á ríkisvaldið að styrkja skólabókasöfn betur og verða við þeirri sjálfsögðu kröfu að láta bækur ekki bera söluskatt umfram aðra ijölmiðla." Sigluqörður: Óvíst um bætur vegna skíðalyftunnar Málaferli hugsanleg STEFNT er að því að koma skíðalyftu SigluQarðar í lag fyrir veturinn, að sögn Þráins Sigurðssonar bæjartæknifræð- ings, en hún skemmdist í snjó- Ættfræðiskólinn: Ættfræði- námskeið að heQast ÆTTFRÆÐISKÓLINN mun á næstu vikum hefja ný námskeið í ættfræði. Byijendanámskeið munu hefjast í næstu viku. Framhaldsnámskeið munu síðan heflast eftir áramót fyrir þá sem sótt hafa byijendanámskeiðin. Kennd verða helstu undirstöðuatriði ættfræðirannsókna, gerð framætta eða áatala svo og gerð niðjatala. Aðgangur er að einu stærsta heim- ildasafni landsins í ættfræði. Nem- endur munu rekja sínar eigin ættir og leggja grunn að niðjatali. Innritun í fyrstu námskeiðin er hafín. ' Leiðbeinandi er Þorsteinn Jóns- son. (Úr fréttatilkynningu) flóði í vetur leið. Áhöld eru um hvort eigandi lyft- unnar fær tryggingabætur vegna skemmda er snjóflóð olli. Lyftan hefur verið brunatryggð hjá Sam- vinnutryggingum undanfarin ár, og þar sem það iðgjald hefur ver- ið greitt telja heimamenn sig eiga kröfu á hendur Samvinnutrygg- ingum. Hluti brunatryggingaið- gjalda af mannvirlgum rennur til Viðlagatryggingar Islands, sem er ætlað til að bæta tjón af völdum náttúruhamfara. Viðlagatrygging neitar að greiða bætur og telur að Samvinnutryggingar hafí ekki mátt brunatryggja lyftuna. Að sögn Héðins Emilssonar hjá Sam- vinnutryggingum hefur fyrirtækið tryggt skíðalyftur fyrir Ijóni af völdum eldsvoða og eldinga enda munu vera dæmi um slíkt tjón. Þá telja Samvinnutryggingamenn með öllu ófært að ekki sé unnt að tiyggja mannvirki sem skíða- lyftur. Að sögn Héðins virðist stefna í dómsmál milli eiganda skíðalyftunnar á Siglufírði og Við- lagatryggingar Islands. Verkfræðistofa Siglufjarðar metur tjónið tæpar 3,7 milljónir króna. Nú verið að steypa undir- stöður fyrir efri hluta lyftunnar, og vonast er til að hún verði tilbú- in fyrir veturinn. TIL SÖLU Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI: SJÁLFVIRKUR STÁFLARI SJÁLFVIRKUR BRETTAVEFJARI MALARHARPA 1) Sjálfvirkur staflari fyrir sekki (palletizing robot) af gerðinni Lopamat fram- leiddur af Osmeka f Þýskalandi. Tœkið getur staflað allt að 10 sekkjum á mínútu, sendir brettið frá sér og tekur nýtt úr 10 bretta magasíni, algjörlega sjálfvirkt. Staflarinn getur geymt 14 mismunandi röðunarmynstur. Röðunar- mynstur er lesið inn með því að stafla á 1 bretti handvirkt og síðan hermir staflarinn eftir því, ForritunarKunnátta er þvf óþörf við notkun stafiarans. Tœk|ð er af árgerð 1987 og hefur aðeins verið notað f 1 mánuð. Verð: 3.8 mlllj. (Verð á nýju tœkl: 5.0 millj.) 2) Sjálfvirkur brettavefjari, frá Strachan Henshaw Machinery f Bretlandi, sem vefur bretti með strekkifilmu sem bœði ver vöruna og festir hana á brettið. Vefjarinn er útbúinn með for- strekkingu á filmuna, sem gerir hana sterkari og sparar efni. Strekkifilma heldur vörunum öruggar saman og við brettið en borði (strap) og krumpuhettur og er ódýrari. Tœkið er af ár- gerð 1987 og hefur aðeins verið notað í 1 mánuð. Verð: 1.5 millj. (Verð á nýju taeki: 2.0 millj.) 3) (1 +2) eru í dag samtengd og mynda línu, ásamt poka- veltara, sem leggur sekkina á hliðina, og rúllubrautum sem safna upp 5 brettum og flytja sjálfvirkt til þegar þretti er tekið þannig að brettin rekast ekki saman. Verð á Ifnunni (1 +2+3): 6 mlllj. 4) Malarharpa af gerðinni Finlay Hydrascreen frá írlandi. Harpan er af árgerð 1987 og hefur aðeins verið notuð í c.a. þrjá mánuði. Vél er Lister 3cyl 15 kw. Fœriband og harþa eru vökvadrifin. Hörpukassinn er 125 x 240 tvö dekk. Hœð og halli stillt með vökva. Síló er c.a. 10 m3, 3.5 m á breídd og með rist. Verð 1.1 millj. (Verð á nýju tœki: 1.5 mlllj.) ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR VEITIR ÓLAFUR í SÍMA 680066 •• m T0KUM EKKIÞATTIVERÐST0ÐVUN!!! VIÐ LÆKKUM VERÐIÐ Dæmi: Bamaúlpur og -gallar............kr. 990 Dömu- og herraúlpur.............kr. 1.290 Barnapeysur.....................kr. 690 Dömu- og herrapeysur.....'......kr. 990 12 manna kaffistell.............kr. 950 12 manna matarstell.............kr. 1.490 Leðurkuldastígvél..............,kr. 1.990 Reimaðir leðurkuldaskór.........kr. 1.500 ÓTRÚLEGT VERÐ Á TILBOÐSKÖSSUM DÆMI: Skór á kr. 100 Buxur á kr. 50 ÓDÝRIMARKAÐURINN í KJALLARA DOMUS, Laugavegi 91. Opið daglegakl. 13-18 Laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.