Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 Frjómagn er meira en þrjú síðastliðin sumur Til athugunar að útvarpa tilkynningum um frjómagn 797 FRJOKORN og gró voru í hveijum rúmmetra andrúmslofts í júní síðastliðnum samkvæmt fréttatilkynningu frá hjá Raunvísinda- stofnun háskólans. Arið 1988 voru 168 fijókorn og gró í hverjum rúmmetra andrúmslofts í júní, ári seinna 106 en í fyrra 371. Davíð Gíslason læknir segir að til greina komi að útvarpa tilkynningum um fijómagn í lofti fólks einu sinni i viku. Hann segir að komið hafi til tals að miðla upplýsingum um fijómagn í öðrum löndum til Islend- inga. Af 797 fijókornum og gróum eru 63 frá grasi, 38 frá víði, 494 frá birki, 54 frá störum, 59 frá súrum, 83 frá öðru en 6 eru óþekkt. Frjó- magnið er mun meira en undanfar- in þijú sumur og munar þar mestu um birki sem dreifist vel í andrúms- loftið í þurrviðri. Aftur á móti er helmingi minna um grasfijó í júní í ár en á síðasta ári. Þó skal þess getið að það sem af er júlímánúði hefur grasið aukist til muna, tók kipp þann 5. júlí og var um miðjan mánuðinn orðið meira en nokkru sinni áður eða 486 frá 1.-14 júlí. í fyrra voru fijókorn og gró á þessu tímabili 217, í hitteðfyrra 122 en árið þar áður 427. Davíð Gíslason, læknir, hefur fylgst með fijómælingunum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að komið gæti til greina að útvarpa niðurstöðum mælinganna líkt og verðurfréttum. Hugsanlega væri hægt að byija á vikulegum tilkynn- ingum sem sendar yrðu út á fimmtudögum eða föstudögum til að minna fqonæmt fólk á að taka með sér lyf í ferðalög. Hann tók fram að fijómælingamar færu fram í Reykjavík en benti á að þær ættu einnig við um næsta nágrenni. í framtíðinni sagðist hann vona að hægt yrði að mæla fijómagn í and- rúmslofti á fleiri stöðum en í Reykjavík, til dæmis á Akureyri, Egilsstöðum og fyrir austan fjall. Fram kom að til tals hefði komið að íslendingar tækju þátt í sam- starfi um að miðla upplýsingum um fijómagn í andrúmslofti milli landa. Davíð sagði að komið hefði fyrir að fijónæmt fólk hefði farið til ann- arra landa meðan fijómagn væri í hámarki og hefði ofnæmi valdið fólki miklum óþægindum. Reykjavíkurborg og SÍBS styrkja mælingarnar og úrvinnslu gagna í sumar. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 1. ÁGÚST YFIRLIT: Um 800 km suðvestur af Vestmannaeyjum er 993 mb lægð, sem þokast suðaustur, en skammt fyrir norðan land er 1.018 mb hæðarhryggur, sem hreyfist lítið. SPÁ: Hæg austan- og suðaustanátt um allt land. Skýjað og jafnvel lítilsháttar súld við suðausturströndina en bjartviðri í öðrum lands- hlutum. Hiti 14-20 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg austan- og suðaustanátt um allt land. Suðaustan- og austanlands verður skýjað og ef til víll einhver úrkoma, en að mestu bjart í öðrum lands- hlutum. Hiti verður frá 9-18 stigum, svalast austanlands Svarsfmi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El EE Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur |T Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltf veður Akureyri 20 léttskýjað Reykjavík 20 mistur Bergen 27 léttskýjað Helsinki 27 léttskýjað Kaupmannahöfn 25 hálfskýjað Narssarssuaq 19 léttskýjað Nuuk 9 alskýjað Ósló 27 léttskýjað Stokkhólmur 25 léttskýjað Þórshöfn 12 súld Algarve 22 helðskírt Amsterdam 18 rign. á síð. klst. Barcelona 27 léttskýjað Berlín 27 léttskýjað Chicago 18 hálfskýjað Feneyjar Frankfurt 19 skúr Glasgow 22 mistur Hamborg 26 hátfskýjað London 23 skýjað Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 18 skýjað Madríd 24 léttskýjað Malaga 31 heiðskírt Mallorca 30 léttskýjað Montreal 19 skúr á sfð. klst. NewYork 23 alskýjað Orlando 25 skýjað París 21 skýjað Madeira 23 léttskýjað Róm 23 skýjað V/n 22 skýjað Washington 23 þokumóða Winnipeg 14 helðskfrt Flugleiðir: Auka sætanýtingu með sumaraukafargjöldum Morgunblaðið/KGA Lax í höggi? Gunnar Haraldsson hélt út á golfvöllinn á Seltjarnarnesi í gær einungis til að leika golf en kom heim tíu punda laxi ríkari. „Ég var að slá kúlu á áttundu braut á golfvellinum í Golfklúbbi Ness. Ég sló út til hægri en kúlan hvarf sjónum mínum og lenti úti í fjöru- kambi. Eins og gerist og gengur fór ég að leita hennar en fann hins vegar við hlið hennar lax, sem hugsanlega hefur orðið fyrir barðinu á henni og rotast. Ég snaraðist með laxinn í reykingu og þar kom í ljós að um var að ræða rúmlega fimm kílóa fisk, grálúsugan og fallegan. Ég þori ekki að fullyrða nokkuð um að laxinn hafi drepist við högg kúlunnar en ef svo er þá er ég sennilega fyrsti maðurinn sem veitt hefur lax á golfvelli,“ sagði Gunnar, í samtali við Morgun- blaðið. Flugleiðir bjóða sérstök sum- araukafargjöld í ágúst og sept- ember til borga í Evrópu. Mar- grét Hauksdóttir, deildarsljóri upplýsingadeildar Flugleiða, segir að Flugleiðir vilji með þessu hvelja fólk til að ferðast og auka þar með sætanýtingu. Sérfargjöldin í sumarauka Flug- leiða eru til Kaupmannahafnar, Parísar og Hamborgar. Aðspurð segir Margrét að þessar ferðir séu ekkert frekar viðbrögð við ferðum sem Flugferðir-Sólarflug hafa boðið upp á til Kaupmannahafnar og London í sumar. „Það er árviss við- burður að við bjóðum upp á lægri fargjöld til þess að nýta laus sæti,“ segir Margrét. Hún segir sérfar- gjöldin í sumarauka svipuð tilboðum sem Flugleiðir buðu upp á í vor og margir hafi nýtt sér. Sætafjöldi í hverri vél er tak- markaður en um fargjöldin gilda pex fargjaldareglur, þ.e. bókun, útgáfa og sala farmiðans skal fara fram samtímis. Verð fyrir einstakl- ing til Hamborgar er tæpar 25 þús. krónur og er bamaafsláttur 50% af þeirri upphæð. --------------- Miklaholtshreppur: Þnrrka töðuna í 25 stiga hita Borg, Miklaholtshreppi UNDANFARANDI dagar hafa verið svolítið tafsamir til þess að þurrka hey. Síðdegisskúrir hafa dottið niður hér og þar og tafið. í dag er síðasti dagur júlímánað- ar, 25 stiga hiti og logn. Heyskapur hefur gengið vel hér um slóðir og margir að ljúka fyrri slætti. Gras- vöxtur er orðinn óvenju mikill. Hér hefur það gerst sem ekki er al- gengt hér um slóðir að bændur þurrka töðuna við 25 stiga hita dag eftir dag. Slíkir dagar eru ógleym- anlegir. - Páll Selfoss: Ok réttindalaus og ölv- aður á 170 km hraða 35 ÁRA gamall karlmaður frá Suðurnesjum var handtekinn á Sel- fossi aðfaranótt miðvikudagsins eftir eltingarleik við lögreglu sem hófst á Eyrarbakkavegi og lauk inni í Selfossbæ. Maðurinn ók bíl sínum hraðast 170 km á klukkustund en hann var mikið ölvaður og réttindalaus. Lögreglan veitti aksturslagi mannsins eftirtekt á Eyrarbakka- vegi um kl. 2 aðfaranótt miðviku- dagsins. Hann var að koma frá Eyrarbakka. Maðurinn ók mjög glæfralega og á yfir 100 km hraða inni í kaupstaðnum. Þar drapst á vél bílsins og náðist til ökumanns- ins, sem var vart viðmælandi sökum ölvunar, að sögn lögreglu. Maðurinn hefur verið sviptur ökuréttindum þrívegis áður, þar af ævilangt í fyrra. Að sögn lögreglu á Selfossi eru viðurlög við slíku broti sektir og fangelsisdómur. Bæjarfógetinn á Selfossi mun fjalla um málið og þaðan verður það sent til ríkissaksóknara, sem leggur að öllum líkindum fram ákæru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.