Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1991 26600 allir þurfa þak yllr höfuðlú KAUPEIMDUR DYRARI EIGNA Höfum ávalt á söluskrá okkar stærri og dýrari eignir sem við auglýsum ekki. Vinsamlega hringið eða komið og fáið upplýsingar um þessar eignir. TILSOLU Einbýli í Skerjafirði. Stór, falleg eign. Verð 19 millj. Óvenju hagstæð kjör. Útb. ca 5 millj. Einbýli í Norðurbæ Hf. Lítið snoturt hús með 4 svefn- herb. Stór bílsk. Glæsil. staðsetn. og útsýni. Verð 15,5 millj. Einbýli við Einimel. Eitt með öllu. Verð 25 millj. Einbýli - Gerðahverfi (ná- lægt Borgarspítalanum). Verð 25 millj. Vandað hús. Einbýli í Kvíslahverfi. Eitt af stærstu og vönduðustu húsunum. Einbýli f Skógarhverfi. Ca 200 fm aðalíbúð. Ca 60 fm auka- íbúð. Ca 60 fm bílsk. Verð 25 millj. Fasteigiwþiónustan Áusturstræti 17 - S. Þorsteinn Steingrímsson, Ig. fs. Kristján Kristjánsson, hs. 40396. IlIJSYAiVfJUU BORGARTÚNI29, 2. HÆÐ. ♦* 62-17-17 Nýjar eignir Öldugata - einb. Fallegt steinhús sem er 141 fm auk kj. og 29 fm bílsk. Sérl. vel staðsett hús. Eignin þarfnast endurbóta. Verð 14,0 m. Egilsgata - parhús Ca 148 fm parhús á þremur hæðum. Mögul. á séríb. í kj. Eignin þarfnast standsetn. Góður bílsk. m/kj. undir. Frábær staðsetn. Verð 10,5 millj. Sérh. - Skjólbr. Kóp. Ca 90 fm sérhæð í Vesturbæ Kóp. ásamt 42 fm nýjum bílsk. með vinnu- plássi. Parket og flísar. Allt nýtt að inn- an. Áhv. húsnlán ca 2,7 millj. V. 8,5 m. Skipholt - íbhæð 111,9 fm nettó björt og falleg 5 herb. íb. á 2. hæð. Nýl. þak, góður garður. Suðursv. Teikn. af bílsk. Verð 8,5 millj. Flókagata - húsnl. 79,2 fm nettó falleg 3ja herb. kjíb. Sér- inng. Sérhiti. Fallegur garður í rækt fyr- ir framan húsið. Áhv. 3,3 millj. húsn- lán. Verð 6,5 millj. Reykás - húsnlán 74.8 fm nettó björt og falleg 3ja herb. í_b. á jarðhæð. Þvherb. og búr innan íb. Áhv. 1,5 millj. húsnlán. Verð 6,8 millj. Drápuhlíð - húsnl. 73.8 fm nettó falleg 3ja herb. kjíb. m/sérinng. Sérhiti. Fallegur garður. Áhv. 3,0 millj. veðdeild o.fl. Verð 5,3 m. Þangbakki 62,6 fm nettó glæsil. 2ja herb. íb. í lyftuh. Vandaðar innr. Parket á herb. Stórar svalir. Þvhús á hæð. Verð 5,4 m. Viðar Böðvarsson, « viðskiptafr., - fasteignasali. n Gallerí Hulduhólar Villa í Skerjafirði Glæsilegt 340 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er í mjög góðu ástandi. Á efri hæð eru 5 svefnherb. öll góð. Innaf hjónaherb. erfataherb. og stórt baðherb. Sérbaðherb. fyrir önnur svefnherb. Neðri hæð: Stórar stofur, húsbóndaherb., stórt eldhús, rúmgott hol með arni, þvottaherb., geymsla og vinnu- konuherb. Suðursvalir. Stórar vestursvalir. Ca 40 fm glerhýsi. Mjög stór tvöfaldur bílskúr. Hagstæð greiðslukjör m.a. þarf útborgun aðeins að vera 4 millj. 26600 Fasleignaþjónustan ■ Autlurtlrmti 17,12ttX. Þorsteinn Steingrimsson. lögg tasteignasali Sölum. Krlstján Kristjánsson hs. 40396. Myndlist Eiríkur Þorláksson Það hafa flestir tekið eftir þeirri byggingu, sem hýsir Gallerí Huldu- hóla, þar sem hún stendur við Vest- urlandsveg gegnt Lágafellskirkju, rétt utan borgarmarka Reykjavík- ur. Þetta er sérkennilegt hús úr timbri, sem stendur hátt og er áber- andi, en snýr frá umferðaræðinni í átt að Kollafirðinum og eyjunum á sundunum. I þessu listræna húsi stendur nú yfír sumarsýning á verk- um fjögurra listakvenna í vinnustof- um einnar þeirra, sem hefur verið breytt í sýningarhúsnæði. Hér eru saman komnar listmáiar- arnir Björg Þorsteinsdóttir og Jó- hanna Bogadóttir, myndhöggvarinn Hansína Jensdóttir og loks húsráð- andinn, Steinunn Marteinsdóttir leirlistarkona. Allar hafa þessar listakonur verið vel virkar í listinni um árabil og hafa því þegar skapað sér ákveðinn sess í myndlistinni. Hins vegar vinna þær í ólík efni, og því er vel til fundið hjá þeim að sýna hér saman og gefa gestum þannig tækifæri til að njóta fjöl- breyttrar myndlistar á einni og sömu sýningunni. Húsnæðinu er skipað þannig nið- ur, að þegar komið er inn í húsið, ber fyrst fyrir augu leirmuni Stein- unnar, en síðan er gengið upp á efri hæðina, þar sem málverk Bjargar og Jóhönnu blasa við, ásamt höggmyndum Hansínu. Hér er allt undir einu og sama þakinu, vinnustaður, heimili og sýningar- staður. Því kemur á óvart, hversu þægilegur efri sýningarsalurinn er; náttúruleg birta er næg í gegnum þakglugga og hliðarglugga, án þess þó að verða skær og yfirgnæfandi fyrir verkin. Því miður hefur sjaldn- ast tekist að gæða sérhannað sýn- ingarhúsnæði hér á landi þessum birtueiginleikum, eins einfalt og það virðist hér. Björg Þorsteinsdóttir sýnir hér þrjár stórar myndir og tíu smærri, gerðar með akrýl á striga. Hér er að finna samsett brot úr hinni flö- grandi veröld í kringum okkur, þar sem litaeiningum er raðað saman á mjúkan og þægilegan hátt í fletin- um. Flest bera verkin titla eins og „Brot“ og „Brotabrot“, eins og til staðfestingar á þeirri takmörkuðu sýn á lífið, sem hver maður getur haft og tjáð öðrum. Tíminn hefur einnig mikil áhrif á hvernig við sjáum heiminn, eins og kemur vel fram í verkunum sem eru upphaf og endir á framlagi Bjargar hér; „Otta“ (nr. 1) sýnir hina dökku liti næturinnar, en „Nón“ (nr. 14) birtu Steinunn Marteinsdóttir: Vasi. 1991. Hansína Jensdóttir: Musterishlið 1.1991 UTSALA STÓRÚTSALA Á SKÓM HEFST í DAG ! MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM SKÓM Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. STÓRLÆKKAÐ VERÐ! 4 rnm 6T 4590 LAUGAVEGI 95 SKOR A ALLA FJOLSKYLDUNA... dagsins; mismunandi form verk- anna styrkja þennan mun enn frekar. Myndir Jóhönnu Bogadóttur eru bæði gerðar með akrýl og olíukrít. Sem fyrr bera hennar verk með sér fijálsa pensilskrift, sem virkar létt og leikandi í einstökum atriðum, en nær síðan að mynda sterka heild, þegar áhorfandinn stígur aftur frá fletinum. Þetta eru fijóar myndir, og einkum eru þær, sem bera titil- inn „Tilvera" skemmtilega samsettar. Hansína Jensdóttir byrjaði sitt listnám á því að læra gull- og silf- ursmíði, en fór síðan í höggmynda- nám. Þetta hefur hún náð að tengja mjög vel saman í verkum sínum hér, sem sameina nákvæma úr- vinnslu og fagmennsku hins list- haga við rýmiskennd þess sem vinn- ur með stærri hluti. Jafnvægi þess- arra þátta kemur vel fram bæði í „Musterishliðunum", sem, þrátt fyrir ytri glæsileik, virðast fallvölt og ótrygg, og í „Virkjunum", sem eru fyrst og fremst þung og kyrr- stæð, jarðbundin, en hafa jafnframt yfir sér einhvern blæ fínleika. Leirlistarverk Steinunnar Mar- teinsdóttur fylla sýningarsalinn sem fyrst er gengið inn í og er þar að finna margt sem gleður auga og formskyn. Eins og vænta má er hér fjöldi gripa sem einfaldlega kallast „Vasi“ eða „Skál“; hins vegar mynda litir, form og línur sterka heild, jafnt fyrir sjálfstæðar eining- ar sem og mynstur sem ganga í gegnum nokkur verk. En þó eru það nokkrar samstæður vegg- mynda, sem draga enn frekar að sér athygiina. Samstæðan „Folda“ (nr. 44, 51, 69 og 74, sem heitir „Ég er sú sem ég er“) er einföld í uppbyggingu, en skemmtilega út- færð. Samstæðan „Suður með sjó“, „Iður“ og „Lygna“ (nr. 57, 64 og 68) er einnig vel útfærð, og minnir á það útsýni yfir eyjar og sund, sem listakonan nýtur frá vinnustofu sinni. Þessi sýning í Gallerí Hulduhól- um er listakonunum til sóma. Sýn- ingarskráin er vönduð og vel frá gengin, og hefur að geyma góðar upplýsingar um listakonurnar, sem og góðar Ijósmyndir. Það gerist því miður ekki nógu oft, að listamenn hugsi svo vel um þarfir gesta fyrir upplýsingar, og því eiga aðstand- endur sérstakt hrós skilið fyrir framtakið. Sumarsýningin í Gallerí Huldu- hólum verður opin út ágústmánuð, og er rétt að hvetja fólk til að koma við í Mosfellsbænum eða gera sér þangað sérstaka ferð til að njóta myndlistarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.