Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 Fiskveiðistj óm- un og sameignin eftir Kára Jónsson í upphafí þessara skrifa þarf að koma fram tilurð núverandi físk- veiðistjómar. Stjómvöld og hags- munaðilar töldu sig ekki ná fram þeim markmiðum, sem að var stefnt í fyrrverandi kerfí, skrap- dagakerfínu. Þ.e.a.s. verndun og uppbygging fískistofna og minni sóknarþungi. Þ.e. fækkun skipa. Þá hugkvæmdist einhvetjum snill- ingnum með Halldór Ásgrímsson fremstan í flokki, skömmtunar- kerfí, kvótakerfið. Og trúðu að þar með yrðu flest ef ekki öll vanda- mál úr sögunni. En þar fóru þeir hamfömm eins og reynslan hefur sýnt. Það hafa nefnilega komið fram miklu fleiri og stærri vanda- mál í núverandi kerfi heldur en í því gamla. Jafnvel svo alvarleg að þau eru nánast óleysanleg. Sér í lagi má nefna í því sambandi hverj- ir eiga fískmiðin. Einhver kann að vitna í 1. gr. kvótalaganna, þá vísa ég því á bug. Það er algjör hræsni að vitna í þessa grein. Núverandi fiskveiði- stjómun, kvótakerfínu, var í raun bolað uppá fiesta útgerðarmenn í krafti laga útvegsmannafélaganna sjálfra. Þannig er að atkvæðafjöldi fer eftir því hvað fyrirtækin eiga stór eða mörg skip. Þetta virkar með öðrum orðum þannig að t.d. í útvegsmannafélagi Suðumesja þegar atkvæðagreiðsl- an fór fram um kvótakerfíð þurfti ekki nema þijú fyrirtæki til að sam- þykkja lögin. Kristján Ragnarsson formaður LIU segist fyrstur manna svara því játandi að fískimiðin séu sameign þjóðarinnar. Á sama tíma og félagar hans geta hagnast á kvótasölu, algjörlega án tillits til sjómanna og fiskvinnslufólks. Með því að færa eða selja kvótann á milli skipa og landshluta eins og Kristján og fleiri telja reyndar hornstein núverandi kerfis færa þeir ábyrgðina af gerðum sínum yfir á þá sem síst skyldi. Þ.e.a.s. fólkið sem byggir afkomu sína á þessari atvinnugrein. Ætli snilling- arnir hafi hugsað það til enda, þeg- ar búið er að selja allan kvótann burt úr einhverju sjávarplássinu? T.d. hvað verður um eignir þessa fólks í viðkomandi plássi, gefur ekki augaleið að þær verða verð- lausar um leið og kvótinn er farinn sem leiðir til gjaldþrots ekki bara fiskvinnslunnar heldur líka fólks- ins. Ábyrgð stjórnmálamanna er feikimikil, þeir hafa jú gengist við vitleysunni enn sem komið er með örfáum undantekningum þó. Um síðustu áramót tóku nýjar reglur gildi um kvótatilfærslur milli skipa, einhveijar þær undarlegustu sem til eru í núverandi kerfi. Og þykir nóg nú þegar. Ég er sammála Einari Oddi um það þvílíkt rugl það er að farga ekki þeim skipum sem búið er að taka eða selja kvótann af. Hvemig ætla snilingarnir að fækka skipum með þessu móti? Þessum kvóta- lausu skipum er núna beint í fisk- stofna svo sem löngu, keilu, lúðu og nokkrar tegundir af kola. Enn sem komið er era þetta fisk- tegundir sem teljast vannýttar. En er það svo? Rauðsprettan er gott dæmi um þetta, núna er hún einn- ig í kvóta. Kristinn Pétursson bend- ir á það í grein í Morgunblaðinu að ótrúiegu magni af físki sé hent í sjóinn, allt að 10% af heildarbotn- fískaflanum hefur verið hent. En almennt er gert lítið úr þessu, þó svo að kvótakerfið bjóði beinlín- is uppá þetta. Það dettur engum heilvita útgerðar- eða sjómanni í hug að fara illa með kvótann sinn eða kaupið sitt, lái þeim hver sem vill. En þeir eiga að hafa það í huga að að sama skapi gefur það villandi mynd af ástandi fiskistofn- anna. Til að koma í veg fyrir að fiski sé hent í sjóinn, er bara ein leið fær í núverandi kerfí. Að kvótinn verði ekki skertur sem þessu nemur. Þorskafli fór fram úr veiðiheimild- um í 450.000 tonn á 6 ára tíma- bili þó að skömmtun á hvert skip væri í gildi. Það gæti eitt og sér sagt öllum mönnum í hvert óefni er komið. Eftir sem áður beija kvótasinnar hausnum við vegginn, og böðlast áfram við að réttlæta vitleysuna. Óþarfí er að minna á að þetta er að sjálfsögðu fyrir utan fískinn sem hent e aftur í sjóinn. Einar Oddur telur svörin í margum- ræddri könnun Félagsvísindastofn- unar endurspegla ruglaða umræðu um sjávarútvegsmál. Hann, eins og Kristján í LÍÚ, telur fijálst framsai homstein kvótakerfísins. Einar Oddur er greinilega svo hrokafullur þegar aðrar en hans skoðanir koma fram að hann afgreiðir þær bara sem rugl. Spurningin eftir sem áður er um það hvort stjómvöld hafí vilja og þor til að fiskveiðistjóm un verði aftur almenns eðlis eða alfarið í höndum fámenns hóps útgerðar- manna. Sjómenn og fískvinnslufólk og aðrir þeir sem byggja afkomu sína á þessari atvinnugrein verða að búa við sambærilegt atvinnuöryggi og aðrir þegnar þessa lands. En það getur aldrei orðið í núverandi kerfí. Einar Oddur segir tvær leiðir koma til greina við stjórnun fiskveiða, þ.e. kvótakerfið eða sóknarstýring. Ég og Einar erum væntanlega sammala um nauðsyn þess að al- menn samstaða verði að vera um þá leið sem valin verður þegar end- urskoðun laganna um fískveiði- VIRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virdisaukaskatts er 5. þessa mánaðar Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Kári Jónsson „Kvótasalan er og verð- ur siðlaus með þeim hætti sem hún er fram- kvæmd í dag. Það sjá sífellt fleiri og kemur það glögglega fram í könnun Félagsvísinda- stofnunar. T.d. að 87% úrtaksins finnst óviðun- andi að ókeypis úthlut- un geti gengið kaupum og sölum. Könnunin sem slík er miklu meira en umhugsunarefni hún er krafa um nýja og réttláta stefnu í und- irstöðuatvinnugrein þjóðarinnar.“ stjómun fer fram, þannig að þriðja leiðin er inni í myndinni, þ.e.a.s. veiðileyfasala. Sóknarstýring eins og Guðjón Á. Kristjánsson er með tillögur um er mun fýsilegri kostur hvað varðar alla samstöðu heldur en kvótakerf- ið. Reyndar hef ég efasemdir um aflagjaldið, ég hygg að það verði flókið í framkvæmd. Sóknarstýring skapar þær að- stæður fyrir útgerð og sjómenn að þeir hæfustu geta komið með mik- inn afla á land öfugt við kvótakerf- ið þar sem allir eru settir á sama bás, sem drepur alla viðleitni til athafna og sóknar fram á veginn. Til era eflaust þeir menn sem halda því fram að sóknarstýring þýði ekkert annað en mokstur á lélegum eða ónýtum físki. Þá er því til að svara, að fiskmarkaðir tryggja að svo yrði ekki. Fiskmark- aðir sem þeir sem starfa hér hafa sýnt það óyggjandi svo ekki verður um villst. Sú tækni og þekking er til stað- ar í dag að hægt er að hafa aðal markaði samtengda hvar sem er á landinu. í mínum huga er bara tímaspurning hvenær allur fískur fer í gegnum fískmarkaði, sem aft- ur leiðir til meiri sérvinnslu og hagræðingar í fiskvinnslu. Tveir ótvíræðir kostir fyrir útgerðina eru með því að selja í gegnum mark- aði. Það er 100% greiðsluöryggi og ávallt hæsta fáanlegt verð á hveij- um degi. Hraða þarf þessari þróun eins og kostur er. Ekki er hægt að kenna kvótakerfinu um allt sem aflaga hefur farið. Vandinn liggur ekki síður í röngum áherslum hinna ýmsu fyrirgreiðslusjóða í gegnum tíðina, í fáránlegum reglum um skammtímalokanir veiðisvæða og að það skuli vera hægt að stækka skip og báta í gegnum reglugerð um 33%, þegar allir viðurkenna að flotinn er allt of stór. Ef þessi veigamiklu atriði væru færð til betri vegar, t.d. með því að krefj- ast betri eiginfjárstöðu fyrirtækja, að afnema 33% regluna, að lokun veiðisvæða sé ótakmörkuð enn- fremur að lokað helstu uppeldis- stöðvum allt árið fýrir öllum veiðar- færam þá myndi sóknarstýring koma að fullum notum, öllum til hagsbótar eðlileg samkeppni yrði aftur í hávegum höfð, aflasælir skipstjórar og útgerðir þeirra fengju að njóta sín á nýjan leik á eðlilegum forsendum. Sjómenn og fiskvinnslufólk hefði minni áhyggj- ur af atvinnuöryggi sínu. Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa verða að taka höndum saman og snúa frá þessari óheillaþróun. Mig langar að segja örlítið um þá leið sem er hvað mest í brenni- deplinum um þessar mundir, þ.e.a.s. að ríkissjóður selji veiði- heimildir. Um hvað eru menn að tala? Það hefur ekki komið fram nógu skýrt með hvaða hætti á að framkvæma söluna. BEINT A SKA 2 l/2 (LYKTIN AF ÓTTANUM) FRUMSÝND Á MORGUN HÁSKÓLABÍÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.