Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 A Irak: Eftirlitsmenn SÞ finna mikið magn efnavopna Sameinuðu þjóðunum. Reuter. EFTIRLITSMENN Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa fundið u.þ.b. 46.000 efnavopn eða hluta þeirra í írak en þarlend stjórnvöld höfðu sagt fjölda þeirra vera á STJÓRNVÖLD í Króatíu sögðust í gær ætla að koma á fót fleiri bardagasveitum og auka viðbún- að sinn til að vera við öllu búin ef til stríðs kemur í Júgóslavíu. Þessi ákvörðun var tekin þar sem átök á milli króatískra þjóðvarðl- Litháen: Sjálfstæði Slóv- eníu og Króat- íu viðurkennt Moskvu. Reuter. LITHÁEN viðurkenndi á þriðju- dag sjálfstæði júgóslavnesku lýð- veldanna Slóveníu og Króatíu og lagði um leið áherslu á sína eigin baráttu fyrir sjálfstæði. Tilkynning um viðurkenninguna kom frá upplýsingaskrifstofu lit- háíska þingsins á þriðjudag. Þar kom skýrt fram að Litháar telja sína eigin sjálfstæðisbaráttu eiga margt sameiginlegt með baráttu Slóvena og Króata. Sagt var að stjórnvöld í lýðveldunum tveimur væru með sjálfstæðisyfirlýsingum sínum 25. júni sl. að framfylgja vilja fólksins samkvæmt „alþjóðlega viðurkenndum sjálfsákvörðunar- rétti“. Lögfræðingur Imeldu, James Linn, sagði að hún hefði brostið í grát og sagt að nú hefði hún verið bænheyrð, þegar hún frétti að yfir- völd á Filippseyjum hefðu veitt sér leyfi til að snúa heim. Stuttu seinna gaf hún þó út yfirlýsingu þar sem hún sagði að ákvörðunin væri „ótrú- leg og grimmileg" þar sem hún fær ekki að taka jarðneskar leifar for- setans fyrrverandi, Ferdinands bilinu 11-12.000. Rolf Ekeus, sem hefur yfirumsjón með eyðingu íraskra vopna á vegum SÞ, greindi frá þessu í gær. Meðal vopnanna sem fundust eru iða og serbneskra skæruliða hafa færst í aukana á siðustu dögum. Þetta var tilkynnt um sama leyti og eftirlitsmenn á vegum Evrópu- bandalagsins komu til Júgóslavíu til að hafa umsjón með vopnahléinu í gær. Þá stóð einnig til að leiðtog- ar JÚgóslavíu kæmu saman í Belgrad í annað skipti á tveimur dögum til að ráða bót á ástandinu. Forseti Króatíu, Franjo Tudjman, hunsaði hins vegar neyðarfundinn og Æðsta ráð Króatíu ásamt ýms- um háttsettum mönnum tilkynnti að til stæði að efla sveitir þjóðvarðl- iða og lögreglu í Króatíu þar sem mestu átökin hafa átt sér stað. Á fundi sínum í gær hvöttu þeir George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti stríðandi aðila í Júgóslvíu til að hætta bardögum. ÍBÚUM Kristjaníu í Kaupmanna- höfn hefur verið gefinn frestur Marcos, með sér til Filippseyja. Linn sagði að ákvörðun Corazon Aquino, forseta Filippseyja, um að hleypa Imeldu til landsins væri mannúðleg og að hún hefði komið forsetafrúnni fyrrverandi á óvart. Hann sagði að Imelda myndi vilja halda sem fyrst af stað en undirbún- ingurinn tæki sennilega eina 10 daga. sprengjur, eldflaugar, hand- sprengjur, skothylki og eld- flaugaoddar, að sögn Ekeus. Ekeus greindi einnig frá því að írakar ættu 3.000 tonn af efnum sem notuð eru til að framleiða efnavopn, svokallaða undanfara, en þeir höfðu aðeins sagst eiga um 650 tonn. Ekeus og Hans Blix, fram- kvæmdastjóri Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA), héldu blaðamannafund eftir að hafa gefið öryggisráði SÞ skýrslu um hvernig miðar í að finna og eyða íröskum vopnum. Eftirlitsmenn SÞ fóru í rannsókn- arleiðangur til geymslusvæðis ná- lægt Samarra, norðvestur af Bagdad, þar sem efnavopn eru geymd, víða við hættulegar aðstæð- ur. Ekeus sagði að 70 manna hópur eftirlitsmanna færi þangað um miðjan þennan mánuð og myndi fínkemba svæðið á u.þ.b. sex vikum. Hann sagði að stór hluti efnavopn- anna væri fylltur með tiltölulega hættulausu táragasi en samt sem áður þannig að svo virtist sem það ætti að nota í hernaðarlegum til- gangi en ekki til að hafa hemil á mannfjölda. Nokkrir eldflaugaodd- ar voru fylltir með taugagasinu sarin, sagði Ekeus. Ekeus sagði að fyrsti efnavopna- eftirlitshópurinn á vegum SÞ færi til Iraks í þessari viku. Hann sagði að þá kæmi í ljós hvort yfírlýsing íraka um að þeir framleiddu engin efnavopn væri sönn. til 1. október að koma á lögum og reglu í „fríríkinu". Þingmað- urinn Poul Quist Jorgensen sagði í viðtali við dagblaðið Jyllands- posten að ef fresturinn yrði ekki virtur þá yrði að grípa til þess ráðs að loka hverfinu. Ástæðan fyrir því að nú er á ný farið að tala um að loka Kristjaníu er bréf frá aðstoðarlögreglustjóra Kaupmannahafnar til dómsmála- ráðherrans. Aðstoðarlögreglustjór- inn tók saman lista fyrir ráðherrann um allt það sem lögreglan gerði upptækt í Kristjaníu á síðustu sex mánuðum. Á listanum er m.a.: 228 kíló hass, fjögur kíló hassplöntur, eitt kíló marhíjúana, 32 hnífar, tvær skammbyssur, 1.031 skothylki, ein handsprengja, tvær kylfur, 2,1 milljón danskar krónur og 86.000 norskar krónur. Þetta finnst aðstoðarlögreglu- stjóranum vera „allsendis óviðun- andi ástand“. ------*-M-------- ■ NÝJU DELHI - Óttast er að yfir 700 manns hafi farist í Ind- landi á þriðjudag þegar áin Ward- ha flæddi yfir bakka sína og færði í kaf 1.500 manna þorp nærri borg- inni Nagpur. ----------------- Grænland: Leyfa veiðar 400 sauðnauta Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréita- ritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landsstjórnin hefur leyft veiðar 400 sauðnauta frá 1. ágúst til 25. september. Veiðimenn í Maniitsok mega veiða 300 naut og veiðimenn í Sis- imiut 100. Sveitarstjórnir á þessum stöðum eiga að skipta kvótanum niður á milli veiðimanna sem hafa veiðar að aðalatvinnu. Júgóslavía: Króatar fjölga bar- dagasveitum sínum Belgrad, Moskvu. Reuter. Reuter Stjórnvöld á Filippseyjum hafa veitt Imeldu Marcos, fyrrverandi forsetafrú, leyfi til að snúa heim. Filippseyjar: Imelda Marcos fær að snúa aftur heim New York. Reuter. IMELDU Marcos, fyrrverandi forsetafrú á Filippseyjum, hefur verið veitt leyfi til að snúa aftur til eyjanna eftir rúmlega fimm ára útlegð í Bandaríkjunum, en henni til sárra vonbrigða fær hún ekki að taka með sér jarðneskar leifar bónda síns, Ferdinands Marcos, sem lést á Filippseyjum árið 1989. Kaupmannahöfn: Ibúar Kristjaníu verða að koma á lögum o g reglu Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Sviss er þekkt fyrir náttúrufegurð sína og skíðalönd. Hér sést hinn tignarlegi Matterhorn-tindur gnæfa yfir fjallabæinn Zer- matt. Sviss: 700 ára bandalag gegn afskiptum erlendra drottnara cftir Önnu Bjarnadóttur. SVISS er 700 ára í ár og af mælið verður haldið hátíðlegt með einum eða öðrum hætti út um allt land í dag, 1. ágúst, á þjóðhá- tíðardegi ríkisins. 50 metra hár bálköstur verður brenndur í Utzensdorf, 700 fermetra svissneskur fáni prýðir sléttlendi við rætur fjallsins „Birre“ við Kandersteg og sljórn Hallwil býður öllum íbúum bæjarins, 200 talsins, á siglingu um Hallwilersee — svo eitthvað sé nefnt. Svissneska ríkissljórnin heldur upp á dag- inn ásamt fjölda gesta á Rutli-engi, svokölluðum fæðingarstað Sviss, og í bænum Schwyz. Þar verða haldnar ræður og stórafmæl- inu fagnað fram á nótt. Svisslendingar ákváðu eftir miklar vangaveltur að gera ekki alltof mikið úr afmælinu. Þeir eru lítið fyrir að hugsa stórt og sýnast miklir fyrir öðrum. Þeir ákváðu að láta kantónurnar 26 og sveitarfé- lög þeirra fyrst og fremst um að halda upp á afmælið en þjóðin stendur þó einnig saman að fjölda sýninga og skemmtana í tilefni stórafmælisins. Ein besta gjöfin sem hún gaf sjálfri sér er göngustígur sem kall- aður er „Vegur Sviss“ og liggur meðfram Urner-vatni. Hann er 35 km langur og skiptist í kafla sem eru nefndir eftir kantónunum. Lengd hvers vegarkafla fer eftir íbúaflölda kantónanna en þeir eru í sömu röð og kantónumar gengu í svissneska bandalagið. Göngu- stigurinn er svo vinsæll að það hefur verið kvartað undan örtröð á honum. Almenningur var því minntur á að vegurinn mun vera áfram þótt afmælisárið líði og eng- in þörf á að ganga endilega um hann í ár. Upphaf göngustígsins er á Rutli. Sagan segir að fulltrúar elstu kant- ónanna þriggja, Schwyz, Uri og Unterwalden, hafi komið þar sam- an fyrir 700 árum, rétt þijá fingur (þumalfingur, vísifingur og löngu- ,töng) upp til himna og svarið þess eið að standa saman gegn ágengni erlendra drottnara og dómara um ókomna framtíð og sjá um sín mál sjálfir. Þeir áttu fyrst og fremst í höggi við Habsborgara og voru búnir að fá sig fullsadda af þeim og fógetum þeirra. Þeir gerðu skriflegan samning, sem hefur varðveist, um bandalag sín á milli í byijun ágúst 1291 og til þessa bréfs rekja Svisslendingar sögu sína. Svæðin í kringum kantónurn- ar þijár gengu smátt og smátt til liðs við þær og Sviss — sambands- ríki 6 milljóna á mótum þriggja evrópskra menningarsvæða þar sem fjögur tungumál eru töluð — byggist enn á bandalagi íbúa þess gegn stórþjóðunum í kring. Raddir heyrast nú um að sviss- neska bandalagið hafi gengið sér til húðar og endalok Sviss séu í sjónmáli. Sumir telja þjóðfélagið farið að rotna innan frá. Stór hluti menningarvita neitaði til dæmis að taka þátt í afmælishátíðarhöld- unum vegna spjaldskrár og njósna sambandsstjórnarinnar um „grunsamlega“ borgara, margir eru miður sín vegna leynilegrar hersveitar sem átti að veita and- spyrnu ef landið yrði hertekið og hneykslið í kringum fyrsta kven- ráðherrann, sem varð að segja af sér sem dómsmálaráðherra af því að hún varaði mann sinn við rann- sókn á málum sem tengdust hon- um, gleymist seint. En stór meiri- hluti íbúa landsins er sáttur við að vera svissneskur. Það felur í sér beint lýðræði og sjálfstjórn sem þekkist ekki annars staðar í Evr- ópu, auk þess sem velmegunin er mikil og lífsskilyrðin góð. Reyndar skiptir það Svisslend- inga meira máli hvaðan úr Sviss þeir eru en að þeir séu frá Sviss. Sviss sem slíkt skipti meginmáli í heimsstyijöldinni síðari þegar stríð geisaði allt í kringum það og það komst hjá innrás en yfirleitt hugsa þeir meira um kantónuna sina og sveitarfélagið en sambandsríkið. Það er í anda upphaflega banda- lagsins sem þeir gerðu með sér fyrir 700 árum. Þá ákváðu þeir að standa saman gegn afskiptum annarra svo að þeir gætu hagað málum sínum að eigin geðþótta. Nú standa þeir frammi fyrir Evr- ópubandalaginu og hugsanlegri aðild að því. Það er ljóst að það borgar sig fyrir þjóðina efnahags- lega að ganga í bandalagið eða gera við það samning um Evrópskt efnahagssvæði. En það er mögu- leiki áð sjálfstæðishyggjan í þess- ari þjóð sé svo sterk að hún geti ekki hugsað sér nú, frekar en fyr- ir 700 árum, að beygja sig fyrir því sem hún álítur vera erlenda drottnara og dómara í Brussel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.