Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 Tölvusumarskólinn fyrir börn og unglinga 10-16 ára Tvær spennandi vikur í Reykjavík í ágúst: 6.-16. ágúst kl. 9-12 og 19.-30. ágúst kl. 9-12 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu LIPURÐ í BORGARNESI ÚTBOÐ Landssamtökin Þroskahjálp óska eftir tilboöum í byggingu á raðhúsi við Selvogsbraut 1, Þorlákshöfn. í húsinu eru 6 litlar íbúðir ásamt sameiginlegu rými samtals 376,2 fm, 1.565 rúmmetrar. Verkið tekur til allrar vinnu við gröft á grunni, uppsteypu og frágang utanhúss sem innan svo og frágang lóðar. Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Svæðisstjórnar Suðurlands, Eyrarvegi 37, Selfossi og teiknistofu Páls Sófaníassonar, Kirkjuvegi 23, Vestmannaeyjum, sími 12711, gegn 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu svæðistjórnar föstudaginn 16. ágúst kl. 14 stundvíslega að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Landssamtökin Þroskahjálp. i í joggingskór á frábæru verði Barnaskór Runner Plus Jr. Velcro St. 24-35. Kr. 2.160,- Fullorðinsskór Runner Plus St. 36-46. Kr. 2.530,- Indian Velcro Uppháirekta leðurskór. St: 29-39. Kr. 3.640,- H5 MAÐURINN HÓLAGARÐI 0 BREIÐHOLTI 0 SÍMI 75020 J Sunnudaginn 21. júlí sl. var ég undirritaður á leið minni frá Akur- eyri ásamt eiginkonu og einum hundi. A miðri Arnarvatnsheiði kom upp krankleiki í litla bílnum okkar en okkkur tókst í örvænt- ingu að skröltast niður í Borgarnes þreytt og miður okkur. Á Akur- eyri hafði ég fengið miður góðar móttökur vegna annars smávanda- máls í bílnum og kveip því að biðja enn á ný um aðstoð. Á ESSO-stöð- inni í Borgarnesi tóku á móti okk- ur Sigurður Þorsteinsson og starfs- menn hans. I fyrstu var biluninni slegið upp í grín og mér sagt að henda druslunni sem þó er nýskoð- uð og ung að aldri. Sigurður er gamalreyndur bílstjóri og hesta- maður sem þurft hefur að bjarga sér aleinn úti í óbyggðum. Eftir að hafa lokið að raða nokkrum vörum upp í hillu sneri hann sér að næsta verkefni að gera við bíl- inn minn sem þó var algerlega fyrir utan hans verkahring. I fyrstu tókst ekki að koma auga á bilunina og mér fór enn á ný að verða órótt og það fann Sigurður. Eftir um hálfrar klst. viðgerð tókst Sigurði að koma í veg fyrir krankleikann og okkur tókst að komast heim. Mér þóttu þessi við- brögð með hreinustu ólíkindum og mun aldrei gleyma þeim. Það sem meira er að Sigurður neitaði að taka við greiðslu fyrir ómakið, hann sagði það skyldu sína að hjálpa þeim sem væru hjálpar- þurfi. Gott væri ef fleiri tileinkuðu sér þann sið. Það lýsa engin orð þeirri lífsreynslu sem við urðum fyrir á ESSO-stöðinni í Borgarnesi og Sigurður Þorsteinsson og hans frábæra starfsfólk á allan heiður að. Hafið bestu þakkir og lífið heil. Eitt er víst að mín fjölskylda mun leggja sig alla fram við að hvetja ferðalanga til að bíða með að fylla tankinn þangað til komið er til Sigurðar í Borgarnesi. Þar má auðvitað líka fá allt í bílinn a.m.k. var gert við minn á staðn- um. Lífið heilir Borgnesingar. Árni Stefán Árnason Um eyðni og rangl lífemi í Velvakanda 21. júlí ámælir Þorsteinn Guðjónsson Þórarni Guðnasyni lækni fyrir að kalla eyðni ekki hommasjúkdóm og seg- ir fréttir um mikla útbreiðslu sjúk- dómsins í þriðja heiminum notaðar til að gefa áróðri fyrir „röngu lí- femi“ lausan tauminn. Með orðinu hommasjúkdómur er átt við sjúkdóm sem einungis hommar sýkjast af (sbr. barnasjúk- dómur). Eins og Þorsteinn vonandi veit sjálfur er sú ekki raunin og skiptir þá engu máli hverjir fyrst sýktust. Og þó við myndum gefa okkur að einungis hommar fengju eyðni hvaða máli skiptir það? Eg veit ekki til þess að hommar séu neitt verri en annað fólk. Þegar rætt er um samkynhneigða er oft talað um óeðli en það óeðli er býsna illa skilgreint og byggist að því er ég tel á vanþekkingu og fordóm- um. í öðru lagi er orðalagið „rangt líferni" mjög undarlegt og ber vott um fordóma Þorsteins gagnvart samkynhneigðum. Samkvæmt mínum skoðunum og að ég vona íslensku stjórnarskrárinnar getur ekkert líferni flokkast sem rangt nema það skaði aðra (sbr. kynferð- isafbrotamenn). Ég sé ekki að sam- kynhneigð skaði einn né neinn og getur þar af leiðandi ekki kallast rangt líferni. Sem umhverfisverndunarsinni get ég svo ekki lokið máli mínu án þess að benda á það að á tímum offjölgunar er samkynhneigð bein- línis af hinu góða. Pétur Henry Petersen Talsímakonur Fyrr og nú Undanfarið hefur staðið yfir gagnasöfnun til útgáfu starfs- mannatals Talsímakvenna. Hér er um að ræða allar þær konur er starfað hafa við talsímann frá því að síminn kom til íslands 1906- 1991, það er að segja við Miðstöð (bæjarsímann), Landsímann, og Talsambönd við útlönd, eftir að það tók til starfa. Það er viðamikið verk- efni sem spannar 85 ára tímabil í sögu okkar. Send hafa verið út eyðublöð til allra þeirra sem vitað er um, eða ættingja þeirra. Fáar heimildir eru til um þær sem unnu hér fyrr á árum og hér með leitað eftir upplýs- ingum um þær konur sem horfnar eru og ættingjar eru beðnir að láta í sér heyra og/eða benda á þær sem vitað er um. Þegar svona langt er liðið byggist söfnunin á frásögnum ættingja eða vina þeirra. Þó nokkr- ar þessara kvenna hafa búið erlend- is og hafa þar með horfið okkur hinum og eru allar vísbendingar vel þegnarum þær sem og aðrar. Vinsamlegast hafið samband við Ásthildi Steinsen í síma 51525 e.h. eða skrifið í Box 226, 121 Rvk. Alnæmi ekki homma- sjúkdómur Hann Þorsteinn Guðjónsson var eina ferðina enn (Velvakandi 21.7) að gera lýðum ljósa afstöðu sína til þeirra sem gangast við því að vera samkynhneigðir. Látum það liggja milli hluta að sinni, boðskap- ur hans að þessu leyti nær ekki eyrum manna nú á dögum. En það er verra að hann hamrar á þeim boðskap að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur. Þessi villa ýtir undir það að þeir sem ekki telja sig til þessa þjóðfélagshóps þykist vera stikkfrí og viðhafi enga aðgæslu til þess að varast smit. Staðreyndin er sú að alnæmissmit breiðist nú hraðast út meðal þeirra sem telja sig gagnkynhneigða. Guðni Baldursson 0HITACHI TVÖ 00 TILBOÐ ....A MEÐAN BIRGÐIR ENDAST! FERÐATÆKI Ferðatæki m. tvöföldu segulbandi 4 rósa útvarpi, 80W Þrívíddar hátalarar, surround og 5 banda tónjafnara. Hljómar vel! ...Mll M> I viRDUtKKUN 'k 'hrðmwounu' RÖNNING SUNDABORG15, SÍMI:68 58 68 TTT"T'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.