Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 Föst í óbyggðum í nær tvo sólarhringa: Engin hætta á ferðum, en óvíst hversu lengi við hefðum þraukað - segir Björgvin Leifsson á Húsavík „VIÐ VORUM ekki í neinni hættu, höfðum nægar vistir og það fór ekkert illa um okkur,“ sagði Björgvin Leifsson áfangastjóri í Framhaldsskólanum á Húsavík sem ásamt samferðafólki sínu villtist af leið er hann var á ferð á hálendinu um helgina. Fólkið villtist á sunnudagskvöld, en fannst síðdegis á þriðjudag. Þau komu heil á húfi til Húsavíkur nokkru eftir miðnætti í fyrrinótt. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Við gosbrunn í Lystigarðinum Fólk sem heimsótti Lystigarðinn á Akureyri í gær þurfti ekki að kvarta yfir veðrinu og það gerði hún svo sannarlega ekki heldur hún Brynja Vala þar sem hún sullaði dálítið í einum af gosbrunnum garðsins. Skattar í Norðurlandi eystra: KEA greiðir mest að venju Oddur Carl Thorarensen greiðir mest einstaklinga KAUPFÉLAG Eyfirðinga greiðir hæstu álögðu gjöld í Norðurlands- umdæmi eystra, svo sem venja hefur verið síðustu ár og ekki ætti ibúum kjördæmisins heldur að koma á óvart að Oddur Carl Thorar- ensen apótekari á Akureyri greiðir hæstu álögðu gjöld á einstakl- inga, svo sem hann hefur gert undanfarin ár. Kaupfélaginu er gert að greiða samtals rúmlega 85,6 milljónir króna í gjöld á árinu og Oddur greiðir 5,6 milljónir króna. Heildarálagning gjalda í umdæm- inu er um 3,6 milljarðar króna á einstaklinga, en lögaðilar greiða 768,6 milljónir króna. Alagning á börn nemur 5,1 milljón króna. Gunnar Rafn Einarsson skattsjóri sagði að mun minna hefði verið um áætlanir nú í ár en venja hefur verið til undanfarin ár. 16. KristjánR. Vernharðsson, Eyjaij.sv., 2.585.317. 17. Júlíus Gestsson, Akureyri, 2.582.227. 18. Haukur L. Baldvinsson, Svalbarðsst., 2 579.711. 19. Magnús Gauti Gautason, Akureyri, 2.562.273. 20. Sigurður K. Pétursson, Akureyri, 2.541.046. Björgvin, ásamt erlendum sam- kennurum sínum við Framhalds- skólann á Húsavík, lagði af stað síðasta föstudag og fóru þau Gæsavatnaleið. Frá Gæsavötnum hugðist hann aka slóð austan megin við Skjálfanda, en þá er komið niður í byggð í Bárðardal, ýmist við Svartárkot eða Stórut- ungu. „Þarna eru aukaslóðir og ég villtist inn á eina slika sem liggur ofan í dal og það var ekki auðvelt að komast upp úr honum aftur,“ sagði Björgvin. Dalur þessi heitir Hraunárdalur og er sunnan í Syðri-Múla, norðan við Fljóts- hnjúk. Þar í slakka er gangna- mannakofi, sem heimamenn í Bárðardal fluttu úr Öxnadal og nefna sín í milli „Bjartsýnisbúðir“. Björgvin sagði að þau hefðu bæði sofið þar og í bílnum og ekki hefði farið illa um þau. í bílnum, sem er sérútbúinn Dodge-sendibíll var CB-stöð, en Björgvin sagði að hún hefði ekki dregið neitt að ráði og því hefði ekki verið unnt að láta vita um þá stöðu sem upp kom. Hann sagði að þau hefðu haft nægar vistir, engin hætta hefði verið á ferðum og þau vitað af því að farið yrði að leita þeirra er þau skiluðu sér ekki til Húsavíkur á tilskildum tima. Hann gæti þó ekki svarað hversu lengi þau hefðu þraukað til viðbótar þar efra. Þröstur Brynjólfsson varðstjóri lögreglunnar á Húsavík fór við annan mann í leit að fólkinu síð- degis á þriðjudag og þyrla Varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli hélt einnig til leitar, en hún var af til- viljun stödd norðanlands. Flug- menn þyrlunnar komu auga á fólk- ið og var það selflutt á henni um 15-20 kílómetra leið að lögregluj- eppanum, sem síðan flutti þau til Húsavíkur. Björgvin er vanur fjallaferðum, hann fer einhvern tíma á næst- unni að sækja bifreiðina og sagði að þessi villa sem hann hefði lent í myndi ekki hafa áhrif á áfram- haldandi fjallaferðir. Auðvelt væri að villast á þessum slóðum, þar sem allar vegaslóðir sem Vegagerð ríkisins hefur ekki á sinni könnu væru ómerktar. Félög með hæstu álögðu gjöld í Norðurlandsumdæmi eystra: 1. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri, 85.665.238. 2. Útgerðarfélag Akureyringa, Akureyri, 28.646.389. 3. Hreifi hf., Húsavík, 27.600.000. 4. íslenskur skinnaiðnaður, Akureyri, 15.639.375. 5. Celite Island, Húsavík, 12.547.265. 6. Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík, 12.426.511. 7. K. Jónsson ogCo., Akureyri, 11.901.808. 8. Álafoss, Akureyri, 10.775.500. 9. Slippstöðin Akureyri, 9.997.027. 10. Fiskv. Jóhannesar og Helga, Dalvík, 9.273.520. 11. Samheiji, Akureyri, 9.221.854. 12. ístess, Akureyri, 8.426.944. 13. Fiskavík, Raufarhöfn, 8.409.105. 14. Samband ísl. samvinnufél., Reykjavík, 7.771.073. 15. Hagkaup, Reykjavík, 7.508.391. 16. Flugfélag Norðurlands, Akureyri, 7.460.811. 17. Kísiliðjan, Skútustaðahr., 7.419.003. 18. Hlíð sf., Glæsibæjarhr., 7.176.000. 19. Oddeyri, Akureyri, 6.994.875. 20. FiskiðjusamlagHúsavíkur, Húsavík, 6.855.220. Einstaklingar sem greiða hæstu álögðu gjöld í Norðurlandsumdæmi eystra: 1. Oddur Carl Thorarensen, Akureyri, 5.612.688. 2. Árni Helgason, Ólafsfirði, 4.535.677. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri, Útgerðarfélag Ákureyringa, Kaup- félag Þingeyinga, Súlur hf., Akur- eyri, og Kaffibrennsla Akureyrar greiða hæstan eignaskatt í um- dæminu, en hæsta álagt aðstöðu- gjald er á KEA, ÚA, K. Jónsson, Samband íslenskra samvinnufélaga og íslenskan skinnaiðnað. Félög sem greiða hæstan tekjuskatt eru Hreifi hf. og Celite ísland á Húsa- vík, Fiskavík á Raufarhöfn, Fisk- verkun Jóhannesar og Helga á Dalvík og Kísiliðjuna í Skútustaða- hreppi. Oddur Carl Thorarensen greiðir hæstu gjöldin á Akureyri, 5,6 millj- ónir, þá Tómas Eyþórsson og Ari Halldórsson sem greiða um 3,7 milljónir. Á Húsavík greiðir Vigfús Guðmundsson mest, 4,3 milljónir, þá Björn S. Haraldsson, rúmar 2 milljónir, og Gunnar Rafn Jónsson rúmar 1,8 milljónir. í Ólafsfirði er Árni Helgason með hæstu gjöldin, 4,5 milljónir, Svavar Magnússon með 2,6 milljónir og Rannveig Ax- fjörð með 2,2 milljónir. Valdimar Snorrason er með hæst gjöld á Dalvík, 3,1 milljón, Óli Þór Ragn- arsson með tæpa 3,1 milljón og Willard Helgason með 2,1 milljón. Kristján R. Vernharðsson, Eyja- fjarðarsveit, greiðir 2,5 milljónir og er hæsti greiðandi í hreppum, þá Haukur L. Baldvinsson, Svalbarðs- strönd, einnig með um 2,5 milljón- ir, og Vilhjálmur Konráðsson á Raufarhöfn er þriðji með rúmar 2 milljónir í álögð gjöld. Alls fengu 794 aðilar um 123,2 milljónir króna í frádrátt vegna fjár- festinga í atvinnurekstri í umdæm- inu. V erslunarmannahelgin: Fjölbreyttar siglingar með Sæfara í boði Vinnslustjóri - netamaður Vinnslustjóra, vanan Baader flatningsvél og saltfisk- vinnslu, vantar á Ásborgu EA-259, sem saltar aflann um borð. Einnig vantar netamann um borð. Upplýsingar í síma 96-61748 og um borð 985-22359, 985-22259. SÆFARI verður í stöðugum siglingum um verslunarmannahelgina og gefst ferðafólki á Eyjafjarðarsvæðinu sem og heimamönnum kostur á að fara í lengri eða skemmri siglingu. í sumar hefur verið boðið upp á miðnætursiglingar á föstudagskvöldum þar sem stiginn hefur verið dans undir harmonikkuleik um borð og hafa þessar ferðir mælst vel fyrir hjá farþegum. 3. Vigfús Guðmundsson, Húsavík, 4.370.850. 4. Tómas P. Eyþórsson, Akureyri, 3.751.334. 5. Ari Halldórsson, Akureyri, 3.745.334. 6. Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyri, 3.561.540. 7. Pétur Bjarnason, Akureyri, 3.334.021. 8. Elías I. Elíasson, Akureyri, 3.126.216. 9. ValdimarSnorrason, Dalvík, 3.102.264. 10. Óli Þór Ragnarsson, Dalvík, 3.098.276. 11. Hreinn S. Pálmason, Akureyri, 3.032.318. 12. Arngrímur Brynjólfsson, Akureyri, 2.916.855.^ 13. Svavar Magnússon, Ólafsfirði, 2.699.789. 14. Benedikt Ólafsson, Akureyri, 2.676.067. 15. SigurðurG. Valdimarsson, Akureyri, 2.651.714. Frá föstudagskvöldi til mánu- dagskvölds verða daglegar siglingar með Sæfara. Fyrsta ferðin er á föstudagskvöld kl. 19 þegar siglt verður frá Torfunefsbryggju á Akur- eyri og þangað er komið aftur um miðnætti eftir viðkomu í Hrísey. Á laugardag verður hefðbundin áætlun til Grímseyjar og verður farið frá Árskógssandi kl. 11.30 og komið til baka til Akureyrar um kl. 23. Tvisvar verður siglt á sunnudag, fyrst er boðið upp á tveggja tíma siglingu um EyjaQörð frá kl. 14-16 og á sunnudagskvöld siglir Sæfari til Hríseyjar, en lagt verður af stað kl. 19 frá Torfunefsbryggju. Á mánudag verða einnig tvær tveggja tíma siglingar um Eyjafjörð, sú fyrri er frá 14-16 og hin síðar frá 17-19. í Hríseyjarferðunum verða leið- sögumenn og harmonikkuleikari um borð, lagið verður tekið og sjó- mannavalsar mun hljóma um fjörð- inn og er fólki ráðlagt að taka danss- kóna með í ferðirnar. Páll Landry hjá Ferðaskrifstof- unni Nonna sagði að miðnætursigl- ingar hefðu mælst vel fyrir hjá þátt- takendum, en einkum hefðu íslend- ingar sótt í þær ferðir. Hann sagði að kynna þyrfti þær betur, t.d. þyrftu útlendingar að hafa um þær vitneskju áður en þeir halda að heim- an, þeir væru yfirleitt búnir að skipu- leggja ferðalög sín fyrirfram. „Þetta hefur gengið þokkalega og byrjunin þykir okkur lofa góðu,“ sagði Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.