Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1991 11 Sigrún Eldjárn: Tríó. 1990. Sigrún Eldjárn ________Myndlist____________ Eiríkur Þorláksson í sumar hefur útibú Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) í Mjóddinni við Breiðholt haldið sýn- ingu á verkum Sigrúnar Eldjám í afgreiðslusal sínum. Eins og aðrar sýningar á þessum stað hefur hún staðið lengi (frá því í maí), og því hafa viðskiptavinir og aðrir gestir haft gott tækifæri til að skoða verk- in á veggjunum. Sigrún Eldjám hélt sýningu í Nor- ræna húsinu síðastliðið haust ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur, og eru olíu- málverkin hér í beinu framhaldi af því sem þar bar fyrir augu; stór form steina, kletta og fjalla, sem gnæfa yfir umkomulitlar manneskjur, sem virðast vamarlitlar í náttúmnni, sem þeim hefur verið fleygt inn í. Smæð fólksins og litir bera þó ekki með sér þá ógn sem umhverfið býður upp á, heldur bjartsýni og jafm'el friðsæld, eins og í „Fimindi“ (nr. 11) þar sem æskan er boðberi vonarinnar. Eitt málverkið, „Kyrralíf" (nr. 15), sker sig þó úr, og í því virðist listakonan vera að leita nýrra við- fangsefna. Virðuleg aldamótafjöl- skylda í sínu fínasta pússi hefur hér stillt sér upp fyrir myndasmiðinn; en vegna þess að andlitin koma ekki í Ijós myndast ekki persónuleg tengsl, heldur birtist draumur um þá ímynd fjölskyldunnar, sem margir segja að sé nú brostin. Því kann titillinn að vera mjög viðeigandi í þessu tilviki. Sigrún sýnir hér einnig nokkrar grafíkmyndir (messótintur). Nokkrar þeirra sýna börn að leik, en aðrar eru myndir af fplki, sem oftast er uppstillt líkt og til ljósmyndunar, eins og t.d. „Tríó“ (nr. 5). Það er þægileg- ur blær yfir þessum verkum, bæði vegna viðfangsefnanna og ekki síður vegna litaáferðarinnar, sem lista- konan hefur valið myndunum. Manneskjan, á öllum aldursstigum frá vöggu ti! grafar, er helsta við- fangsefni Sigrúnar Eldjárn í mynd- listinni. Fólk að leik og störfum, úti í náttúrunni og annars staðar, er rauði þráðurinn í verkunum, en við- horfið sem skín í gegnum verkin er ætíð leit að vellíðan, ró og ástúð. Þetta eru ekki algeng einkenni í myndlist samtímans, sem oftar sýnir lífið þjást í táradal örvæntingarinnar en njóta sín á blómaengi sælu og jafnvægis. Hið sanna í lífi flestra er væntanlega einhvers staðar mitt á milli, og því æskilegt að listin miðli hvoru tveggja á einhvern hátt. List Sigrúnar Eldjám tekur vissulega þátt í þeirri miðlun. Sýningu Sigrúnar Eldjárn í útibúi SPRON í Mjódd í Breiðholti lýkur 9. ágúst. Kennarabraut • Macintosh © Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. Sérsniðin ágústnámskeið fyrir kennara! ^ <%> 7.-15. ágúst kl. 13-16 og 19.-28. ágúst kl. 13-16. . O Tölvu- og verkfræðiþjónustan x? Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu \P‘ 'r&> Sumartilboð á Hótel Örk Kr. 4.950,- gisting, morgunmatur og kvöldverður fyrir manninn í 2ja manna herbergi. Létt heilsurækt Sundleikfimi, boltaleikir, trambólín, fyrir börnin, leikir, grín og gaman. HÓTEL ÖDK sími 98-34700, fax 98-34775. Verðvænt hótel - hótel úti í náttúrunni Allt uð 80% ufslóttur!!! ATHUGIÐ1. nýior vörur 14 KAUPSTADUR IMJODD AIIKLIG4RDUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.