Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 faém FOLX ■ EMIL Gíslason mótstjóri setti Landsmótið en fyrirhugað hafði verið að fulltrúi GSI mætti til þess. Hann lét hins vegar ekki sjá sig fyrr en fyrstu menn voru farnir út og því kom það í hlut Emils. ■ HERMANN Mngnússon, heið- ursfélagi í Golfklúbbi Hellu og „faðir“ golfvallarins, sló upphafs- höggið og sagði um leið og hann '*• steig á teig: „Vonandi hitti ég bolt- ann“, og það gerði hann heldur betur. Að því loknu óskaði hann kylfingum góðs gengis og sagðist hafa lokið sínum þætti í mótinu — og vonaðist til þess að enginn lyki mótinu á færri höggum! ■ SVA VAR Frióleifsson formað- ur Gofklúbbsins á Hellu sá um að ræsa út fyrstu sjö riðlana. Það gekk einstaklega vel, allflestir á braut og enginn í neinum vandræðum. Þóroddur Skúlason leysti for- manninn svo af og þeir þrír sem voru í áttunda riðli slógu allir út og suður og einn þeirra þurfti að taka víti. .■ ÞAÐ er alþjóðleg regla í golfi að nái upphafshöggið ekki fram yfir kvennateig verði viðkomandi að bjóða þeim sem með honum spiia í riðli upp á drykk. Sigurður Haf- steinsson, GR, náði þessum „ár- angri“ á fimmtu braut og varð því að bjóða þeim Sigurði Sigurðs- syni, GS, og Gunnari Sn. Sigurðs- syni, GR, upp á drykk. ■ PING virðist vera vinsælasta golfsettið meðal meistaraflokks- manna, því tólf kylfingar af 51 í flokknum nota það á mótinu. Slaz- 'enger nota níu kylfingar, sex nota Wilson, fimm Hogan, fjórir Maxfli og Mizuno, þrír Tommy Armour og Titleist, tveir Taylor made og einn kylfingur Pro Simmon, Ram og Maruman. fl TITLEIST er hins vegar vin- sælasti boltinn, en 23 í meistara- flokki nota bolta af þeirri tegund. Maxfli er í öðru sæti en tíu nota slíkan bolta, sjö nota Slazenger, fímm Tour Edition, tveir Pinnacle, Precept og tveir Top Flite. ■ GOLFHÚFURNAR sem kylf- ingar á Landsmóti voru látnir greiða 500 kr. fyrir aukalega með þátttökugjöldum eru ekki vinsælar. I meistarflokki karla sáust tveir --'með þær á höfðinu og annað eins í 1. flokki. Engin úr kvennaflokkun- um sást með húfuna í gær. Flestir hentu þeim neðst í poka sína og sögðust aldrei myndu nota þær. Húfurnar eru ekki merktar Lands- mótinu, heldur „Ferðaskrifstofan Saga“ með merki GSI í fyrra a-inu. fl FYRIR nokkrum árum lenti GOLF / LANDSMOT Morgunblaðiö/Óskar Sæmundsson Sigurjón Arnarsson á síðustu flöt í gær. Hann leiðir í meistaraflokki karla ásamt Bimi Knútssyni. Bjöm og Siguvjón efstir á parinu BJÖRN Knútsson úr Keili og Sigurjón Arnarsson úr GR eru með forustu í meistaraflokki eftir fyrstu 18 holunar á Lands- mótinui á Hellu. íslandsmeist- arinn, Úlfar Jónsson úr Keili er í 10. sæti, þremur höggum á eftirfyrstu mönnum. Ulfarfer því út í fjórða síðasta riðli og það er langt síðan hann hefur ekki verið í síðasta riðli eftir fyrsta dag á Landsmóti. Veðrið lék svo sannarlega við keppendur og þá sem fylgdust með leik kylfínganna í gær. Sjóð- andi hiti og logn var fyrst í gær- morgun en laust fyrir hádegi kom nokkur gola sem snérist síðar um daginn þannig að sumir léku flestar brautirnar á móti golunni. Völlurinn er mjög góður en keppendur kvört- uðu þó undan að hann væri dálítið harður og því gekk mörgum frekar illa að pútta. Bjöm og Siguijón léku völlinn á pari í gær, 70 höggum en Helgi A. Eiríksson úr GR kom öllum á óvart, sjálfum sér einna mest, inn á 71 höggi. „Það verður örugglega svolítið „stressandi" því ég bjóst ekki við að vera svona framarlega," sagði Helgi í gær. „Eg spilaði ágætlega og púttaði vel og þvó svo ég væri mjög oft nærri holu var ég sjaldan á „regul- ation“. Völlurinn er góður en nokk- uð harður og hann á eftir að verða harðari ef hann helst þurr fram á laugardag,“ sagði Siguijón Amar- son eftir að hann hafði lokið leik. Bjöm Knútsson lék mjög vel í gær. Hann sló vel og púttin hjá honum voru örugg enda þurfti hann aðeins að nota 25 pútt. Það er orðið langt síðan Úlfar Jónsson hefur ekki verið í síðasta riðli eftir fyrsta dag á Landsmóti. „Þetta var allt í lagi hjá mér og ég er ekkert langt undan fyrstu mönn- um. Ég fékk enga fugla, þannig lagað, og samt var ég að tvípútta. Ég sló vel en vippaði ekki nógu vel. Það er allt í lagi að vera ekki í síðasta riðli, en það er orðið langt síðan ég hef ekki verið í honum," sagði Úlfar. Keppnin í 1. flokki er mjög jöfn. Þar eru þrír jafnir á 73 höggum og það munar aðeins fimm höggum á fyrstu mönnum og þeim sem er í 24. sæti. ÚRSLIT Meistaraflokkur karla: Bjöm Knútsson, GK......................70 Sigurjón Amarsson, GR..................70 Helgi A. Emksson, GR...................71 Þórður E. Ólafsson, GL.................72 Örn Amarson, GA........................73 Karl Ó. Jónsson, GR....................73 Jón Karlsson, GR.......................73 ViðarÞorsteinsson, GA..................73 Sigurður Hafsteinsson, GR..............73 Úlfar Jónsson, GK......................73 Hjalti Níelsen, NK.....................74 Sigurður Sigurðsson, GS................74 Guðmundur Sveinbjömsson, GK............74 Hörður Amarson, GK.........;..........75 BirgirL. Hafþórsson, GL................75 Gunnar Sigurðsson, GR..................75 Haraldur M. Stefánsson, GB.............76 Tryggvi Traustason, GK.................76 Rúnar S. Gíslason, GR..................76 Björgvin Sigurbergsson, GK.............76 Ásgeir Guðbjartsson, GK................76 Kristinn G. Bjarnason, GL..............76 Sigurpáll Sveinsson, GA................76 Þorsteinn Hallgrímss., GV..............76 Einar Long, GR.........................76 Hannes Eyvindsson, GR..................77 Guðbjöm Ólafsson, GKG..................77 Hjalti Pálmason, GR....................77 Óskar Sæmundsson, GR...................77 Tómas Jónsson, GKJ.....................77 Eiríkur Guðmundsson, GR................78 Sæmundur Pálsson, GR...................78 Jón H. Guðlaugsson, NK.................78 Meistarflokkur kvenna: Karen Sævarsdóttir, GS.................78 Þórdís Geirsdóttir, GK.................79 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR..........81 Andrea Ásgrímsdóttir, GFH..............84 Ásgerður Sverrisdóttir, GR.............85 Herborg Amarsdóttir, GR................87 Svala Óskarsdóttir, GR..:..............87 1. flokkur karla: Sigutjón Pálsson, GV...................73 Rúnar Hallgrímsson, GS.................73 Sævar Egilsson, NK................... 73 Gísli Sigurbergsson, GK................74 Kjartan Gunnarsson, GOS................74 Gísli Hail.NK..........................75 Öm S. Halldórsson, GSS.................75 Kristján Ágústsson, GKJ...............7 6 Sváfnir Hreiðarsson, GM................76 Amar Baidursson, GÍ....................76 Stefán Unnarsson, GR...................76 Friðþjófur Helgason, NK................76 1. flokkur kvenna: Anna J. Sigurbergsdóttir, GK...........80 Ólöf M. Jónsdóttir, GK.................81 Jóhanna WaagfjöiÁ, GR..................85 Rakel Þorsteinsdóttir, GS..............89 SigrðuurTh. Mathiesen, GR..............89 Hrafnhildur Eystein, GK................95 Sigrún Sigurðardóttir, GG..............98 2. flokkur karla: 150 Jón B. Hannesson, GA............79 71 154 Guðbjartur Þormóðsson, GK.......79 75 154 ÞorgeirV. Halldórsson, GS.......79 75 155 Pálmi Einarsson, GHH...............79 76 156 Guðlaugur Gíslason, GK.............80 76 157 Annel Þorkelsson, GS...............79 78 Ágúst Húbertsson, GK..............76 81 158 Halldór Sigurðsson, GR.............80 78 ValdimarÞorkelsson, GR............71 87 2. flokkur kvenna: 191 SigurbjörgGunnarsdóttir, GS... 95 96 200 Magdalena S. Þórisdóttir, GS.... 99 101 202 Sigrún Gunnarsdóttir, GR.....106 96 208 Selma Hannesdóttir, GR.......107 101 210 Sigríður Kristinsdóttir, GR..108 102 211 Hafdis Gunnlaugsdóttir, GS...105 106 3. flokkur karla: 158 Viktor Sturlaugsson, GR........84 74 160 Kristján V. Kristjánsson, GK...81 79 163 Ragnar Gunnarsson, GR..........86 77 164 Guðmundur F. Sigurðsson, GR....84 80 165 Kristinn Kristjánsson, GÍ......82 83 166 Brynjar Bjömsson, GR...........86 80 meistaraflokksmaður í því á lands- móti að fá skráð 39 högg á níundu holu. Hann hafði verið að reikna út hvað hann var mörg högg yfír pari og í stað þess að skrifa 4 eins og hann lék holuna á þá skrifaði hann 39 og lék samkvæmt því fyrri níu holurnar á 75 höggum! --ðI SIGURPÁLL Sveinsson frá Akureyri meiddist í gær eftir að hann hafði lokið leik. Hann sat skammt frá þar sem kylfingar voru að slá bolta sína í net. Svo óheppi- lega vildi til að hann fékk bolta í mjöðmina. Læknir sem var á staðn- um sagði að hann hefði ekki brotn- að en taldi hæpið að hann gæti leik- ið meira með í mótinu. H V ALE YRARHOLTSV ÖLLUR í kvöld Knattspyrna 1. deild karla kl. 20: Valsvöllur..........Valur - Fram Stjömuvöllur........Stjaman - KA 1. deild kvenna kl. 20: Vestmannaeyjav.......Týr - Valur 2. deild karla kl. 20: Akranesvöllur............ÍA - Þór Hvaleyrarholtsvöllur....Haukar - ÍBK Þróttarvöllur...Þróttur R. - Grindavík Fylkisvöllur............Fylkir - Seifoss Sauðárkr.völlur....Tindastóll - lR 3. deild kl. 20: Neskaupsstv........Þróttur N - BÍ Kópavogsv...................ÍK - Dalvík Húsavíkurv...Völsungur - Leiftur Sigluíjarðarv......KS - ReynirÁ Grenivíkurv.Magni - Skallagrímur Gætuorðið óvænt úrslit í kvennaflokki - segir Karen Sævarsdóttir sem hefur forustu KAREN Sævarsdóttir úr GS á eitt högg á Þórdísi Geirsdóttur úr Keili eftir fyrsta hring í meistaraflokki kvenna. Karen segir að eitthvað spennandi eigi eftir að gerast í meistara- flokki kvenna og það þar geti orðið óvænt úrslit. MT Eg hef leikið vel að undanförnu og þetta mót leggst vel í mig,“ sagði Karen í gær áður en meistara- flokkur kvenna hóf leik. „Ég er reyndar orðin dálítið þreytt því ég er búinn að spila mjög mikið,“ bætti Karen við. „Þetta verður spennandi mót hjá okkur en það er verst að við erum ekki fleiri því það er svo gaman að hittast og kynnast auk þess sem það er miklu skemmtilegra að Ieika ekki alltaf við sömu stelpurnar. Ég er viss um að það á eitthvað spennandi og óvænt eftir að ger- ast. Það er ekki hægt að segja að nein okkar sé örugg með sigur. Stelpurnar eru búnar að leika vel og ég stefni að því að halda forgjöf- inni minni, sem er 3,6, og vona að það dugi til sigurs. Það gætu orðið óvænt úrslit í kvennaflokki á þessu móti,“ sagði Karen. Kornung stúlka úr Hafnarfírði, Anna J. Sigurbergsdóttir, leiðir 1. flokk kvenna með einu höggi. Hún lék mjög vel í gær og kom inn á 80 höggum, en Ólöf M. Jónsdóttir úr Keili er ekki langt undan. Morgunþlaóið/Óskar Karen Sævarsdóttir hefur eins höggs forustu í meistaraflokki kvenna. MMH iflUffRKfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.