Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 19 Verksummerki eftir fyrstu sprenginguna. Jarðgöng á Vestfjörðum: Morgunblaðið/Úlfar Sprengingar hafn- ar í Tungudal ísafirði. FJOGUR þúsund tonn af bergi voru sprengd í einni sprengingu á mánudagskvöld, þegar spreng- ingar hófust fyrir jarðganga- munna í Tungudal í Skutulsfirði. Þriggja manna vinnuflokkur und- ir stjórn Bjarna Kristjánssonar ann- aðist verkið. Við sprenginguna var notað tæpt tonn af sprengiefni, helmingurinn var dýnamit en hinn helmingurinn Kjarni frá Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Sprengingin á mánudagskvöldið var liður í því að útbúa 11 metra lóðréttan bergvegg, þar sem munni ganganna verður. Áætlað er að byrja á sjálfum göngunum í sept- ember. Næstu daga verða hafnar framkvæmdir við gangamunna í Botnsdal í Súgandafirði og Breiða- dal í Önundarfirði. Jafnframt verð- ur unnið að því að leggja vegi að munnunum og er vonast til þess að því verki ljúki áður en snjóar fara að teppa heiðamar í vetur. Aðalverktaki við jarðgöng á Vestfjörðum er Vesturís hf., sem er í eigu ístaks og tveggja erlendra verktakafyrirtækja. Fossvirki sér hins vegar um þær framkvæmdir sem nú standa yfir. Töluverður hópur manna vinnur nú við vega- gerð og undirbúning ganganna en þegar kemur fram á veturinn verða um 20 manns starfandi við ganga- gerðina. Úlfar Suzuki Vitara MINNI MENGUN • Fullkomnasti mengunar- útbúnaður sem völ er á • Aflmikill - bein innspýting • Lipur í akstri • Beinskiptur/sjálfskiptur • Eyðsla frá 8 I á 100 km • Til afgreiðslu strax Verð frá 1.438.000 kr. $SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 685100 Allt að í O °/o afsláttur Um verslunarmannaheigi: Föstudagur 2. ágúst opið til kl. 20. Laugardagur 3. ágúst lokað. Mánudagur 5. ágúst lokað. HAGKAUP s4Cít í elcmc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.