Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 1. ÁGUST 1991 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu ... Armbandsúr tapaðist Stálarmbandsúr með stórri hvítri skífu tapaðist þriðjudaginn 23. júlí á gönguleið — Laufásveg- ur — Lækjargata — Austurstræti Fischersund. Finnandi vinsamlega hafðu samband í síma 22767/22233. Ekki fleiri sendiráð Freyr hringdi: Eg heyrði í útvarpinu um dag- inn að til stæði að setja upp sendi- ráð í Litáen og öðrum Eystra- saltslýðveldum. Mér finnst þetta skjóta skökku við. Alls staðar er verið að spara það í ríkiskerfinu sem snýr að almenningi en utan- ríkisráðuneytið með sín kaffiboð og veisluhöld fyrir einhverja pót- intáta fær að þenja sig út í hið óendanlega. Nú er vitað mál að við þurfum ekkert sendiráð í Litá- en heldur hefur það einungis táknrænt gildi. Væri ekki nóg að senda þangað ræðismann? Ekki sendum við sendiherra til allra landa sem við viðurkennum. Þar að auki er ljóst að íslenskur sendiherra hjálpar Litáum ekki mikið, með því að fara í boð og drekka vín. Týndi myndavél og kíki Myndavél og kíkir urðu við- skila við eiganda sinn vestan megin við Dettifoss föstudaginn 26. júlí. Þetta var sjálfvirk myndavél af Olympus-gerð og Practica grænn göngukíkir. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 28065 eða 16589. Köttur í óskilum Ungur högni hefur verið að þvælast í Logalandi í fossvogi undanfarnar 2-3 vikur. Kötturinn er sviphreinn og fallegur, dökkb- röndóttur með hvíta bringu og hvítt andlit og fætur. Hann virð- ist ekki vera flækingur, er mann- elskur en dálítið hvekktur. Upp- lýsingar gefa Ragnheiður eða Hörður í síma 685236. Góður veitingastaður Dísa hringdi: Ég vil benda fólki á veitinga- staðinn Fiðlarann á Akureyri sem er ótvírætt einn af allra bestu veitingastöðum á landinu. Við hjónin borðuðum þar 10., 11. og 13. júlí og það var alveg sama hvenær, þjónustan var alltaf frá- bær og ég tel að ef einhver stað- ur eigi skilið einkunnina 10.0 þá sé það Fiðlarinn. Skilaboð Ásta Guðlaugsdóttir! Hvenær ætlar þú að ná í dúkkuna sem þú átt á Skúlagötunni hjá Jóni? Leiðinleg sjón Gömul kona hringdi: Ég var stödd úti á grasfleti við heimili mitt að kvöldi til fyrir stuttu síðan. Veðrið var eins og best varð á kosið, logn og blíða. Skammt frá mér var köttur úr nágrenninu og naut veðurblíð- unnar eins og ég. Eftir göngu- braut skammt frá komu þrír ung- ir menn, eftir útliti að dæma milli fermingar og tvítugs. Þeir tóku nú að grípa steina upp af götunni og hófu skothríð á kött- inn sem varð skeflingu lostinn og reyndi að forða sér. Ég vil segja við þessa ungu menn og aðra: Látið dýrin í friði. Það er ólánsmerki að fara illa með dýr. Veggspjöld í óskilum Hólkur með veggspjöldum fannst fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 26. júlí. Upplýs- ingar í síma 92-11906. Góð grein eftir Láru Aðstandandi geðsjúkra hringdi: Ég vil þakka Láru Höllu Ma- ack réttargeðlækni fyrir góða grein í Morgunblaðinu s.l. þriðju- dag. Einnig vil ég þakka Láru fyrir að hafa kjark til að standa fyrir máli sínu og hvetja alla til að lesa þessa grein hennar. Veiðistöng tapaðist Ásdís hrigndi: Ég var að veiða í Mjósundi í Hraunfirði á Snæfellsnesi fimmtudaginn 11. júlí er ég tap- aði laxveiðistönginni minni. Ég lagði hana frá mér í grasið og hreinlega gleymdi henni. hún var brún í blágráum poka. Ef hún hefur fundist, gjörið svo vel að hringja í síma 650648 og láta mig vita. Loka en ekki opna fyrir bílum Mig langar til að vekja athygli á grein Jónasar Kristjánssonar í DV þann 13. júlí sl. sem nefnist „Dular- fullur bíladraumur“. Þar kemur fram að hann álítur að það eina sem gæti bjargað gamla miðbænum frá endanlegum dauðadaga sé að yfír- byggja sem flestar götur í gamla miðbænum og þar með að loka bíla- umferð um þær. Jónas Kristjánsson er ekki einn um þetta álit því fjöldi fólks er sammála honum. Sá undarlegi draumur nokkurra kaupmanna í miðbænum að opna aftur bílaumferð um Austurstræti bjargar engu heldur gerir illt verra að öllum líkindum og lýsir stöðnuð- um hugsunarhætti þessara manna. Þeir átta sig ekki á því að bílarnir valda mengun sem allt fólk vill forð- ast auk þess sem þeir taka rýmið af götunum og hefta þar með alla fegrun. Þessir menn átta sig heldur ekki á að það var ekki lokun Austur- strætis fyrir bílaumferð sem olli þeirri kreppu sem nú heijar á Aust- urstræti og reyndar allan miðbæinn meira eða minna, heldur Kringlan sem var yfirbyggð, með fallegu umhverfi og engri loftmengun af bílaumferð. E.t.v. og vonandi er enn tími til að bjarga gamla miðbænum. En það verður aðeins gert með því að loka fyrir bílaumferð um sem flest- ar götur miðbæjarins svo og að yfírbyggja þær sem flestar. Bíla- geymsluhúsin eru sum komin og önnur væntanleg. Reykvíkingur Víkverji skrifar Ein ánægjulegasta frétt ársins að mati Víkyeija birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku þegar frá því var skýrt að forstjórar Atl- antsáls-fyrirtækjanna væru vænt- anlegir hingað til lands 12. ágúst nk. til þess að undirrita samning um byggingu 200 þúsund tonna álvers á Kelisnesi. Með byggingu álversins er snúið við stöðnun í ís- lenzku efnahagslífi og punktur sett- ur aftan við lengsta samdráttar- skeið sem við íslendingar höfum upplifað í marga áratugi. Bygging álversins og rekstur þess síðar meir mun skapa mikla atvinnu. Helsta vandamálið á næstu árum er að tryggja það að þenslan innanlands verði ekki of mikil og að sá stöðugleiki sem náðst hefur í efnahagslífinu fyrir tilstilli aðila vinnumarkaðarins haldist. Bandaríska fyrirtækið Alumax er stærst þeirra þriggja fyrirtækja sem mynda Atlantsál-hópinn og hefur verið ráðandi í samstarfinu. Því voru það mikil tíðindi fyrir okk- ur íslendinga þegar spurðist í síð- ustu viku að Paul Drack forstjóri fyrirtækisins hefði verið hækkaður í tign og gerður að forstjóra móður- fyrirtækis Alumax, AMAX. Við starfi hans tekur Bond Evans, en Paul Drack verður stjórnarformað- ur. Paul Drack mun áfram taka þátt í samningaviðræðunum um álver á Keilisnesi við hlið Bonds Evans. Báðir þessir menn hafa tekið þátt í viðræðunum frá upphafi og eru gjörkunnugir öllum málum. Vík- veiji veit af viðræðum við þessa menn að þeir hafa hrifist mjög af landi og þjóð. Þeir hafa mikla trú á verksmiðjurekstri hér á landi, ekki síst vegna þess hve tækniþekk- ing og verkmenntun er hér á háu stigi. Víkveiji vonar og trúir að Atlantsál verði góður samstarfsaðili í stóriðjurekstri á íslandi. XXX Ekki hugnast Víkveija það uppá- tæki hestamanna að efna til tveggja daga þolreiðar eins og þeirrar sem þreytt var um síðustu helgi frá Laxnesi í Mosfellsdal til Þingvalla. Samkvæmt fréttum var sigurvegarinn fjórar klukkustundir og 38 mínútur að ríða þessa vega- lengd. Væntanlega hefur knapinn verið við hestaheilsu þegar komið var í markið og hann fagnað ógur- lega en engum sögum fór af ástandi hestsins. xxx Islandsmótið í knattspyrnu ætlar að verða óvenju spennandi í ár eins og menn spáðu reyndar fyrir. Nú þegar mótið er rúmlega hálfnað hefur ekkert lið tekið afgerandi forystu og a.m.k. sex lið eiga enn raunhæfa möguleika á sigri. Þá bendir allt til þess að fallbaráttan verði mjög tvísýn. Mörg falleg mörk hafa verið skoruð á þessu móti en það glæsi- legasta er eflaust mark Harðar Magnússonar í leik FH og KR sl. sunnudagskvöld. Hann fékk knött- inn á eigin vallarhelmingi, lék á þijá KR-inga og skaut svo hörku- skoti á markið. Boltinn fór í báðar stengur marksins og síðan út í teig- inn þar sem Hörður kom á fullri ferð og skoraði stöngin inn! Vík- veiji er þess fullviss að ef þetta mark yrði sent út til erlendra sjón- varpsstöðva yrði það sett í syrpu með beztu mörkum ársins í Evrópu. tt þajj g&fo^ þer tuö c&r i \/<£bót fyrlr hegður." TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1991 Los Angeles Times Syndicate Blessaður vertu rólegur. Hvert sinn sem ég tek mér Meðan þú ert hér á spítal- 7 daga megrunartörn, lýk anum gengur fyrirtækið ég henni á þrem dögum. aldrei betur. HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.