Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR í. ÁGÚST 1991 9 ★ GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innblndingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ' 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 A Pitney Bowes Compony • Gæðatæki til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar • Fagleg hönnun • Vandaðar upptökur • ... v0lí» et fro O'ictöP Umboð á islandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 105 Reykjavik Símar624631 / 624699 J0TUL arinofnar OF NORWAY Vorum aö fá nýja sendingu af þessum vinsælu arinofnum. Ath. pantanir óskast sóttar. ARINSETT- NEISTAGRINDUR Uppnám vegna EES-við- ræðna Fjölmiðlar og stjórnmálamenn í EFTA- ríkjunum hafa komizt í töluvert uppnám vegna þess, að samningar hafa ekki tek- izt enn sem komið er á milli EFTA og EB um stofnun evrópsks efnahagssvæð- is. Þetta kemur m.a. fram í forystugrein- um Þjóðviljans og Alþýðublaðsins í gær en til þeirra er vitnað í Staksteinum í dag. Vonbrigði Alþýðublaðið fjallaði í forystugrein i gær um stöðu EES-viðræðna og sagði m.a.: „Það hlýtur að liafa valdið öllum þeim vonbrigðum sem hafa haft trú á aukinni samvinnu Evrópuþjóða, þegar samningamir um Evrópskt efnahagssvæði sigldu í strand í fyrri- nótt. Að sama skapi kæt- ast eflaust þeir sem andvigir hafa verið hug- myndinni um Evrópskt efnaliagssvæði yfir þvi að ekki tókst. að ganga frá samkomulagi um EES. Þeir geta þakkað skoðanabræðrum sinum imian EB fyrir að ekkert varð úr samningum, að svo stöddu að minnsta kosti, eða þeim sem setja þröng sérhagsmunasjón- armið í öndvegi en horfa ekki til heildarinnar eða almannahagsmmia. Slik sérhagsmmiasjónarmið er ekkert síður að finna innan EB-landanna eða EFTA-ríkjanna en hér á landi. Talsmenn slíkra sjónarmiða hafa umiið sigur i þessari iotu, hvað sem síðar kann að verða.“ Verndunar- sjónarmið ráða ríkjum Alþýðublaðið segir ennfremur: „Þrátt fyrir allt tal á Vesturlöndum um frelsi til verslunar og viðskipta nær það varla lengra en hagsmunir þessara þjóða segja til mn. Þannig hafa vernd- unarsjónarmið ráðið ríkjum í landbúnaði í flestum ef ekki öllum þeim ríkjum sem telja sig merkisbera frelsis og fijálsra viðskipta. Árang- ursleysi GATT-fundar um að vinda ofan af styrkjakerfi til landbún- aðar í þessum löndum ber vitni mn það. Ríkar þjóðir veraldar óttast samkeppni fátæku þjóð- anna í matvörufram- leiðslu og loka því mörk- uðum fyrir þeim eða greiða niður framleiðslu í eigin Iandi þamiig að engri samkeppni verður við komið. Með landbún- aðarstefnu sinni hafa Iiinar ríku þjóðir verald- ar beiniínis verið að halda _ hinum fátækari niðri. Á sama tima hafa ýmsar ríkari þjóðir heims ekki hikað við að bregða brandi til að tryggja sér aðgang að mörkuðum fyrir iðnaðar- vöru sína og aðgang að hráefnum. Viðskipta- frelsið og samkcppnin hafa ekki náð lengra en hinar ríkari þjóðir liafa talið sér henta. Sama tvískinnungs hefur gætt hér á landi og þjá mörgum himia ríkari þjóða. Við viljum mörg hver vemda land- búnað okkar en heimtum á sama tíma frelsi á mörkuðum fyrir fiskaf- urðh' okkar.“ Hræðslu- áróður í forystugrein Þjóðvilj- ans í gær er hinn gamli samheiji Ijóðvilja- manna, Þröstur Olafsson, núverandi aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra, sakaður um að halda uppi hræðsluáróðri vegna Evrópumálanna. Þjóðviþ'inn segir m.a.: „Semsagt: Verið getur, að ekkert verði úr samn- ingum um EES. Og þá er spurt: Er það fagnað- arefni Islendingum, eða er ástæða til að óttast það sem við tekur? Það er talað töluvert um hræðsluáróður um Evrópumál um þessar mundir. Þröstur Ólafs- son, aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra, segir við Tímami í fyrradag, að þáð sé skaðlegt að hrella þjóðina með ýms- um afleiðingum EES. Þá þori menn ekki neinar ákvarðanir að taka. Og lendi svo síðar í því að „okkur verður beint eða óbeint þrýst inn í Evr- ópubandalagið." Vitanlega er það svo að vitneskja, þekking um mál og stöðu þeirra er betri leiðsögn í stórmál- um en ótti. Viss „hræðsla" eða varúð skulum við segja, er þó skárri kostur smáþjóð sem vill leggja nokkuð kapp á að halda sérstöðu sinni og sjálfræði en sú bláeyga óskhyggja sem í raun hefur ráðið ferðum í Evrópuumræðunni íslensku fram til þessa. Reyndar hefur sú ósk- hyggja blandast saman við þami „hræðsluáróð- ur“ að ef við ekki „verð- um með“ í Evrópu, þá eigum við ekki annarra kosta völ en að verða ríkja fátækast í álfmini. Þröstur sjálfur beitir fyrir sig einu tilbrigði svonefnds hræðsluáróð- urs. Hami segir að ef ekkert verður úr EES þá verði okkur þrýst inn í Evrópubandalagið sjálft, sem hann telur vondan kost eins og vonlegt er. Af hvetjum? spyr Timinn og Þröstur svarar: „Af okkur sjálfum, vegna þess að aðdráttar- afl bandalagsins verður svo mikið að stjómmála- menn standast það ekki.“ Þetta er hæpin kenn- ing. Aðdráttarafl EB get- ur ekki orðið afspyrnu- mikið fyrir íslendinga meðan sjávarútvegs- stefna þess er eitt sam- fellt stórslys og engar líkur á því að við slyppum við afleiðingar hennar nema í stuttan „umþótt- unartima". Það er heldur ekki liklegt að menn verði yiír sig hrifnir af því gjörsamlega óumdeil- anlega og mikla framsali sjálfstæðis til tæknikrata í Briissel sem aðild að EB hefur í för með sér.“ 71% raunávöxtun þætti nú sæmilegt í minni sveit Þeir sem keyptu hlutabréf í desember á síðasta ári hafa svo sannarlega ástæðu til að kætast. Miðað við að einstaklingurinn njóti hámarks skattaafsláttar þá er raun- ávöxtun hlutabréfa fyrstu átta mánuði ársins frá 30 upp í 71 prósent. Hafðu samband við Kaupþing og láttu okkur segja þér allt um hlutabréf, góða ávöxtun og skattaafslátt. Gengi Einingabréfa 1. ágúst 1991. Einingabréf 1 5.818 Einingabréf 2 3.122 Einingabréf 3 3.815 Skammtímabréf 1,941 KAUPÞING HF Kringlunni 5, sími 689080 Löggilt veröbréfafyrinœki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.