Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 37
MOUGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 37 Fjörufólk í Norræna húsinu SÝNING á höggmyndum eft- ir Sæmund Valdimarsson verður opnuð fimmtudaginn 1. ágúst í anddyri Norræna hússins. Sæmundur fór að setja sam- an myndir úr steinum og reka- viði fyrir u.þ.b. 20 árum og voru þessar myndir sýndar fyrst í Gallerí SÚM árið 1974, á sýn- ingu á alþýðulist sem þar var haldin. Sæmundur hélt fyrstu einkasýningu sína árið 1983 og eru þær nú orðnar níu. Þar af var ein í Ósló árið 1989. Auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum, þ. á m. í Haag í Hollandi í apríl sl. Sýningin stendur til 26. ág- úst og verður opin alla virka daga frá kl. 9-19. Á sunnudög- um verður opið frá kl. 12-19. Lj óðatónleikar haldnir í Aratungu L J ÓÐ ATÓNLEIK AR verða haldnir í Aratungu í Biskups- tungum, föstudaginn 2. agúst nk. kl. 21.00. Á tónleikunum mun Sigurður Bragason baritonsöngvari syngja íslensk og erlend lög, við undirleik Hjálms Sighvatssonar frá Miðhús- um í Biskupstungum. Sigurður Bragason stundaði söngnám m.a. á Italíu og í Vín. Áður nam hann við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og við Söngskól- ann. Hann stjórnar nú Árnesinga- kórnum í Reykjavík. Hjálmur Sighvatsson stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan í Köln í Þýska- landi, þar sem hann starfar nú. Þeir félagar hafa haldið tónleika úti í Þýskalandi nú í sumar og eru fleiri tónleikar fyrirhugaðir síðar í haust. Á dagskránni eru lög eftir enska tónskáldið Ralph Vaughan Will- iams, íslendingana Atla Heimi Sveinsson, Árna Björnsson og Björgvin Guðmundsson og ítalana Giuseppe Verdi, Vincenzo Bellini og Gaetano Donizetti. Tónleikarnir eru liður í M-hátíð á Suðurlandi 1991. ■ SÉRSTÖK BLÚSMANNA- HELGI verður haldin á Púlsinum um verslunarmannahelgina. Blús- mannahelginni er ætlað að vekja athygli á blús f flutningi Trega- sveitarinnar. Ýmsir kunnir blús- menn vopnaðir munnhörpum, gíturum og söngröddum stíga á sviðið og sameinast Tregasveit- inni. Sveitina skipa: Pétur Tyrf- ingsson, gítar, söngur, Guð- mundur Pétursson, gítar, söng- ur, Sigurður Sigurðsson, munn- harpa, söngur, Björn Þórarins- son, bassi, og Guðni Flosason, trommur. Stefnt er að því að gera Blúshelgina að árvissum tónlistarviðburði um verslunar- mannahelgina, þar sem erlendir gestir munu koma við sögu. ■ FIMMTUDAGINN 1. ágúst spilar Rúnar Þórí Ölkjallaranum og hitar upp fyrir verslunar- mannahelgina. Leiðrétting Þau mistök urðu í blaðinu sfðastlið- inn sunnudag, að rangt var farið með nafn í æskumynd Irisar Grönd- al. Hið rétta nafn móður hennar er Erla Daníelsdóttir. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Einn meðlima Tregasveitarinn- ar. Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins í gær um álagningu opinberra gjalda 1991 var ranglega hermt að heildar- álagning á börn væri um 47,9 millj- arðar króna. Hið rétta er auðvitað að álagningin á bömin er 47,9 millj- ónir króna. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Guðmundur Svein- björnsson — Minning „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn þið mig haldið. En þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Úr bókinni „Undir sólinni".) Guðmundur Sveinbjömsson eða Trixi, eins og hann var alltaf nefnd- ur í vinahópi, lést á Borgarspítalan- um þann 26. júlí sl. Það er sannarlega mikill harmur að Trixi skuli ekki vera á meðal okkar lengur. Hann, sem var svo myndarlegur, þróttmikill og sterkur til líkama og sálar, tapaði óréttlátri orrustu um að fá að lifa. Trixi sýndi æðruleysi yfír örlögum sínum, hann tókst á við veikindi sín af kjarki, viljastyrk og hugviti, sem var hon- um svo eðlislægt og lýsir persónu- leika hans best. Trixi gekk sínar eigin leiðir í líf- inu. Hann bar mannréttindamál og hina ýmsu minnihlutahópa fyrir bijósti af einlægni, hann var einn af stofnendum Samtakanna ’78 og var mjög áhugasamur um fram- gang og störf þeirra allt til hins síðasta. Trixi var einstaklega lífsglaður og var með af lífi og sál, og þá má ekki gleyma hinni stórkostlegu kímnigáfu hans. Hann gerði óspart grín að fordómum, sýndarmennsku og sjálfur var hann hreinskiptinn svo af bar. Trixi ferðaðist mikið um heim allan, var góður tungumálamaður, hafði áhuga á sögu, þjóðháttum og fólki. Ég átti þess kost að vera samferða honum nokkrum sinnum, og var Trixi ævintýri líkastur þegar hann var í essinu sínu á ferðalög- um. Síðast vorum við í Hollandi í maí sl. Þá var Trixi orðinn mjög heilsuveill, en hann fór á vilja- styrknum og ákveðinn í að njóta síðustu ferðar til hins ýtrasta, og þá kom hans skemmtilega kímni- gáfa í ljós, því hann gerði óspart grín að sjálfum sér, eins og honum einum var lagið. Ég á ógleymanleg- ar og dýrmætar minningar frá þess- ari síðustu ferð með vini mínum. Trixi fæddist í Vestmannaeyjum 21. desember 1953, kjörsonur hjón- anna Ingibjargar Kristjánsdóttur húsmóður og Sveinbjörns Guð- mundssonar útgerðarmanns. Trixi átti góða bernsku í Eyjum, og var honum tíðrætt um æskuárin. Hann lauk hefðbundinni skólagöngu í Eyjum, og að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri ferðaðist Trixi og bjó um tíma í Danmörku, Bandaríkjunum og víð- ar. Síðar réðst hann til starfa hjá Flugleiðum, og starfaði hann í gest- amóttöku Hótel Esju í ein 12 ár, eða þar til hann neyddist til að láta af störfum vegna veikinda sinna. Hans er nú sárt saknað af stórum hópi vina og kunningja, sem horfa á eftir enn einni hetjunni burt, á bestu árum ævinnar. Foreldrum Trixa og mömmu- Mæju sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þau kveðja nú einkabarn sitt. Umhyggja Ingu- mömmu var einstök. Starfsfólk deildar A-7, Borgarspítalans fær þakkir fyrir einstaklega góða umönnun. Ég kveð kæran vin minn með þakklæti fyrir gleðina alla. Einar Þór Jónasson Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar míns Guðmundar Sveinbjörnssonar, en hann lést á Borgarspítalanum 26. júlí sl. Hár, dökkhærður, myndarlegur, já hann Trixi var sannarlega glæsi- legur og eftir honum tekið. Einar bróðir kynnti okkur fyrir nokkrum árum, við urðum strax vinir. Við gátum talað saman og tíminn leið svo hratt, svo hratt. Trixi var skemmtilegur og hugsandi og vildi öllum svo vel. Og nú er tíminn lið- inn, hann var ferðalangur allt sitt líf. Fór í óteljandi ferðir til fjar- lægra landa og kom heim reynsl- unni ríkari og ennþá vitrari. Og nú er hann lagður af stað í sína síð- ustu ferð. Mínum kæra vini óskar ég góðr- ar ferðar. Margrét Sigurður Bragason bariton- söngvari. Hjálmur Sighvatsson pianóleik- ari. Borgarráð: Raflýsing og salernisað- staða í miðbænum bætt BORGARYFIRVÖLD hafa gert ráðstafanir til að bæta aðstöðu fyrir leigubíla í miðbænum, sorpílátum hefur verið fjölgað, verið er að gera ráðstafanir til að bæta salernisaðstöðu og raflýsing í miðbænum verður aukin fljótlega. Þetta kom fram á borgarráðs- fundi á þriðjudag í svari Markúsar Arnar Antonssonar, borgar- stjóra, við fyrirspurn frá borgarráðsfulltrúum minnihlutans. Á fundi borgarráðs 23. júlí lögðu borgarráðsfulltrúar minni- hlutans fram fyrirspurn varðandi hreinlætisaðstöðu og rekstur ungl- ingahúss í miðbæ Reykjavíkur. Borgarstjóri svaraði fyrirspurninni á borgarráðsfundi á þriðjudag. í svari hans kom fram, að í viðræð- um við lögreglustjóra um ástandið í miðborginni um helgar hefði hann lagt áherslu á að löggæsla yrði aukin og vel hefði verið við því brugðist. Einnig kom fram í svarinu að af hálfu borgarinnar hefðu átt sér stað viðræður við fulltrúa leigubíl- stjóra um næturþjónustu þeirra á miðbæjarsvæðinu og fyrirhugaðir væru fundir með veitingamönnum og eigendum söluvagna. Gerðar hefðu verið ráðstafanir til að bæta aðstöðu leigubílanna, sorpílátum hefði verið fjölgað, salernisaðstöðu væri verið að bæta og raflýsing yrði aukin mjög fljótlega. Varðandi hugmyndir um svo- kallað unglingahús í miðbænum sagði borgarstjóri, að skiptar skoð- anir væru um að hvaða gagni slíkt hús kæmi. Óvist væri með öllu, að skipulögð starfsemi af því tagi höfðaði til þorra þeirra unglinga, sem safnaðist saman í miðborginni um helgar. + Sonur minn og bróðir okkar ÁRNI SVEINSSON, Stakkholti 3, Reykjavík, sem andaðist 24. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Torfhildur Sigmundsdóttir og systkini hins látna. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, GRÉTU JÓELSDÓTTUR SKAFTFELL, Dalbraut 18, Reykjavík. Þorgeir Skaftfell, Sigrfður Skaftfell, Bergur Þorleifsson. + Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, JÓNÍNU B. GUÐLAUGSDÓTTUR. Hjartans þakkir til hjúkrunarfólks á sjúkradeild Hrafnistu, Hafnar- firði, fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í veikindum hennar. Sigurbergur Sveinsson, Guðmann Sveinsson, Ásdís Sveinsdóttir. Lokað Friðrik Ólafsson, bifreiðaverkstæði, verður lokað frá kl. 12.00 á hádegi í dag, fimmtudaginn 1. ágúst, vegna jarðarfarar HILMARS ÓLAFSSONAR. Friðrik Ólafsson, bifreiðaverkstæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.