Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1991 21 A O E I N S 2.900.- Greiöslukjör: Ekkert út, 1. grei&sla í sept. og eftirstö&var á þremur árum. V estmannaeyjar: Laxveiði í Klaufinni Vestmannaeyjum. TALSVERÐ laxveiði hefur verið í net í Klaufinni í Vest- mannaeyjum. Hefur laxinn sést stökkva þar og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa fengist upp í 20 laxar í lögn. Vart varð við laxinn fyrir nokkrum dögum en samkvæmt heimildum blaðsins tók hann ekki er reynt var að veiða á stöng en aftur á móti hefur náðst talsvert af honum í net. Ekki er talið að um eldislax sé að ræða og álíta þeir er fylgst hafa með að hér sé frekar á ferð hafbeitarlax sem sé að villast. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagðist í gærkvöldi ekki hafa haft neinar spurnir af veiði þess- ari og hefði hún því ekki haft nein afskipti af veiðinni. Grímur Þú svalar lestraiþörf dagsins ásíöum Moggans! J 2tl Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi: Ráðgjöf fyrir þolendur nauðgana á útihátíðum STÍGAMÓT ætla að vera með ráðgjafa fyrir fórnarlömb nauðgana á einni eða tveimur helstu útihátíðunum um verslunarmannahelg- ina. Einnig hafa samtökin gefið út veggspjald til að vekja fólk til umhugsunar um þetta mál. Tveir ráðgjafar verða á Þjóð- hátíðinni í Vestmannaeyjum og einnig er stefnt að því að hafa tvo ráðgjafa í Húnaveri. Stúlkur sem hafa orðið fyrir nauðgunum geta leitað til þessara ráðgjafa til þess að fá ráðgjöf og stuðning. Ingibjörg Guðmundsdóttir, starfsmaður hjá Stígamótum, benti á að þolendur kynferðislegs ofbeldis á öðrum úti- hátíðum þar sem ekki yrðu ráðgjaf- ar gætu hringt í Kvennathvarfið en þar yrði vakt um verslunar- mannahelgina. Ingibjörg sagði að veggspjaldið hefði verið unnið í samvinnu við unglinga en með því er reynt að ná sérstaklega til unglinga og for- eldra þeirra til þess að vekja at- hygli á þessu máli. Hún benti á mikilvægi þess að unglingsstúlkur hefðu vakandi auga með vinkonum sínum og héldu hópinn, þannig væri hægt með fyrirhyggju að koma í veg fyrir að glæpur yrði framinn. Ingibjörg sagði að veggspjaldinu hefði verið mjög tekið en verið er að dreifa því víðsvegar um landið. Hannes G. Sigurðsson Ráðinn aðstoð- arframkyæmda- stjóri VSÍ HANNES G. Sigurðsson hag- fræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands frá 1. ágúst að telja. Hannes lauk MS-prófi í hagfræði frá háskólanum í Gautaborg 1981. Hannes hefur verið hagfræðingur VSÍ frá 1986. Kona hans er Hjördís Hannes- dóttir og eiga þau þijá syni. Sígnr á ógæfuhliðina í vöruskiptum við útlönd VÖRUSKIPTI við útlönd í júní voru óhagstæð um 0,2 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuður hagstæður um 1,6 milljarð, miðað við sama gengi. Fyrstu sex mánuði ársins var verð inn- og útflutnings jafnt, en á fyrri helmingi síðasta árs fékkst 3 milljörðum meira fyrir útfluttan varning en látið var fyrir að- keyptan. Fyrir útflutning í júnímánuði fengust 8,7 milljarðar króna sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu, en inn var flutt fyrir 8,9 milljarða. Á fyrri hluta þessa árs voru vörur fluttar til landsins fyrir 46,4 millj- arða og úr landi fyrir sömu fjár- hæð. Verðmæti útflutnings frá jan- úar til júlí reyndist hið sama og fyrri hluta síðasta árs, á föstu gengi. Meira fékkst fyrir sjávarafurðir fyrri hluta þessa árs en á sama tímabili síðastliðið ár. Þær hafa í ár numið 82% útflutnings, en 77% í fyrra. Hins vegar hefur útflutning- ur áls minnkað um 9% milli ára og kísiljárns um 59%. Verðmæti ann- ars varnings, að skipum og flugvél- um frátöldum, var 9% minna fyrstu sex mánuði ársins en fyrri árshelm- ing 1990. Á fyrri hluta árs var verðmæti innfluttrar vöru 7% meira en sama tíma á liðnu ári. Samanburðurinn milli ára sýnir að innflutningur stór- iðjuvarnings hefur aukist um 11% en skipa og flugvéla dregist saman um rúman helming. Þá er verð- mæti olíuinnflutnings 4% minna nú en í fyrra. Að þessum varningi frá- töldum reyndist annar innflutning- ur, 78% alls þess sem inn er flutt, hafa aukist um 22% frá fyrra ári. --------- ♦ ♦ ♦------- Yfirmaður Atl- antshafsflot- ans í heimsókn LEON A. Edney, aðmíráll, sem er yfirmaður Atlantshafsflota NATO (SACLANT) verður í opin- berri heimsókn á íslandi fimmtu- daginn 1. ágúst og föstudaginn 2. ágúst nk. Hann mun hitta að máli forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra og eiga með þeim fundi. HUSTJALD + 2 SVEFNPOKAR (-5°C) mn - sem kemur ekki aftur! 5 MANNA TJALD m/fortjaldi + 2 SVEFNPOKAR (-5°C) SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslób 7 • Reykjavík • s. 62 1 780 KÚLUTJALD DD-200 + SVEFNPOKI (-5°C) Ný ljóðabók eftir Hallfríði Ingimundar- dóttur BÓKAFORLAGIÐ Goðorð hefur gefið út nýja ljóðabók, I skini brámána, eftir Hall- fríði Ingimundardóttur. Þetta er fyrsta bók hennar. í kynningu frá Goðorði segir: „Bókinni skiptir höf- undur í tvo hluta og hafa báðir, og einn- ig bókin í heild, ein- kunnarorð sem vísa til Hallfríður Ingimundardóttir Laxdælu. Það er tilfinningatj- áning ljóðanna sem hefur tengsl við Guðrúnu Ósvífursdóttur en annars túlka ljóð Hallfríðar nútímaleg viðhorf og aðstæður kvenna, svo og tilfinningar og kenndir sem eru óháðar tíma.“ Ljósmyndir í bókinni eru eft- ir Högna Sigurþórsson. Offset- fjölritun prentaði. Bókin er prentuð á endurunninn pappír. Bókaútgáfan Goðorð er sam- vinnufyrirtæki skálda sem kalla sig Orðmenn og voru fyrstu bækur Goðorðs gefnar út 1989. Orðmenn hafa lesið úr verkum sínum á ýmsum vettvangi, m.a. í Borgarleikhúsinu og í Þjóð- leikhúsinu. í skirti brámána er tíunda ljóðabókin sem Goðorð gefur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.