Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 Minning: Hilmar Ólafsson, bifvélavirki Fæddur 15. júlí 1965 Dáinn 24. júlí 1991 Á undanförnum dögum hefur vart liðið sá dagur að ekki berist fréttir af hörmulegum slysum í umferðinni og virðist að ekki verði við neitt ráðið í þeim efnum. Oft er um að ræða að ungt fólk í blóma lífsins farist í þessum slysum, því má mað- ur alltaf reikna með að einhveijir nákomnir geti orðið næstir. Þrátt fyrir það kom sú hörmulega frétt, að frændi minn Hilmar Ólafs- son hefði látist í umferðarslysi, eins og þruma úr heiðskíru lofti þar sem hann var á leiðinni til okkar og ætl- aði að dvelja hjá okkur á leið austur á Hérað þar sem föðurfólk hans ætlaði að koma saman á ættarmóti á heimaslóð ættfeðranna. Hilmar var sonur hjónanna Hall- dóru Hilmarsdóttur og Ólafs H. Jónssonar í Bólstaðarhlíð 12 í Reykjavík. Hann var nú orðinn 26 ára er hann lést, systkini hans eru Anna Gunnhildur, Birna og Jón 'Heiðar. Á fyrstu búskaparárum okkar hjóna kom í sveitina lítill snáði, ljós- rauðhærður, ákveðinn á svip og dugnaðarlegur. Þetta var Hilmar systursonur minn, kom það strax fram að hann var óvenju vinnusamur og var alveg sama hvaða verkefni honum voru falin, allt lék í höndun- um á honum. Meðferð véla var hon- um sérstaklega hugleikin og kom snemma í ljós áhugi hans á meðferð þeirra. Hilmar virtist alltaf verða að hafa eitthvað fyrir stafni annars var hann eirðarlaus og kom fyrir að hann sagði ef kom rólegur tími: „Á ekkert að gera í dag“. Hilmar var mjög góður og lipur við börnin okk- ar og hændust þau mjög að honum og lýsir það að nokkru hans innra manni. Hilmar á mörg handtökin hér á Fremstagili sem seint verða full þökkuð. Eftir að hann hætti að vera hjá okkur á sumrin kom hann oft í sínum fríum til að láta gott af sér ieiða, hjálpa til, koma í heyskap og fara í göngur. Dugnaður og verklagni voru eig- inleikar sem einkenndu þennan góða dreng og var það því rökrétt ákvörð- un hans að velja sér að fara í Iðnskól- ann í Reykjavík og verða bifvéla- virki og varð það hans ævistarf. Lengst vann hann oft mikið bæði á kvöldin og um helgar og þá ekki síst að hjálpa vinum sínum og kunn- ingjum með að lagfæra fyrir þá, það var með ólíkindum hvað hann gat verið fljótur að koma auga á hvað amaði að bílum og var ekki lengi að gera við það sem laga þurfti. Hilmar var búinn að afkasta miklu, hann átti orðið eigin íbúð í Safa- mýri 44 þar sem hann bjó síðustu árin. Það er ekki auðvelt að skilja hvers vegna þessi ungi maður í blóma lífs- ins fékk ekki lengri tíma til að láta gott af sér leiða, en sagt er að þeir sem guð elskar deyi ungir og það gæti átt við að þessu sinni. En nú er hans þátttöku í hinu jarðneska lífi lokið með svo snöggum hætti og erfitt er að skilja nauðsyn þess, en vegir lífsins eru órannsakanlegir. Þeir sem þekktu Hilmar eiga mik- ið að þakka að hafa fengið að kynn- ast þessum góða dreng og vil ég með þessum fátæklegu línum undir- strika þakklæti okkar fjölskyldunnar á Fremstagili fyrir allt sem hann var okkur. Dóru, Óla og systkinum færum við á Fremstagili okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau á þessari sakn- aðar stundu, en erum þess fullviss að minningarnar um góðan son og bróðir muni verða sorginni yfirsterk- ari. Valgarður Hilmarsson Hann er dáinn hann Hilmar frændi þinn. Þessi harmafregn kom eins og þruma úr heiðskíru lofti miðvikudaginn 24. júlí sl. Þessi góði drengur hafði lent í hræðilegu bíl- slysi á einni af þeim stórhættulegu mjóu brúm í Húnavatnssýslu. En dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Besta minning mín um hann er frá þeim tíma er ég dvaldi á heimili Halldóru systur minnar og fjölskyldu hennar í Háagerði 79 í Reykjavík, þijá vetur þegar ég var við nám í Vogaskólanum. Þá var þessi duglegi snáði alltaf að basla úti þá 3-5 ára. Minningin um hann á bláu þríhjóli kemur skýrt upp í huga minn. Dugn- aðurinn skein úr hveiju sem hann tók sér fyrir hendur. Svo liðu árin og hann fór ungur í sveitina til ömmu og afa og Valla frænda á Fremstagili. í sveitinni fór hann snemma að vinna við vélar og önnur störf. Kom hann í sveitina í flestum sínum fríum. Síðan lá leið hans í Iðnskólann, þar sem hann lauk námi sem bifvélavirki. Hann var mjög glöggur að finna út hvaða bilun var í bílunum og snöggur að laga það. Lengst af hefur hann starfað á verk- stæði Friðriks Ólafssonar í Kópa- vogi. Mörg kvöld og margar helgar fóru í að laga bíla fyrir ættingja og vini. Hann var einstakur að leita til hvort sem var að nóttu eða degi. Elsku Dóra systir, Óli og systkin- in. Guð gefi ykkur styrk til að tak- ast á við sorgina. En minningin um góðan dreng léttir okkur öllum þau átök. Hallur Hilmarsson Hve sárt er að sjá þig hníga er sólin gyllir höf, og lífi sviptan síga um sumarmál í gröf, svo fjörlegan og fríðan, svo frækilegan svein, því skerpan bæði og blíðan í bijósti þínu skein. (Matt. Joch.) Hann Hilmar, minn allra besti vinur, er horfinn á braut. Mitt í hringiðu lífsins er hann hrifsaður burt svo snögglega og án sýnilegrar ástæðu. Hvers vegna er það að ung- ur, lífsglaður maður er tekinn frá ástvinum sínum án fyrirvara og án nokkurra skýringa? Undir kring- umstæðum sem þessum spyr maður sjálfan sig um tilgang þessa lífs hér á jörðinni, þar sem maður virðist ráða litlu um framgang þess. Eftir átján ára trygga vináttu er margs að minnast, svo margt gert en þó svo margt ennþá ógert. Hugur Hilmars lá snemma að tæknilegum hlutum enda fór svo að hann fór í nám í bifvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík eftir grunnskólann og enda þó leiðir okkar skildu á þeim tíma þá styrktist vinátta okkar enn meira. Eftir skólann á daginn var hann oftar en ekki kominn heim til mín í Úthlíðina og var þá margt rætt og lagt á ráðin eða þá að ég fór heim til hans þar sem alltaf mætti manni hlýhugur frá fjölskyld- unni hans. Mér er það minnisstætt þegar við keyptum saman okkar fyrsta bíl þegar við vorum 16 ára, véíarlausan og illa tilhafðan. Það var á þeim tíma sem ég gerði mér grein fyrir verk- lagni hans og endalausum áhuga Hilmars á öllu sem viðkom bílum og vélum. Ófáar voru þær laugar- dagsferðirnar sem við fórum í Vest- urbæinn á kvöldin enda hafði Hilmar unun af því að vera í sundi og var afskaplega góður sundmaður. Hilm- ar var þó umfram allt sá hjálpfús- asti og góðhjartaðasti maður sem ég hef kynnst. Alltaf var hann boð- inn og búinn að hjálpa til þegar eitt- hvað stóð til og allt var það gert með bros á vör og hlýhug í hjarta. Þær eru einnig margar ógleyman- legar minningarnar þegar Hilmar fór með okkur fjölskyldunni í ferðalög og í veiðiferðir. Alltaf var Hilmar ómissandi þegar ferðalög lágu í loft- inu og alltaf var hann tilbúinn að koma með hvert svo sem ferðinni var heitið enda fannst okkur hann alltaf vera sem einn af fjölskyldunni. Sumarið 1988 kynntist ég eigin- konu minni og þrátt fyrir að mínir hagir breyttust þá héldum við Hilm- ar þeirri hefð að halda sameiginlega upp á afmælið okkar enda voru að- eins þrír dagar á milli afmælisdaga okkar. Þó svo að ég stofnaði mitt eigið heimili þá bar aldrei skugga á vináttu okkar þó að áherslurnar breyttust. Oft kom Hilmar til okkar eftir að við fluttumst til Borgarness og fannst honum það lítið tiltökumál að koma til okkar kvöld og kvöld og fá kaffísopa og til að spjalla. Oft lengdust heimsóknirnar þessi kvöld þegar mikið var spjallað og var hann þá oft yfir nótt hjá okkur. Við minn- umst bæði þessara stunda með sökn- uði enda var Hilmar einn okkar dýr- mætasti vinur. Minningarnar eru svo margar og svo margt ósagt en við geymum þær í hjörtum okkar þangað til við hittum vin okkar aftur. Halldóra, Ólafur, Anna, Birna og Jón, hér hafa verið skrifuð fátækleg orð en megi minningin um góðan dreng lifa í hjörtum okkar. Við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja á erfiðri stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Halldór og Elva Ég var stödd á Fremstagili sl. miðvikudag þegar Valli bróðir kom inn og skýrði frá því að Hilmar frændi okkar Ólafsson hefði farist á Gljúfurárbrúnni. Það var erfitt að trúa þessu. Ekki hann Hilmar. Um morguninn höfðum við kvatt foreldra hans, þau voru á leið austur á Hérað að undirbúa ættarmót með íjölskyldunni hans Óla. Þangað ætlaði Hilmar líka að fara. Hann ætlaði bara að dvelja tvo daga á Fremstagili í leiðinni. Það er margt sem kemur í hugann þegar á að kveðja þennan góða frænda minn. Þegar þau voru í sveitinni Hilmar- arnir Ólafsson og Birnir, Anna Gunnhildur og Magnea var oft glatt á hjalla. Þau voru eins og systkini. Öll voru þau nátengd „ömmu“, móð- ur minni Birnu sem lést í desember sl. _ Ég trúi hún hafi tekið vel á móti ömmustráknum sínum nú eins og svo oft á Fremstagili. Það var líka yndislegt að vera nærri þar sem þau systkini voru saman komin. Sam- band þeirra var svo innilegt og þau samrýnd. Við eigum öll góðar og ekkert nema góðar minningar um þennan dreng sem fór svona fljótt og jsvona skyndilega frá okkur. Ég vil þakka þennan tíma sem við fengum að hafa hann að láni. Þetta var bæn ömmu hans Hilm- ars: „Ó sólarfaðir signdu nú hvert auga en sér í lagi þau sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því sem andar en einkum því sem böl og voði grandar." (Matth. Jochumsson) Elsku Dóra systir, Óli, Anna Gunnhildur, Bima og Nonni, ég vona að þið fáið styrk til að standast þessa raun og að tíminn lækni sárin ykkar. Kær kveðja, Anna Helga Hilmarsdóttir. Öllu er afmörkuð stund. 24. júlí síðastliðinn lést frændi okkar, Hilm- ar Ólafsson, í bílslysi, aðeins 26 ára. Hann var á leið á ættarmót föður- fólksins síns og hlakkaði til að koma. Eftirvænting okkar frændfólksins að sjá Hilmar var söm en hann kom aldrei, hann var kallaður annað. Söknuðurinn er sár, því að með Hilmari er genginn ljúfur maður og hjálpsamur og það er sárt til þess að hugsa að fá ekki tækifæri til að gjalda honum veitta greiða í þessu lífi. Minningin um Hilmar er af honum brosandi. Hann hafði valið sér bif- vélavirkjun að ævistarfi og nú síðari árin tengist minningin ekki síst ve- runni á verkstæðinu, þar sem brosið víkur ekki af andlitinu nema þegar útskýra þarf innstu leyndardóma bílvélarinnar. Hann var geðgóður frændi, ákaflega bóngóður og ævin- lega þægilegt að vera í návist hans. Það var margt spjallað og spekúl- erað um framtíðina og um þann veg sem hvert okkar hafði valið sér. Við höfðum fjarlægst um tíma en vorum að taka upp þráðinn að nýju. Og það var Hilmar sem sýndi endurfundum okkar einna mestan áhuga. Hugur- inn hvarflar því aftur til síðustu jóla, í stofuna hans Hilmars. Þar sátum við, hópur systkinabarna og glödd- umst yfir því að hafa nú loksins lát- ið verða af því að hittast svo mörg. Ráðgerðum fleiri slíka fundi og horfðum þá ekki síst til ættarmóts- ins á sumri komanda. Og þangað lagði Hilmar upp en sú för var hans hinsta. Við horfum á bak góðum frænda og viljum með þessum fá- tæklegu orðum þakka honum sam- fylgdina, sem lauk með svo svipleg- um hætti. Við biðjum algóðan guð að styrkja foreldra hans, Ólaf og Halldóru, og systkini, Önnu Gunn- hildi, Birnu og Jón í þeirra miklu sorg. Anna Birna, Þórhalla, Guðrún Dóra og Urður. Nú hefur frændi okkar sem var okkur afar kær kvatt þetta jarðlíf. Mjög erfítt er að skilja hvers vegna hann yfírgefur það svo snögglega. Einu rökin sem við getum sætt okk- ur við eru að einhver tilgangur sé á bak við, þó hann sé okkur óskiljan- legur á þessari sorgarstundu. „Dauðinn er eðlilegur, ekkert eðli- legt er skaðlegt; Dauðinn er hvíld, hvíld er styrkur fyrir áframhaldandi ferðalag" (Sri Chinmoy). Hilmar var sterkasti frændinn í ættinni. Stund- um tuskaði hann okkur hina til, þá var það æðsti draumur okkar hinna að verða eins rammir að afli og hann. Við fengum stundum að heyra að við yrðum aldrei jafn sterkir og Hilmar, ef við tækjum ekki lýsið og borðuðum hafragrautinn. I hugum okkar var hann nokkurskonar goð kraftarins. Á þessum æskuárum var hann okkur fremri í þroska. Við fengum hann til að veija okkur, ef við áttum í útistöðum við aðra stráka. Því að hann hafði bæði kjark- inn og áræðið. Margt brölluðum við á þessum árum. Við byggðum kofa, veiddum dúfur með löngum háfum sem geymdir voru í Bogahlíðinni hjá Hilmari. Dúfunum var sleppt fljót- lega, því okkur þótti ekki rétt að svipta þær frelsinu. Hilmar var skák- maður og kenndi öðrum okkar að tefla. Við eigum ótal margar skemmtilegar minningar frá þessum árum sem of langt er upp að telja, því mörg voru uppátækin. Annar okkar sem ritar þessa grein fermdist i 1 11 1 IfHfl ISii „ a __ ga sa m m s»i m m tm fi § ; m m. • @ Wá M ídýfa með fersku grænmeti og nasli. Sósa með fiski og kjöti. 4^eiír NVv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.