Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 48
tfgnnfrlftfcife m m. gm SLv ^|m mmmr S m m m VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Lítið framboð á tómötum: Plöntur þoldu ekki blíðuna í sumarbyrjun FREMUR lítið framboð er af tómötum hjá Sölufélagi garðyrkjumanna um þessar mundir. Orsakimar em raktar til þess að tómataplöntur hafi ekki þolað mikla þurrka og birtu í júní og júlí. Gott framboð er af ýmiss konar garðávöxtum svo sem káli, gulrótum og gulrófum. „Plönturnar urðu blátt áfram út- keyrðar í þurrkunum í vor,“ sagði Níels Marteinsson, sölustjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, þegar leitað var skýringa á litlu framboði af tómötum. Hann sagði að plönt- urnar gæfust upp á að starfa í stöð- ugri birtu og benti á að mikið álag væri á rótarkerfí plöntunnar því flytja þyrfti vatn til allra anga henn- ar. Níels sagði að heildsöluverð á tómötum án virðisaukaskatts væri 330 kr. fyrir hvert kíló en meðal- Fundur norrænna forsætisráðherra: EES-málin efst á baugi FORSÆTISRÁÐHERRAR Norð- urlanda hittast I Reykjavík 12. og 13. ágúst nk. Þróun viðræðna EES verður aðalefni fundarins að sögn Hreins Loftssonar aðstoðarmanns forsætisráðherra. Þá verður ástand í Eystrasaltslöndum rætt. Ráðherrarnir koma til íslands 12. ágúst og funda daginn eftir. Opin- berri dvöl þeirra lýkur í Vestmanna- eyjum 14. ágúst. Finnski og danski ráðherrann munu síðan veija nokkr- um dögum hérlendis á eigin vegum. Davíð Oddsson og Gro Harlem Brundtland munu ræða væntanlega heimsókn Davíðs til Noregs í október. Laugarvatn: ítalir í bílveltu ÍTALI slasaðist í bílveltu á Gjá- bakkavegi skammt vestan við Laugarvatn um fimmleytið í gær þegar ökumaður missti stjórn á bíl í lausamöl. Italinn, sem var ekki mikið slas- aður, var fluttur á Heilsugæslustöð- ina á Selfossi. Aðra í bílnum sakaði ekki. álagningin 60% ef virðisaukaskattur væri tekinn með. Samkvæmt því er smásöluverð að meðaltali 528 kr. fyrir kílóið. Marit Einarsson í Silfurtúni á Flúðum sagði í samtali við Morgun- blaðið að uppskeran væri svipuð og í fyrra á bænum. Hún hefði hins vegar vitneskju tim að talsvert minni uppskera væri hjá bændum með gömul hús. Sum húsanna væru lág og ekki loftaði nægilega vel í þeim. Því sagði hún að heildaruppskeran væri minni en í fyrra en tómataeftir- spum yrði meiri með árunum. Níels Marteinsson sagði að fram- boð á garðávöxtum yrði sennilega svipað og verið hefði í fyrra. Flestar tegundir svo sem kínakál, hvítkál, blómkál, gulrætur, gulrófur og sell- erí væru komnar á markaðinn og verð á þeim væri afar hagstætt um þessar mundir. Sjá frétt um grænmetismarkað- inn á bls. 27. Morgunblaðið/Ami Sæberg Undirgöng á Hafnarfjarðarvegi Vegfarendur á Reykjanesbraut í Garðabæ hafa tek- ið eftir talsverðum framkvæmdum og jarðraski, þar sem áður voru gönguljós yfir veginn. Þar er Loft- orka hf. að grafa göng undir veginn, sem tengja á saman vestur- og austurhluta Garðabæjar. Fram- kvæmdir hafa staðið yfir frá í byijun júní og ráð- gert að þeim ljúki 15. ágúst. Kostnaður við verkið er 25 milljónir króna. Útlánsvextir banka og spari- sjóða hækka um 1,5-3% í dag Ástæðan sögð misræmi milli óverðtryggðra og verðtryggðra vaxta vegna aukinnar verðbólgu ÓVERÐTRYGGÐIR útlánsvextir banka og sparisjóða hækka um allt að 3% í dag. Ástæða vaxtahækkunarinnar er, að sögn banka- manna, meiri verðbólga það sem af er árinu en gert var ráð fyr- ir, sem þýði að vextir óverðtryggðra lána hafi verið lægri en vext- ir verðtryggðra lána. Vaxtahækkuninni nú sé ætlað að leiðrétta það misræmi en ekki að hækka raunvexti, það er að segja vexti umfram verðbólgu. Landsbanki Islands hækkar óverðtiyggða útlánsvexti mest, eða um 2-3%, en á móti hækka óverð- tryggðir innlánsvextir um 0,5-1%. Búnaðarbankinn og sparisjóðirnir hækka útlánsvexti um 2% að jafn- aði og íslandsbanki hækkar útláns- vexti um 1,5-2%. Ragnar Önundarson fram- kvæmdastjóri íslandsbanka sagði við Morgunblaðið, að vaxtaákvarð- anir bankans fyn-i hluta ársins hefðu verið miðaðar við það að verðbólgan væri á bilinu 7,5-8%, en nú sé komið í ljós að verðbólgan hafi verið 10,5% að jafnaði fyrstu Þrír brennast að jafnaði á viku á Geysissvæðinu AÐ JAFNAÐI verða þrjú brunaslys í viku hverri á hverasvæðinu í Haukadal yfir sumartímann. Aðallega er þar um útlendinga að ræða sem fara út fyrir merkta göngustíga og gæta ekki að sér. Bruninn er allt frá roða til þriðja stigs bruna, að sögn heima- manns sem Morgunblaðið hafði samband við. Oftast er þeim sem verða fyrir slíkum óhöppum veitt fyrsta hjálp á Hótel Geysi. Þar hafa brunasárin verið kæld með vatni og fólkinu þvínæst verið ekið til Reykjavíkur þar sem það fær Iæknisaðstoð. Oftast eru það út- lendingar sem brennast, og mest fólk á miðjum aldri. Verða slysin oft með þeim hætti að þeir sem fyrir þeim verða eru að taka myndir, ganga aftur á bak og stíga ofan í pytt. Fyrir kemur að fólk stingi höndum niður í hveri og brennist við það á höndum. Náttúruverndarráð er nú að gera átak í því að merkja vel hættusvæði og auk þess er gæsla á svæðinu. Einnig er nokkuð um að ferðafólk komi með gæludýr á hverasvæðið og fyrir hefur komið að dýrin hafi gengið laus á svæð- inu. í fyrra lenti hundur { hver og drapst. Hreinn Hjartarson á Hveravöll- um sagði að alltaf væri nokkuð um að fólk brenndi sig á hvera- svæðinu. Síðastliðinn mánudag lenti hundur í hver og hvarf sjón- um manna í hálfa klukkustund, áður en hann flaut dauður upp. Nýlega steig ung stúlka í heitan pytt og hlaut ljótt brunasár, að sögn Hjartar. Hann sagði að þetta væri varasamt og einkum í ljósi þess hve litla gæslu fólk hefði á börnum sínum og gæludýrum á svæðinu. Engri gæslu væri hægt að koma við á staðnum og sér- stakir göngustígar hefðu ekki verið merktir. Náttúruverndarráð gengst fyrir gosi í Geysi nk. laugardag kl. 15. Hefur ráðið sérstaklega hvatt fólk til að fara varlega vegna tíðra slysa á svæðinu. sex mánuði ársins. Þetta hefði leitt til þess að vextir óverðtryggðra lána voru of lágir sem þessu nam. Ragnar sagði ennfremur, að í sumar hefði verðbólgan verið um 10-12% svo bankanum hefði verið nauðugur einn kostur að hækka vexti óverðtryggðra útlána. Hins vegar vonuðust menn til þess að verðbólga fari aftur lækkandi með haustinu og því nægi bankanum þessi vaxtahækkun fyrir síðari árs- helminginn. Ragnar sagði aðspurður, að þótt vaxtamunur ykist við þessa breyt- ingu, yrði heildarvaxtamunur bankanna minni á þessu ári en því síðara; í tilfelli íslandsbanka mun- aði þar 0,4%. Vegna þess ósam- ræmis, sem verið hefði milli óverð- tryggðra og verðtryggra vaxta á fyrri hluta ársins, hefðu verð- tryggð innlán orðið meiri en verð- tryggð útlán, og við það hefði vaxtamunurinn minnkað. Verðtryggðir skuldabréfakjör- vextir bankanna eru nú 8,0-8,5% en raunvextir á almennum verð- tryggðum skuldabréfum án fast- eignaveðs eru 8,75-9,25%. Þegar Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans var spurður hvort ekki hefði verið hægt að leiðrétta misræmi milli lánsforma með því að lækka þessa raunvexti svaraði hann að á meðan raunvextir á spariskírteinum ríkis- ins væru jafn háir og raun bæri vitni, eða 7,9-8,1%, væri það ekki hægt. Vextir ríkisskuldabréfanna væru ákveðinn grunnpunktur, og ættu að vera lægstu vextir í kerf- inu. Eftir vaxtahækkunina eru kjör- vextir almennra skuldabréfa 20,25% í Landsbankanunij 19,5% í Búnaðarbanka og 19,25 í Islands- banka og hjá sparisjóðunum. For- vextir víxla eru 21% í Landsbanka en 20,5% í öðrum bönkum og spari- sjóðum. Vextir almennra spari- sjóðsbóka og sértékkareikninga verða 7% í Landsbanka, 6% í Is- landsbanka en 5,5% í Búnaðar- banka og sparisjóðum. Alusuisse framlengir samning við Hafnarfjörð ALUSUISSE hefur sent Hafnar- fjarðarbæ bréf þess efnis að fyr- irtækið framlengi samninga við Hafnarfjarðarbæ vegna álvers- ins í Straumsvík í 10 ár, eða til loka september 2004. Að sögn Guðmundar Árna Stef- ánssonar bæjarstjóra er hér um formsatriði að ræða þar sem í aðal- samningi um álverið frá 1966 hafi verið ákvæði um að þegar 25 ár væru liðin frá gerð samningsins skyldi heimilt að endurskoða hann eða framlengja einhliða af hálfu Alusuisse. Framlengingin hafí eng- ar breytingar 1 för með sér á greiðsl- urn til Hafnarfjarðarbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.