Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 Sannleikurínn um lyfjamálin eftir Sighvat Björgvinsson Umræður um lyfjakostnað í kjölfar reglugerðar um greiðslu almannatrygginga á lyíjakostnaði, sem ég setti í júní 1991 og gildi tók þ. 1. júlí sl., hafa verið úr hófi fram. Umræðan er öll á fullyrðing- arstiginu. Étur þar hver upp eftir öðrum rangar fullyrðingar um áhrif og tilgang þessara aðgerða. Jafnvel er gengið svo langt að for- ystumenn, sem eiga að vita betur, fullyrða að þessar aðgerir raski öllu velferðarkerfi landsmanna án þess þó að geta fundið þeim stóru orðum stað í öðru en með því að vitna í sjálfa sig og hver í annan. Hvers vegna var reglu- gerðin sett? Astæðan fyrir setningu um- ræddrar reglugerðar er einföld. Fyrrverandi ríkisstjóm lagði fyrir Alþingi og fékk samþykkta tillögu í fjárlögum um a(j lyfjaútgjöld sjúkratrygginga yrðu lækkuð á árinu 1991 um 500 milljónir króna. Þegar ég kom í ráðuneytið var það eitt af minum fyrstu verkum að kalla eftir upplýsingum um hvernig útgjaldamál viðfangsefna á vegum ráðuneytisins stæðu. Kom þá m.a. í ljós að útgjöld sjúkra- trygginga stefndu í 500-700 millj- ónir króna umfram það sem heimil- að var að greiða í fjárlögum. Mitt næsta verk var að kalla eftir upplýsingum um hvað undir- búið hefði verið í ráðuneytinu til þess að lækka lyfjakostnaðinn eins og fyrir er mælt í fjárlögum. Svar- ið við þeirri spumingu var stutt. Að frátöldu fmmvarpi til laga um lyfjadreifingu og fmmvarpi til ly- fjalaga, sem fv. ráðherra hafði lagt fram á Alþingi 5 dögum fyrir þing- lausnir í vor og ekki var samstaða um, hafði ekkert verið aðhafst. Ýmsar hugmyndir vom til í skúff- um í ráðuneytinu, en engar ákvarð- anir höfðu verið teknar eða undir- búnar. Við þessar aðstæður var um tvennt að ræða: Annars vegar að gera tillögu um erlent lán að fjár- hæð 500-700 milljónir króna til þess að greiða lyíjareikning lands- manna. Hin leiðin var að draga úr þessum kostnaði með tafarlaus- um aðgerðum, sem fv. ríkisstjóm átti að gera en gerði ekki. Svigr- úmið til aðgerða takmarkaðist af því að ráðstafanimar urðu að gmndvallast á óbreyttum lögum. Þess vegna kom ekki til greina að grípa til aðgerða s.s. eins og endur- skipulagningar lyfsölunnar og end- urskoðunar á álagningarmálum lyfsala, sem ekki verður gert nema með lagabreytingu. Slíkar lagabreytingar verða gerðar, en þær verða að bíða þar til þing kemur saman í haust. Óheyrilegur kostnaður við lyfjaneyslu Við undirbúning reglugerðar- innar var skoðuð lyfjaneysla ís- lendinga og lyfjaverð á íslandi. Margt athyglisvert kemur í Ijós við þá skoðun. Umhugsunarvert er að lyfjaútgjöld á einstakling em næst- um því tvöfalt hærri á íslandi en á öðmm Norðurlöndum. Ástæð- urnar fyrir þessu em ýmsar: — Lyf em dýr á íslandi og álagning hærri en í nálægum lönd- um. — Áberandi er að á íslandi em nýjustu og dýmstu lyfin hlutfalls- lega meira notuð en ódýrari, sem geta gert sama gagn. — Sýklalyfjanotkun á íslandi er mjög mikil. Sýklalyfjaát íslendinga við öll möguleg og ómöguleg tæki- færi er meira en góðu hófi gegnir. — Almennt er vitað og viður- kennt að manneldisstefna er ekki í hávegum höfð. Alltof algengt er að lyfja sé neytt í stað þess að menn taki upp hollara mataræði eða breyttan lífsstíl. Í þessu sam- bandi má geta þess að í viðræðum við lyfjahóp heilbrigðisráðuneytis- ins hefur m.a.s. verið gengið svo langt af „ábyrgum" aðilum að telja óhjákvæmilegt að landsmenn neyti dýrra lyfja eins og róandi lyfja, svefnlyfja og dýrra magalyija sem viðbrögð við streitu og þreytu vegna vinnuálags! Er full ástæða til að lesendur þessarar greinar hugleiði hvort það sé rétt stefna að bregðast við sjálfskaparvítum af þessu tagi með neyslu lyfja á kostnað samfélagsins. — Þá er alkunna að oft og tíðum verða verulegir afgangar eftir af lyfjum hjá fólki, ýmist vegna þess að ávísað er meira magni en neyta skal eða að fólk lýkur ekki við lyfja- skammtinn sinn. Þessum lyfjum er svo hent. Ekki er vafi á að þama fara verðmæti fyrir hundruð millj- óna í súginn. — Þá gerist það einnig að full- frískt fólk fer fram á og fær ávís- að dýrum lyfjum til vonar og vara ef eitthvað skyldi henda t.d. eins og í sólarlandaferðum. Þarf svo ekki á lyfjunum að halda, sem fara beint í ruslakörfuna. Slík „sólar- landaapótek“ gátu hæglega kostað ríkissjóð 15.000-25.000 krónur. Sum ofangreindra vandamála verða ekki leyst nema með breyt- ingum á lögum. Önnur er hægt að takast á við á grundvelli óbreyttra laga. Það var gert með setningu reglugerðarinnar. Markmið reglugerðarinnar er ekki aðeins að lækka útgjöld sjúkra- trygginga vegna lyíjakostnaðar heldur jafnframt að draga úr heild- arkostnaði við lyf á íslandi með því að draga úr óþörfum lyíjagjöf- um, draga úr ofneyslu sýklalyfja, upplýsa um raunkostnað lyfja í því skyni að í meira mæli yrðu notuð ódýr lyf en dýr, ef bæði gerðu sama gagn, og vekja kostnaðarvit- und heilbrigðisstétta og almenn- ings. Lyf eru verðmæti, sem kosta mikla peninga og menn verða að umgangast lyfin sem verðmæti í meira mæli en menn hafa gert. Öryggisnet fyrir aldraða Alveg frá upphafi var ráð fyrir því gert að áhrifín af lyijareglu- gerðinni kæmu sem minnst fram gagnvart öldruðu fólki, öryrkjum og þeim sem við langvinnna sjúk- dóma eiga að stríða. Á málefnum aldraða fólksins var tekið sérstak- lega með eftirfarandi hætti: Fastagjald fyrir lyf á svokölluð- um bestukaupalista var lækkað úr kr. 170 í kr. 150 fyrir elli- og ör- orkulífeyrisþega. Jafnframt var lyfjum fjölgað á bestukaupalista. Fyrir öll þessi lyf borgar gamla fólkið ekki nema kr. 150, ríkissjóð- ur borgar afganginn. Fastagjald á öðrum lyfjum fyrir elli- og örorku- lífeyrisþega var hækkað úr kr. 230 í kr. 250. Sett voru ákvæði í 4. gr. reglu- gerðarinnar, sem tryggja að hægt er að losa fólk algerlega við lyfja- kostnað, ef um er að ræða alvar- lega sjúkdóma eða síendurteknar sýkingar. Ákveðið var að beita af fyllstu velvild ákvæðum almannatrygg- ingalaga um sérstakar heimildar- bætur til gamals fólks vegna lyfj a- kostnaðar og fleira, sem geta num- ið allt að kr. 7.000 á mánuði. Með tilvísun í 4. gr. reglugerðar- innar getur Tryggingastofnun ríkisins veitt undanþágu um greiðsluþátttöku sjúklings í öllum þeim tilvikum þar sem um er að ræða verulegan lyfjakostnað, hvort sem um er að ræða sýklalyf, sem ekki eru greidd af sjúkratrygging- um, eða önnur lyf sem að hluta til eru greidd af tryggingunum. Þessi ákvæði hafa verið nýtt og sú reynsla sem við höfum og þær upplýsingar sem við höfum fengið um vandamál í því sambandi eru í engu samræmi við þær stóryrtu yfirlýsingar sem hver étur upp eft- ir öðrum um áhrif þessarar reglu- gerðar. Upplýsingar í stað upphrópana í moldviðri því, sem þyrlað hefur verið upp, gætir mjög alvarlegs misskilnings. Margir þeirra, sem um hafa fjallað og hæst hefur lát- ið í, hafa sannarlega ekki unnið heimavinnuna sína — þ.e.a.s. hafa ekki lesið reglugerðina og vita ekki um hvað hún fjallar. Verð- mætustu ábendingarnar, sem leggja grundvöll að breytingum sem gera þarf á reglugerðinni, hafa komið frá læknum og lyfja- fræðingum. Út úr öllum upphróp- unum og fullyrðingunum hefur afskaplega lítið komið af ábending- um eða efnislegum athugasemd- um. Einmitt þess vegna hefur sam- starfshópur heilbrigðisráðuneytis- ins um lyfjamál farið þess formlega á leit við ASÍ og BSRB og þau verkalýðsfélög sem sérstaklega hafa auglýst að þau tækju á móti umkvörtunum almennings vegna lyfjamála, að þessir aðilar skrái hjá sér umkvörtunarefnin, athuga- semdir og ábendingar sem fólk kemur á framfæri svo hægt sér að skoða ábendingar og takast á við vandamálin, ef einhver eru. Vonandi verður þessi ósk til þess að hægt sé að ræða málið á efnis- legum grundvelli, en ekki með úpphrópunum. Misskilningurinn um lyfjaskírteinin Einn alvarlegasti misskilningur- inn í umræðunni varðar lyfjaskír- teinin svokölluðu. Þúsundir um- sókna um lyfjaskírteini hafa borist Tryggingastofnun ríkisins og í umfjölluninni um þær umsóknir virðist sem fólki hafí orðið það á Sighvatur Björgvinsson „Eina ráðið til að varð- veita velferðarsamfé- lagið er að menn bregð- ist núna við útgjalda- vanda ríkisins og geri það með þeim hætti að reynt sé að verja þá sem við kröppust kjörin búa.“ í messunni að halda, af því að það veit ekki betur, að allir þeir sem eru að bíða eftir lyfjaskírteinum séu að bíða eftir því, að með þeim hætti verði af létt umtalsverðum útgjöldum og nefna menn gjaman tugþúsundir króna í því sambandi. Þetta er alger fírra. Öll lyf við sykursýki, dreyra- sýki, flogaveiki, krabbameini, parkinsonssjúkdómi og gláku eru greidd að fullu úr ríkissjóði. Sjúkl- ingur greiðir ekkert fyrir þessi lyf. Þar þarfnast hann engra lyfjaskír- teina. Fyrir þorra annarra lyfja á sjúkl- ingur að greiða fastagjald, sem er annað hvort kr. 150 eða kr. 250 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, og kr. 500 eða kr. 850 fyrir aðra. Sjúkratryggingamar greiða allan annan kostnað við þessi lyf. Flest lyfjaskírteinin fjalla ein- vörðungu um að ríkið taki á sig að greiða fastagjald sjúklings fyrir lyf til viðbótar við þann kostnað sem sjúkratryggingar greiða þá þegar. Flest lyfjaskírteinin fjalla einvörðungu um að elli- og örorkul- ífeyrisþegar losni við að greiða kr. 150 eða kr. 250 fyrir lyfjaskammt- inn og aðrir kr. 500 eða kr. 850 fyrir lyíjaskammtinn. Ríkið greiðir hvort eð er allan annan kostnað við lyfín. Að ræða um tugþúsundir í útgjöld fyrir fólkið í þessu sam- bandi er víðsfjarri raunveruleikan- um. Þannig tala aðeins þeir sem ekki hafa lesið sér til og ekkert vita, en era því stóryrtari sem vitn- eskjan er minni. Það er eingöngu í þeim tilvikum þar sem sjúkratryggingar taka engan þátt í lyfjakostnaði, sem lyfjaskírteini skiptir einhveijum umtalsverðum fjárhæðum. Þau lyf, sem þar eiga hlut að máli, eru nær eingöngu sýklalyf; fyrst og fremst dýru sýklalyfin þar sem umtals- verðir fjármunir geta verið í húfi fyrir einstaklinginn eftir því hvort hann hefur lyfjakort eða ekki. Sá hópur sjúklinga, sem hér um ræð- ir, er þó ekki nema lítið brot af þeim hópi sem nýtur lyfjaskírteina. Sem dæmi um stærðarhlutföll í þessu sambandi vil ég nefna, að fólk 67 ára og eldra er aðeins tal- ið vera um 16% þeirra sem sýkla- lyfja neyta. Þetta gamla fólk getur fengið sýklalyfín greidd af trygg- ingnnum, ef um endurteknar sýk- ingar er að ræða eða nauðsyn er talin á dýrri sýklalyfjameðferð. Gamalt fólk hefur fengið slíka af- greiðslu, en fjöldi þeirra, sem þarf á henni að halda, er í engu sam- ræmi við yfirlýsingaherferðina í blöðunum. SKOUTSALA Skóverslun Þórðar Laugavegi41, sími 13570. Borgarnesi Brákarbraut 3, sími 93-71904. Kirkjustræti 8, sími 14181. Um barnafólk og aðra Annar hópur sjúklinga, sem mjög hefur verið hampað í yfírlýs- ingaherferðinni, er ungböm sem eiga við þrálátar sýkingar að etja svo sem eyrnabólgu. Það er fullyrt að lyijareglugerðin íþyngi þessu fólki. Þessum fullyrðingum er veif- að sem „stóra sannleik" þrátt fyrir að þráfaldlega sé búið að upplýsa: — Að flest öll lyf, sem hér um ræðir, kosti minna en kr. 850 skammturinn. — Að reglugerðin geri sérstak- lega ráð fyrir því að hægt sé að fá undanþágu frá greiðsluskyldu fyrir þessi tilvik, ef um þann kostn- að er að ræða við sýklalyfjameð- ferðina að foreldrar sjái ástæðu til þess að fara þess á leit að ríkið borgi allan kostnaðinn. Sama máli gegnir um aðra þá, sem yfirlýs- ingaherferðin hefur tekið til, s.s. eins og fólk sem berst við þrálátar sýkingar eða bíður eftir aðgerð við smitsjúkdómum. Reglugerðin tek- ur sérstaklega á vandamálum þessa fólks og skv. henni hefur það rétt á að fá slíkan lyíjakostnað að fullu greiddan af sjúkratrygging- um. Breytingar í aðsigi Þegar þetta er ritað eru í undir- búningi nokkrar breytingar á reglugerðinni. Flestar eru þær til komnar vegna ábendinga frá lyfja- fræðingum og læknum, en margir þeirra hafa sent ráðuneyti athuga- semdir og ábendingar studdar efn- islegum rökum og hávaðalaust og það eru þessar ábendingar, sem komið hafa okkur að gagni. Þegar hinir yfírlýsingaglöðu og stóryrtu andmælendur hafa verið beðnir um að gera efnislega grein fyrir máli sínu með rökstuddum ábendingum, hafa menn gripið í tómt. Unnt hefur verið að bregðast við ýmsum vandkvæðum án breytinga á reglu- gerðinni vegna þess hve 4. grein hennar um undanþágumöguleika frá greiðsluskyldu sjúklings vegna lyfjakostnaðar er rúm. Þannig hef- ur t.d. verið hægt að undanþiggja krabbameinssjúklinga greiðslu- skyldu á öllum lyfjum þ. á m. sýklalyfjum og öðram lyfjum, sem þeir þurfa að nota, og sama máli gegnir um þá sem þjást af alvarleg- um nýrnasjúkdómum og hafa misst mótstöðuþrek við smitsjúkdómum. Mál þessara einstaklinga hafa ver- ið leyst og er hægt að leysa án breytinga á reglugerðinni. Þær breytingar, sem undirbúnar hafa verið og hafa sennilega verið kynntar þegar þessi grein kemur fyrir almenningssjónir, varða aðra þætti málsins. Lyfjum hefur verið íjölgað á bestukaupalista. Tiltekin lyf vegna krabbameinsmeðferðar og lyf, sem í undantekingartilvikum era notuð við sykursýki, hafa verið tekin inn á lista yfir lyf sem sjúkratrygging- ar greiða að fullu og nokkur lyf, sem áður var gert ráð fyrir að sjúklingar greiddu að fullu, hafa verið tekin inn á lista yfír lyf, sem sjúklingur greiðir aðeins fastagjald fyrir. Af þeim lyfjum má t.d. nefna tvö lyf, sem era algeng í notkun hjá eldra fólki og tilheyra al- mennri læknismeðferð hjá því. Þá eru einnig tekin inn á þennan lista hjartalyf, sem vinna að lækkun blóðþrýstings, lyf gegn þarmabólg- um og svo neflyf, sem eru gefin gegn ofnæmi, og er það sennilega stærsti lyfjaflokkurinn sem flyst nú úr þeim hópi Lyfja, sem sjúkling- ur greiddi að fullu yfir í þann hóp lyfja sem sjúklingur greiðir aðeins fastagjald fyrir. Allar þessar breytingar á reglu- gerðinni teljast til lagfæringa. Þetta eru breytingar, sem gerðar eru samkvæmt rökstuddum ábend- ingum, og er í all flestum tilvikum um að ræða minniháttar lagfær- ingar og leiðréttingar. Onnur vandamál hefur tekist að leysa á grundvelli reglugerðarinnar sjálfr- ar vegna þeirra undanþáguákvæða sem þar eru. Hrun velferðarkerfisins? Stórkarlalegasta fullyrðingin, sem sett hefur verið fram í umræð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.