Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 35 Baldvina H. Hafliða- dóttir — Minning Kveðja frá Thorvald- sensfélaginu Góð vinkona og félagskona í Thorvaldsensfélaginu andaðist 23. f.m. Baldvina Halldóra Hafliðadótt- ir var fædd 25. nóvember í Bolung- arvík. Foreldrar hennar voru Ágúst- ína Margrét Aradóttir, Uppsölum, Álftaveri vestra, og Hafliði Bald- vinsson, fisksali. Baldvina átti fimm hálfsystkini, eitt sammæðra og fjögur samfeðra. Baldvina flutti ung til ísafjarðar með móður sinni og stjúpa Bimi Halldórssyni frá Hamri Leiðrétting Nokkrar villur hafa slæðst inn í grein mína Um fordóma, kennslu og móðurmál, sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, 30. júlí, 17. bls. Sumt af því er léttvægt, t.d. „vellur" í stað hins rétta: „villur“, og hef ég yfirleitt ekki séð ástæðu til þess að leiðrétta slíkt. — En stundum verða villur öllu alvarlegri, þannig að framsetning öll verður vafasöm og merking önnur en átti að vera í upphafi. Slíkt getur alltaf gerst, en þetta þarf að leiðrétta. Mistökin eru hér í því fólgin, að fallið hafa brott nokkur orð á tveim- ur stöðum í fyrrnefndri grein. Hið fyrra tilvik er í inngangi. Réttur texti á að vera sem hér segir (og það sem féll brott er auðkennt með breyttu letri): „En rétt er að íhuga, að öll höfum við einhverja fordóma, enda er stundum alið á þeim. Hér verður bent á fordóma, broslega og alvarlega." Hið síðara tilvik er í kafla, er heitir „Fordómar um móðurmálið". Þar er réttur texti svohljóðandi (og það sem féll brott auðkennt með sama hætti): „Það er vandaverk, sem þarf að byggjast á þekkingu, hæfilegu umburðarlyndi og tilhlýði- legri ræktarsemi við móðurmálið. Okkur ber að auðsýna móður- málinu ræktarsemi í verki, enda er umhyggja fyrir því sama eðlis og umhyggja fyrir gróðri og nátt- úrunni og manninum sjálfum.“ Þetta bið ég 'menn vinsamlegast að athuga. Ólafur Oddsson í Nauteyrarhreppi og þaðan til Reykjavíkur. Að lokinni skólagöngu hóf hún störf hjá Rósenberg, veit- ingamanni í Natan og Oesens-húsi. En flestir eldri Reykvíkingar minn- ast hennar sem afgreiðslustúlku í Versluninni Edinborg þar sem hún vann í mörg ár. Síðar vann hún hjá Lögreglustjóraembættinu í Reykja- vík. Árið 1949 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum Haraldi Ágústssyni, húsgagnasmið og kennara. Baldvina var á sínum yngri árum mikill skíðagarpur og alla tíð mikil útivistarkona. Hún unni fjallstindum landsins og í faðmi fjalla og dala átti hún sínar bestu stundir með góðum vinum og áhugafólki um útivist. Baldvina gekk til liðs við Thor- valdsensfélagið árið 1968. Alla tíð meðan heilsan leyfði var hún virk í félaginu og vann félaginu af áhuga og gleði. Hvar sem Baldvina fór hlaut maður að taka eftir henni sökum fríðleika og fágaðrar fram- komu sem var henni eðlislæg. Þrátt fyrir erfið veikindi á seinni árum reyndi hún eftir mætti að mæta á fundum félagsins og var þá ætíð studd af eiginmanni sínum Haraldi enda samband þeirra alla tíð náið og innilegt og heimili þeirra rómað fyrir hlýju og gestrisni. Thorvaldsensfélagskonur kveðja ljúfa vinkonu og góðan félaga með þakklæti fyrir samverustundir og senda eiginmanni, fjölskyldu og vin- um samúðarkveðjur. Ingibjörg Magnúsdóttir Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinkonu minnar frú Baldvinu Hafliðadóttur, sem lést á Borgarspítalanum 23. júlí, en 1 dag fer fram útför hennar frá Fossvogs- kirkju. Við erum búnar að þekkjast í 54 ár. Bjuggum lengi í sama húsi, á Snorrabraut 32 þar sem hún bjó með móður sinni Ágústínu Aradótt- ur og stjúpföður Bimi Halldórssyni. Hún var alltaf kölluð Vina af frændum og vinum og var það viss- ulega réttnefni. Hún vann þá í versluninni Edin- borg, sern þá var til húsa í Hafnar- stræti. Á þeim tímum var oft erfitt að fá eitt og annað, og minnist ég BEINT A SKA 2 ‘/a (LYKTIN AF ÓTTANUM) FRUMSÝND Á MORGUN HÁSKÓLABÍÓ á þetta sérstaklega, því hún útveg- aði mér gullfallegt kaffistell, sem ég á enn og þykir mjög vænt um. Hún fór til Englands og dvaldi þar tæpt ár hjá vinkonu sinni Ellu Terrier, þær höfðu unnið saman í Edinborg, en nú bjó hún í London, gift enskum manni. Þegar hún kom heim, gaf hún dóttur minni sem var tveggja ára mjög fallega brúðu, sem hún kallaði Ballína, því hún gat ekki sagt Baldvina. Hún vann á skrifstofu lögreglu- stjóra, fyrst hjá Agnari Kofoed Hansen og síðar Siguijóni Sigurðs- syni, og þar sem annarstaðar kom hún sér vel, því hún var sérstaklega samviskusöm, vönduð og ábyggileg í öllu sem hún gerði. Árið 1949 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Haraldi Ágústssyni, kennara í Iðn- skólanum, miklum öðlingsmanni og áttu þau saman yndisleg ár, sem aldrei bar skugga á. Hún sagði oft við mig, að þau hefðu átt að hitt- ast 20 árum fyrr. Þau bjuggu fyrst á Brávallagötu, þar sem hann átti heimili með móður sinni. Seinna fluttu þau á Miklubraut 9. Þar bjuggu þau sér mjög fallegt heimili, sem bar vott um mikla smekkvísi og alveg einstaka reglu- semi á öllum sviðum. Hér er yndisleg og góð kona kvödd. Ég votta Haraldi innilega samúð í hans miklu sorg. Með vinarkveðju. Marta Tómasdóttir Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á © 15 klst námskeiöi fyrir byrjendur! <%> 6.-9. ágúst kl. 16-19:30 og 19.-23. águst kl. 16-19 &O Tölvu-og verkfræðiþjónustan &O Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu \r NOTAÐAR VINNUVELAR TIL SÖLU TRAKTORSGRÖFUR BELTAGRÖFUR CAT 428/438 ’87-’89 CAT 225B '88 Case 580 '82 Fiat FE20HD '88 HJÓLASKÓFLUR JARÐÝTUR CAT 980B ’75 CAT D6C ’71 CAT 966D '82 CAT D6B ’65 CAT 966D ’82 Komatsu D65E ’81 CAT 966D ’75 CAT 950B '84 ■ ■ , ■■■ Heklu hf. Upplýsmgar ma soiumonnum SÍDIÍ 695500. HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 UTSALA -fierrar GARÐURINN Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.