Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 Rétt ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra orsteinn Pálsson, sjávar- útvegsráðherra, gerði í fyrradag grein fyrir ákvörð- un sinni varðandi aflaheim- ildir fyrir næsta veiðitímabil. Niðurstaða ráðherrans var að fara mjög nálægt tillögum Hafrannsóknastofnunar, raunar svo mjög, að forstjóri stofnunarinnar, Jakob Jak- obsson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sjald- an, ef nokkru sinni hefði verið tekið svo mikið tillit til tillagna Hafrannsóknastofn- unar. Þessi ákvörðun Þorsteins Pálssonar er rétt. Afleiðingar hennar verða að öllu óbreyttu milljarða samdráttur í út- flutningstekjum þjóðarinnar. Þegar Þorsteinn Pálsson til- kynnti ákvörðun sína í fyrra- dag sagði hann m.a.: „Sjáv- arútvegurinn þarf að mæta mjög miklum þrengingum á næsta fiskveiðiári, því áætl- að er, að verðmæti botn- fiskaflans minnki um 10-12% á milli ára, sem þýðir 7-8 milljarða króna samdrátt í útflutningstekj um. “ Samt sem áður var óhjá- kvæmilegt að taka þessa ákvörðun. Við íslendingar eigum alla afkomu okkar undir fiskistofnunum á fiskimiðunum í kringum landið. Við getum ekki leyft okkur að taka nokkra áhættu varðandi þá. Hafrannsóknir eru að vísu ekki nákvæm vísindi og úr ýmsum áttum er deilt hart á fiskifræðinga okkar vegna tillagna þeirra og vinnubragða. Þeir, sem lýst hafa öðrum sjónarmið- um hafa hins vegar ekki sannfært fólk með málflutn- ingi sínum. Það á bæði við um þá sérfræðinga, sem hafa lýst öðrum skoðunum en sér- fræðingar Hafrannsókna- stofnunar , skipstjóra, sjó- menn og aðra, sem hafa lát- ið til sín heyra. Þess vegna eigum við ekki annarra kosta völ en að fylgja ráðum fiski- fræðinga okkar. Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra fyrir þá ákvörðun, sem hann hefur tekið. Sú gagnrýni hefur hins vegar ekki verið byggð á áþreifanlegum rökum. Raun- ar rnátti skilja orð formanns LÍÚ á þann veg, þegar skýrsla Hafrannsóknastofn- unar kom fram, að hann teldi nauðsynlegt að taka ríkt til- lit til hennar. Hið sama má segja um afstöðu Farmanna- og fiskimannasambandsins. Tillögur þeirra samtaka hafa ekki byggzt á þeim rökum, að veijandi væri fyrir sjávar- útvegsráðherra að ganga lengra til móts við þær tillög- ur og hugmyndir LÍÚ en hann gerði. Umræður um skýrslu Haf- rannsóknastofnunar og skiptar skoðanir um þessi málefni undirstrika hins veg- ar nauðsyn þess, að rann- sóknir á fiskistofnum á haf- inu við ísland verði efldar að mun. í núverandi kerfi felst mikið vald fyrir Haf- rannsóknastofnun og starfs- menn hennar. Vel má vera, að skynsamlegt geti verið að byggja upp þekkingu á þessu sviði annars staðar í okkar þjóðfélagskerfi, þannig að tækifæri gefist til að bera saman skoðanir sérfræðinga hjá t.d. tveimur stofnunum. Þess vegna eru þær hugleið- ingar formanns LÍÚ alls ekki fráleitar að byggja slíka þekkingu upp annars staðar. Um það sagði Kristján Ragn- arsson í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Þess eru dæmi erlendis, að samtök á borð við okkar hafi fiskifræðinga í vinnu. Ef til vill væri rétt af okkur að ráða fiskifræðing til þess, að við töluðum a.m.k. sama tungumál og Hafrannsóknastofnun. “ Þetta er vissulega umhugs- unarefni, þótt æskilegra væri að slík starfsemi væri á veg- um sjálfstæðrar stofnunar en á skrifstofum LÍÚ, þótt hagsmunasamtök í sjávarút- vegi gætu átt þar hlut að máli. En eins og mál standa nú hefur Þorsteinn Pálsson tek- ið erfiða en rétta ákvörðun. Vonandi verður hún til þess að betur gangi að byggja upp fiskistofnana við ísland en tekizt hefur fram að þessu. Forsetafri Vel fer á með Barböru Bush, eiginl Gorbatsjovu, eiginkonu forseta Sovét mönnum þeirra. Á myndinni sjást þí kvöldverðar á þriðjudagskvöld. George Bush á fum Leiðtogí iraðski Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamann GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti átti morgunverðarfund með sovézkum kaupsýslumönnum í gærmorgun á Radisson-hótelinu í Moskvu. „Alls staðar heyrum við raddir karla og kvenna, sem þrá frelsi — tækifæri til að vera eigin gæfu smiðir — að uppskera eins og þau sá,“ sagði forsetinn. „Sumir kalla það ameríska drauminn, en í raun er það draumur alls heimsins. Og það er draumur, sem sovézka þjóðin er nú sjálf að reyna að láta ræt- ast.“ Forsetinn þagnaði smá- stund, vék síðan frá skrifuðum texta sínum og sagði: „Eftir fund- ina hér tel ég að leiðtogarnir séu að byrja að skilja þetta hugtak." Bush sagði að um allan heim hvíldi fijálst þjóðfélag á tveimur stoðum; pólitísku og efnahagslegu fijálsræði. Hann talaði um anda lýðræðislegs kapítalisma og sagði að Rússar yrðu sjálfir að skilgreina sína tegund kapítalisma, sem væri í samræmi við rússnesk gildi og menningu. „Rússneskar hefðir og gildi eru samrýmanlegar fijálsu framtaki og þið ættuð að varðveita þær,“ sagði Bush. „Lítið á sjö öflugustu iðnríki heims. Öll eru þau iðnvædd lýðræð- isríki, hvert og eitt með eigin gildi og hefðir. Menning og andrúmsloft í'bandarísku viðskiptalífi kann að vera öðruvísi en annars staðar, en afl hugmyndarinnar er það sama um alla veröld. Milljónir manna um allan heim hafa beitt því á þúsund vegu. Þeir, sem njóta velgengni hér, ættu ekki að vera kallaðir niðr- andi nöfnum eins og „spákaup- menn“ eða „arðræningjar". Þeir eru það ekki. Þeir eru fólkið, sem mun fylla hillurnar í verzlunum ykkar.“ Bush sagði að menn skildu nú hvers vegna tilraun sósíalista til að skapa „nýjan Sovétmann" hefði mistekizt — „það er ekki hægt að bijóta niður mannlegt eðli og endur- skapa það. í staðinn reynum við að nýta kosti mannlegs eðlis, leyfa körlum og konum að vera eigin + Sovétsambandið: Jeltsín gefur i skyn að nú séu aðeins níu lýðveldi eftir Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, gaf í skyn í viðtali við CAW-sjón- varpsstöðina í fyrrakvöld að aðeins níu lýðveldi væru eftir í Sovétsam- bandinu. Sex lýðveldi af fimmtán; Eystrasaltsríkin þrjú, Georgía, Armenía og Moldóva, hafa Iýst yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. í viðtali við Bernard Shaw, fréttamann CNN, ræddi Jeltsín um þá ákvörðun Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, að bjóða forsetum Rússlands og Kazakhstans að vera með í viðræðunefnd sinni á leiðtoga- fundinum í Moskvu. „Hvers vegna Rússland og Kazakhstan? Það eru mörg lýðveldi í Sovétríkjunum. Við höfum Azerbajdzhan, Uzbekistan — og af hveiju þá aðeins tvö af níu?“ Síðar í viðtalinu endurtók forsetinn þetta og sagði: „Hvers vegna aðeins tvö lýðveldi af níu?“ Jeltsín var spurður hvers vegna hann hefði ekki mætt á fund við- ræðunefnda Bush og Gorbatsjovs á þriðjudag. Hann svaraði því til að hann hefði ekki viljað tilheyra þögl- um íjölda og gaf í skyn að Gorbatsj- ov hefði viljað láta sig og Naz- erbajev, forseta Kazakhstans, sitja þegjandi á fundinum, en ljá honum engu að síður aukinn þunga sem fulltrúar tveggja stærstu Sovétlýð- veldanna. Jeltsín sagði að einkaviðræður þeirra George Bush á þriðjudag hefðu verið gagnlegar. „Ég var ánægður að komast að því að við Bush forseti höfum sömu stefnu í málum Eystrasaltsríkjanna,“ sagði Jeltsín. „Því miður hefur forseti Sovétsambandsins, Gorbatsjov for- seti, aðra stefnu gagnvart Eystra- saltsríkjunum.“ Keuter Bush leggur blómsveig á leiði óþekkta hermannsins í Moskvu í gær. Sigfús Rogich er í fylgdarliði Bush Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. ÍSLENDINGURINN Sigfús Rogich, ráðgjafi George Bush Bandaríkja- forseta um almannatengsl, er í fylgd með forsetanum á leiðtogafundin- um í Moskvu. Er Bush lagði blómsveig á leiði óþekkta hermannsins í gærmorgun stóð Rogich álengdar og tók myndir. „Auðvitað var hann að taka myndir," sögðu blaðamenn frá Washington. „Hann te.kur myndir af forsetanum í öllum mögulegum og ómögulegum kringumstæðum." Hvíta húss-pressan hafði aldrei heyrt áður að Rogich væri af íslenzkum uppruna. Blaðamönnum koro. hins. y.egar saman um að Rogich væri ein helzta hjálparhella Bush. Hann ákveður meðal annars fyrirfram hvar forsetinn stendur þegar hann heldur ræður og hvern- ig hann snýr, til þess að hann fái sólina til dæmis ekki í andlitið eða hafi óheppilegan bakgrunn í sjón- varpi og á ljósmyndum. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.