Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 47 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Morgunblaðið/Bjarni Víkingar fagna sigurmarki sínu í gærkvöldi. Frá vinstri: Atli Helgason, nafni hans Einarsson, sem gerði bæði mörk- in, Tomislav Bosniak og Janni Zilnik. Sanngjamt Skapti Hallgrímsson skrifar VÍKINGAR komust upp í annað sæti 1. deildar, að hlið KR-inga, með því að sigra þá, 2:1, á KR-velli í gærkvöidi. Sigurinn var sanngjarn, þeir rauðu og svörtu fengu mun fleiri og betri færi en KR fékk að vísu víta- spyrnu sem Guðmundur Hreið- arsson varði — nú var það Atli Eðvaldsson sem tók vítið, sem er það fjórða sem Vesturbæ- jarliðið klúðrar í sumar. Leikurinn var skemmtilegur og bæði lið náðu góðum sam- leiksköflum. KR-ingar voru, eins og í síðasta leik gegn FH, mikið með boltann en það dugði ekki til. Þegar kom að vítateig beið þeirra sterk Víkingsvöm og lítið púður var í framherjum heimaliðs- ins. Víkingar voru á undan að skora, bökkuðu strax á eftir og gáfu KR-ingum pláss, og það gafst mjög vel. Þegar Víkingar náðu knettinum voru þeir eldfljótir fram og fengu margar stórhættulegar sóknir. Atli Einarsson gerði bæði mörkin, var mjög ógnandi og hefði getað gert að minnsta kosti tvö enn. Víkingsliðið lék vel sem heild, skynsamlega, og uppskar eins og til var sáð. KR-ingar virðast heillum horfnir þessa dagana. Eftir stórsigurinn á Víði hafa þeir tapað þremur leikj- um; fyrst duttu þeir út úr Mjólkur- bikarkeppninni og hafa nú tapað tvívegis í röð í deildinni. Ólafur Gottskálksson fékk á sig klaufalegt mark og var óöruggur á köflum, 1.DEILD KVENNA Blikasigur Breiðablik vann 2:0 sigur á KA nyrðra í gærkvöldi. Vanda Sigur- geirsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdótt- ir skoruðu. Leikur Þróttar og Þórs átti einnig að fara fram en Þór kom ekki austur. Þoka var og ekki flogið til Neskaups- staðar. Leikurinn var engu að síðu flautaður á og síðan af en ekki er enn ljóst hvort að Þrótti verður dæmdur sigur eða hvort liðin leika síðar. Om uðj Atli Einarsson skor- ■ I aði með föstu skoti af 20 m færi á 29. mín. Skotið var beint á Ólaf Gottskálksson, en hann hreinlega settist og knötturinn fór milli fóta hans. 1m Æ Bjarki Pétursson ■ | sendi knöttinn yflr til vinstri þar sem Heimir Guð- jónsson var á auðum sjó, lék inn í teig og sendi knöttinn undir Guðmund markvörð á 68. mín. 1B ^jfcKR-ingar voru varla ■ ^tabúnir að fagna þegar Atli Einarsson skoraði aftur. Eftir gott spila gaf Guðmundur Steinsson glæsilega fyrir markið þar sem Atli var algjörlega óvaldaður við fjærstöngina og skallaði örugglega í netið. en þess á milli varði hann mjög vel. Vörnin var hins vegar ekki eins góð og hún getur verið. Það er e.t.v. skiljanlegt að nokkru leyti; miðjumennirnir voru mest með hug- ann við sóknarleikinn — ætluðu sér að jafna og náðu ekki að elta Víkingana uppi þegar þeir geystust fram í skyndisóknum. Aðstoðuðu vömina ekki nægilega vel. Bræð- urnir Pétur og Bjarki voru saman í framlínunni — Pétur færður fram á ný — og Ragnar lék á miðjunni. En þessi breyting lífgaði ekki nægi- lega vel upp á liðið. KR-ingar virk- uðu þó frískir framan af leiknum en eftir að Víkingar náðu foryst- unni dofnaði yfír þeim, Víkingar tvíefldust aftur á móti, staðráðnir í að gefa ekki eftir. KR-Víkingur 1:2 KR-völlur, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild — Samskipadeild — miðvikudaginn 31. júlí 1991. Mark KR: Heimir Guðjónsson (68.) Mörk Víkings: Atli Einarsson 2 (29., 69.) Gult spjald: Tomislav Bosniak (59.) og Janni Zilnik (76.) Víkingi. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson. Áhorfendur: 967 greiddu aðgangseyri. Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Atli Eðvalds- son, Gunnar Oddsson, Þormóður Egiisson, Þorsteinn Halldórsson, Sigurður Björgvins- son, son, Heimir Guðjónsson, Hilmar Bjömsson (Amar Amarson 71.), Pétur Pét- ursson, Bjarki Pétursson, Ragnar Margeirs- son. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Helgi Björgvinsson, Helgi Bjamason, Janni Zilnik, Ólafur Árnason, Guðmundur Ingi Magnússon, Tomislav Bosniak, Atli Helga- son, Hörður Theodórsson, Atli Einarsson, Guðmundur Steinsson. UBK-Viðir 0-0 Sandgrasvöllurinn i Kópavogi, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild - Samskipadeild - miðvikudaginn 31. júli 1991. Dómari: Egill Már Markússon Áhorfendur: 540 Lið UBK: Þorvaldur Jónsson, Sigurður Víðisson, Gústaf Ómarsson, Willum Þórs- son, Ingvaldur Gústafsson, Guðmundur Guðmundsson, Valur Valsson, Arnar Grét- arsson, Hilmar Sighvatsson, Grétar Stein- dórsson, Steindór Elíson (Jón Þórir Jónsson 79-)- Lið Víðis: Jön Örvar Arason, Ólafur Ró- bertsson, Sævar Leifsson, Daníel Einarsson, Sigurður Magnússon, Bjöm Vilhelmsson, Klemenz Sæmundsson, Karl Finnbogason, Steinar Ingimundarson (Hlynur Jóhannsson 79.), Vilberg Þorvaldsson (Björgvin Björg- vinsson 89.), Grétar Einarsson. Vegna plássleysis verður einkunnagjöfin að bfða þar til í blaðinu á morgun. FH-ingar beittu Eyjaadferðinni Jöfnuðu með tveimur mörkum á lokamínútunum Frá Sigfúsi Gunnari Guðmundssyni íEyjum MARKAKONGURINN Hörður Magnússon tryggði FH 2:2 jafntefli gegn IBV í sögulegum leik í Eyjum þegar 94 mínútur voru liðnar af leiknum. Mikið rok setti mark sitt á leikinn og Eyjamenn léku einum færri allt frá því að Jóni Braga Arnars- syni var sýnt rauða spjaldið á 36. mínútu. ÆT Olafur Sveinsson dómari var ekki vinsæll í Eyjum í gær- kvöldi. Hann bætti sjö mínútum við síðari hálfleikinn vegna tafa en flautaði til leikhlés í þá mund sem knött- urinn var á leiðinni í netið eftir skot Tómasar Inga Tóm- assonar og mark hans var því ekki dæmt gilt. Bæði liðin gerðu heiðarlega til- raun til að leika knattspyrnu við vægast sagt bágbornar aðstæður. FH-ingar völdu að leika með vind- inn í fangið í fyrri hálfleik og þá voru það Eyjamenn sem höfðu und- irtökin og Leifur Geir Hafsteinsson, markahæsti maður ÍBV skoraði tvívegis með tveggja mínútna milli- bili, fyrst með skoti utan úr teig og síðan úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu tækifæri til að bæta við mörkum í fyrri hálfleiknum, en Stefán Arnarson, markvörður FH varði tvívegis vei, frá Leifí Geir og Tómasi Inga Tomassyni. Á 36. mínútu fékk Jón Bragi Amarsson að líta rauða spjaldið eftir að hafa brotið á Izudin Dervic en fyrr í leiknum hafði hann fengið að líta það gula. FH-ingar fengu líka tæki- færi til að skora en Adolf Óskars- son varði glæsilega skot Harðar Magnússonar. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfír venjulegan leiktíma geystust Eyjamenn í stór- sókn, Leifur Geir gaf á Tómas Inga sem skoraði en í sama mund flaut- aði Ólafur Sveinsson til leikhlés. Staðan var því 2:0 í hléi. FH-ingar sóttu nær linnulítið í 1«#%Á 9. mínútu skoraði ■ ^#Leifur Geir Haf- steinsson með skoti rétt utan vítateigs. 2:0 |Á 11. mínútu vajf 'dæmd vítaspyma á Ölaf Jóhannesson fyrir að brjóta á Amljóti. Leifur Geir tók spyrnuna. 2m Dervic lék upp vinstri ■ I vænginn og gaf sendingu inn í miðjan teig, það- an sem Hallsteinn Arnarson skoraði. 2B Eyjamönnum mis- ■ áCitókst að hreinsa frá eftir homspyrnu og Hörður Magnússon skoraði. IBV -FH 2:2 Hásteinsvöllur, íslandsmótið í knattspyflBR 1. deild - Samskipadeild - miðvikudaginn 31. júlí 1991. Mörk ÍBV: Leifur Geir Hafsteinsson 2 (9. og 11.) Mörk FH: Hallsteinn Arnarson (88.) Hörð- ur Magnússon (94.) Gult spjald: Jón Bragi Amarsson (25.) Rautt spjald: Jón Bragi Amarsson (36.) Áhorfendur: Um 900. Lið ÍBV: Adolf Óskarsson, Friðrik Sæ- björnsson, Bergur Ágústsson, Heimir Hallgrímsson, Jón B. Arnarsson, Leifur Geir Hafsteinsson (Sindri Grétarsson 90.), Elias Friðriksson, Martin Eyjólfsson, Hlynur Stefánsson, Arnljótur Davíðsson, Tómas I. Tómasson (Sigurlás Þorleifsson 90) Lið FH: Stefán Amarson, Ólafur Jóhannes- son, Izudin Dervic, Pálmi Jónsson (Magnús Pálsson 70.), Bjöm Jónsson, Hallsteinn Amarson, Þórhallur Víkingsson, Guðmund- ur V. Sigurðsson, Hörður Magnússon, Andri Marteinsson, Ólafur Kristjánsson (Guð- mundur Hilmarsson (35.). síðari hálfleiknum gegn tíu Eyja- mönnum sem virtust lengi vel ætla að halda marki sínu hreinu. Tveim- ur mínútum fyrir leikslok tókst Hallsteini Arnarsyni að bijóta ísinn og það var svo Hörður Magnússon sem átti síðasta orðið þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfír venjulegan leiktíma. Mikil barátta eri minna um gæði HANN varekki rishár jaf nteflis- leikur Breiðabliks og Víðis á Sandgrasinu í Kópavogi í gær- kvöldi, en úrslitin sanngjörn. Gestirnir byijuðu af krafti en Blikarnir tóku síðan leikinn meira í sínar hendur. Gestimir fengu tvívegis góðan möguleika á að ná forustu en Þorvaldur mark- vörður bjargaði með úthlaupi í fyrra skiptið en Steinar Ingimundarssonar skaut framhjá í það siðara. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka fór að færast líf í leik- inn, Breiðablik reyndi að spila og fljda sér en það skilaði ekki árangri. Breiðablik var meira með boltann og átti sæmilega kafla en voru slak- ir inní markteig andstæðinganna. í lið þeirra vantaði Siguijón Kristj- ánsson, Pavel Kretovic og Eirík Þorvarðarson markvörð sem er fót- brotinn. Bestur Blika var Guðmund- ur Guðmundsson en Arnar Grétars- son og Hilmar Sighvatsson sig einnig vel. Vörn Víðis komst vel frá leiknum og sóknin var sífellt hættuleg. Grét- ar Einarsson var bestur en Steinar Ingimundarsson, Björn Vilhelmsson og Jón Örvar Arason markvörður stóðu sig vel. O tíi ÍSLANDSMOT VALUR SAMSKIPADEILD FRAM o tu á Hlíðarenda í kvöld kl. 20.00 AEG W immmanMswpn SAMUINNUBANKANS SUOURLANDSBRAUT 18 SlMI 688S68 m 04 > m o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.