Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1991 23 Fríverslun með s.iávarafurðir mnan EES: Framkvæmdastjórn EB var reiðu- búin að koma til móts við EFTA FRANS Andriessen sem fer með utanríkissamningamál í fram- kvæmdasijórn Evrópubandalagsins (EB) lagði til í ræðu á fundi ráð- herraráðs EB á mánudagsmorgun að verulega yrði komið til móts við kröfur Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um tollfrjálsan innflutning sjávarafurða. Hann lagði að ráðherrum EB að sýna meiri sveigjanleika og sagði framkvæmdastjórnina fylgjandi því að fella tolla alveg niður hvað nokkrar fisktegundir varðaði. Jafnframt væri möguleiki á að bæta við sérstöku ákvæði sem myndi halda opnum möguleikanum á frekari tollaívilnunum i framtíðinni. Ræða Andriessens sem flutt var á mjög viðkvæmu augnabliki í samninga- viðræðum um Evrópskt efnahagssvæði fylgir hér á eftir: Myndin var tekin fyrir fund samningamanna EB og EFTA í Salz- burg þann 25. júní. A henni eru (frá vinsti til hægri) Frans Andries- son, varaformaður framkvæmdastjórnar EB, Wolfgang Schwessel, viðskiptaráðherra Austurríkis, Partti Salolainan, viðskiptaráðherra Finnlands, og Alois Mock, utanríkisráðherra Austurríkis. 1. Lögð hefur verið mikil áhersla á að ljúka samningaviðræðunum í þessari lotu fyrir sumarfrí. Samn- ingamenn hafa náð geysilegum ár- angri. Texti EES-samkomulagsins er nánast tilbúinn að undanskildum nokkrum atriðum og lögfræðingar eiga eftir að fara yfir hann. Flest þessara atriða eru tæknilegs eðlis og við þurfum ekki að eyða tíma í þau hér. Hið mikilvægasta er að segja má að viðræðunum sé lokið tæknilega séð. 2. En að sjálfsögðu er ekki öllu lokið. Ef litið er á málið í pólitísku ljósi þá er viðræðunum ekki lokið fyrr en náðst hefur samkomuiag um öll atriði. Og við vitum að svo er ekki um þrjá málaflokka: sam- göngur, sjávarútvegsmál og þróun- arsjóð. 3. Augljóst er að þörf er á meiri tíma í tvíhliða viðræður við Aust- urríkismenn og Svisslendinga um samgöngur. Þess vegna getum við sem stendur lítið annað gert en við- urkenna þá stöðu mála að ekki hefur náðst neitt samkomulag um flutninga og ef ekki hefur náðst viðunandi lausn á þessum mála- flokki þegar að undirskrift samn- inganna kemur er hætta á að ekk- ert verði af þeim. Því miður er ekki um aðrar leiðir að ræða þrátt fyrir alla vinnuna sem lögð hefur verið í tvíhliða viðræður. En við ættum að halda þrýstingnum áfram og ég legg til að ráðherraráðið fastsetji að síðustu forvöð til að ljúka tví- hliða viðræðum verðl 15. október. 4. Staðan er erfið í sjávarútvegs- málinu. Að mínu mati er enn von um að samkomulag náist en tii þess að svo geti orðið verða báðir aðilar að sýna sveigjanleika. í síð- ustu viðræðum við samningamenn Noregs lögðu þeir fram eftirfarandi tilboð: a) Frá og með árinu 1992 (þ.e. ári áður en samningarnir taka giidi) mun EB hljóta 2% af heildarþorsk- kvótum í norskri efnahagslögsögu. Fyrir utan þann kvóta sem ákveðinn var í tvíhliða viðræðum við Noreg mun þetta veita EB 5.160 tonna viðbótarmagn af þorski 1992, 6.200 tonn 1993 og 8.000 tonn 1994. 2% kvótinn mun halda sér en ekki verð- ur veitt trygging fyrir magni. Sam- kvæmt áætlunum Norðmanna munu þessi 2% þýða að EB fengi um 10.000 tonna viðbótarkvóta 1995, 12.000 tonn 1996 og 14.000 tonn 1997. b) Norðmenn yrðu jafnframt reiðu- búnir að tryggja EB þann hluta af leyfilegri þorskveiði við Noreg sem ákveðinn var í tvíhliða viðræðum EB og Noregs og verður 2,14% á þessu ári. c) Að lokum eru Norðmenn reiðu- búnir að greiða fyrir ýmsum málum í sambandi við samkeppnisskilyrði o.fl. Ráðherraráðið veit af þessum atriðum þar sem þau voru nefnd á ■ ÓSLÓ - Þrír skipveijar á sovéska skemmtiferðaskipinu Maxím Gorkij létust úr reykeitrun eftir að eldur kom upp í því þar sem það var á siglingu nálægt Svalbarða, langt fyrir norðan heimskautsbaug, á föstudag í síðustu viku. Ekki er ljóst hvað olli óhappinu en tjón af þess völdum er óvenilegt. Þeir sem létust voru tvær konur, ensk og rússnesk og einn austurrískur karlmaður. 600 farþegar og 400 skipveijar voru um borð þegar óhappið varð. fundi þess þann 5. júlí en ekki fest á blað. Þessar tilhliðranir Norðmanna eru háðar þeim skilyrðum að EB samþykki að þeir fái fullan og fijálsan aðgang að mörkuðum EB fyrir sjávarafurðir. Þeir gera kröfu um að EES-samningur leiði til frjáls aðgangs að mörkuðum. 5. Mín skoðun er sú að Norð- menn hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Mér finnst ennfremur að tilboð þeirra sé ekki fullnægjandi. Fram- kvæmdastjórnin lagði fram óskráð- ar hugmyndir sínar þann 5. júlí. Að mínu mati ættum við að halda áfram viðræðum á þeim grunni með það markmið að ná samkomulagi í dag, en það krefst ákveðins sveigj- anleika, líka af okkar hálfu. Ég legg til að við reynum að komast að samkomulagi um eftirfarandi: Að EB hljóti 3% af heildarþorsk- kvótum Norðmanna og þar af verði 1,63% kvótamagnsins tryggt. Þetta felur í sér að við munum fá 9.300 tonna viðbótarþorskkvóta árið 1993 sem verður orðinn 21.000 tonn 1997. Ef heildarkvótarnir munu ekki þróast eins og búist er við munu 1,63 prósentin tryggja okkur 5.060 tonna viðbótarkvóta 1993 sem verður orðinn 11.400 tonn 1997. Hvað aðgang að mörkuðum varð- ar gæti EB sýnt töluvert meiri sveigjanleika að okkar mati. A fundinum þann 5. júlí lögðum við til að ákveðnar sjávarafurðir fengju smám saman 50% tollaafslátt. Við ættum að vera reiðubúnir til að fella tolla að fullu niður og bæta jafnvel nokkrum tegundum við. Hins vegar er ljóst að við getum ekki boðið algert tollfrelsi fyrir allar afurðir, a.m.k. ekki á grundvelli til- boðs Norðmanna. Aftur á móti er möguleiki á að bæta við sérstöku breytanlegu ákvæði sem myndi halda opnum möguleikanum á að breyta samningnum í sambandi við alla flokka sjávarafurða í framtíð- inni. 6. Þá er eftir að skipta viðbótar- þorskkvótanum á milli aðildarríkja EB. Ég legg til að við munum fjalla um þetta innanhúsmál síðar. En ég lít svo á að þegat- sé fyrir hendi skilningur af okkar hálfu um að grundvallarreglan um samheldni ráði miklu við þá skiptingu. 7. Hvað þróunarsjóð snertir verð- um við að vera raunsæir í umfjöllun okkar. Ég er fyllileg sammála þeim sem hafa látið þá skoðun sína í ljós að núverandi skilyrt tilboð EFTA- ríkjanna um að leggja til einn millj- arð ECU á víkjandi lánum ásamt 500 miiljónum ÉCU í niðurgreidda vexti er algjörlega ófullnægjandi og að mun betra tilboð verði að leggja fram. En að láta sér detta í hug, eins og sumir samningamanna virðast hafa gert, að hægt verði að telja EFTA-ríkin á að greiða jafnmikið ■ SEOUL - Stjórnvöld í Norður- Kóreu lögðu á þriðjudag til að Kór- euskaginn yrði lýstur kjarnorku- vopnalaust svæði, og að Kína, Sov- étríkin og Bandaríkin myndu sjá um að gæta þess að svo verði. Mörg ríki hafa grunað Norður-Kóreu um að framleiða kjarnavopn og háttsettur embættismaður í Kína sagði að til- laga þeirra nú væri aðeins „gamall áróður“. Tillagan væri örlítið fág- aðri en aðrar sem S-Kórea hefði lagt til, en engan veginn ásættanleg. í sjóðinn og gerðist ef þau yrðu fullgildir aðilar að EB gengur þvert á allt raunsæi í þessum samninga- viðræðum. Aðild að EES getur aldrei verið sambærileg við fulla EB-aðild. Hlutur EFTA-ríkjanna í ákvarðana- töku innan EB hlýtur að takmark- ast við að þeim verði fijálst að segja skoðun sína í ákveðnum vel skil- greindum tilfellum. Þegar upp verð- ur staðið mun það verða EB sem ákveður hvað mál verða tekin fyrir í EES. Reglur EES munu eiga upp- runa sinn í regluverki EB. Þetta er í sjálfu sér nóg til þess að sum lönd innan EFTA munu eiga erfitt með að staðfesta EES- samkomulagið. Samningaviðræð- urnar hljóta að mistakast ef á sama tíma er farið fram á það að EFTA- löndin sýni EB-ríkjum fjárhagslega samstöðu líkt og um fulla aðild væri að ræða. Við verðum ennfremur að hafa í huga að þótt EFTA-löndin séu óneitanlega í hópi efnaðri Evrópu- ríkja eru þar jaðarsvæði sem verr eru sett. Þessi svæði eru engu síður líkleg en sambærileg svæði innan EB til að bíða fjárhagslegt tjón ef sameiginlegur EES-markaður verð- ur stofnaður. Þetta eru ekki rök fyrir því að krefjast einskis af EFTA-ríkjunum þegar þróunarsjóð- ur er á dagskrá. En við verðum að horfast í augu við þá póiitísku erfið- leika sem ríkisstjórnir EFTA-ríkj- anna eiga við að glíma þegar kem- ur að því að fá ljárframlög frá þjóð- þingunum handa því sem litið er á sem hið „auðuga" Evrópubandalag. Þess vegna þarf engan að undra að EFTA-ríkin tengja saman kröfur okkar í sambandi við þróunarsjóð og neitun okkar að láta undan kröf- um þeirra varðandi vefnaðarvörur og skipasmíðar. Framkvæmdastjórnin telur að ef finna á lausn sem hentar öllum þá sé sanngjarnt að gera ráð fyrir því að EFTA-ríkin tvöfaldi núverandi tilboð sitt um ijárframlög í sjóðinn, þ.e. að framlag þeirra verði a.m.k. 2 milljarðar ECU í víkjandi lánum og 1 milljarður ECU í vaxtaniður- greiðslur. í stuttu máli fer ég fram á það við ráðherraráðið að það samþykki þau drög sem lögð hafa verið fram um fiskveiðar og framlög í þróunar- sjóð. Ef samkomulag næst um þessi mál mun framkæmdastjórnin þegar í stað halda áfram samningaviðræð- um og kynna niðurstöðuna seinna í dag. 8. Ef samkomulag næst þá er þar kominn lykillinn að endanlegum samningi. Við gerum okkur grein fyrir því að það gæti reynst erfítt fyrir ráðherraráðið að láta í ljósi skoðun sína á innihaldi uppkasts- samningsins sem lagður var fyrir á laugardag. Við ætlumst ekki til þess. Það er hvort eð er nauðsyn- legt að kanna uppkastið nánar til að ganga úr skugga um að textinn standist lögfræðilega. Aftur á móti er afar mikilvægt fyrir báða aðila að taka nú endanlega pólitíska ákvörðun. Að öðrum kosti munu EFTA-ríkin ekki gefa upp hver er þeirra lokaafstaða varðandi sjávar- útvegsmálin og sjóðsmálin. Auk þess væri hætta á því eftir sumar- hlé að losna myndi um þá hnúta sem bundnir hafa verið. Að mínu mati myndi slíkt þýða að möguleik- ar á Evrópsku efnahagssvæði yrðu úr sögunni. Við verðum því í dag — jafnhliða samningi um hin mikil- vægu atriði, sjávarútvegsmál og sjóð — að ná samkomulagi í grund- vallaratriðum okkar í millum um meginsamningsniðurstöðurnar á grundvelli samantektarinnar sem framkvæmdastjórnin hefur afhent ráðherraráðinu. 9. Ég ætla ekki að biðjast afsök- unar á því að hafa talað lengur en mér er tamt. En þessar samninga- viðræður eru afar mikilvægar. Sá ásetningur okkar að ná árangri hefur verið staðfestur af æðstu valdamönnum og tími er kominn til að komast að lokaniðurstöðu. Þetta á við um báða aðila sem standa nú frammi fyrir tímamótaákvörðunum. Ef hvorugum tekst í dag að skila árangri er trúverðugleikinn fyrir bí og það sem verra er: EES kann að renna út í sandinn. Til þess að afstýra svo hörmulegri niðurstöðu verðum við í dag að öðlast heildar- sýn og horfa hærra en hinir ein- stöku aðilar í samningaviðræðunum en þar tekur hver tillit til sinna sérstöku hagsmuna. r Hvaba kröfur gerir þú til nvrrar þvottavélar ? Væntanlega þær, ab hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin á orku, vatn og sápu. A& hún sé au&veld í notkun, hljó&lát og talleg. Sí&ast en ekki síst, a& hún endist vel án sífelldra bilana, og að varahluta- og vi&ger&aþjónusta seljandans sé gó&. Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar og meira til, j»ví það fást ekki vanda&ari né sparneytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Ver&ib svíkur engan, því nú um sinn bjó&um vi& ASKO þvottavélamar, bæöi framhla&nar og topphla&nar, á sérstöku kynningarverði: ASKO 10003 framhl. ASKO 11003 framhl. ASK012003 framhl. ASKO 20003 framhl. ASK013002 topphl. ASK016003 topphl. 1000 sn.vinding 900/1300 snún. 900/1300 snún. 600-1500 snún. 1300 sn.vinding 900/1300 snún. 71.500 (67.920 stgr.) 79.900 (75.900 stgr.) 86.900 (82.550 stgr.) 105.200 (99.940 stgr.) 62.900 (59.750 stgr.) 78.900 (74.950 stgr.) Góðir grei&sluskilmálar: 5% staðgreiðsluafsláttur (sjá að ofan) oq 5% að auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO og SAMKORT raðgreiðslur til allt að 12 mán. ,án útborgunar. ÞVOTTAVELAR 6 GERÐIR TAUÞURRKARAR 8 GERÐIR UPPÞVOTTAVELAR 5 GERÐIR V. ^□mx HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.