Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALDÍS REYNISDÓTTIR, Bárðarási 9, Hellissandi, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 31. júlí. Örn Hjörleifsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR PÉTURSSON, Maryland, USA, lést í Reykjavík 30. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Björg Einarsdóttir Pétursson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ELÍAS HALLDÓRSSON, Snorrabraut 58, lést miðvikudaginn 31. júlí. Eva Pálmadóttir, Erla Elíasdóttir, Haildóra Elíasdóttir, Ágúst H. Elfasson. t Útför eiginkonu minnar, dóttur, systur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁGÚSTU SIGURÐARDÓTTUR, Túngötu 9, Álftanesi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurbjörn Pálsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Margrét Sigurbjörnsdóttir, Ragnar Hannesson, Sigurður Sigurbjörnsson, Linda Björk Ragnarsdóttir, Hallgrímur Páll Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Grétar Ragnarsson og systkini. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLEIFUR SIGURÐSSON, Einigrund 28, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 11.00. Margrét Einarsdóttir, Valgerður Guðleifsdóttir, Einar Guðleifsson, Sigrún Rafnsdóttir, Sólrún Guðleifsdóttir, Sigurður Gylfason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, ODDNÝ GRÍMSDÓTTIR, Stigahlíð 36, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Friðrik Möller, Ingibjörg Jónasdóttir, Grimur Þorkell Jónasson. t Minningarathöfn um eiginkonu mína, móður okkar og systur, KRISTÍNU FINNBOGADÓTTUR BOULTON frá Hítardal, sem lést í Norwich á Englandi hinn 15. júní sl., fer fram í Fossvog- skapellu föstudaginn 9. ágúst 1991 kl. 15.00. Bálför hennar fór fram í Norwich, en moldun verður í heimagraf- reit í Hítardal laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. John Boulton, Ingrid Statman, Helen Statman, Richard Boulton, Kristófer Finnbogason, Leifur Finnbogason, Bergþór Finnbogason, Gunnar Finnbogason. Kristínn K. Ingólfs- son — Kveðjuorð Fæddur 12. desember 1967 Dáinn 30. júní 1991 Ég kynntist Kidda fyrst í 9. bekk þegar hann var nýkominn frá Bandaríkjunum. Við urðum strax mjög góðir vinir því hann hafði þann hæfileika að vera vinur vina sinna. Hann varð fljótt eins og einn meðlimur í fjölskyldunni og fráfall hans skilur eftir sig djúpa gjá í okkur öllum. Síðan lá leið okkar saman í Flensborg og áttum við þar margar ógleymanlegar stundir saman. Þrátt fyrir veikindi sín og aðgerðir sem hann þurfti að ganga í gegnum var hann alltaf glaður í bragði og hann horfði alltaf á björtu hliðarnar á þeim málum sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar eitthvað bjátaði á var Kiddi sá fyrsti sem ég fór til því hann kunni bæði að hlusta og að koma manni í gott skap aftur. Hann hafði mikinn áhuga á kvik- myndum og ætlaði í kvikmyndagerð á tímabili. Það voru ófá skipti sem við fórum í bíó saman. Hann varð sannkölluð alfræðiorðabók um kvik- myndir og þar gátu fáir rekið Kidda á gat. Við fórum saman á næstum hveija einustu mynd sem sýnd var í Reykjavík á sínum tíma og gott betur því við horfðum mjög oft á myndbönd heima hjá ömmu hans og afa á Sunnuflötinni ojg þeim stundum gleymi ég aldrei. A göngu okkar á leiðinni heim frá Sunnuflöt- inni var Kiddi alltaf vanur að upp- lýsa mig um myndina sem við vor- um nýbúnir að horfa á því hann átti mikið af upplýsingabókum um kvikmyndir og kunni þær upplýs- ingar yfirleitt utan að. Hann fékk áhuga á viðskipta- fræði undir lok náms síns í Flens- borg og útskrifaðist þaðan á við- skiptabraut. Eftir stúdentspróf skildu leiðir okkar því báðir vorum við á sitt hvoru sviði. En samt fannst mér alltaf eins og ég ætti í honum hvert bein og það held ég að öllum hafi fundist sem í hans vinahópi voru. Því persónuleiki hans einkenndist af þeim þokka sem ungu fólki er svo eiginlegur, því æskan er tími yndis og fegurðar og allt verður fallegt sem hún fer höndum um og leikur með. Ég votta foreldrum Kidda og ættingjum samúðarkveðjur vegna fráfalls besta vinar míns. Jón Eggert Minning: Sigurd Christen sen yfirkennari Sigurd Christensen, fyrrv. yfir- kennari við Skt. Annæ Gymnasium í Kaupmannahöfn, lést mánudaginn 8. júlí sl. Sigurd var fæddur í Ass- ens á Fjóni þann 11. maí 1908, þar sem hann ólst upp. Hann lauk kenn- araprófi frá Skárup Lærerseminar- ium við Svendborg 1930 og lá leið hans síðan til Kaupmannahafnar. Þar kynntist hann Bjargey móður- systur minni, dóttur Páls Árnason- ar, lögregluþjóns í Reykjavík, og Kristínar Árnadóttur, konu hans, en Bjargey hafði leitað til Danmerk- ur í atvinnuleit eins og var algengt á þeim árum ekkert síður en nú. Bjargey og Sigurd giftust 1935 og bjuggu heimili sitt í lítilli, en þægi- legri íbúð út á Friðriksbergi, þar sem þau lifðu stríðsárin og tímabil mikilla breytinga í dönsku þjóðfé- lagi eftir stríð. Sigurd var kennari við Skt. Annæ Gymnasium þegar ég sem ungur maður hélt til Kaupmannahafnar til náms við tækniháskólann þar. Fyrir ungan námsmann í ókunnugu landi var gott að eiga athvarf hjá þeim elskulegu hjónum. Sigurd hafði unun að því að taka þátt í heimspekilegum umræðum um öll mál, sem snerta mannlegt líf, enda var hann ótrúlega vel lesinn og fjöl- menntaður maður. Þau hjónin ferð- uðust mikið og höfðu þegar um 1960 heimsótt nánast öll lönd Evr- ópu, sem var fátítt á þeim árum. Var gaman að heyra Sigurd rifja upp og segja ferðasögur frá hinum ýmsu löndum, en hann lenti gjarnan t Útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, AÐALSTEINS HANSSONAR, Bræðraborgarstíg 5, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Guðmunda Sigurðardóttir, Oddný S. Aðalsteinsdóttir, Halldór S. Aðalsteinsson, Guðmundur K. Aðalsteinsson, Aðalsteinn R. Aðalsteinsson, Sigdóra J. Aðalsteinsdóttir, Ingibjörg G. Aðalsteinsdóttir, Kristín P. Aðalsteinsdóttir, barnabön og barnabarnabörn. Halldór Guðjónsson, Maria E. Jónsdóttir, Bergrós Hilmarsdóttir, Reynir Baldursson, t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUNNARS ÁSGEIRSSONAR stórkaupmanns, Efstaleiti 14. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11a Landspítalanum. Valgerður Stefánsdóttir, Stefán Gunnarsson, Þórhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Árni Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Agla Marta Marteinsdóttir, Guðlaug Konráðsdóttir, Magnús Jónsson, Stefán Ólafsson, Elín Þórðardóttir, í alls konar ævintýrum vegna þess hversu auðvelt hann átti með að kynnast fólki hvar sem var og sök- um forvitni um hagi þess og kjör. Sigurd og Bjargey komu oft til Islands og ferðuðust um landið þvert og endilangt. Sigurd gerði sér far um að kynnast landi og þjóð og fylgdist af áhuga með íslenskum málefnum fram á síðustu stund. Hann skildi íslensku ágætlega og gat Iesið íslensk blöð og bækur sér til ánægju. Þau hjónin héldu ávallt góðum tengslum við fjölskylduna á Islandi og tóku vel á móti öllum frændunum og frænkunum frá ís- landi, sem leituðu til Danmerkur til náms eða vinnu, Á heimilinu á V.E. Gamborgsvej var oft glatt á hjalla, enda voru þau hjónin samhent um að sýna mikla gestrisni og höfðings- skap þegar gesti frá íslandi bar að garði. Er ég og fjölskylda mín bjuggum í Kaupmannahöfn á sjöunda ára- tugnum var sonur minn Jón Óskar valinn úr hópi nemenda með söng- hæfileika í barnaskólum Kaup- mannahafnar til að stunda nám við Skt. Annæ Gymnasium, sem er sérskóli fyrir Drengjakór Kaup- mannahafnar. Þetta gladdi Sigurd mjög því hann var guðfaðir Jóns Óskars og gat nú haft hönd í bagga með menningarlegu uppeldi hans. Það vildi svo til, að þau systkinin Jón Óskar og Inga Björk voru í heimsókn hjá Sigurd og Bjargey nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þar lék Sigurd á als oddi og rifjaði upp gamla og góða daga. Með Sigurd er prúður og vel- menntaður maður af gamla skólan- um horfinn af sjónarsviðinu. Þeim fer fækkandi hinum virðulegu sént- ilmönnum þessa heims. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum hann með söknuði, en með fráfalli hans er eins og vissum kafla í lífi okkar, sem tengist árunum í Kaupmanna- höfn, sé nú lokið. Júlíus Sólnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.