Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 172. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Miðausturiönd: Bush boðar friðar- ráðstefnu í október James Baker til Jerúsalems í dag Nikosíu, Moskvu. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi i Moskvu i gær, að bandarísk og sovésk stjórnvöld væru sammála um að boða til ráðstefnunnar um frið í Miðausturlöndum í október næstkom- andi. Skoraði hann á ísraela að láta ekki tækifærið sér úr greipum ganga og tilkynnti, að James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, færi tíl ísraels í dag til að sækja svar við bandarísku tillög- unum. Líbanon, hafa fallist á tillögur Bandaríkjastjórnar um friðarráð- stefnuna en ísraelar vilja fyrst fá tryggingu fyrir, að fulltrúar Pal- estínumanna verði hvorki frá Austur-Jerúsalem né úr PLO, Frels- issamtökum Palestínumanna. Þá hafa þeir lýst yfir, að þeir muni ekki láta af hendi hernumdu svæð- in, Golanhæðir, Vesturbakkann og Gazasvæðið. Aðstoðarmaður Yitz- haks Shamirs, forsætisráðherra ísraels, ítrekaði svo í gær, að þessi afstaða væri óbreytt. PLO, Frelsissamtök Palestínu- manna, hafa ekki tekið ákveðna afstöðu til friðarráðstefnunnar í ljósi þeirra skilyrða, sem Israels- stjórn setur, en talið er, að ráða- menn í ýmsum arabaríkjum leggi hart að samtökunum að standa ekki í vegi fyrir friðarviðræðum. Á blaðamannafundinum í Moskvu tilkynnti Bush, að James Baker utanríkisráðherra færi til Jerúsalems í dag í sinni sjöttu ferð um Miðausturlönd. Mun hann þar inna ísraelsstjórn eftir afstöðunni til friðarráðstefnunnar en frétta- skýrendur segja, að hún eigi varla annarra kosta völ en samþykkja hana. Austurríki: Styttistí EB-aðUd Brussel, Stokkhólmi. Frá Kristófer M. Kristinssyni og Erik Liden, fréttariturum Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins ákvað í gær að mæla með því, að Austurríki fengi aðild að bandalaginu en búist er við, að formlegar við- ræður hefjist þó ekki fyrr en eftir tvö ár. Frank Andriessen, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn EB, sagði á blaðamannafundi, að engin andstaða hefði verið við að- ildarumsókn Austurríkis enda væri efnahagslíf landsins nú þegar sam- ofið efnahagslífí EB-ríkjanna. Hann taldi þó, að hlutleysisstefna Aust- urríkismanna gæti valdið nokkrum erfiðleikum. Talsmenn allra sænsku stjórn- málaflokkanna nema Umhverfis- flokksins hvöttu í gær til, að Svíar, Finnar og Austurríkismenn semdu sérstaklega við EB og Ingvar Carls- son forsætisráðherra sagði, að Svíar yrðu líklega að fara sína eigin leið þar sem viðræðurnar um Evrópska efnahagssvæðið hefðu strandað á fiskveiðihagsmunum íslendinga og Norðmanna. START-samningurinn um fækkun kjarnavopna undirritaður í Moskvu: Bush og Gorbatsjov segja sairniíngmn aðeins byijun Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. START-samningurinn um fækkun langdrægra kjarnavopna var undir- ritaður við hátíðlega athöfn í Moskvu í gær af forsetum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, Míkhaíl Gorbatsjov og George Bush. Samkvæmt samningnum mnu Sovétmenn fækka langdrægum kjarnavopnum um 50% en Bandaríkjamenn um 35%. Þetta er í fyrsta sinn sem risaveldin ná samkomulagi um að fækka kjarnavopnum í raun í stað þess að selja fjölda þeirra aðeins hömlur. Forsetarnir sögðu báðir í gær, að samningurinn væri upphaf á frekari niðurskurði kjarnavopna. Gorbatsj- ov kvað þó fastar að orði en Bush. „Þetta er byrjun — byrjun á því, að Bandaríkin og Sovétríkin skeri niður kjamorkuvopnaforða sinn,“ sagði Gorbatsjov í ræðu sinni við undirritun samningsins. „Þetta er heimsviðburður því að við erum að rífa niður virki óttans, sem hefur stjórnað heiminum. Afl þessa augna- bliks er svo mikið, að það verður erfitt að stöðva það.“ Forsetinn sagði, að búast mætti við gagnrýni á samninginn, bæði frá þeim, sem teldu of skammt gengið, og hinum, sem vildu ekki fórna vopn- unum. Báðar þjóðir yrðu því að veija samninginn, hann væri bezta niður- staða, sem náðst gat við núverandi kringumstæður. „Það er mikilvægt að menn eru í auknum mæli að gera sér grein fyrir fáránleika þess að eiga allt of mikið af vopnum nú þeg- ar heimurinn er að færast í þá átt, að hvert ríki verður öðru háð efna- hagslega og upplýsingabyltingin hef- ur leitt æ betur í ljós, að heimurinn er einn og óskiptanlegur." Litháen: Sjö landamæraverðir myrtir Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. Reuter. SEX litháískir landamæraverðir voru myrtir í gærmorgun í skýli sínu á landamærunum við Hvíta Rússland og sá sjöundi lést síðar af sárum sínum. Ekki er vitað hverjir unnu ódæðið en grunur leikur á, að hér hafi verið að verki harðlínumenn, sem vilji spilla fyrir fundi Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, með George Bush Bandaríkjaforseta. Gorbatsjov harmaði þennan atburð í gær og hét tafarlausri rannsókn. Komið var að mönnunum sex látnum í gærmorgun en tveir landa- mæraverðir að auki voru mikið særðir og lést annar þeirra á sjúkra- húsi. Þá var níundi vörðurinn horf- inn. Á blaðamannafundi í gær harmaði Gorbatsjov morðin og vott- aði fjölskyldum hinna látnu samúð sína. Sagði hann, að sovésk stjórn- völd myndu ekki aðeins grípa til aðgerða vegna atburðarins, heldur reyna að koma í veg fyrir, að svona atvik endurtækju sig. Getum var að því leitt í Moskvu i gær, að morðin á landamæravörð- unum væri samsæri harðlínumanna til að eyðileggja leiðtogafundinn með George Bush Bandaríkjafor- seta. Engan skugga virtist þó bera á fundinn og sagði Bush á blaða- mannafundinum, að hann vildi ekki tengja morðin á neinn hátt yfirlýs- ingum sínum um rétt Eystrasalts- ríkjanna til frelsis. George Bush kallaði samninginn „meiriháttar skref framávið fyrir gagnkvæmt öryggi okkar og málstað heimsfriðari*. Hann sagði, að samn- ingurinn væri sögulegt fyrsta skref í fækkun kjarnorkuvopna. „Fækkun vopna ein og sér er samt ekki nægj- anleg. START gerir ráð fyrir enn meiri niðurskurði hættulegustu vopnanna, sem valda mestum óstöð- ugleika,“ sagði Bush við undirritun- ina. Á blaðamannafundi síðar um daginn sagði hann, að þeir, sem hefðu unnið stærstan sigur með und- irrituninni, væri unga fólkið um allan heim. „Við tökum þýðingarmikið skref til að eyða hálfrar aldar gam- alli tortryggni. Með því að byggja upp traust, vörðum við veginn til friðar," sagði forsetinn. Bush og Gorbatsjov luku viðræð- um sínum í Moskvu í gær. Þeir höfðu þá ræðzt við í alls átta klukkustund- ir, ýmist í einrúmi eða með ráðgjöfum sínum. Báðir létu þeir vel af funda- höldunum og sögðu gagnkvæman skilning sinn hafa aukizt. Þeir gáfu út sameiginlegar yfirlýsingar um friðsamlega lausn deilna í Júgóslavíu og Miðausturlöndum og boðuðu til ráðstefnu um frið í þeim heimshluta í október. Opinberri heimsókn Bush til Sov- étríkjanna lýkur í dag. Hann fer frá Moskvu fyrir hádegi og til Kiev þar sem hann mun eiga stuttan stanz áður en hann heldur heim til Banda- ríkjanna. Sjá ennfremur fréttir af leið- togafundinum á miðopnu. Fundi George Bush Bandaríkjaforseta og Mlkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, lauk í gær í Moskvu með sameiginlegum blaðamannafundi. Hér takast þeir í hendur í fundarlok en fyrr um daginn undirrituðu þeir START-samninginn um fækkun langdrægra kjarnavopna og bundu þar með enda á vígbúnaðarkapphlaup síðustu 40 ára. Undir samninginn rituðu þeir með pennum úr málmi úr niður- bræddum Pershing- og SS-20-eldflaugum. Bandaríkjamenn hafa ekki áður nefnt hvenær þeir vilja að friðarráð- stefnan verði haldin en í síðustu viku gáfu embættismenn skyn, að Bush kynni að þrýsta á ísraela með því að senda út formleg boð um þátttöku þótt þeir væru ekki búnir að gera upp hug sinn til henn- ar. Á blaðamannafundinum með Míkhafl Gorbatsjov, fórseta Sov- étríkjanna, í Moskvu í gær sagði Bush, að enn væri beðið svara ísra- elsstjórnar en hann kvaðst skora á hana að missa ekki af þessu sögu- lega tækifæri til að koma á varan- legum friði í Miðausturlöndum. Arabaríkin, nágrannar ísraela, Egyptaland, Jórdanía, Sýrland og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.