Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 33 sama dag og Hilmar ásamt þriðja frændanum, Gunnari, og því var fagnað með sameiginlegri stórveislu. Upp úr þessu tók Hilmar nokkrum breytingum. Hann varð hlédrægari, en vinsemdin og velviljinn voru alltaf hans aðalsmerki. Hann var sein- þreyttur til vandræða og í samskipt- um við aðra kom fram vilji til að sameina og sætta, en hann skildi ekki öfund og rógburð í mannlegum samskiptum, fannst það engum til- gangi þjóna. Leiðir okkar frænd- systkina hafa skilið nokkuð á fullorð- insárum, en Hilmar hafði mikinn áhuga á að koma á meira sam- bandi. Eftir að hann keypti sér íbúð bauð hann okkur heim til sín, því honum var umhugað um að end- umýja fyrri kynni. Snemma í vetur hitti hann eina frænkuna og tóku þau af skarið og hringdu í öll frænd- systkinin sem búa hér fyrir sunnan og hittumst við næsta kvöld hjá Hilmari og áttum þar saman ánægjulega stund. Við reyndum að binda þau bönd sem tengdu okkur í æsku og hugðumst hittast oftar. En því miður verður Hilmar ekki með okkur á næsta fundi, en við þökkum honum fyrir framtakið. Þar sem Hilmar var bifvélavirki áttum við frændur hauk í horni. Hann gaf okkur holl ráð varðandi farartæki okkar af hvaða gerð sem þau vom og hjálpaði upp á sakirnar, ef þau biluðu. Við söknum frænda okkar og erum leiðir yfir að samfundir urðu færri á seinni árum. Við biðjum Guð almáttugan að geyma hann og vemda. Foreldrum og systkinum vottum við dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Á síðasta andartakinu hættir sólin að hníga og flýgur í lausu lofti eins og brennandi skip í §arlægum skýjum. Gullin rák brúar öldurnar og ég geng inní endalaust sólarlagið og kem aldrei til baka... (S.H.) Arnar og Jón Bender Fregnin um að vinur okkar Hilm- ar Ólafsson hefði látist af slysförum, kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Ungur og glæsilegur maður í blóma lífsins hafði verið tekinn frá okkur. Missirinn er mikill því Hilmar var frábær félagi sem átti fáa sína líka. Við kynntumst Hilmari fyrir um það bil sex árum er leiðir okkar lágu saman í gegnum sameiginlegan vin. Á þessum sex árum sem við fengum að njóta samvista hans var margt brallað, og ævinlega þegar eitthvað mikið stóð til hóaði Hilmar öllum mannskapnum heim til sín, þar sem allar meiriháttar ákvarðanir voru teknar. Hann átti yndislegt heimili og þar fannst okkur alltaf gaman að vera, við kölluðum það oft félags- heimilið okkar. Hilmar hafði unun af ferðalögum. Honum þótti vænt um landið sitt, og þær vor ófáar ferðirnar sem við fórumn saman um landið þvert og endilangt, þar sem Hilmar kappkost- aði að samræma gleði og fróðleiks- söfnun um landið sitt. Minningarnar sem við eigum með Hilmari úr þess- um ferðum eru ógleymanlegar, og þær munu varðveitast okkur sem ein af okkar skemmtilegustu æsku- minningum. Hilmar var lærður bifvélavirki og starfaði sem slíkur. Á þessu sviði var Hilmar í essinu sínu. Hann þótti frábær verkmaður og var virtur í starfi sínu fyrir góðan frágang og mikla nákvæmni. Það var ósjaldan sem við þurftum að leita til Hilmars þegar bílar voru annars vegar. Hon- um þótti það virðing og sjálfsagður hlutur að fá að hjálpa vinum sínum, og það var ekkert hjá honum sem hét að slá hlutunum á frest, hann vildi fá að gera þá strax. Hilmar lifði hratt, hann var fram- sýnn, metnaðarfullur og ætíð að keppast við stór verkefni. Hann var glaðlyndur, fullur af lífsorku, hann var mikill vinur vina sinna. Hann var drengur góður. Við þökkum fyrir allar þær sam- verustundir sem við áttum með Hilmari. Yið kveðjum hann sem mik- inn vin. Mynd hans lifir í huga okk- ar og hún mun aldrei dofna. Foreldrum, systkinum og öðrum nánum aðstandendum Hilmars vott- um við okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau í þessari miklu sorg. Ási G. og Mundi. Laugardagurinn 20. júlí var einn af þessum fallegu sumardögum og var það okkur sérstakt ánægjuefni þar sem hann Hilmar okkar hélt upp á 26 ára afmælið sitt þennan dag. Fyrstu kynni okkar fjölskyldunnar af Hilmari hófust árið 1973 er við fluttum í næstu götu við hann í Hlíðunum. Fljótlega varð þessi rauð- hærði, hægláti en jafnframt glettnis- legi strákur heimagangur í Úthlíð- inni. Hilmar var frá upphafi óijúfan- legur hluti af fjölskyldulífi okkar og það var nær óhugsandi að gera eitt- hvað án hans. Minningarnar streyma fram. Þeg- ar litið er yfir farinn veg, uppgötvum við það, að aldrei hefur borið skugga á neina af okkur ótal samverustund- um. Enda var Hilmar einstakt ljúf- menni og góður drengur sem vildi öllum vel. Hann var góður félagi, vinur vina sinna, tryggur og hjálp- samur. Hilmar þurfti alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Þegar farið var í útilegur eða veiðiferðir, þótti honum í raun skemmtilegast umstangið og undirbúningurinn í kringum þessar ferðir. Seinustu helgina í júlí ár hvert fer öll fjölskyldan saman í útilegu sem er þá sérstaklega til vandað. Af ýmsum ástæðum var nú ákveðið að fara fyrstu helgina í júlí. Hefði sami háttur verið hafður á og undan- farin ár hefði Hilmar ekki farið í þá ferð, þar sem hann lést í hörmu- legu bílslysi 24. júlí sl. Hann var rifínn burt á þeim tíma- mótum í lífi sínu þegar aldrei höfðu verið jafn bjartir tímar framundan. Hann var búinn að koma vel undir sig fótunum og var ánægður í sinni vinnu. Bílaviðgerðir og bílar voru hans atvinna og aðaláhugamál. Hann var fær í sínu fagi og var bæði öruggur og mikilvirkur þegar bílaviðgerðir voru annars vegar. Það átti í raun við um allt sem hann gerði. Þegar það þurfti að vinna eitt- hvert verk, voru engin vandamál til staðar í hans augum. Það var bara að byija. Hann hafði líka alltaf tíma, hvort sem það var að koma í kaffi, fara í sund, mæta með málningarr- úlluna eða að dytta að bílum fjöl- skyldunnar. Þökkum við honum fyr- ir alla greiðviknina og ekki síst allar ánægjustundir sem hann veitti okkur með þægilegri nærveru sinni. Afmælisveislan 20. júlí er okkur eftirminnileg. Hilmar var svo ánægður þetta kvöld, honum fannst allt vera bjart framundan. Við rifj- uðum upp gamlar minningar og töluðum um allt það sem við ætluð- um okkur að gera saman í framtíð- inni. Hann ræddi m.a. af áhuga um hvað hann langaði mikið til að leggja stund á nýtt áhugamál og var þar búinn að velja skíðaíþróttina. Þetta kvöld var fastmælum bundið að stefna á skíðaferð erlendis eftir ára- mót. Sú ferð verður aldrei farin því Hilmar er lagður af stað í aðra ferð. Söknuði okkar verður ekki lýst með orðum. Foreldrum og systkinum Hilmars vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð um að styrkja þau í sorginni. Minningin um góðan dreng mun iifa hjá okkur öllum. Hvíli hann í friði._ Eyfi, Elsa, Linda, ÓIi og Fríða. Á lífsleiðinni eru víða vegamót. Við ættingjar og vinir Hilmars Ólafssonar stöndum nú á einum slík- um og horfum á eftir ungum elsku- legum manni yfir á annað tilveru- svið. Þá er sem sól hafi brugðið sumri og við misst áttir, því erfítt er að sætta sig við slys og skyndi- legt fráfall ungs manns. Hilmar frændi minn fórst í umferðarslysi miðvikudaginn 24. sl. Hann var á leið austur á land á ættarmót föður- ættar sinnar, en hugðist fyrst dvelja tvo daga hjá móðurfólki sínu á Fremstagili í Langadal. Þar hafði hann verið mörg sumur á unglingsá- rum sínum og var það heimili honum afar kært. Hann lagði einn af stað í þessa ferð um morguninn fullur tilhlökkunar að hitta ættingja sína og vini, en þessi ferð breyttist í aðra mikilvægari ferð. Þá ferð sem við öll hljótum að fara sem sagt á fund guðs sins, sem ekki ætlaði honum lengri tíma eða meiri störf á jarð- neska sviðinu. Mennirnir álykta, en guð ræður þó við skiljum ekki alltaf tilganginn, sem felst á bak við skýja- hulu fávisku mannanna barna. Hilmar var fæddur 15. júlí 1965, sonur Halldóru Hilmarsdóttur frá Fremstagili í Langadal og Ólafs Heiðars Jónssonar frá Gunnhildar- gerði í Hróarstungu. Hann var elstur af fjórum börnum þeirra hjóna. Hann ólst upp í góðri og samhentri fjöl- skyldu. Sem fullorðinn maður varð hann henni styrk stoð. Við sem höf- um fylgst með þessum frænda okkar frá fæðingu eigum margar góðar minningar um hann, því á slíkum vegamótum lítur maður ósjálfrátt til baka og rifjar upp horfnar stundir. Við munum Hilmar á æskuárunum glaðan, kröftugan og kjarkmikinn dreng. Við minnumst afmælisveislna frændanna þriggja, sem voru jafn- aldrar. Allir voru þeir fermdir sama daginn og héldu upp á fermingar- heit sín saman. Við munum hann sem fullvaxta mann, prúðan með bjarta brosið, góðvildina og greið- viknina, sem var honum í blóð bor- in. Þeir eru margir sem hann rétti hjálparhönd, þegar þeir áttu í vand- ræðum með bilaða bíla, en um borg- un var ekki að ræða. Hann þekkti þau grundvallarsannindi að þegar upp er staðið á maður ekkert, nema það sem hann hefur gefið. Og nú kemur sá gildi sjóður honum vel. Nú eiga aðstandenur aðeins eftir minningarnar, en um góðan dreng eru góðar minningar. Þær eru fjár- sjóðum betri. Ég vil þakka stórfjölskyldu föður Hilmars sameiginlega fyrirbæna- stund í Kirkjubæjarkirkju 20. júlí sl. og allan þann hlýhug sem hún sendi nánustu aðstandendum. Ég bið guð að blessa Hilmar á nýjum leiðum. Hafi hann bestu þakkir fyrir góða samfylgd. Foreldr- ar og systkini, ég bið almættið að styrkja ykkur og milda sársaukann. Guðrún I. Jónsdóttir í dag kveðjum við góðan dreng, hann Hilmar frænda minn. Það var eitt af þessum hörmulegu slysum sem tók hann frá okkur. Af hveiju hann? Þessari spurningu fáum við aldrei svarað. Hugurinn reikar, ég á góðar og skemmtilegar minningar um hann Himma, hve oft var hann ekki búinn að hjálpa manni með bílaviðgerðir þegar verið var að fara út úr bænum og oftast fóru þessar viðgerðir fram seint á kvöldin. Allt var þetta sjálf- sagt mál og á meðan þessu stóð var rætt um heima og geima, mikið um bíla. Þessum fátæklegu en góðu stundum mun ég aldrei gleyma. Guð geymi þennan góða dreng. Elsku Halldóra, Ólafur og systkini, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Sigga. R FARIÐ LÉTT KLÆDD í FERÐALAGIÐ Það er óþarfi að láta veðrið liafa áhrif á ferðalagið. * I réttum klæðnaði njótið þið útiverunnar í hvaða veðri sem er. FIS sport — KOBRA — KEBNE — REGN SPORT (úr SOFITEX 2000, efni sem hleypir út gufu) er vandaður sport- og regnfatnaður framleiddur af 66°N. Hann fæst í fjölbreyttu úrvali lita, sniða og efna í flestum sport- og fataverslunum landsins. 66‘N Léttur og réttur fatnaður á góðu verði, sem allir njóta. Sumir bílar ero betri en aðrir UHONDA Honda Accord er búinn miklum góðum kostum. Kostagripir liggja ekki alltaf á lausu, en þessi er það og til- búinn til þinnar þjónustu. Bíll fyrir alla og við allra hæfi. Greiðsluskilmálar fyrir alla. Verð frá kr. 1.474.000,- stgr. ÍHONDA HONOA A (SLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.