Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA Gothia-mótið í knattspyrnu í Svíþjóð: Góður árangur Grótlustráka í A-liði 5. f lokks FIMMTI flokkur Gróttu á Sel- 'tjarnarnesi náði mjög góðum árangri á Gothia Cup stórmót- inu í knattspyrnu fyrir skömmu. Mótið er árlega haldið í Gauta- borg og nú tóku þátt alls 930 lið frá 42 löndum í nokkrum flokkum. A-lið Gróttu í fimmta flokki varð í 5.-8. sæti af 102 liðum, en B- og C-lið félagsins komust ekki áfram úr riðla- keppninni. yngra ári í flokknum, lentu í undan- úrslitum í keppni B-liða. Stúlkur á eldra árinu urðu hins vegar neðstar í sínum riðli. Stúlkurnar í 2. flokki Vals urðu líka neðstar í sínum riðli. Það er Gautaborgarliðið Hácken, sem Gunnar Gíslason leikur með, sem sér um framkvæmda Gothia- mótsins og heilsaði Gunnar upp á íslensku keppendurna meðan á því stóð. Gróttustrákarnir sem kepptu í Svíþjóð. Aftari röð frá vinstri: Bjarni Eyvinds, Bjarni Lárus Hall, Gísli Kristjáns- son, Hörður Arnarsson, Jón Orn Jóhannesson, Konráð Guðmundsson, Hallur Dan Johansen, Jóhann Friðriksson, Söivi Þórðarson, Sævaldur Harðarson, Atli Arnþórsson, Valgarð Briem, Guðjón Sigurðsson, Atli Þór Albertsson og Tómas Steindórsson. Fremri röð frá vinstri: Jón Davíð Ásgeirsson, Ágúst G. Torfason, Kristinn Magnússon, Ragnar Guðmunds- son, Hörður Sigurðsson, Júlíus Ingi Jónsson, Þorbjöm Sigurðsson, Guðni Valsson og Ari Fenger. Fimmti A-iiðið vann sinn riðil og markatalan var 15:1 eftir þijá leiki. Liðið vann síðan tvö sænsk lið, fyrst 5:1 og síðan 5:0, en í 8- liða úrslitum töpuðu Gróttustrák- arnir svo 0:2 fyrir rúmenska liðinu ^Sportulos Student. Jóhann Ragn- arsson, þjálfari Gróttu, kvaðst mjög ánægður með árangurinn. Svíarnir hefðu sagt þetta besta árangur íslensks liðs á mótinu til þessa. Jóhann sagði að einn daginn, þegar riðlakeppni var að ljúka og úrslitakeppnin að hefjast, hefðu farið fram 900 leikir — og Svíarnir haldið því fram að það væri heims- met. Aldrei fyrr hefðu svo margir leikir farið fram á einum degi í móti áður. Þess má geta að til stóð ftð keppnisliðin yrðu enn fleiri, rúm- lega 1.000, en stríðið við Persaflóan fyrr á árinu hafði þau áhrif að ekki komu allir sem ætluðu. Fleiri íslensk lið tóku þátt í Got- hia-Cup að þessu sinni. Fjórði flokk- ur Vals komst í 16-liða úrslit en tapaði þar í vítaspyrnukeppni. 76 lið voru í þessum flokki. Þriðji flokk- ur kvenna í Haukum, lið stúlkna á A-lið Gróttu, í bláum búningum með liði Helsinbrogs IF frá Svíþjóð, sem íslenska liðið vann í riðlakeppninni. Þeir bláklæddu eru, f.v. Ari Fenger, Guðjón Sigurðsson, Hallur Dan Johansen, Bjarni Eyvinds, Bjami Lárus Hall, Valgarð Briem og Ágúst G. Torfason. Lengst til hægri er þjálfari drengjanna, Jóhann H. Ragnarsson. SKOLAR Handboltaskóli Gróttu Handknattleiksdeild Gróttu verður með handboltaskóla fyrir börn fædd 1977 til 1985, dagana 6. til 16. ágúst nk. Hópnum verður þrískipt, strákar og stelpur saman. Hópur 1 (’82-’85) kl. 9-12, hópur 2 (’79-’81) kl. 13-16 og hópur 3 (’77-’78) kl. 16-18. Kennt verð- ur í íþróttamiðstöðinni á Seltjamarnesi, ýmist úti eða inni eftir aðstæðum. Gjald- ið er kr. 4.000 fyrir hópa 1 og 2 en kr. 3.000 fyrir hóp 3. Veittur er 15% systk- inaafsláttur. Innritun og upplýsingar í síma 611149 og 17830. Knattspyrnuskóli KB Knattspyrnuskóli KB í Belgíu heldur námskeið í Lokeren 25. ágúst til 1. sept- ember nk. Yfirkennari eins og undanfar- in ár verður Lubanski og honum til að- stoðar Rik Van Cauteren. Báðir eru með hæstu þjálfaragráðu sem hægt er að ná í Belgíu. Námskeiðið er sett upp eins og um atvinnumenn sé að ræða og æft verð- ur tvisvar á dag. Boðið verður upp á að sjá leik Anderlecht og Aalst í 1. deild- inni og fer leikurinn fram á heimavelli Anderlecht. Upplýsingargefa Þórir Jóns- son og Hörður Hilmarsson hjá Úrval- Útsýn. „ÓLYMPIULEIKAR“ ÞROSKAHEFTRA íslenska liðió sem vann sigur á Thailandi í úrslitaleik 3. deildar í knatt- spyrnu. Efri röð frá v. Stefán Ólafsson þjálfari, Otta A. Birgisson, Björgvin Kristbergsson, Hreinn Hafliðason, Ólafur Óiafsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Magnús P. Korntopp, Guðjón A. Ingvason, Pétur Jóhannesson, Ólafur Ólafsson og Jón G. Hafsteinsson. Öllum keppendum íslands á mótinu var boðið í veislu hjá íslenskri konu meðan á dvöl þeirra stóð í Minneappolis og er myndin tekin við það tækifæri. Ferðin var ævintýri líkust - varsamdóma álit íslensku keppendanna á „Ólympíuleikum þroskaheftra" í Bandaríkjunum ÁTJÁN íslenskir íþróttamenn néldu til Bandaríkjanna þar sem þeirtóku þátt í „Ólympíu- leikum“ þroskaheftra 17.-27. júlí. að var samdóma álit íslensku keppendanna að ferðin hefði verið ævintýri líkust. Mikið er lagt upp úr keppninni enda er hún með ^ stærstu íþróttaviðurðum vestan- hafs. Margar þekktar kvikmynda- stjörnur mættu á opnunarhátíðina og má þar nefna Bill Cosby, Don Johnson, Telly Savalas og Prince. íslenskir keppendur voru nú með í fyrsta skipti en alls tóku sex þús- und keppendur frá níutíu þjóðum þátt í mótinu. íslensku keppendurnir tóku þátt í sundi, frjálsum íþróttum, knatt- spyrnu og í knattspyrnuþrautum en alls var keppt í sextán íþrótta- greinum á mótinu. Leikarnir voru fyrst haldnir 1968 en þeim var upphaflega komið á fót af Kennedy fjölskyldunni. Um fimmtíu þúsund sjálfboðaliðar lögðu fram vinnu sína þá tíu daga sem að leikarnir stóðu yfir. Öll keppni var byggð upp með það fyrir augum að allir geti verið með en eftirfarandi keppendur frá íslandi hlutu sérstök verðlaun á mótinu: Knattspyrnuliðið hlaut gullverð- • laun á mótinu fyrir sigur í 3. deild eftir að hafa sigrað Thailand í úr- slitaleik 3:2. Ottó Arnar Birgisson hlaut gullverðlaun í knattþrautum, Björgvin Kristbergsson hlaut brons- verðlaun og Hreinn Hafliðason varð sjöundi. Helsti árangur íslendinganna í sundi voru þau að Halldór B. Pálma- son, Sigurður Gíslason, Bergur Guðmundsson, Aðalsteinn Friðjóns- son og Anna Ragnarsdóttir fengu öll verðlaun. í fijálsum íþróttum fékk Kristófer Ástvaldsson, Sigurð- ur Axelsson, íris Gunnarsdóttir, Steinunn Indriðadóttir og Guðrún Ósk Jónsdóttir. Alls hlutu keppendur þrjú gull, átta silfur og eitt brons auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir önnur sæti á mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.