Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 ÞRÓTHR UMGLtWGA / POLLAMÓT EIMSKtPS OG KSI Fram og Fylkir urðu Pollameistarar NÍUNDA Pollamót Eimskips og KSÍ var haldið að Laugarvatni um síðustu helgi. Þar mættu 16 lið til að leika til úrslita en fyrr í sumar fór fram forkeppni víða um land. Mót þetta er haldið fyrir leikmenn í 6. ald- ursflokki. Keppt var í flokki A-liða og B-iiða og voru tveir riðlar í hvorum flokki. Framarar urðu sig- urvegarar í keppni A-liða, en þeir léku til úrslita við SkúliUnnar KS frá Siglufirði. í Sveinsson keppni B-liða vann iskrífar Fyikir lið KR í úr- slitaleik. Mótið fór hið besta fram í ágæt- is veðri að Laugarvatni. Vellirnir þar voru reyndar ekki góðir, nokkr- ar skúrir komu á meðan á mótinu stóð og urðu vellirnir þá mjög þung- ir. Ekki bætti úr skák að boltarnir Morgunblaðið/SUS Markakóngar B-liða.Eiríkur Sigurðsson úr Stjömunni og Gunnar Sigurður Jósteinsson úr Völsungi skoruðu hvor um sig 6 mörk að Laugarvatni. sem leikið var með voru geysilega þungir vegna bleytunnar en um- sjónamenn mótsins sáu ekki ástæðu til að skipta um bolta, en þess hefði þurft í leikhléi hvers leiks ef vel hefði átt að vera. Piltarnir létu þungan bolta og erfiða velli ekki hafa áhrif á sig og léku af mikilli innlifun og ánægju. Pollamótið var nú haldið í níunda sinn og í fyrsta sinn sem farið er með keppnina út fyrir þéttbýli. Það gaf góða raun og setti skemmtileg- an svip á mótið. Foreldrar fjöl- menntu og fólk var á staðnum „í stað þess að fara í Kringluna", eins og einn áhugamaður um knatt- spyrnu ungviðisins orðaði það. Sextán lið léku í úrslitakeppninni að Laugarvatni og í hverju liði máttu vera 12 leikmenn þannig að um 190 keppendur hafa mætt á staðinn. einnig var keppt í knatt- þrautum og grillað var fyrir alla síðasta daginn. Morgunblaðið/SUS Arl M. Arason var bestur allra í knattþrautunum og fékk fótbolta í verðlaun. Siglfirðingar stóðu sig mjög vel í knattþrautunum og reynd- ar & öllum sviðum. Siglfirdingar stóðu sig vel Morgunblaðið/SUS Tilbúnir í úrslitaleikinn. Liðin í úrslitaleikjunum voru kynnt sérstaklega fyrir áhorfendum og Sveinn Björns- son forseti ÍSÍ og Eggert Magnússon formaður KSÍ heilsuðu drengjunum. Hér eru lið Fylkis og KR tilbúin að ganga til úrslitaleiksins. Fremstur er Ingólfur Lekve fyririiði Fylkis en aðrir í liðinu eru Kristján Andrésson, Vilhjálmur G. Pétursson, Elías Rúnarsson, Mikael Marinó Rivera, Gunnar A. Gunnarsson, Garðar Hauksson, Andri F. Ottó.t son, Árni Torfason, Sigurður L. Jóhannesson, Páll A. Þorsteinsson gog Þorvaldur Árnason. Lið KR var þannig skpað: Þórólfur J. Þórólfsson, Rósmundur D. Ottósson, Ingvar Björgvinsson, Ármann Snævar, Sigutjón Magnús- son, Vilhjálmur Kjartansson, Gunniaugur Úlfsson, Einar B. Davíðsson, Jakob Ö. Sigurðsson, Alexander Lapas, Grétar S. Sigurðsson og Jóhannes B. Pálmason. Vilhjálmur tryggði Fylki sigur ÚRSLITALEIKUR Fylkis og KR í keppni B-liða var jafn og spennandi og það var ekki fyrr en seint í síðari hálfleik að Vilhjálmur Gunnar Péturs- son tryggði Árbæingum sig- urinn. Fylkismenn sóttu mun meira í leiknum og það var fyrst og fremst frábær markvarsla Þórólfs Jarls Þórólfssonar markvarðar KR sem kom í veg fyrir að Fylkir gerði fleiri mörk. Hann hafði í nógu að snúast og varði hvað eft- ir annað mjög vel. Seint í síðari hálfleik fengu Fylkismenn aukaspyrnu nokkuð utan við vítateig. Vilhjálmur Gunnar tók spyrnuna og sendi knöttinn með föstu skoti framhjá vamarveggnum og efst í markið án þess að Þórólfur kæmi nokkr- um vömum við. Fleiri urðu mörkin ekki og Fylkisstrákarnir fögnuðu inni- lega. Þeir unnu alla sína leiki og markatalan hjá þeim var 9:1. KR-ingar stóðu sig einnig veí, skomðu 10 mörk en fengu á sig 2. Stjarnan vann FH 4:0 í leik um 3. sætið og Fram vann Völs- ilhg 2:1 í leik um 5. sætið. llauk- ar tryggðu sér 7. sætið með því að leggja Þrótt frá Neskaupstað að velli 2:0. SIGLFIRÐINGAR komu mjög á óvart á Pollamótinu. Þeir léku til úrslita í keppni A-liða og auk þess voru þeir með prúðasta lið keppninnar, jaf nt innan sem utan vallar. Siglfirsku strákarnir stóðu sig einnig vel í knattþrautunum og þar sigraði Ari M. Arason, hlaut 27 stig ásamt þeim Herði Aðalsteinssyni úr Val og Grétari Ö. Sveinssyni félaga sínum frá Siglufirði. Ari sigraði vegna þess að hann var fijótastur í hraða- þrautinni. Glæsilegur árangur hjá hinum ungu knattspyrnumönnum frá Siglufirði, en þeir urðu einnig efstir í knattþrautunum ef stig einstaklinganna í liðunum eru lögð saman. Þeir hlutu 24 stig að meðaltali á leikmann en Keflvíkingar voru með 23,91 stig að meðaltali. Daði Guðmundsson úr Fram var kjörinn besti varnarmaður A-liða og jafnframt besti leikmað- urinn í þeim flokki. Ómar Jó- hannsson úr ÍBK var valinn besti markvörðurinn og Trausti Jó- steinsson, Fram, besti sóknar- maðurinn. Prúðasti leikmaðurinn var Guðjón I. Hafliðason úr Fylki. Hjá B-liðunum var KR valið prúðasta liðið og Sandra Birgis- dóttir frá Þrótti Neskaupstað prúðasti leikmaðurinn, en hún var eina stúlkan sem keppti á þessu móti. Þórólfur Jarl Þórólfsson úr KR var besti markvörðurinn, Hilmar Geirsson úr Stjörnunni besti varnarmaðurinn og jafn- framt besti leikmaðurinn og Andri F. Ottósson úr Fylki var besti sóknarmaðurinn. Markakóngar B-liða urðu Gunnar Sigurður Jó- steinsson úr Völsungi á Húsavík og Eiríkur Sigurðsson úr Stjöm- unni í Garðabæ, þeir gerðu 6 mörk hvor. Morgunblaðið/SUS Anægðir kappar að austan Strákarnir i Sindra frá Höfn í Hornafirði voru ekkert að víla það þó þeir töp- uðu fyrir FH í leik um 3. sætið í keppni A-liða. Þeir þökkuðu Hafnfírðingum fyrir góðan leik og óskuðu þeim til hamingju áður en þeir tóku herópið sitt. í liðinu eru Jón Eiríksson, Birgir M. Vigfússon, Bragi Valgeirsson, Páll Jónsson, Ingi B. Gunnarsson, Stígur Reynisson, Birnir Ásbjörnsson, Steinar Kristjáns- son, Kristinn Guðlaugsson, Ármann Björnsson, Jóhann Gústafsson, Gunnar B. Hákonarson og Jónas Magnússon. Trausti gerði þijú í úrslitaleiknum TRAUSTI Jósteinsson úr Fram gerði þrjú mörk í 6:0 sigri liðs- ins í úrslitaleik A-liða gegn KS frá Siglufirði. Hann varð þar með markahæstur í keppninni ásamt Grétari Ö. Sveinssyni úr KS en þeir gerðu báðir 8 mörk. Framarar höfðu yfirburði í leikn- um og gerðu sex mörk, þtjú í hvorum hálfleik. Daði Guðmunds- son gerði fyrsta markið þegar hann komst einn innfyrir vöm KS og skoraði. Eyþór Theódórsson gerði annað markið með föstu skoti í slánna og inn eftir fallega sókn Framara og Trausti jók muninn með sínu fyrsta marki. í síðari hálfleik bætti Trausti tveimur mörkum við og Hafþór Theódórsson, fyrirliði Fram gerði síðan sjötta og síðasta mark leiks- ins. „Eg bjóst ekki við að vinna KS með svona miklum mun, því þeir eru með gott lið,“ sagði fyrir- liði Fram eftir leikinn. „Ég er ánægður með annað sæt- ið, við bjuggumst ekki við að ná svona langt í þessu skemmtilega móti. Okkur gekk vel nyrðra þegar við tryggðum okkur sæti í úrslita- keppninni, þá unnum við alla ieiki okkar og skoruðum 57 mörk en fengum bara 8 á okkur,“ sagði Grétar Ö. Sveinsson fyrirliði KS að leikslokum. FH vann Sindra frá Höfn 2:0 í leik um þriðja sætið, Keflavík lenti í 5. sæti með 2:1 sigri á Fylki og Valur tryggði sér 7. sætið með því að leggja Njarðvíkinga að velli 7:0. Óli Gotl er bestur - segir ÓmarJóhannsson markvörður ÍBK Eg er búinn að æfa í marki í þijú ár og ég byijaði bara af því að tveir vinir mínir sögðu að ég ætti að fara að æfa mark,“ sagði Ómar Jóhannsson frá Keflavík í samtali við Morgunblaðið, en Ómar er geysilega efnilegur markvörður og var kosinn besti markvörður A-liða á Pollamótinu. Það er ekki nýtt að góðir mark- verðir komi frá Keflavík eins og dæminn sanna. Ómar kunni enga skýringu á hvers vegna svona margir markverðir kæmu frá Keflavík. „Ætli það sé ekki bara vegna þess að þar eru allir bestu markmennimir,“ sagði hann. Ómar fékk aðeins sex mörk á sig í úrslitakeppninni, en þar lék ÍBK §óra leiki. Hann er mjög lifandi og virkur í markinu, kallar mikið á félaga sína og segir þeim hvað þeir eigi að gera í vörninni og hefur mjög gott auga fyrir úthlaupum. Þegar hann var spurður hvaða markvörður væri í uppáhaldi hjá honum stóð ekki á svarinu: „Oli Gott! Hann er rosalega góður og ég held mest uppá hann þó hann sé með KR - hann er úr Keflavík," sagði Ómar. Morgunblaðið/SUS Markakóngar. Grétar Örn Sveins- son fyrirliði KS og Trausti Jósteinsson úr Fram urðu markakóngar A-hðs- á Pollamótinu, gerðu 8 mörk hvor. Morgunblaðið/SUS Omar Jóhannsson úr Keflavík tar besti markvörður Pollamótsins og einn af fjölmörgtim afbragðs markvörðum sem koma frá Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.