Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 15 Á að selja veiðileyfin á uppboði? Á að selja kvótana eins og þeir liggja fyrir núna eða ákveða ein- hvern heildarkvóta á allar fiskteg- undir og hafa fastagjald á hverri tegund, sem þýðir í raun að sá sem fískar mest borgar mest? Ég hef minnst hér á þrjá mögu- leika til að selja fiskinn í sjónum. Að halda uppboð á veiðiheimildum hefur þá tilhneigingu að veiðiheim- ildir safnist á fáar hendur eins og í núverandi kerfí, sem aftur leiddi til umtalsverða byggðaflutninga til lengri tíma litið. Stjórnvöld verða að gera upp hug sinn hvað þetta varðar áður en þau kalla til uppboðs. Ef kvótarnir verða seldir eins og þeir eru í dag, er það orðið nánast gulltryggt að enginn nýr aðili getur haslað sér völl á þessum vettfangi, þ.e. að þessi atvinnugrein verður áfram í höndum útvaiinna. Ef stjórnvöld aftur á móti ákveða heildarkvóta og fastagjald, verður engin mismunun, nýir aðilar ættu greiðari aðgang að þessum vett- vangi og ennfremur er það réttlæti að menn sitji við sama borð á eðli- legum forsendum. Sóknarstýring á hér við að sjálfsögðu, í anda til- lagna Guðjóns Á. Kristjánssonar. Veiðileyfasala, hvernig sem hún er framkvæmd, tryggir að síður er braskað með kvótann. Þeir íj'ár*- munir sem skipta um eigendur núna innan kvótakerfisins munu hafa viðkomu í ríkissjóði vonandi öllum til hagsbóta. Samt sem áður finnst mér menn skrumskæla veiði- leyfasöluna. Er mér efst í huga grein Jónasar Haraldssonar lögfræðings LÍU. Jónas fullyrðir að þeir milljarðar sem kæmu í ríkissjóð verði ein- göngu notaður til að rétta halla sama sjóðs. Getur það bara ekki verið gott mál, það fer eftir því hvernig horft er á málið. Þegar minni halli er á ríkissjóði verða byrðar útvegsins léttari að sama skapi. Ég hef reyndar staðið í þeirri trú að þessar milljarðar yrðu notaðir í þágu sjávarútvegsins í formi rann- sókna og tilrauna. Jafnvel hafa komið fram hugmyndir um öflugan úreldingarsjóð, svo eitthvað sé nefnt. Jónas fullyrðir að slíkt gjald verði tekið af óskiptum afla, þar af leiðandi myndu tekjur sjómanna minnka, það er að sjálfsögðu lög- leysa, í það minnsta siðleysa. Þetta er sambærilegt og að sjómaðurinn heimtaði hlut úr hagnaði útgerðar- innar. Þannig að þetta kemur ekki til greina. Hann heldur því fram að útgerðarmenn taki upp á því að skera hvern annan á háls með tilkomu veiðileyfasölu. Það byijar strax í núverandi kerfi, með yfírboðum á kvótum. Þannig að þetta er til staðar þegar í dag bara með öðrum formerkjum. Hann spyr ennfremur hvort ekki sé eðlilegt að útgerðarmenn borgi til baka ótalda milljarða væntan- lega, þegar veiðar voru stundaðar óheftar. Þá vil ég minna hann á að þá voru fiskimiðin raunverulega sameign. Aftur á móti núna blómstrar kvótabrask, sem segir mér og miklu fleirum að fískurinn í sjónum er eign útvalinna eins og ég nefndi hér fyrr í þessu greinar- korni. Málflutningur hans er með slík- um eindæmum, sem vonlegt er þegar um jafn glatað kerfí og kvótakerfíð er að ræða. Að vera fyrirfram á móti öðrum möguleikum til að koma markviss- ari og hentugri skipan á fískveiði- stjórnun lýsir undraverðri þröng- sýni, svo ekki sé meira sagt. Þar sem hann minnist á Alþýðu- flokkinn, verður það að koma fram að hann einn flokka hafði þor til að snúa frá kvótakerfínu og boða nýja stefnu í sjávarútvegi. Kvótasalan er og verður siðlaus með þeim hætti sem hún er fram- kvæmd í dag. Það sjá sífellt fleiri, að kemur það glögglega fram í könnun Félagsvísindastofnunar. T.d. að 87% úrtaksins fínnst óvið- unandi að ókeypis úthlutun geti gengið kaupum og sölum. Könnun- in sem slík er miklu meira en um- hugsunarefni hún er krafa um nýja og réttláta stefnu í undirstöðuat- vinnugrein þjóðarinnar. <5> O b radarnemarnir eru bandarísk gæbahönnun í sérflokki sem gera þér kleift aö fylgjast meb. Þeir eru fyrirferöarlitlir, meö bæöi X- og K- tíöninemum, hljóö- og ljósmerki, styrkstilli, leiöslu í vindlinga- kveikjara eöa rafkerfi, skyggnis- eöa mælaborösfestingu o.fl. „Nú þarftu ekki aö lúta radarmælingar koma þér aö óvörum" Verö frá abeins ».900,e EUROCARD BBBBHM Samkart Við tökum vel á móti þér! SKIPHOLT119 SÍMI 29800 Höfundur er starfsmaður Bátaþjónustu Sandgerðis. s I FERÐALAGIÐ ME FANGIÐ FULLT AF EGILS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.