Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1991 17 unni, er að hér sé vegið að rótum sjálfs velferðarkerfisins. Hér erum við að ræða um aðgerðir, sem við vonumst til að geti e.t.v. skilað 350 milljón króna lækkun á útgjöldum sjúkratrygginga og talsverðri lækkun á heildarlyijaútgjöldum þjóðarinnar. Útgjaldavandamál ríkissjóðs, sem við horfumst í augu við, er fimmtánföld þessi fjárhæð. Ef þjóðin bregst svona við þessum aðgerðum, hver verða þá viðbrögð- in þegar hún gerir sér ljóst, sem menn virðast alls ekki skilja, að þjónustan sem ríkið veitir kostar 20 milljörðum meira en við greið- um fyrir hana. 20 milljörðum króna verður ekki sópað undir teppið. 20 milljarðar króna verða ekki teknir að láni í útlöndum til þess að þjóð- in geti áfram notið þjónustu frá ríkinu og stofnunum þess, sem hún er ekki reiðubúin til þess að greiða. Þetta vandamál er svo risavaxið að verði ekkert að gert hrynur velferðarkerfið á einni nóttu. Þá mun þjónusta ríkisins stöðvast og þá geta þeir einir fengið þjónustu, sem greitt geta fyrir hana sjálfir, ef landið heldur þá efnahagslegu sjálfstæði sínu við slíkar aðstæður. Þess eru dæmi að þjóðir hafi sjálf- viljugar afsalað sér sjálfstæði sínu og sjálfsforræði af því að þær kom- ust að þeirri niðurstöðu að þær hefðu ekki þroska og sjálfsaga til þess að stýra fjármálum sínum. Er það sú niðurstaða, sem íslend- ingar leita eftir? Eina ráðið til að varðveita vel- ferðarsamfélagið er að menn bregðist núna við útgjaldavanda ríkisins og geri það með þeim hætti að reynt sé að verja þá sem við kröppust kjörin búa. Það eru þeir, sem eiga mest á hættu, því verði ekkert að gert eru ófá ár uns velferðarkerfið hrynur í rúst vegna eigin ofurþunga — og þá verður hver sjálfum sér næstur. íslendingum lætur afskaplega illa að horfast í augu við staðreynd- ir. Menn vilja ekki við þær kann- ast, ef þær eru miður þægilegar. Skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið um viðhorf þjóðarinnar, virð- ast staðfesta að íslendingar vilji ekki skilja samhengið á milli tekju- öflunar og útgjalda hins opinbera. Öfugt við Lúðvík Frakkakóng seg- ir hinn sanni íslendingur: „Ríkið, það er ekki ég.“ „Sjáandi sjá menn ekki, heyr- andi heyra menn ekki.“ Vilji þjóðin varðveita velferðarsamfélagið frammi fyrir þeirri staðreynd að ríkisreksturinn er fjórðungi dýrari en þjóðin treystir sér til þess að borga, þá verða menn að hafast að. Ella fljótum við áfram sofandi að feigðarósi. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. TæKnideild. Sætuni 8 SÍMI 69 15 00 l/iie/iujicsveájýajtíafi'iisaiiautufwii Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Sex tónleikar um verslunarmannahelgi SUMARTÓNLEIKAR í Skálholtskirkju verða um verslunarmannahelg- ina. Á laugardag 3. og sunnudag 4. ágúst kl. 15 verða fluttir Branden- borgarkonsertar nr. 3, 4 og 5 eftir Johann Sebastian Bach. Á seinni laugardagstónleikum kl. 17 og á mánudagstónleikum kl. 15 leikur Rose Kirn orgeltónlist frá 18. öld. Sérstök athygli skal vakin á þeirri nýjung að boðið verður upp á kvöldtónleika laugardag -3. og sunnudag 4. ág- úst, kl. 21 þar sem fluttar verða Rósakranssónötur H.I.F. Bibers. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Boðið er upp á sex tónleika um kveri Bachs. Á kvöldtónleikum laug- verslunarmannahelgina með fjórum mismunandi dagskrám. Á laugardag 3. og sunnudag 4. ágúst kl. 15 verða fluttir Brandenborgarkonsertar nr. 3, 4 og 5 af Bachsveitinni í Skál- holti. Á seinni laugardagstónleikum kl. 17, flytur Rose Kirn verk eftir J.S. Bach: Fantasíu í G-dúr, BWV 672, prelúdíu og fúgu í f-moll, BWV 534, tokkötu, adagio og fúgu í C- dúr, BWV 564 og kórala úr orgel- ardag 3. og 4. ágúst kl. 21 verða fluttar Rósakranssónötur fyrir fiðlu og fylgiraddir eftir H.I.F. Biber. Ein- leikari í sónötunum er konsertmeist- ari Bachsveitarinnar, sænski fiðlu- leikarinn Ann Wallström. Handrit sónatanna fannst fyrir tæpri einni öld og síðan þá hafa þær skipað sess bestu barokktónverka. Rósakranssónöturnar er bálkur sem samanstendur af 15 sónötum og verða sex þeirra fluttar nú um helg- ina. Rósakranssónöturnar krefjast einstakrar hæfni fiðluleikarans þar sem stillingu fiðlunnar er breytt í hverri sónötu. Séra Guðmundur Óli Ólafsson mun annast lestur úr Nýja testamentinu á milli sónata. Mánu- dagstónleikar kl. 15 eru aðrir orgel- tónleikar Rose Kirn með einleiksverk- um eftir Froberger, Kerll, Böhm, Walther, Mozart og Bach. Boðið er upp á barnagæslu meðan á tónleikum stendur. Ekki er krafist gjalds fyrir þessa þjónustu en forr- áðamönnum barna er bent á að kaupa merki Sumartónleikanna í Skálholts- kirkju til að umbuna fyrir gæsluna. Rose Kirn, orgelleikari. Ef aðstæður leyfa verður blóma- og ávaxtamarkaður í Skálholti um versl- unarmannahelgina en boðið verður upp á tjaldstæði á Skálholtsstað. Messað er í Skálholtskirkju á sunnudag kl. 17. Séra Guðmundur Óli Ólafsson predikar en organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Flutt verður tónlist úr efnisskrám helgarinnar við guðsþjónustuna. Sætaferðir eru frá Umferðarmiðstöðinni. Bachsveitin. ÞÚ GETUR TREY5T Á OKKUR ALLA LEIÐ Hvort sem þú leggur stund ó fjallgöngur, siglingar, köfun eöa útilegur meö fjölskyldunni getur þú treyst á faglega ráögjöf okkarí Skátabúöinni. í öllum tilfellum eigum viö til úrvals búnaö sem hefur veriö þrautreyndur við íslenskar aöstœöur. Raögreiöslur Póstsendum samdægurs FWAÚR SNORRABRAUT 60 SÍM112045 KARRIMOR BAKPOKAR Ajunsilak svefnpokar SCARPA GÖNGUSKÓR KARRIMOR FATNAÐUR FRANCITAL REGNFATNAÐUR TENSON FATNAÐUR BIC SEGLBRETTI MISTRAL SEGLBRETTI GAASTRA SEGL O.FL. GUL BLAUTBÚNINGAR VIKING KAFARAGALLAR SHERWOOD KAFARA- LUNGU O.FL. TJALDBORG FJÖLSKYLDUTJÖLI PHOENIX GÖNGUTJÖLD VANGO GÖNGUTJÖLD KARRIMOR TJALDDÝNUR OPTIMUS PRÍMUSAR GIO STYLE KÆLIBOX O.FL. wiwiih imiminnm iiwwpygt MH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.