Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson „Við erum stoltir af því að sigla undir okkar eigin þjóðfána, rússneska fánanum,“ sagði Igor Zenov, yfirvélstjóri á Ostropol, sem er til vinstri á myndinni. Hann saumaði fánann, sem blaktir að baki hans og skipstjórans, Alexanders Tjunin, í höfninni á ísafirði í gær. Vélstjórinn saumaði fánann í höndunum ísaflrði. „ÞAÐ kom tilkynning í útvarpinu skömmu eftir að við fórum frá Murmansk frá skrifstofu Jeltsíns í Moskvu um að rússnesk skip ættu að nota fána Rússlands erlendis. En það var enginn fáni til um borð og við vissum að langt gæti orðið í að öll skip fengju fána. Eg ákvað því að reyna sjálfur að sauma fána úr hvítu, rauðu og bláu efni,“ sagði Igor Zenov, yfirvélsljóri á rússneska togaran- um Ostropol, sem kom til ísafjarðar á þriðjudaginn með rússn- eska fánann við hún í stað þess sovéska. „Ég þurfti að sauma fánann í útsendari Sovétstjómarinnar um höndunum þar sem við höfðum enga saúmavél um borð og það tók mig sex tíma,“ sagði Igor Zenov. „Það ríkti mikill fögnuður um borð enda fannst okkur að við yrðum að flagga rússneska fánan- um þegar við kæmum til ísafjarð- ar. Við erum mjög hreyknir af því að flagga aftur með keisara- fánanum, en hann hefur ekki sést síðan 1917. Þetta erþjóðfáni okk- ar!“ Alexander Tjunin skipstjóri og Sergei Poltorabatko 1. stýrimaður tóku undir orð yfirvélstjórans. Þeir sögðu að miklar breytingar hefðu orðið á högum þeirra síðasta árið, en nú er um ár síðan borð var settur í land. Skipstjórinn . ságði að það hefðu oft orðið vand- ræði með þessa pólitísku stjóm- endur, sem lítið vissu um sjó- mennsku. Nú sögðu þeir að ein- ungis fiskimenn væru um borð og allt andrúmsloftið virtist létt- ara. En það sem skipveijum lá þó mest á hjarta var hvort hægt væri að kaupa ódýra bíla á ísafirði. Ef allt færi að óskum myndu þeir fara með 5 bfla með sér á veiðarnar á Barentshafinu og þeir yrðu síðan notaðir heima í Murmansk. Vilja hvorki keisara né kommúnisma Það virtist vera mikil stemmn- ing um borð fyrir notkun fánans og menn lögðu mikla áherslu á að þetta væri fáni keisarans. Þeg- ar skipveijar vom spurðir hvort þeir vildu þá fá keisaraveldi aftur sögðust þeir hvorki vilja keisara né kommúnisma. Þeir sögðust vilja að fólkið í Sovétríkjunum fengi að lifa eins og annað fólk, fijálst, eðlilegt og við almenna velsæld. S í 13 manna áhöfn togarans eru menn af mörgum þjóðemum, en þeir vom einhuga um að sigla undir fána Rússlands. Augljóslega var Jeltsín þeirra maður, enda sögðust allir þeir sem við var tal- að hafa kosið hann sjálfir í frjáls- um kosningum. Skipveijamir vildu að lokum þakka íslendingum fyrir stuðn- inginn við frelsisbaráttu Sovét- manna og vissu að það vom ís- lendingar, sem fyrstir viður- kenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna. Ulfar. Flugleiðir um tillögur um tekjuöflun í Leifsstöð: Hærri gjöld rýrðu samkeppnisaðstöðu EINAR Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir að tillögur um hækk- un lendingargjalda og innritunargjalda farþega á Keflavíkurflug- vellli sem settar voru fram í skýrslu fortíðarvandanefndar þýði stór- auknar álögur á Flugleiðir ög nái þær fram að ganga verði þær til að rýra samkeppnisaðstöðu félagsins og allra aðila í íslenskri ferða- þjónustu, einkum utan háannatímans. Svo virðist sem fortíðarvanda- nefnd hafi í skýrslu sinni um málefni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ekki tekið nægilegt tillit til þess að starfsemi Flugstöðvarinnar skili rikinu ýmsum öðrum tekjum en af húsaleigu, lendingar- og innritun- argjöldum. Ekki virðist hafa verið tekið tillit til arðs ríkisins af rekstri Fríhafnarinnar, gjalda af eldsneytissölu, o.s. fi*v. Einar sagði að þótt nefndin hefði fremur mælt með tekjuöflun sem ekki hefði bein áhrif á aðila í ferða- þjónustu vekti það áhyggjur að þessum hugmyndum væri hreyft á þeim árstíma er annatíma væri að ljúka og sá tími að ganga í garð er íslensk ferðaþjónusta væri í hat- rammri samkeppni við öll Evrópu- lönd um að laða til landsins erlenda ferðamenn til skemmri dvalar. Álögur af þessu tagi mundu tvímælalaust rýra samkeppnisstöð- una á þessum erfiða markaði sem væri um leið afar mikilvægur fyrir vaxtarmögnleika ferðaþjónustu í landinu. Þess vegna gerði félagið ágrein- ing við þá niðurstöðu nefndarinnar að auknar álögur af þessu tagi hefðu ekki áhrif á umferð um Flug- stöðina. Einar sagði einnig að þar sem langstærstur hluti farþega sem um flugstöðina færi væri á vegum Flugleiða væri enginn vafi að gjaid- taka af þessu tagi legðist að mestu leyti á félagið og hefði í för með sér tugmilljóna útgjaldaauka fyrir það. Sjá einnig bls. 22. Laumufarþegi í Helga- felli sendur til Árósa Palestínumaðurinn, sem laumaðist um borð í Ilelgafellið í Árósum og fannst i Vest- mannaeyjahöfn í fyrradag, verður líklega sendur úr landi til Árósa í dag, enda hefur hann ekki óskað eftir Iandvistarleyfi hér á landi, að sögn Jóhanns Jóhannssonar hjá útlendinga- eftirlitinu. Maðurinn hefur ver- ið búsettur í Þýskalandi í 7 ár og er honum heimil landvist þar. þurfi að óttast að verða sendur til íands þar sem tvísýnt yrði um ör- yggi hans. * Islendingur myrtur í Uganda: Að sögn Jóhanns hefur maður- inn verið á flakki um Norðurlönd í sumar og hefur hann enga skýr- ingu gefið á því hvers vegna hann laumaðist um borð í Helgafellið og mun ekkert hafa við það að athuga að verða sendur aftur til Árósa. Að sögn Jóhanns hefur ekkert komið fram sem bendir til að hann hafi verið á flótta eða Innritunargjöld framhaldsskólanna: Nemendur greiða nú 4.500 ida. til 34.000 krónur árlega AÐ SÖGN Davíðs Oddssonar forsætisráðherra greiða nemendur framhaldsskólanna nú þegar um 250 milljónir króna árlega vegna innritunargjalda framhaldsskólanna. Stefán Ólafur Jónsson deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu hefur borið saman innritunar- gjaldtöku framhaldsskólanna á síðasta ári. Er gjaldtakan mismun- andi mikil í skólunum en rúmlega helmingur upphæðarinnar renn- ur í flestum tilfellum til nemendastarfs í skólunum. Afgangurinn fer í efniskostiiað og sérsjóði. Innritunargjald á hvem nem- anda í Menntaskólanum í Reykjavík á síðasta ári var 4.500 kr. en þar af runnu 4.000 kr. til nemendafélagsins. I Menntaskólanum við Hamrahlíð voru innheimtar 8.000 kr. af hveijum nemenda og fóru 5.334 kr. til nemendafélagsins. Innritunargjald í Menntaskólan- um við Sund nam 5.000 kr. en þar af runnu 3.900 kr. til nem- endastarfseminnar. 8.000 kr. innritunargjald var innheimt í Kvennaskólanum í Reykjavík og skiptist sú upphæð jafnt á milli nemendafélagsins og skólans. í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti var innheimt 8.200 kr. innrit- unargjald og gengu 4.200 kr. til skólafélagsins. Fjölbrautaskólinn við Ármúla innheimti 8.000 kr. innritunar- gjald og gekk meirihluti upphæð- arinnar til nemendafélagsins. í Iðnskólanum er innheimt hærra innritunargjald en í flestum öðrum framhaldsskólum eða 13.000 kr. Gekk sú upphæð að stærstum hluta til að greiða efnis- kostnað en 2.400 kr. runnu til nemendafélagsins. í Fósturskóla íslands var inn- heimt 7.000 kr. innritunargjald en þar af runnu 4.000 kr. í efnis- kostnað, 1.550 fóru til nemendafé- lagsins og afgangurinn fór í sér- sjóð. Innritunargjald í Vélskóla ís- lands nam 7.000 kr. en þar af runnu 3.500 kr. til nemendastarf- seminnar. í Stýrimannaskóla íslands var tekið 8.000 kr. innritunargjald en þar af runnu 5.550 í sérsjóð og 950 kr. til skólafélagsins. í Menntaskólanum í Kópavogi var innheimt 9.000 kr. innritunar- gjald en 5.000 kr. runnu til nem- endafélagsins. I Menntaskólanum á ísafírði var innheimt 4.000 kr. innritunargjald og runnu 3.000 kr. til nemendafé- lagsins. Menntaskólinn á Akureyri inn- heimti 7.825 kr. innritunargjald. 3.500 runnu til nemendafélagsins og 1.700 kr. í sérsjóð. Menntaskólinn á Laugarvatni innheimti 8.000 kr. innritunar- gjald og þar af runnu 5.000 kr. til nemendafélagsins. í Verslunarskóla íslands var innheimt 34.000 kr. innritunar- gjald og þar af runnu 3.000 kr. til nemendafélagsins. Skólinn hef- ur sérstöðu þar sem hann er rek- inn sem einkaskóli en fær ákveðið framlag úr ríkissjóði á ári hveiju. í öldungadeildum framhalds- skólanna er yfírleitt innheimt 10.000 kr. innritunargjald á hverri önn eða 20.000 kr. á ári. Að sögn Stefáns eru upphæð- imar yfirleitt hærri í skólum þar sem starfræktar eru verknáms- brautir vegna efniskostnaðar. ' Morðingjam- ir ófundnir MENNIRNIR tveir sem skutu 47 ára íslending, Samúel Jón Ólafs- son, til bana á götu í Kampala í Uganda á mánudag eru ófundnir. Samúel Jón Ólafsson var kvæntur og faðir fjögurra barna á aldrin- um 14-25 ára. Hann var viðskipta- fræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði og í Neshreppi utan Ennis en hafði um árabil starfað við þróunar- og hjálpar- störf í ýmsum Afríkuríkjum. Fyrir um það bil mánuði hóf hann störf í Uganda sem fjármálaráðgjafi hjá dönsku þróunarstofnuninni Dan- Samúel heitinn var á gangi ásamt konu sinni og syni eftir Katongavegi á leið frá Fairway-hótelinu í Kamp- ala, gegnt sendiráði Nígeríu í borg- inni, þegar tveir menn stöðvuðu hann og kröfðust þess að hann léti skjala- tösku sína af hendi. Þegar Samúel neitaði skaut annar mannanna hann tveimur skotum. Samúel var fluttur á sjúkrahús og lést þar skömmu síðar en konu hans og son sakaði ekki. Samúel Jón Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.