Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 20
20 icei Haavianaf;auoAauTMMn iKJAjavfuoHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5/SEPTEMBER 1991 Af sköttum, gjöldum og fiskbolluverksmiðjum eftir Dag Eggertsson Bandaríkjamaðurinn Gene Deitch sendi snemma á áttunda áratugnum frá sér barnabók er ber nefnið Selur kemur í heimsókn. Þar segir frá strákkríli sem sækir heim annarlegt land. Allt heitir þar öðrum nöfnum en hann á að venjast. Fjölleikahús nokkurt er nefnt fiskibolluverk- smiðja, fílar segja sig mýs og strák- ur sjálfur er aldrei kallaður annað en selur. Enda er boðskapur bókar- innar að nöfn og heiti breyti í engu eðli hlutanna. Undirbúningur frumvarps til fjár- laga stendur nú yfir. Mikill halli er sagður fyrirsjáanlegur ef ekkert verður að gert. Hugmyndir ráða- manna um úrræði birtast þessa dag- ana ein af annarri. Athygli vekur að ótrúlegu púðri er varið í hártoganir um hvort svokölluð þjónustugjöld séu annað nafn á sköttum. Lagðar hafa verið fram tillögur um álagningu skólagjalda. Nemend- ur við framhaldsskóla og Háskóla íslands mega reiða af hendi vænar fúlgur ætli þeir sér sæti á skóla- bekk. Innheimt skal gjald sem reikn- ast til frádráttar beinu fjárframlagi ríkisins til skólanna. Nemendum er ætlað að standa straum af kostnaði sem ríkið bar áður. Menntastofnanir munu þó hvergi njóta góðs af þar sem fjárhagur þeirra rýmkar hvergi. í engu er auk- ið fárhagslegt sjálfstæði skóla og fráleitt er að hagur nemenda vænk- ist. Þvert á móti. Ráðamenn virðast þó litlar áhygg- ur hafa af þessu. Miklu sterkari sýn- ist hræðslan við orð eins og skóla- skattur. Enda mennirnir í orði búnir að frábiðja sér skattahækkanir. I mínum huga blása þó aðrir vind- ar. Líkja má álagningu skólagjalda við að starfsmönnum ríkisrekinnar stofnunar yrði gert að greiða til dæmis 15.000 kr. eða hverfa frá störfum sínum ella. Með svipuðum rökum yrði að sjálfsögðu ekki skatt- lagning hér á ferð heldur starfsgjald. En skólagjöld eru jafnfram sýnu svívirðilegri. Fyrir utan það að ekki er til að dreifa föstum tekjum náms- manna eru skólar landsins augljós- lega eina leiðin til mennta. Nemend- ur eru því ekki í aðstöðu til að segja „starfi“ sínu lausu og leita á önnur mið líkt og ríkisstarfsmennirnir í dæminu hér á undan. Það er ekki aðalatriði hvaða nafni skólagjöld nefnast. Sýnu alvarlegra er að svo virðist sem við völd séu stjórnmálamenn sem telja sjálfsagt og rétt að námsmenn og fjölskyldur þeirra axli auknar byrðar. Á heimil- um landsins telja þeir aukið aðhald augljóslega bæði sjálfsagt og eðli- legt. Þar sem sultaról er fyrir skal fastar hert. Ráðamenn ættu að líta sér nær og takast á við þann vanda sem við er að glíma af dug en ekki dugleysi. Að velta kröggum ríkissjóðs af sér- stökum þunga yfír á námsmenn sem sumir hveijir eiga þegar í gífurlegum erfiðleikum er ekki aðeins óréttlátt helfur einnig skýlaus vottur um hvort tveggja uppgjöf og úrræðaleysi. Ef skólagjöld verða að veruleika getur fátt hindrað hækkun þeirra á næstu árum. Umræðan á því ekki að snúast' um krónutölu heldur grundvallarsjónarmið. Framtíð landsins er fólgin í mennt- un. Það skyldu æðstu menn þjóðar- innar ávallt hafa hugfast. Enda hef- ur menntastefna hvers tíma jafnan grundvallast á þessum sannindum. í áratugi hefur að leiðarljósi verið jafn réttur allra til náms óháð félagsleg- Dagur Eggertsson um aðstæðum. Ófyrirgefanlegt glap- ræði væri að stigin yrðu skref út á braut sem ieitt gætu til skerðingar á þessum rétti. Álagning skólagjalda væri slíkt skref. Líkt og engu skiptir hvort hlutirn- ir kallast fiskibollur eða Ijölleikar breytir litlu hvort deilt er um skóla- skatta eða þjónustugjald ef eðli hlut- anna er eitt og hið sama. Og eins verður ranglæti aldrei réttlætt með fallegri nafngift, það liggur í hlutar- ins eðli. Höfundur er inspector scholae Menntaskólans íReykjavík og formaður Félags framhaldsskólanema Glue Stick 3aton de cola Pegamento en barra HELDUR BETUR! FRANSKAR 7A'/ \ 'A J T DUNULPUR BRAMBILLA Frönsku BRAMBIIIA úlpurnar eru ekta dúnúlpur, hlýjar og fallegar. BRAMBHLA dúnúlpurnar eru vendiúlpur. Því færð f>ú í raun tvær dúnúlpur á verði einnar. BRAMBILLA dúnúlpurnar eru til í öllum stærðum, jafnt á börn og fullorðna. BRAMBELLA vendi-dúnúlpurnar eru á verði frá kr. 8.980,- BRAMBMA dúnúlpurnar eru á verði frá kr. 6.480,- BRAMBILLA dúnúlpur - töff báöum megin Útsölustaðlr: Bangsi - Bankastræti • Hjartað - Kringlunni • Útilíf - Glæsibæ • Skátabúðin - Snorrabraut Sportmaðurinn - Hólagarði • Skóverslun Kópavogs/Sportlínan - Kópavogi • Músík & Sport - Hafnarfirði Sportbúð Óskars - Keflavík • Óðinn - Akranesi • Litlibær - Stykkishólmi • Bláskel - fsafirði • Torgið - Siglufirði Sporthúsið - Akureyri • Við Lækinn - Neskaupsstað • Kf. Árnesinga - Selfossi • Axel Ó. - Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.