Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 46
> 46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 ttCEMAllfí ,, Jóofndu ek/u of nxrri. Ahjnda hua$ /com fyr/r i 'pým&ar&Lrujm." POLLUX A 832' . Gamla Glenn-Miller kveðju- lagið svæfir hann venju- lega... KRISTIN TRÚ OG NÝÖLD Boðskapur (fræði) nýaldarsinna og kristin trú geta ekki farið sam- an. Það er ekki hægt að hræra saman kristinni trú og nýaldar- fræðum. Annaðhvort er Jesús Kristur mikill lygari (og sekur um „virðingarleysið og hrokann sem felst í því að telja aðeins eina trú rétta“) eða þá, að öll nýaldarfræð- in og allar þessar ieiðir eru ein stór lygi. Það að trúa á Jesúm Krist er að trúa orði hans. Orðið segir að Jesús sé eini vegurinn til Guðs, og með því að taka við Jesú, fylgja honum og gerast lærisveinn hans (frelsast, endurfæðast þ.e. í anda) aðeins þannig komumst við til föðurins, Guðs. Það eru aðeins einar dyr og Jesús er dyrnar. Það er aðeins einn hirðir (ekki margir meistarar) það er góði hirðirinn. Kristin trú og nýöld eru and- stæður, þetta er ekki spurning um umburðarlyndi. Það er líka hægt að vera umburðarlyndur við fólk, elska það og umgangast það með virðingu, þótt maður samþykki ekki að skoðanir þess, trú eða at- hafnir séu réttar. Rafn Geirdal segir í grein sinni, að sem nýaldar- maður hafi hann meiri áhuga á sannleikanum um Krist, heldur en tómum kirkjubyggingum. Ég get vel skiiið það. Sjálf hef ég lítinn áhuga á tómum kirkjubyggingum. En kirkja Krists er ekki byggð af steinsteypu heldur af lifandi stein- urri (fólki) í andlegt hús. Hinn sanni Jesús Kristur sem Bibilían fjallar um er ekki einn af meisturum ný- aldarsinna. Jesús mundi aldrei starfa gegn sínum eigin boðum. Og hann mundi aldrei, aldrei tala í gegnum miðil! „í húsi föður míns eru margar vistarverur.“ Sá sem mælti þessi orð, Jesús, hann sagði einnig að hann væri eini vegurinn, þröngur er vegurinn sem liggur til lífsins og fáir þeir sem rata hann, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Það að vistarverurnar séu margar í húsi föðurins er ekki það sama og að leiðirnar til föður- ins séu margar. Þetta er allt aug- ljóst og skýrt í Biblíunni. Er hann kannski óumburðarlyndur þessi Guð, að hafa aðeins eina leið, sem svo mörgum fínnst bara alls ekki henta sér. Ekki höfða til sín. Af hveiju stendur ekki í Biblíunni: „í húsi föður míns eru margar vistar- verur og vegina þangað þekkið þið. Ég er vegurinn, ásamt fleiri andlegum meisturum og miðlum og gúrúum og æðri andlegum leið- beinendum. Allir erum við í þjón- ustu föður okkar, Guðs. Vegirnir eru margir en allir liggja þeir til hins eina sanna Guðs. Verið því kærleiksfullir og umburðarlyndir og dæmið ekki í eigin hroka veg náungans? „Guðs ríki er hið innra“ vitna nýaldarmenn í. Það er rétt hjá þeim að Guðs ríki sé hið innra. En það er rangt að Guðs ríki búi innra með öllum og maðurinn þurfí aðeins að rækta það. Guðs ríki býr innra með sönnum fylgendum Krists. Þeim sem hafa játað hann sem frelsara sinn, herra og Drott- inn í Iífi sínu. Þá sem það gera skírir Jesús sjálfur í heilögum anda, þeir fyllasts heilögum anda. Bibiían Ijallar um þetta fram og aftur. Samt hljómar þetta ankann- alega í eyrum flestra íslendinga. Af hverju? Höfum við ekki fengið að heyra fagnaðarboðskapinn nógu skýrt? Nýaldarsinnar eru leitandi fólk, eins og fleiri. Það er mikill andleg- ur þorsti innra með fólki, það þrá- ir fyllingu og sannan tilgang í líf sitt. Guð þráir að allir menn verði hólpnir og komi til sín. Guðbjörg Þórisdóttir Ekki fleiri svæðis- útvarpsstöðvar Fyrir vikum heyrðust óskir Margrétar Frímannsdóttir og Skúla Alexanderssonar alþingis- manna, þau telja þörf á því að sett verði upp svæðisútvarp á Snæ- fellsnesi og í Árnessýslu við Sel- foss. Ekki veit ég hvað mikil þörf er vestur á Snæfellsnesi fýrir slíka stofnun, en miklar vegabætur hafa þeir fengið síðastliðin ár, þá áætl- Hjálpsemi Á miðvikudag 28. ágúst sl. tók ég mér far með leið 14 upp í Selja- hverfi, þar sem ég hefi búsetu, og varð þá fyrir því óhappi að detta í vagninum og slasa mig, þegar vagnstjórinn snarstansaði þar sem ég átti að fara út. í vagninum var ungur maður sem ég veit hvorki nafn né deili á. Hann var svo elsku- legur að styðja mig heim að dyrum heimilis míns og vil ég senda hon- um innilegar þakkir fyrir hlýjuna og hjálpina. Vegna mín varð hann að fara gangandi heim til sín það sem eftir varð leiðarinnar. Þótt vagnstjórarnir séu tímabundnir vildi ég mælast til að þeir færu að öllu með gát, ekki síst þegar aldrað fólk á í hlut sem farið er að tapa viðbragðsflýti, fjaður- magni og styrkleika. Kærar þakkir ókunni maður, þessu mun ég aldr- ei gleyma og minnast þín í bænum mínum. Ein áttatíu og fimm ára. unarferðir með bílum hófust til þeirra frá Reykjavík til Ólafsvíkur. Þá urðum við að fara yfir Búðaós, óbrúaðan, þar urðum við að sæta sjávarföllum, þá var enginn upp- hlaðinn vegur kominn síðustu sex- tíu kílómetrana af leiðinni vestur. En nú hafa þeir upphlaðinn veg alla leið, og auk þess veginn alla leið meðfram sjónum fyrir Snæ- fellsnes að sunnanverðu. Þar til viðbótar að norðanverðu um Heyd- ali í Stykkishólm, Grundarfjörð til Ólafsvíkur, þar' sem hinir viður- kenndu Helgasynir stunda slíka fólksflutninga árið út í gegn og hafa fengið þjóðarlof fyrir sín þjón- ustuverk. Það er einnig rétt að geta þess að við Árnesingar höfum einnig fengið beinan veg frá Reykjavík til Selfoss, sem snjórinn er blásinn burt af eftir þörfum, þann öruggasta veg landsins. Þar til viðbótar höfum við einnig feng- ið Þrengsiaveginn sunnanfrá, og Þingvallaveginn norðanfrá, ásamt snjóblástri eftir Flóavegi þá þörf krefur. Við í Árnessýslu höfum því enga þörf fyrir neina viðbótar út- varpsstöðvar á næstu árum, til þess að kalla til starfa fleiri fram- leiðslulausa menn, sem væri aðeins til þess að auka útgjöld lands og þjóðar, sem meirihluti þjóðarinnar vill fara að lækka en ekki hækka. Nú heyrist það og að ríkisstjórn- in ætli að lækka útgjöldin, því ber okkur kjósendum að veita spar- seminni lið. Ökumaður og kjósandi. HOGNI HREKKVISI „ EKKBJS.rl! " Víkveiji skrifar Islandsmótið í knattspyrnu er allt í einu orðið æsispennandi, þökk sé góðum endaspretti Víkinga. Það mun ekki ráðast fyrr en í síðustu umferðinni hvaða lið verður meistari og hvaða lið fylgir Víði niður í 2. deild, en nú þegar er ljóst að mótið í ár verður talið með þeim sviptingasömustu sem fram hafa farið í langri sögu ís- landsmótanna. í byijun móts leit út fyrir að Valsmenn ætluðu að stinga önnur lið af. En þá kom slæmur kafli hjá liðinu og það hefur ekki náð sér á strik og er í fallhættu. Breiðablik byijaði einnig vel og síðan tók KR forystuna og um tíma leit út fyrir að Vesturbæjarliðið myndi loks vinna titil. En þá fór allt í baklás og Framarar tóku forystuna og allt benti til að þeir myndu vinna öruggan sigur. En þá fóru Víking- arnir í gang svo um munaði og hafa unnið 8 af 9 síðustu leikjum sínum. Því hafði verið spáð fyrir mótið af sérfræðingum að Víkingarnir myndu koma á óvart í sumar en enginn spáði þeim sigri. Og hvort sem þeir sigra eða ekki þykir Vík- veija einsýnt að Logi Ólafsson þjálfari Víkinga hafi tryggt sér titilinn þjálfari ársins. XXX Víkveiji hefur veitt því athygli að brúðkaupsmyndir eru aft: ur komnar í tízku á blöðunum. I „gamla daga“ þótti sjálfsagt að birta myndir af brúðhjónum og slíkar myndir birtust í dagbókum blaðanna á hveijum degi. Fyrir rúmum áratug þótti brúðhjónum ekki lengur fínt að láta birta af sér myndir og þessi siður lagðist nánast af. En núna er þetta komið aftur í tízku og kann Víkveiji því vel. XXX egar Víkverji var staddur á Ákureyri fyrir skömmu fór hann í skoðunarferð um bæinn. Athygli hans vakti nýleg, stór bygging, mjög snyrtileg. Víkveiji hafði hug á því að vita hvaða starf- semi færi þarna fram en húsið var algerlega ómerkt. Síðar komst Víkveiji að því að þarna er til húsa Mjólkursamlag KEA. Þeirri ábend- ingu er hér með komið á framfæri við forráðamenn fyrirtækisins að þeir merki húsið. Það ætti að vera óhætt því húsið er í alla staði fyrir- tækinu til sóma. XXX Víkveiji hefur það fyrir reglu þegar hann heimsækir Akur- eyri að snæða a.m.k. einu sinni á veitingastaðnum Smiðjunni. Ný- lega var staðurinn innréttaður að nýju og er hann bjartari en hann var áður. Matur og þjónusta var að venju 1. flokks. Áð mati Vík- veija er Smiðjan veitingastaður sem er ætíð í fremstu röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.