Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 14
rac 14 M0RGUNBLAÐIÐ -PIMMTUÐAGUR-&-.-SEPTEMBER' 1991' Skólastarf - til efl- ingar íslenskri tungu eftirÞór Whitehead í síðustu viku hringdi til mín blaðamaður Morgunblaðsins og spurði mig, hvort það væri rétt, að heimspekideild ætlaði sér að taka upp stoðnámskeið í ísjensku fyrir nemendur í deildinni? Ég staðfesti, að um þetta hefði verið rætt og ástæðan vær i að sjálfsögðu sú, að kennurum „fyndist að íslensku- kunnáttu hefði hrakað og það kæmi bæði fram í prófúrlausnum og ekki síst í ritgerðum.“ Daginn eftir birt- ist frétt um það á baksíðu Mbl., að rektor Háskólans hefði fyrir nokkru sent erindi t il allra framhaldsskóla, þar sem þeir vöru hvattir til að „standa vörð um íslenskukunnáttu í skóium landsins“. Þar var einnig vísað til ummæla minna og Eiríks Rögnvaldssonar dósents um hugs- anlega stoðkennslu í ísiensku. Um svipað leyti fréttist , að mennta- gera heimilið glæsilegt Ert þú að leita að vönduðum innihurðum? Þð bjóðum við hjó TS einar vönduðustu fulninga- hurðirnar ó markaðnum. Innihurðir í miklu úrvali. Massívar grenihurðir frð kr. 17.800,- Spónlagðar hurðir fró kr. 14.300,- TS húsgögn og burðir, Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544. málaráðherra hefði neitað að fallast á það, að Hamrahlíðarskóli fengi að fækka skyldueiningum til stúd- entsprófs í íslensku. I raun er hér um að ræða þrjú aðskilin mál, þótt öll snúist þau að vísu um íslensku- kunnáttu og kennslu. Vandi heimspekideildar Stoðkennslumálið er þannig til komið: Fyrir þremur árum hóf ég aftur sagnfræðikennslu í heim- spekideild eftir tveggja ára rann- sóknarleyfí í útlöndum. Þegar ég tók við ritgerðum frá nemendum á B.A.-stigi, þóttist ég verða þess var, að í sumum þeirra væru mál- villur og brengluð setningaskipun af því tagi, sem ég mundi ekki til að hefði verið jafnáberandi á fyrri starfsárum mínum í Háskólanum, 1978-86. Fyrir kom að öll framsetn- ing var blátt áfram í molum. Féllu nokkrir nemendur a f þessum sök- um, þótt auðséð væri, að þeir hefðu ekki slegið slöku við ritgerðarsmíð- ina að öðru leyti. Nú var það alls ekki svo, að ég ætlaðist til þess, að nemendur rit- uðu hnökralausan texta á gullaldar- máli. Til þess hef ég enga burði sjálfur og gæti því ekki gert slíkar kröfur til nemenda minna, jafnvel þótt ég vildi. Raunar held ég, að fáum háskólakennurum detti í hug, að þeir geti gert sömu kröfur til málfars, stafsetningar og greinar- merkjasetningar og almennt voru gerðar hér í Háskóianum, áður en stúdentum fjölgaði til muna fyrir tuttugu árum. Sú tíð er liðin og kemur sennilega aldrei aftur, hvort sem mönnum þykir það ljúft eða leitt. Þegar ég spurði starfsfélaga mína í sagnfræði, íslensku og al- mennri bókmenntafræði, hvort þeir hefðu orðið varir við, að íslensku- kunnáttu hefði hrakað á síðustu árum, töldu þeir allir að svo væri. Meiri tími færi í að leiðrétta málfar á ritgerðum og fleiri stúdentar ættu í erfiðleikum með að ljúka námi í HAUSTTILBOÐ Husqvarna Huslylock Loksaumavéíin (over lock) Gerð 360 D 35.600.- kr. St.gr. 33.820.- kr. (®VÖLUSTEINNhf Faxofen 14, Sími 679505 Umboðsmenn um land allt. 4 eða 6 nætur. takmarkaöur sætafjöldi. Kr. 29m 900m ~ Brottför fimmtudaga og föstudaga í september, október og nóvember. Gisting á Scandic Crown, í miðbæ Amsterdam. Veitingastaöir á heimsmæli- kvarða og heimstiskan á frábæru veröi. FERBAMIOSTBfllN AUSTURSTRÆT117 - SÍM 622200 þessum greinum, vegna þess að þeir hefðu ekki náð tökum á undir- stöðuatriðum málsins. Þegar hér var komið sögu, hafði ég verið kjörinn forseti heimspeki- deildar. Mér sýndist að sá vandi, sem ég hafði orðið var við í kennara- starfinu, væri vandi, sem kennarar í öllum fjölmennustu greinum deild- arinnar teldu sig eiga við að glíma. Þótt vísindalega sannaðar niður- stöður hljóti alla jafna að vera há- skólamönnum kærastar, kom ekki til greina, að ég hæfí samanburðar- rannsóknir á prófúrlausnum og rit- gerðum Háskólans frá 1911 til að fá úr því skorið, hvort eða að hve miklu leyti íslenskukunnáttu hefði hrakað frá þeim tíma. Ég treysti einfaldlega því, sem ég hafði rekið mig á í eigin námskeiðum og reynd- ir starfsfélagar mínir staðfestu hver á fætur öðrum. Stoðkennsla í íslensku Hvernig átti að taka á vandan- um? Mér sýndust þrír kostir fyrir höndum: 1) Gera ekkert: láta nem- endur falla á prófum vegna kunn- áttuskorts í íslensku og leyfa kenn- urum að eyða áfram dýrmætum vinnutíma til að leiðrétta málfar á ritgerðum. 2) Setja skilyrði um lág- markseinkunn í íslensku á stúdents- prófi í höfuðgreinum deildarinnar. 3) Að reyna að aðstoða þá nemend- ur í íslensku, sem þurftu aðstoðar við og vildu þiggja hana. Fyrsti kostur sýndist mér vond- ur; annar kostur í andstöðu við stefnu deildarinnar um ftjálsan að- gang, en sá þriðji þess virði að hann væri athugaður nánar. Þegar ég minntist á þetta við íslensku- kennara, kom í ljós, að þeir höfðu sjálfír rætt það um nokkurt skeið að efna til eins konar stoðnám- skeiðs fyrir stúdenta í greininni. Hugmyndin var sú að láta menn skrifa sem mest af ritgerðum, leið- rétta þær, benda á mál- og stafsetn- ingarvillur og greina þær eftir föng- um. Mér sýndist þetta góð hug- mynd, bauðst til að vinna að því með íslenskukennurum að koma henni í framkvæmd og hvatti þá til að opna námskeiðið fyrir alla nemendur deildarinnar. Tóku þeir vel í það. Þegar ég lýsti hugmynd- inni fyrir rektor og forsetum ýmissa annarra deilda Háskólans, þótti þeim öllum sem hér væri hreyft þörfu máli. Báðu þeir heimspeki- deild að huga að því, hvort ekki Þór Whitehead „Hver maður ætti að sjá, að í þessum orðum segir ekkert um orsök hrakandi íslenskukunn- áttu hvað þá, að sök sé skellt á þá sem síst skyldi, kennara á öðr- um skólastig-um. Ég veit, að í öllum kenna- rastofum landsins tala menn á sama veg og við í heimspekideild, eins og glöggt kom fram í viðtölum Mbl. við skóla- meistara.“ væri unnt að gefa öðrum nemend- um skólans kost á því að sækja síðar slíkt stoðnámskeið. Nú hefði það aldrei hvarflað að mér að fara með þetta mál í blöðin. Um langt skeið hefur verið óhemju- mikið skrifað og talað um hnignun íslenskrar tungu, einkum vegna ásóknar ensku og áhrifa nýrra fjöl- miðla. Ég hef fylgst nokkuð með þessari umræðu, en þótti sem hún færi stundum út í öfgar. Klifað er á því, að þjóðin sé að missa málið, en lítt eða ekki hugað að því, að nýir tímar krefjist nýrra úrræða til að halda við tungunni og menning- unni. Tal í þessum dúr virðist oft vera til merkis um átakanlegan skort á andríki og umræðuefnum og birtist þjóðinni hvort tveggja í upphöfnu orðagjálfri eða neikvæðu stagli og bölsýni. Merkilegast er, hve oft menn endast til að fara með sömu útslitnu orðaleppana og hve ómissandi og sjálfsagt sllkt hjal telst vera á hátíðarstundum. Verður mér þá hugsað til manna, sem kjósa fremur að yrkja málið með fijóu starfi og hvatningum, en forðast sífur og suð. Ég hef ekki legið á þessari skoð- un minni í Háskólaráði, þegar íslen- skan hefur komið þar til umræðu. Ég hef leyft mér að vara við því, að nöldur og valdboð geti haft al- gjörlega öfug áhrif miðað við það, sem menn ætluðu að ná fram. Aðal- atriðið sé að átta sig á vanda tung- unnar og reyna síðan að bregðast við með jákvæðu hugarfari, kveikja áhuga eftir nýjum leiðum, en vekja ekki málótta og andstöðu. Stoð- námskeiðið margumrædda var ein- initt hugsað sem liður í þessari við- leitni; enginn yrði skyldaður til að sækja það, en vildu stúdentar bæta ritleikni sína og málfar eftir að í Háskólann væri komið, gætu þeir það með hjálp heimspekideildar. Hér ætti ekki aðeins að tala um málrækt, heldur sýna hana í verki. Viðbrögð í framhaldsskólum Nú víkur sögunni aftur að Morg- unblaðsfréttinni um erindi rektors til skólameistara framhaldsskóla og stoðnámskeið í íslensku. Þegar Mbl. bar málið undir skólameistara, lét einn mætur maður það álit í ljós, að hugsanlegt stoðnámskeið væri „allt að því niðurlæging" fyrir fram- haldsskólana. Annar var sýnilega sömu skoðunar, en allir virtust sam- mála um, að þörf væri á því að styrkja íslenskukennslu vegna þess að móðurmálskunnáttu hefði hrak- að. Stuttu síðar skrifaði Ólafur Oddsson menntaskólakennari grein um þetta efni í Mbl. og beindi spjót- um sínum mjög að heimspekideild. A eftir fylgdi Heimir Pálsson „óvirkur móðurmálskennari", og taldi hann, að öll viðbrögð Háskól- ans í þessu máli yrðu „engan veg- inn skilin öðruvísi en að menn þar telji móðurmálskennara framhalds- skólastigsins bera ábyrgð á stöðu tungunnar“, þ.e. bágri stöðu henn- ar. Hvorki meira né minna. Mér hefur virst, að þeir Ólafur og Heimir hafi báðir verið í hópi þeirra manna, sem mestar áhyggjur hafa haft af framtíð íslenskrar tungu og menningar. Hafa þeir mælt margt um það efni í ræðu og riti. Nú bregður svo við, að hugsan- leg stoðkennsla Háskólans í ís- lensku vekur þeim slíkan óhug, að váin, sem þeir hafa séð steðja að tungunni, bliknar skyndilega. Þeir rekja dæmi um tal háskólamanna á þriðja tug aldarinnar um versn- Fremstar meðal jafningja Hann er fallegur og rennilegur, lætur vel að stjóm og þýðist þig á allan hátt. Rúmgóður, ríkulega búinn og ótrúlega spameytinn. Hann er HONDA CIVIC. Greiðsluskilmáiar fyrir alla. Verð frá kr. 1.090 þús. stgr. 'Rj HONDA ! .. . ,.4j#sx°g^C HONDA A tSLANDI, VATNAGÖHDUM 24, S-689900 WHONDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.