Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 51 KNATTSPYRNA / LANDSLÍÐIÐ Engin húrranróp! Danirenn ósigraðir í sextán landsleikjum þjóðanna eftir markalaustjafntelfi á Laugardalsvelli ÍSLEMSKA landsliðið gerði markalaust jafntef li gegn slöku liði Dana í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. ís- lendingar voru betri í fyrri hálf- leik og hefðu átt að geta gert út um leikinn, en heilladísirnar voru ekki með liðinu að þessu sinni og eru Danir þvíenn ósigraðir í 16 landsleikjum þjóðanna. Danir höfðu yfir- höndina í síðari hálfleik án þess þó að skapa sér umtals- verð marktækifæri. Fyrri hálfleikur var góður af hálfu íslenska liðsins sem hafði frumkvæðið allan hálfleikinn. Leik- menn voru mjög hreyfanlegir og BBIB unnu vel saman. ValurB. Ólafur Þórðarson Jónatansson fékk fjögur góð skrifar marktækifæri og á góðum degi hefði hann nýtt þó ekki væri nema eitt þeirra. í síðari hálfleik snérist dæmið við. Danir fengu sjálfstraust og réðu miðjunni, en komust lítt áleið- ist gegn sterkri vörn íslands og Ólafl Gottskálkssyni markverði, sem átti gallalausan leik. Ólafur ekki á skotskónum Ólafur Þórðarson fékk fyrsta færið á 16. mínútu er hann átti gott skot frá vítateig sem Troels Rasmundsen varði vel. Á 21. mínútu fékk hann besta færið er boltinn rúllaði fyrir fætur hans á markteig Dana eftir fyrirgjöf'frá Þorvaldi, en Ólafur hitti ekki knött- inn. Fimm mínútum síðar átti hann skot eftir undirbúning Hlyns Stef- ánssonar, en skaut hátt yfir. Og skömmu síðar átti hann þrumuskot frá vítateig eftir fyrirgjöf Eyjólfs sem Rasmundsen varð að hafa sig allan við að veija í hom. Slakur leikur Það verður að segjast eins og er að leikurinn var slakur, sérstaklega síðari hálfleikur og verður sjálfsagt ekki lengi í minnum hafður. Við verðum enn að bíða eftir að sigra Dani, þó svo að nú hafí verið lag. Danir hafa sjálfsagt sjaldan leikið eins illa og mikill munur á leik þeirra frá því danska dínamitið var og hét. íslenka liðið getur vel við fyrri hálfleikinn unað, en síðari hálfleik- urinn var afspyrnu slakur. Leik- menn bökkuðu of mikið og mynd- aðist þá of mikið bil milli varnar og miðju annars vegar og miðju og framlínu hins vegar. Ég hafði það á tilfinningunni að liðið væri að leika til að halda fengnum hlut í síðari hálfleik. „Við verðum að hafa vilja til að sigra,“ sagði Amór Guðjohnsen við Morgunblaðið fyrir leikinn. Þetta em orð að sönnu, en viljann vantaði og því fór sem fór. Papin skor- aði tvö mörk Jean-Pirre Papin skoraði tvö mörk fyrir Frakka gegn Tékk- um, 1:2, í Bratislava f gærkvöldi og þurfa Frakkar nú eitt sig út úr tveimur leikjum, gegn íslendingum í París og Spánveijum úti, til að tryggja sér farseðilinn til Svíþjóðar, þar sem úrslitakeppni Evrópu- keppni landsliða fer fram næsta sumar. Papin jafnaði, 1:1, fyrir Frakka í upphafi seinni hálfleiks og einni mín. fyrir leikslok náði hann að tryggja þeim sigur. 9 OI EN D/ Besta færi íslands. Ólafur Þórðarson fékk besta marktækifæri íslenska myndinni hitti hann ekki knöttinn. Hlynur Stefánsson er við hlið hans og gerir af knettinum. Ólafur Gottskálksson bestur Besti leikmaður liðsins var mark- vörðurinn, Ólafur Gottskálksson. Hann greip mjög vel inn í leikinn og var öryggið uppmálað. Vömin stóð sig vel með Sævar sem besta mann. Valur komst vel frá hlut- verki sínu sem fríspilari. Hlynur vann vel, en náði ekki að skila bolt- anum nægilega vel frá sér. Þorvald- ur og Ólafur sýndu baráttu og áttu ágæta kafla en hafa oft leikið betur og það sama má segja um Sigurð Jónsson, sem virðist ekki vera kom- inn í leikæfingu. Arnór átti góða spretti, en fékk lítið pláss. Eyjólfur var hins vegar daufur og komst ekki almennilega í takt við leikinn. Guðmundur Ingi lék í 2 mín. Bo Johannsson sá ekki ástæðu til að skipta varamönnum inná fyrr en 9 mínútur voru til leiksloka. Þá Morgunblaöið/Einar Falur liðsins á 21. mínútu, en eins og sést á sig líklegan til að skjóta en missti einnig setti hann Arnar Grétarsson inn fyrir Hlyn og virtist það hleypa nýju blóði í liðið, en of seint. Nýlið-. inn Guðmundur Ingi Magnússon fékk að spreyta sig í aðeins tvær mínútur og kom tvisvar við knött- inn! Að mínu mati hefði Bo mátt skipta fyrr inná því leikur liðsins í síðari hálfleik var mjög hugmynda- snauður. Sjá einnig bls. 49 Island 0 Danmörk 0* Laugardalsvöllur, vináttulandsleikur, miðvikudaginn 4. september 1991. Gult spjald: Sævar Jónsson (67.). Áhorfendur: 4.185 greiddu aðgan- gang. Dómari: Leslie William Mottram frá Skotlandi. Stóð sig vel. Lið íslands: Ólafur Gottskálksson, Einar Páll Tómasson, Atli Eðvaldsson, Valur Valsson, Hlynur Stefánsson, (Árnar Grétarsson vm. 81. mín.), Sævar Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, (Guðmundur Ingi Magnússon vm. á 88. mín.), Sigurður Jónsson, Arnór Guðjohnsen, Ólafur Þórðarson og Eyjólfur Sverrisson. Lið Dana: Troels Rasmundsen, John Sivebæk, (Henrik Larsen vm. á 46. mín.), Kent Nilsen, Lars Olsen, Marc Rieper, Kim Christofte, John Jensenr Jakob Friis Hansen, Per Frandsen, (Heine Femandez vm. á 67.), Frank Pingel, Perter Möller, (Johnny Mölby vm. á 46. min.). „VIÐ lékum vel í fyrri hálfleik en síðari hálfleik var hræði- lega dapur hjá okkur, leik- menn virtust þreyttir,“ sagði Bo Johanson, þjálfari íslenska landsliðisns, sem stjórnaði liðinu í síðasta sinn í gær- kvöldi. rslitin út af fyrir sig voru sunngjörn, við fengum þó heldur fleiri færi í fyrri hálfleik en þeir í þeim síðari. Danirnir komu okkur á óvart í síðari hálf- leik með því að leika mun framar en þeir gerðu í fyrri hálfleik og leikur okkar var dapur. Þegar við reyndum langar sendingar, voru þær of langar, og þegar við reynd- um stuttar sendingar voru þær lélegar," sagði Bo. Aðspurður um hvers vegna hann hefði ekki skipt fyrr um leik- menn fyrst liðið lék svona illa í síðari hálfleik sagði hann: „Við vorum að veijast allan síðari hálf- leikinn og þvi hefði ég ekki getað skipt inná nema varnarmönnum. Helst vil ég skipta inná þegar við erum að skapa eitthvað á vellin- um, en því var ekki fyrir að fara í síðari hálfleik og þess vegna skipti 'ég ekki fyrr inná.“ Bo sagði að hann hefði veríð þokkalega ánægður með vinstri vænginn þjá liðinu. „Sævar kom oft vel upp vinstri vænginn en ég held að við höfum saknað Sigga Grétars í leiknum. Hann er góður í að halda knettinum í svona stöðu. Einnig söknuðum við Guðna í vöminni, en Valur komst engu að síður vel frá leiknum,11 sagði Bo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.