Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 31
1 I I i ! I t i í i I j I I I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Sverrir Nýir eigendur Ingólfsbrunns, hjónin Jónína Olesen og Konráð J. Stefánsson ásamt syni sinum Brynjari. Eigendaskipti að Ingólfsbrunni Eigendaskipti urðu fyrir skömmu á matar- og kaffihúsinu Ing- ólfsbrunni, Aðalstræti 9. Hinir nýju eigendur ætla að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu á þessum gamalgróna stað, en Ingólfsbrunn- ur er 20 ára um þessar mundir. Nýju eigendurnir eru ung hjón, ' Jónína Olesen og Konráð J. Stef- ánsson, en hann er lærður mat- reiðslumaður og kjötiðnaðar- meistari. Boðið er upp á kaffi og meðlæti allan daginn og sömuleið- is upp á síldarrétti og smurt brauð. I hádeginu er boðið upp á fjórrétt- aðan matseðil og súpu. Boðin verða sérkjör fyrir skólafólk og aðra sem vilja vera í föstu fæði. Á sunnudögum kl. 14,30 verður boðið upp á kaffihlaðborð. Salur Ingólfsbrunns tekur 40 manns í sæti og verður hægt að fá hann leigðan fyrir smærri samkvæmi. Staðurinn hefur léttvínsleyfi. Ingólfsbrunnur er opin alla virka daga kl. 8,30-21, laugar- daga kl. 10-19 og sunnudaga kl. 11-19. • • 100 ára vígsluafmæli Olfusárbrúar: Póstferð frá Reykja- vík á moiímn til Selfoss Cnlfnc.,: PÓSTFERÐ á hcstum verður farin á morgun, föstudag 6. september, frá miðbæ Reykjavíkur til Selfoss. Ferðin er farin til þess að minna á 100 ára vígsluafmæli Olfusárbrúar og þróun samgangna. Póstlestin kemur á Selfoss á afmælisdag brúarinnar 8. september en þann dag verður opið pósthús í Tryggvaskála þar sem í notkun verður sérstak- úr póststimpill. Það eru hestamannafélagið Sleipnir og Félag frímerkjasafnara á Selfossi sem standa fyrir ferðinni. í tengslum við hana verða sérprent- uð 1000 umslög. Þau verða seld í Tryggvaskála í dag, fimmtudag og við pósthúsið í Pósthússtræti í Reykjavík áður en lagt verður upp í ferðina. Þessi umslög er síðan unnt að senda með póstferðinni frá Reykjavík til Selfoss og fá sérstakan ferðastimpil á þau ásamt sérstökum póststimpli sem verður í notkun í Tryggvaskála 8. september en þá mun Póstur og sími opna þar póst- afgreiðslu í tilefni 100 ára víglu- afmælis ölfusárbrúar. Póst- og síma- afgreiðsla var í Tryggvaskála auk þess sem Landsbankinn var þar með afgreiðslu á árum áður. Nokkur fyrirhöfn er hjá hesta- mönnum vegna ferðarinnar því þjálfa þarf upp hross til þess að flytja póstkassana en notkun klyfja- hesta er alls ekki algeng þó svo mikið sé ferðast á hestbaki. Sig. Jóns. ■ Á PÚLSINUM í kvöld, fimmtu- dagskvöld, verða aukatónleikar franska bandeoneónleikarans Olivi- er Manouray en hann var með fyrir tónleika sína í gærkvöldi. Olivier Manouray er mörgum íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur, enda leikið oft áður hér á landi og þá ekki síst tangó, en hljóðfæri hans, bandeoneón er einmitt lykilhljóðfæri í argentískum tangó. í kvöld á þessum aukatón- leikum skipa bóleró og samba önd- vegi á efnisskránni, auk ýmissa stefja úr latíndjassi eftir Dizzy Gil- lespie o. fl. Þeir sem spila með Olivi- er á þessu suðræna sveiflukvöldi Púlsins eru: Kjartan Valdemars- son, píanóleikari, Tómas R. Ein- arsson kontrabassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari. PíanÖleikarinn Egill B. Hreinsson verður sérstakur gestur kvöldsins, en hann ásamt Olivier munu sem dúó flytja íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Egils við upphaf tónleikanna sem hefjast kl. 22. „Happy hour“ verður á sínum stað milli kl. 22-23. ■ KURAN-SWING flokkurinn mun næstkomandi fimmtudags- kvöld halda tónleika á veitinga- staðnum Garðakráin, Garðatorgi 1 í Garðabæ. Garðakráin býður uppá allar veitingar og hefur að undanförnu boðið gestum sínum uppá lifandi tónlist af ýmsu tagi. Kuran-Swing skipa þeir Björn Thoroddsen, gítar, Þórður Högn- ason á kontrabassa, Olafur Þórð- arson á gítar, Magnús Einarsson á mandólín og gítar og sjálfur Szymon Kuran á fiðlu. Kuran- Swing hefur leikið víða m.a. í Reykjavík, Egilsstöðum (á djass- hátíðinni þar í júlí sl.) og í Finn- landi. Tónlist þeirra er einskonar - blanda af „Hot club du Frans“ blús- grassi og swingi. Gestum er bent á að tónleikarnir hefjast um kl. 10.30 á fimmtudagskvöld. Mynd frá vinstri: Magnús Einarsson, Þórður Högnason, Björn Thor- oddsen, Szymon Kuran og Olafur Þórðarson. ■ Á BORGINNI í kvöld verða haldnir samtónleikar hljómsveit- anna Todmobile, Sálarinnar hans Jóns míns og Point Blank. Tón- leikarnir eru liður í undirbúningi sveitanna fyrir tónleikaferð sem farin verður til Danmerkur í næstu viku. Sveitirnar leika nýtt og gam- alt frumsamið efni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00. ..♦ Aðeins sam- starfsmenn Sú meinlega villa kemur íyrir í viðtali í blaðinu í gær að eistnesku krabbameinssérfræðingarnir Mar- ianne Niin og Váino Ratsep eru sögð hjón. Því fer hins vegar fjarri, þau Niin og Rátsep eru aðeins samstarfsmenn. Einhversstaðar skoluðust upplýsingar til og er beðist velvirðingar á mistökunum. Innkaupatöskur Töskukerrur , <33S3r,. GEfSÍPr Vesturgötu 1, sími 1 1350 Philico sparar peninga Þvottavélarnar frá Philico taka inn á sig heitt og kalt vatn og stytta með því þvottatímann og umfram allt: þær evða minna rafmagni L64 • Vinduhraði: 600 snúningar • Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali • Sérstakt ullarþvottakerfi • Fjölþætt hitastilling • Sparnaðarrofi • Stilling fyrir hálfa hleðslu L85 • Fullkomin rafeindastýring • Val á vinduhraða: 500/800 snúningar • Vökva höggdeyfir • Ryðfrítt stál í tromlu og ytri belg L105 • Stillanlegur vinduhraði: 400/1000 snúningar • Sérstaklcga styrkt fyrir mikið álag • Fjöldi mismunandi þvottakerfa • Sjálfstæð hitastilling • Traustur vinnuþjarkur PHILCOB Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISIMI691520 sanauKtfUto

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.