Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 39
MÖRGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEFTEMBER 1901 39 Minning: Valur Kristinn Jóns- son framreiðslunmður Fæddur 8. september 1931 Dáinn 29. ágúst 1991 Kvaddur er í dag góður vinur, Valur Kristinn Jónsson framreiðslu- maður. Vaiur lést á heimili sínu hér í Reykjavík þann 29. ágúst sl. eftir meira en þriggja ára baráttu við erf- iðan sjúkdóm, margar sjúkrahúsdv- alir og nokkra erfiða uppskurði. All- ah þann tíma var hann dyggilega studdur af fjölskyldu sinni, læknum og hjúkrunarfólki og ber að þakka fyrir það í dag. Valur var fæddur og uppalinn í Grindavík, einn 6 sona þeirra sæmd- arhjóna Jórunnar Ólafsdóttur frá Hæðarenda í Grindavík, sem lifir son sinn, og Jóns Péturssonar sjómanns (d. 1954) frá Blómsturvöllum. Eftir- lifandi bræður Vals eru: Halldót' sjó- maður í Kopavogi, f. 1929, Guð- mundur Ágúst símsmiður í Garðabæ, f. 1938, látnir eru Ólafur Valgeir, f. 1927 d. 1930, drukknaði, Ólafur Valgeir yngri, f. 1942, deyr ung- barn, Dagbjartur Már, f. 1945 d. 1990, drukknaði. Árið 1946 flytur Valur aðeins 15 ára til Reykjavíkur og fer í þjónsnám á Hótel Borg og í Iðnskólanum og er þar til 1950 er hann verður þjónn á Gullfoss hinum nýja og er meðal annars á honum í siglingum á Mið- jarðarhafinu. Árið 1955 ræðst hann til Þorvald- ar í Þjóðleikhúskjallarann og þegar Þorvaldur opnar hinn vinsæla skemmtistað Lídó árið 1959 verður Valur yfirþjónn þar. Árið 1963 er opnaður glæsilegasti veitingastaður á landinu, á Hótel Sögu, þá nýbyggðri, og er þá Valur ráðinn sem yfirþjónn og varð þar síðan hans starfsvettvangur í rúm 20 ár. Árið 1958 verða þáttaskil í lífi Vals því þá kvæntist hann góðri og fallegri stúlku, Jónu Lóu Sigþórs- dóttur, sem hefut' reynst honum traustur lífsförunautur. Þau eign- uðust eina dóttur, Kristínu hjúkruna- rfræðing og flugfreyju. Kristín er gift Jóni Finni Ögmundssyni fram- reiðslumanni á Hótel Loftleiðum og eiga þau tvö börn, Val Kristinn, 6 ára, og Maríu Klöru, 2ja ára. Fyrir hjónaband átti Valur son með Þórunni Helgu Felixdóttur kennara, Felix lækni í Svíþjóð. Felix er kvæntur Ragnheiði Alfreðsdóttur og eiga þau eina dóttur, Áslaugu, 3ja ára, en fyrir átti hann Þórunni Helgu, 9 ára. Árið 1985 kaupir Valur ásamt Dagbjarti bróður sínum gisti- og veitingahúsið Víðigerði í Víðidal og flytjast þeir þangað og reka það ásamt eiginkonum á meðan Dag- bjartur lifði og heilsa Vals leyfði. Dagbjartur ferst sviplega á báti sínum á Húnaflóa við annan mann í nóvember 1990, en Valur var þá fluttur til Reykjavíkur vegna veik- inda sinna og hefur Jórunn Jóhann- esdóttir, ekkja Dagbjarts, veitt veit- ingastaðnum forstöðu síðan. Valur var gefinn fyrir útiveru og ferðalög á meðan heilsan leyfði, stundaði hann veiðar í ám, Vötnum en á seinni árum fór hestamennskan að taka meiri hluta af frítíma hans. Fyrir 2-3 áratugum fór vinahópur úr Kópavogi og Reykjavík að ferðast saman um landið og njóta nátt- úrufegurðar þess með öllum sínum fjölbreytileika og voru Valur og Jónsa oftast með í þeim ferðum. Ferðahópurinn kveður nú í dag kær- an vin og þakkar honum fyrir sam- fylgdina. Arið 1979 keyptum við hjónin sumarbústað með Val og Jónsu í Eilífsdal í Kjós og áttum við þar saman marga og góða daga á hvetju sumri og kom þá vel í ljós hversu barngóður Valur var, smástríðinn og skemmtilegur, en fyrst og fremst tryggur og traustur vinur vina sinna. Að leiðarlokum er margs að minn- ast en í dag er það fyrst og fremst söknuður yfir fráhvarfi góðs vinar, sem tengir okkur saman. Við biðjum aldraðri móður, sem nú kveður annan son sinn á stuttum tíma, eiginkonu, börnum, barnabömum og venslafólki Guðs blessunar og við huggum okkur við það að nrinningin um hann er góð og hlý. Guðmundur Snorrason í dag er til moldar borinn Valur Kristinn Jónsson framreiðslumaður eftir langvinn og erfið veikindi. Ungur að árum hóf hann nám í framreiðslu á Hótel Borg og lauk námi 1950, og gekk þá þegar í Félag framreiðslumanna. Snemma hóf hann afskipti af félagsmálum og sat um árabil í stjórn félagsins aðallega sem gjaldkeri, auk ýmissa annarra starfa sem honum voru falin. Valur var góður fagtnaður og vel látinn bæði af viðskiptavinum sem samstarfsfólki. Hann starfaði sem framreiðslu- maður m.a. m/s Gullfossi, Leikhús- kjallaranum og Lídó, en aðalstarfs- vettvangur hans var Hótel Saga, þar sem hann starfaði sem yfirfram- reiðslumaður í Súlnasal og síðar meir á Mímisbar ásamt undirrituð- um. Valur var glettinn og spaugsamur og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og einkar orðheppinn. Árið 1985 festu þeir bræður Valur og Dagbjaitur kaup á Víðigerði í V-Húnavatnssýslu og gerðu þar miklar og gagngerar endurbætur á staðnum og ráku þar af rniklum 'myndarskap veitingasölu gistingu og verslun allt þar til Dagbjartur fórst í sjóslysi síðla árs í fyrra. Foreldrar þeirra bræðra voru þau Jón Pétursson sem látinn er fyrir mörgum árum og Jórunn Ólafsdóttir sem enn er á lífi. Valur kvæntist eftirlifandi konu sinni Jónu Lóu Sigþórsdóttur 7. des- ember 1958 og eignuðust þau eina dóttur Kristínu, sem gift er Jóni Ögntundssyni veitingastjóra á Hótel Loftleiðum, og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Valur son að nafni Felix sem er starfandi læknir í Svíþjóð, hann er kvæntur Ragnheiði Alfreðs- dóttur og þau eiga eitt barn. Ég vil að leiðarlokum færa eigin- konu Vals mínar innilegustu satn- úðarkveðjur svo og börnum, aldraðri móður og öllum vinum og vanda- mönnunt. Félag framreiðslumanna þakkar af alhug áratuga langt samstarf. F.h. Félags framreiðslumanna Haraldur Tómasson Okkur langar að kveðja elsku afa okkar og þakka allar góðu stundirn- ar sem við áttum með honum. Við vitum að honum líður núna vel vegna þess að hann er hjá Guði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn i nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egitsson) Við þökkum elsku afa fyrir allt. Guð blessi minningu hans. Valur Kristinn og María Klara Honda Accord Sedan 2,0 EX ’91 Veröfrá 1.474 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA (H VATNAG0RÐUM 24 RVIK., SIMI 689900 Fjölhæfur pressubekkur með fótatæki og 46 kg. lyftingar- setti. Verð áður stgr. kr. 24.490,- Nú kr. 19.592,- Skemmtilegur sitjandi pressubekkur með fótatæki og 20 kg. af lóðum. Verð áður stgr. kr. 32.940,- Nú kr. 23.554,- Frábær æfinga stöð fyrir heimahús eða stofnanir. Meira en 30 æfingar. Verð áður stgr. kr. 69.750,- Nú kr. 55.800,- Stóri þrek- stiginn með töivumæli og 9 mismunandi „þrekstigum". Verð áður stgr. kr. 23.655,- Nú kr. 19.870,- SENDUM I KR0FU UM LAND ALLT. EUR0 - VISARAÐSAMNINGAR. TAKMARKAÐAR BIRGÐIR. HREYSTI ■■IILfJÖLikMLilAVMiinaP -friskandi verslun- SKEIFUNNI 19 - SÍMI 681717 -'FAX 83064

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.