Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 49
I I I í ( ( ( < i í í t « 8 íeei h:*i«m MORGUNBLAÐIÐ r 1.7 2 y , MMF? QICtAdHVIUOHQM IPKUI IW FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 49 ítfémR FOLK M ATLI Eðvaldsson lék sinn sjö- tugasta landsleik í knattspyrnu og sinn 68 í byrjunarliði íslands. Þar með sló hann met Marteins Geirs- sonar, sem hann jafnaði á dögunum í leik gegn Tyrkjum. Marteinn lék 67 landsleiki, alla sem leikmaður í byijunarliði. Atli hefur komið inná sem varamaður í tveimur lands- leikja sinna. B ÓLAFUR Gottskálksson markvörður lék ekki með húfu þrátt fyrir að sólskin væri í Laugardaln- um í gærkvödli. „Sólin var svo lágt á lofti að húfa hefði ekki hjálpað neitt,“_ sagði Ólafur. ■ SÓLIN _kom víða við sögu í gær. Þegar Ólafur Þórðarson fékk gott marktkifæri á 21. mín var Hlynur Stefánsson fyrir aftan hann í enn ákjósanlegra færi. „Ég sá ekki hvort þetta var íslendingur eða Dani sem var fyrir framan mig fyrir sólinni. Ef ég hefði vitað að þetta var Óli hefði ég látið hann heyra í mér,“ sagði Hlynur. H ÍSLENSKA landsliðið lék í nýj- um búningum í gærkvöldi. Þeir eru bláir og hvítir og dálítið sérkenni- legir, eða að minnsta kosti talsvert örðuvísi en liðið hefur áður leikið í. ■ DANIR léku í hvítum og rauð- um peysum og að venju með stór og mikil númer á bakinu. íslending- ar mættu taka sér þá til fyrirmynd- ar í sambandi við stærð númeranna á bakinu því það er óneitanlega þægilegra að sjá númerin þegar þau eru svona stór og áberjndi. ■ BO Johanson fékk fyrir leikinn í gær áritaðan skjöld að gjöf frá KSÍ. Gróttaí 3. deild Grótta tryggði sér sæti í 3. deild með því að leggja Víkinga að velli, 5:3, á Ólafsvík í gærkvöldi. Kristján Brooks skoraði þijú mörk fyrir Gróttu, Gísli Jónsson og Erlingur Aðal- steinsson eitt. Guðlaugur Rafns- son skoraði tvö mörk fyrir Víking og Devic eitt. Ægir vann Hvöt, 7:2, í Þor- lákshöfn. Höttur og Ægir beij- ast um hitt lausa sætið í 3. deild. Félögin mætast á Egils- stöðum á laugardaginn. Höttur, sem er með 6 stig, nægir jafn- tefli. Ægir með 5 stig. Tottenham áfram KNATTSPYRNA Richard Mcller Nielsen þjálfari Dana: Ungu leikmennimir eru ekki tilbúnir að kom greinilega í ljós í þess- um leik að ungu leikmennirnir eru ekki tilbúnir til að leika „al- vöru“ landsleiki og ég mun velja sterkasta landsliðið í Evrópukeppn- ina, sama hversu gamlir leikmenn eru,“ sagði Richard Moller Nielsen þjálfari Dana. Við lékum illa í fyrri hálfleik og aðal vandamálið hjá okkur var miðj- an. Við náðum engum tökum á leiknum. Það lagaðist í síðari hálf- leik og þá réðum við gangi leiksins, en tókst ekki að bijóta sterka vörn íslendinga á bak aftur. Úrslitin í sjálfu sér eru sanngjörn," sagði þjálfarinn. „Við náðum ágætum tökum á leiknum í síðari hálfleik en lékum illa í þeim fyrri. íslendingar eru líkamlega sterkii' og við áttum í erfiðleikum með að finna glufur í vörninni í síðari hálfleik þrátt fyrir að við réðum gangi mála úti á vell- inum,“ sagði Lars Olsen fyrirliði Dana. Hvað sögðu þeir? Eins og þrjár einingar „Liðið var eins og þijár einingar í síðari hálfleik. Það opnuðust allt of stór svæði á milli varnar og miðju og einnig á milli miðju og sóknar. Liðið hreyfði sig ekki eins og ein heild, heldur eins og þijár einingar," sagði Ólafur Þórðarson. „Ég fékk fín færi í fyrri hálfeiknum og hefði átt að skora, sérstaklega í fyrsta færinu. Ég hitti bara ekki tuðruna, sólin var lagt á lofti og blindaði mig. Hlynur var fyrir aftan mig í betra færi en ég vissi ekki af honum og hann kallaði ekki. Við misstum öll tök á leiknum í síðari hálfleiknum og þá gekk ekkert hjá okkur en við lékum þokkalega í fyrri hálfleik." Þorðum ekki að sækja „Síðari hálfeikur var hræðilega dapur. Við bökkuðum of mikið og það var eins og við þyrðum ekki að sækja,“ sagði Einar Páll Tómasson. „Ég er nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og við lékum oft ágætlega þá en við hefðum átt að skora. Þeir voru ekkert að gera í fyrri hálflejJ^ og það var rólegt í vörninni. Ég heffli viljað vinna þennan leik því við feng- um færin til að skora og þó þeir sæktu meira í þeini síðari þá fengum við fleiri færi.“ Eins og svart og hvítt „Seinni hálfleikur var jafn slæmur hjá okkur eins og sá fyrri var góður, - það var eins og svart og hvítt,“ sagði Sigurður Jónsson. „Við náðum okkur á strik í fyrri hálfleiknum en hreyfanleikann vantaði í þeim síðari - þá fundum við fyrir liðsmuninum a' miðjunni og gekk illa að koma okkur framar á völlinn." Vorum betri í heildina „Við héldum uppi hraðanum í fyrri hálfleik og fengum fjögur góð færi en náðum ekki að skora,“ sagði Atli Eðvaldsson. „Soknir Dana í síðari hálfleiknum komu allar eftir að við höfðum misst knöttinn á miðjunni.í heildina vorum við betri og færi okk- ar voru fleiri." Fann mig vel „Ég fann mig vel í leiknum og sjálf- straustið er komið í gott lag,“ sagði Ólafur Gottskálksson. „2:0 hefi?ÍT~ verið sanngjarnt í hléi en i siðari hálfleiknum gekk okkur illa að koma okkur fram á völlinn." „Sweeperinn" kom á óvart „Það var gaman að koma inn i hópinn en það kom mér á óvart að vera valinn sem „sweeper" og vera i byrjunarliðinu," sagði Valur Vals- son. „Danirnir voru mun hreyfan- legri í síðari hálfleiknum og það gerði okkur erfiðara fyrir.“ Morgunblaðið/Einar Falur Arnór Guðjohnsen reynir hér að komast í gegnum vörn Dana, en hann átti erfitt uppdráttar þar sem'dönsku varnar- mennimir voru fljótir að loka svæðum. Fátt að gleðjast yfir Sigrún Daviðsdótiir skrifarfrá Danmörku Vináttuleikur Dana og íslend- inga var sjónvarpað beint á annarri rás danska ríkissjónvarps- ins. Eftir leikinn átti þulurinn vart orð til að lýsa því hve leikurinn hefði verið leiðin- legur, hve frammi- staða Dananna hefði verið máttlaus, leikurinn ómarkviss og laus við allt fjör og skapandi leik. Það eina jákvæða sem hægt var að tína til var að Danir hefðu þó ekki tapað í þetta skiptið. Ummæiin um íslensku leikmenn- ina voru heldur jákvæðari, sérs- taklega var Arnóri hrósað og einn- ig fékk Hlynur ágætis dóma hjá þeim. Þrátt fyrir góðan varnarleik Islendinga hefði vantað mikið á að leikur þeirra væri skapandi og markviss. Þegar lítið var um að vera í leiknum gaf þulurinn sér tíma til að segja frá hve góðar móttökur dönsku blaðamennirnir hefðu fengið, frá góðum mat og skemmtilegri ferð í Bláa lónið, en skemmtunin virtist ætla að fá snöggan endi við að horfa á þenn- an þunglamalega leik. Þulurinn sagði að gaman vær að koma til íslands og fallegt haustkvöld skemmdi ekki fyrir en svo virtist sem fótboltinn ætlaði að gera það. Einnig nefndi hann að ísland hefði komist á hendur Dana 1380 og rakti viðburðina 1918 og 1944.' Undir lok fyrri hálfleiks þóttist hann sjá mérki þess að Danirnir væru undir miklum þrýstingi frá íslensku leikmönnunum, án þess þó að íslendingunum tækist nokk- um tímann að nýta sér þá aðstöðu sína. í leikhlé var leikurinn ræddur ög hvað hann segði um danskan fótbolta, en það er erfitt að al- hæfa um danska landsliðið út frá þessum leik, því svo margir fastir liðsmenn þess voru fjarri góðu gamni. Það gerðist ekkert sögu- legt á sögueynni í þessum leik. HANDKNATTLEIKUR Erfið fæðing í Guðni Bergsson og félagar hans hjá Tottenham eru komnir í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Þeir unnu Sparkasse Stockerau frá Austurríki á White Hart Lane í gærkvöldi, 1:0, og samanlagt, 2:0. Gary Mabbutt skoraði mark Totten- ham á 42. mín. við mikinn fögnuð 28.072 áhorfenda. Gary Lineker fór meiddur af leikvelli í leiknum. Tottenham leikur gegn Hajduk Split frá Júgóslavíu í 1. umferð og þarf júgóslavneska félagið að leika heimaleik sinn í Udinese á Ítalíu, vegna ástandsins í Júgóslavíu. íslenska landsliðið skipað leik- mönnum undir 21 árs lenti í basli með Brasilíu ífyrsta leik heimsmeistarakeppninnar í Grikklandi. island vann tveggja marka sigur 24:22 eftir að jaf nt hafði verið íleikhléi 12:12. etta var erfið fæðing, Brasilíu- menn komu okkur mjög á óvart og eru með skemmtilegt lið en við vorum að sama skapi slakir og allir leikmenn að Patreki Jóhannessyni léku undir getu,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari sem er Gunnari Einarssyni innan handar með þjálfun liðsins. Sigur íslands var þó aldrei í telj- andi hættu og liðið náði 18:14 for- ystu en Brasilíumenn náðu að minnka muninn í lokin. Mörk íslands: Einar Sigurðsson 5, Gunnar Andrésson 4, Gústaf Bjarnason 4, Sigurður Bjarnason 3, Björgvin Rúnarsson 3, Magnús Sigurðsson 3, Patrekur Jóhannes- son 2. Sovétríkin og Danmörk sem einn- ig eru í D-riðlinum með íslendingum lóku í gærkvöldi. Sovétmenn unnu Aþenu þá viðureign 30:22. Sovétmenn keyrðu upp hraðann í síðari hálf- leiknum eftir jafnræði hafði verið með liðunum framan af. í dag mæta íslendingar Dönum og Sovét- menn Brasilíu. ÚRSLIT A-riðill: 31:22 26:16 B-riðill: Ungverjaland-Spánn 26:22 Frakkland-Egyplaland.................30:19 C-riðUl: Svlþjóð-Kórea........................34:24 Þýskaland-Grikkland..................30:26 p-riðill: ísland - Brasilla,............. ,...„24:22 Sovétríkin - Danmörk.................30:22 P Badminton Lausir timar íbadminton ííþróttamiðstöð Garðabæjar. Upplýsingar ísíma 53066. Patrekur Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.