Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 15 ---------------i---——■—(------------------------f- Merkjasala Krabba- meinsfélags íslands andi íslenskukunnáttu og spyija hæðnislega, hvort nokkuð sé að marka þetta hjai á Melunum frekar en fyrri daginn? Það vanti allar vís- indalegar sannanir, þetta sé hið besta mál. Síðan söðiar Heimir al- gjörlega um, og ver því, sem eftir er af grein sinni til að skilgreina vanda íslenskrar tungu, sem er þá orðinn svo ægilegur, að hann „get- ' ur kostað okkur íslenskt þjóðerni og menningu". Vantaði ekki vísind- alegar sannanir? Nei, ekki lengur. Við verðum náttúrlega að átta okk- ur á því að þetta er hið versta mál... Þegar Heimir er aftur kominn í þetta gamla far, virðist hann engu að síður finna hjá sér hvöt til að halda áfram að agnúast út í „tals- menn Háskólans". Sök okkar er nú ekki lengur sú að hafa vanrækt að sanna vanda tungunnar vísinda- lega, heldur að hafa. ekki greint hann rétt! Vill Heimir þar næst leiða okkur Guðrúnu Kvaran orðabókar- ritstjóra í allan sannleika um und- anhald íslenskunnar með skírskot- unum til þess, sem sameiginlegt kann að vera í lífshlaupi okkar og námsferli. Get ég tekið.undir mest allt í greiningu hans, og svo er um flesta þá háskólakennara, sem ég hef rætt við um þessi mál. Lengra verðum við Heimir þó ekki samferða, því að niðurstaða hans í þessum síðari hluta greinar- innar er í hefðbundnum stfl; þjóðin liggur „hundflöt“ fyrir Ameríkön- um, sem eru að gleypa æskuna, tunguna og menninguna. Sannast nú enn að skammt er öfganna á milli. Mér sýnist satt að segja ekk- ert benda til þess, að sá minnihluti háskólanema, sem þyrfti á stoð- kennslunni að halda, sé að afneita þjóðerni sínu eða glopra því niður ómeðvitað. Jafnvel þótt ástkæra ylhýra málið tæki breytingum, sem við Heimir Pálsson teljum óæskileg- ar, er ég alls ekki viss um, að íslend- ingar hætti að vera íslendingar. Orsakir utan skóla Eftir allt lífsháskatalið er mér það ráðgáta, hvernig hægt var að mistúlka svo hrapallega þessi mein- leysisorð mín í Morgunblaðinu: „kennurum í deildinni fyndist að íslenskukunnáttu hefði hrakað". Hver maður ætti að sjá, að í þessum orðum seg ir ekkert um orsök hrak- andi íslenskukunnáttu hvað þá, að sök sé skellt á þá sem síst skyldi, kennara á öðrum skólastigum. Ég veit, að í öllum kennarastofum landsins tala menn á sama veg og við í heimspekideild, eins og glöggt kom fram í viðt ölum Mbl. við skóla- meistara. Enginn efast um, að höf- uðorsök vandans sé að leita utan skólaveggja, eins og Heimir Pálsson vildi fræða mig, Eirík Rögnvaldsson og Guðrúnu Kvaran um, þegar hann var hættur að væna okkur um að fara með staðlausa stafi. Aftur á móti væri fráleitt, ef þessi niður- staða yrði til þess að skólamenn misstu móðinn, lýstu yfir því að vandinn væri óviðráðanlegur (eða aðeins til í heilabúum háskólakenn- ara) og reyndu ekki að huga að nýjum aðferðum til að takast á við h ann. Viðtöl Mbl. við skólameistara sýna, að slík viðhorf eiga sem betur fer engan stuðning í þeirra hópi. En fyrst unnt var að mistúlka orð heimspekideildarmanna sem gagnrýni á framhaldsskólakennara, vakna ýmsar spurningar um þann skilning, sem menn geta lagt í fræðslustarf. Hvaða augum á t.d. að líta málræktarátak menntamála- ráðuneytis? Er það áfellisdómur um kennarastéttina frá fyrsta bekk grunnskóla til Háskólans? Eða er átakið e.t.v. óþarft, með því að skól- arnir útskrifa þorra þjóðarinnar með próf í móðurmálinu? Hvað um stoðnámskeið („núlláfanga") fram- haldsskólanna? Tákna þau að móð- urmálskennarar grunnskólanna hafi verið að svíkjast um? Er verið að niðurlægja þá og nemendur? Hvað um undirbúningsnámskeið („núlláfanga") viðskiptadeildar í stærðfræði (og sambærileg nám- skeið áður haldin í verk- og raunvís- indadeild)? Eru þessi námskeið til marks um, að Háskólinn vilji ekki aðeins gera lítið úr móðurmáls- kennslu framhaldsskólanna heldur einnig stærðfræðikennslunni? Er Háskólinn að lýsa yfir vantrausti á eigin prófgráðum með endurmennt- unarstarfi sínu? Þessar spurningar eru vissulega allar út í hött, en ættu að vera þeim til íhugunar, sem þeysa vilja fram á ritvöllinn til að gera kennurum heimspekideildar upp hleypidóma og rangar skoðanir. Þann er gott að fræða sem sjálfur vill læra Úr framhaldsskólunum útskrif- ast nú um 1.600 stúdentar á ári hveiju. Það segir sig sjáift að þeir, sem innritast í heimspekideild, hafa náð misjöfnum árangri í íslensku. Hér reynir síðan fljótt á móðurmáls- kunnáttu, einkum ritfæmi, og þeir stúdentar, sem lakast eru undirbún- ir, lénda í erfiðleikum. Þeir eru í minnihluta meðal hinna 1.200 stúd- enta deildarinnar, en við höfum rætt um leið til að hjálpa þeim, því að hingað eru þeir komnir með sitt stúdentspróf og vilja ljúka háskóla- prófi. Ef kennarar í framhaldsskól- um telja, að þeir geti fækkað í þess- um minnihluta með því að fjölga tímum, sem þeir hafa til að fara yfir ritgerðir, þá gefst þeim von- andi tækifæri til að láta á það reyna. Þegar eytt hefur verið óþarfa mis- skilningi okkar á milli, eru deilur um þetta mál aðeins til bölvunar. Kennarar á öllum skólastigum þurfa að ræða betur saman um ís- lenskunámið í fullu bróðerni. Síðan eigum við að snúa bökum saman til efiingar íslenskri tungu hver á sínu sviði. Höfundur er forseti heimspekideildar Háskólans og kennir sagnfræði. UM næstu helgi, 6.-8. septemb- er, verða seld merki um land allt til styrktar félagsstarfi Krabbameinsfélagsins. Að þessu sinni eru í boði vönduð barmmerki sem kosta 500 krónur og rennur helmingur ágóðans til aðildarfélaga Krabbameinsfélags íslands en það eru 24 svæðafélög og 5 stuðningshópar krabbameins- sjúklinga. Á höfuðborgarsvæðinu verða merki einkum seld við versl- anir. Málmsteypan Glaðnir hf. í Hveragerði framleiddi merkin fyr- ir Krabbameinsfélagið og gaf fé- laginu hluta af upplaginu. Krabbameinsfélagið væntir þess að landsmenn taki sölufólki vel og kaupi merki til stuðnings við mikilvæg verkefni félagsins. (Frétt frá Krabbameinsfélaginu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.