Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 ínám FOLK ■ HÖTTUR frá Egilsstöðum, sem leikur í 1. deild í körfuknatt- leik, hefur fengið leikmann frá Bandaríkjunum. Það er Samuel Grahan, 25 ára, frá Pittsburg í Pensylvaníu. Hann er 2,03 m og hefur leikið með írska liðinu Bu- gerland Cork. ■ GUÐJÓN Guðmundsson, meistari í fimleikum, er nú staddur í Indianapolis í Bandaríkjunum, þar sem hann tekur þátt í heims- meistaramótinu í fimleikum, sem hefst á morgun. Guðjón keppir á laugardaginn í skylduæfíngum. M JÖRGEN Tellnor, þjálfari Guðjóns, er með honum, en þeir fóru út 30. ágúst. Fararstjóri er Guðmundur Haraldsson, vara- formaður FSÍ. ■ GRÓTTA hefur fengið sovésk- an leikmann, sem mun leika með liðinu í 1. deildarkeppninni í hand- knattleik í vetur. Það er Alexander Revin, sem er markvörður. ■ TREVOR Steven, sem Mar- seille keypti frá Glasgow Rangers á dögunum - á 5,5 millj. pund, sagði frá því í viðtali um sl. helgi, að áður en boðið frá Marseille kom, hafí Liverpool verið tilbúið til að greiða 4,5 millj. pund fyrir hann. ■ FIORENTINA var sektað um 2,16 millj. ísl. króna í gær, vegna óláta áhanganda félagsins í leik gegn Juventus í ítölsku 1. deildar- keppninni um sl. helgi. Fimm stuðn- ingsmenn félagsins voru hendtekn- ir, 24 meiddust - þar af nítján lög- reglumenn, eftir leikinn, sem Ju- ventus vann, 1:0. Juventus var sektað um 270 þús. ísl. kr. ■ Matteo Mareggini, markvörð- r~úr Fiorentina, var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að ráðast að Casiraghi, miðheija Juventus, undir lok leiksins. ÚRSLIT Evrópukeppnin Bratislava, Tékkóslóslóvakíu: Tékkóslóvakía - Frakkland ........1:2 Vaclav Nemecek (21.) - Jean-Pierre Papin 2 (53., 89.). 50.000 Vináttuleikir Stokkbólmur, Svíþjóð: Svíþjóð - Júgóslavía..............4:3 Martin Dahlin 2 (20., 69.), Anders Limpar (51.), Jonas Them (85.) - Dejan Savicevio 2 (33., 66.), Mikael Nilsson (75. - sjálfsm.) 11.510 — > Oviedo, Spánn: Spánn - Uruguay...................2:1 Rafael Martin Vazquez (9.), Manolo San- chez (18.) - Alvaro Gutierrez (67.). 1.600 England Leikir í 1. deildarkeppninni: Aston Villa - C. Palace...........0:1 - Ian Wright (3.). Luton - Southampton...............2:1 Gray (32.), Harvey (48.) - Le Tissier (31.). ■Richard Hall hjá Southampton var rekinn af leikvelli á 48. mín. Man. City - Nott. Forest..........2:1 Keith Curle (14.), A. Hill (86.) - Teddy Sheringham (65.) ■Garry Parker, miðvallarspilarar hjá For- est, hefur óskað eftir að vera sfettur á sölu- lista, en hann er metinn á 700 þús. pund. ■Lee Glover hjá Forest hefur verið lánaður til Luton. QPR- West Ham.......................0:0 ^ 2. DEILD: Bristol City - Bristol Rovers.......1:0 Derby - Blackbum....................0:2 ' Leicester - Grimsby.................2:0 ! Millwall - Brighton.................1:2 Newcastle - Plymouth................2:2 Oxford - Middlesbrough..............1:2 Skotland: Leikur í 8-liða úrslitum deildarbikarkeppn- innar: Hearts - Rangers....................0:1 - Ally McCoist. ARangers, Hibs, Dunfermline og Airdrie eru komin í undanúrslit. Þýskaland Leikir í bikarkeppninni: Fortuna Köln - Hansa Rostock.......5:3 ■Fortuna sem er neðst i 2. deild vann topp- lið úrvalsdeildarinnar eftir framlengingu. Fátt benti til sigurs Fortuna sem var 3:1 undir þegar íjórar mínútur voru til leiksloka. Juelich - Mönchengladbach..........0:1 Reutlingen - Rot-Weiss Erfurt......3:1 Hamburger - Bergmann Berlín........6:5 ■Hamburger vann í vítaspyrnukeppni. Wolfsburg- Stuttgart...............1:3 ■Kastl kom inn í liðið og skoraði eitt marka Stuttgart gegn 3. deildarliðinu. —. -Walther og Gaudino skomðu hin mörkin. Freiburg - Rot-Weiss Hasborn.......1:0 Bamberg - Havelse..................4:0 FRJALSIÞROTTIR Ráty missir heimsmet sitt í spjótkasti Nemeth-spjótin og sænsku báru- spjótin bönnuð. Bretinn Steve Bac- kley hefur endurheimt met sitt HEIMSMET Finnans Seppo Ráty í spjótkasti frá í sumar verða strikuð út af metaskrám Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) ívetur og sænsku báruspjótin, sem hann setti metin með, bönn- uð frá 20. september, eftir úrslitakeppni Grand Prix-mótanna, að sögn finnska dagblaðsins Huvudstadssbladet. Sömuleiðis verða svonefnd Nemeth-spjót sem notuð hafa verið íkeppni í þrjú ár bönnuð frá sama tíma. Islandsmet Einars Vilhjálmssonar frá alþjóðlegu móti íMalmö íSvíþjóð í fyrrasumar, 85,48 metr- ar, ætti að standa óhaggað þar sem Einar kastaði spjóti með sléttu yfirborði, enda lögðu mótshaldarar bann við notkun Ne- meth-spjóta þar. Steve Backley hefur endurheimt heimsmet sitt. Deilur hófust strax um réttmæti Nemeth-spjótsins og ekki minnkaði gagnrýnin með tilkomu sænsku spjótanna. Bretinn Backley var meðal þeirra sem gagnrýndi til- komu Nemeth-spjótanna og sagði að með þeim væri farin af stað þróun þar sem hyggjuvit framleið- enda skipti meira máli en þjálfun íþróttmannanna og kasttækni þeirra. Nú ætti breyting að verða þar á aftur og snilli íþróttamann- anna og þjálfara þeirra að ráða úrslitum. Aþingi IAAF í tengslum við heimsmeistaramótið í fijáls- íþróttum í Tókýó 'dögunum var ákveðið að frá og með næsta ári yrðu einungis leyfð til keppni spjót sem hefðu alveg slétt yfirborð. Arið 1985 var reglum um þyngdarpunkt spjótsins breytt þar sem slysahætta þótti of mikil á mótum eftir að þýski spjótkastarinn Uwe Höhn kastaði 104,80 metra 1984. Spjótin lentu svo til flöt og þeyttust síðan tugi metra til vjðbótar eftir völlun- um. Með því að færa þyngdarmiðj- una fram stungust spjótin niður á endann og stóðu föst í sverðinum. Kastlengdirnar styttust mjög veru- lega en slysahættan hvarf. Framleiðendur fundu hins vegar glufur í reglum til þess að auka flugeiginleika spjótsins og þar með kastlengdina. Ólympíumeistarinn frá 1976, Miklos Nemeth frá Ung- veijalandi, gerði árangursríkar til- raunir með nýtt spjót sem við hann hefur verið kennt. Með því að gera hluta yfirborðs spjótsins aftan við gripsvæðið sendið, eins og þar hefði verið settur grófur sandppapír, tókst honum að auka lyftikraft þess og margir spjótkastarar stórbættu skyndilega'árangur sinn. Sænskir spjótframleiðendur sendu svo frá sér í fyrra nýtt spjót með gáróttu yfirborði og var tii- gangurinn hinn sami, að lengja flug spjótanna. Seppo Ráty sannaði ágæti spjótanna með því að stór- bæta heimsmetið. Kastaði hann fyrst 91,98 í Shizuoka í Japan 6. maí og 96,96 í smábænum Punkala- idun í Finnlandi 2. júní. Sigurður Einarsson varð annar á mótinu í Shizuoka með 84,94 metra kasti með sænska spjótinu. A HM í Tókýó köstuðu flestir kastaranna sænska spjótinu, þ.á.m. Kimmo Kinnunen sem bætti þar árangur sinn á mót- inu um fimm metra. En nú verður árangur Ráty strik- aður út úr metabókum og þegar ný metaskrá IAAF tekur gildi frá næstu áramótum eru allar líkur á því að heimsmet sem Bretinn Steve Backley setti á Grand Prix-móti í Stokkhólmi í júlí í fyrra, 89,58 metrar, verði þá aftur gildandi. Það var sett með spjóti með alveg sléttu yfirborði. Backley bætti metið rúm- um mánuði seinna í 90,98 með Nemeth-spjóti en sá árangur verður sömuleiðis strikaður út. Að sögn breska blaðsins Daily Telegraph er hugsanlegt að ekkert eldra met verði látið gilda, heldur byijað að skrá heimsmet upp á nýtt frá ára- mótum. Ekkert met gilti árið 1986 er fyrst var keppt með spjótum með nýrri þyngdarmiðju og aðeins besti árangur þess árs skráður sem heimsmet frá 1. janúar 1987. Einar Vilhjálmsson og Seppo Raty, sem hefur misst met sitt. Leroy Burrell og Carl Lewis. Lewis og Burrell: Einvígi kostar 36 milljónir Bandarísku spretthlaupararnir Carl Lewis og Leroy Burrell ætlast til þess að fá vel borgað fyrir að keppa mótum og ekki lækkaði gengi þeirra við HM í Tókýó á dögunum. Hæst þarf að greiða fyrir einvígi þeirra í millum í 100 metra hlaupi. Mótshaldarar á Grand Prix- mótinu í Berlín næstkomandi þriðjudag, 10. september, vilja fá þá til að keppa í 100 metra hlaupi á móti sínu en verða að punga út 600.000 dollurum, jafnvirði rúmlega 36 milljóna ISK., eigi það að verða að veruleika, að sögn franska íþróttablaðsins L’Equipe. Þjófstart í 10O m hlaupinu á HM íTókýó Mesta 100 metra hlaup sög- unnar, sjálft úrslitahlaupið á HM í fijálsum í Tókýó í síðustu viku, hefði í raun ekki átt að fara fram, að sögn breska blaðsins Inde- pendent. Bandaríkjamaðurinn Dennis Mitchell, sem varð þriðji, þjófstartaði og hefði ræsirinn, jap- anski háskólaprófessorinn Tad- anobu Nozaki, átt að kalla hlaupar- ana til baka. Búnaður sem tengdur var rásblokkum hlauparanna nam ólöglegt viðbragð Mitchells og tölv- ur sendu ræsinum boð um það sem berast honum sem hljóðmerki í heyrnartóli. Einhverra hluta vegna gleymdi Nozaki hins vegar að setja heyrnartólin á sig fyrir úrslita- hlaupið og heyrði því ekki hljóð- merkið sekúndubroti áður en hann hleypti af rásbyssunni. Blaðið hafði eftir talsmanni Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins að úrslitum hlaupsins yrði ekki breytt og metin sem sett voru stæðu þar sem ákvörðun ræs- is væri endanleg. í ljósi atviksins myndi stjórn sambandsins líklega ákveða í næsta mánuði að skylda ræsi á mótum af þessu tagi til að setja herynartólin á höfuðið og þar með yrði það forsenda þess að ár- angur yrði viðurkenndur. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.