Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 Enn segir frá NORDIU 91 ________Frímerki______________ Jón Aðalsteinn Jónsson Að þessu sinni verður haldið áfram að segja nokkuð frá NORDIU 91. Verður nú vikið að úrslitum þeim, sem íslandssöfn erlendra manna fengu á sýningunni. A NORDIU 91 voru í Landsflokki falleg söfn íslenzkra frímerkja, sem eru í eigu erlendra safnara . Danski læknirinn Ebbe Eldrup sýndi frábært safn elztu íslenzku frímerkjanna allt fram yfir aldamót, bæði stök og eins á faliegum bréfum. Einnig eru í safn- inu bréf, sem sýna póstnotkun fyrir daga ísl. frímerkja. Eg hygg, að þetta safn sé eitt hið bezta, sem nú er í eigu einstaklings. Það fékk að sjálf- sögðu gullverðlaun og þar að auki verðlaun, sem nefnd eru Grand Prix National. Voru þau verðlaun svo sannarlega verðskulduð. — í sama flokki var annað safn, sem finnskur safnari á, Lars Trygg. Það fékk einn- ig gullverðlaun, en þolir samt engan samanburð við safn Danans, og hef- ur að mínum dómi verið of hátt metið til verðlauna, þar sem í því leynast of margir óæskilegir hlutir. — Svíinn Stig Ósterberg fékk stórt silfur fyrir safn sitt af Tveggja kónga frímerkjum. Hygg ég það sanngjarn- an dóm, enda þótt í safni hans séu margir mjög góðir hlutir og áhuga- verðir. — Torben Jensen frá Dan- mörku fékk silfur fyrir safn frí- merkja með mynd Kristjáns X. í safni Torbens eru margar sjaldgæfar póstsendingar, sem sýna rétta notk- un burðargjalda, og að auki mörg önnur skemmtileg bréf og eins margs konar afbrigði. Safn þetta hlaut silf- ur, en ekki er ég í nokkrum vafa um, að það á eftir að komast hærra í verðlaunastiganum, og þarf ekki mikið til. í póstsögulegri deild áttu fjórir erlendir safnarar nokkur áhugaverð söfn, sem varða Island með nokkuð sérstæðum hætti, því að þau tengj- ast öll síðari heimsstyijöldinni. Tvö þeirra fjalla um ritskoðaðan póst til og frá íslandi 1939-45. Þau eiga danskir menn, Bendy Knudsen og Kristian Hopballe. Bæði þessi söfn fengu stórt silfur. Hopballe hefur nýlega sent frá sér mikið rit um þetta söfnunarsvið, sem hann hefur samið í samvinnu við Ólaf Elíasson. I riti þessu er mikill fróðleikur dreg- inn saman um ritskoðaðan póst til og frá íslandi. Dreg ég ekki í efa, að það er hið gagnmerkasta á þessu þrönga sviði. Hin söfnin í þessari deild eru bundin veru erlendra her- Bókhalds- nám Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. ‘fitiut AOH> tífát Æýlfffdt íé/íAdtdi Jf^dt 4 dtítétStiií- y'tf/ttttfffifttd Á námskeiðínu verður eftirfarandi kennt; * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og redugerðir * ViroisaukasKattur * Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar * Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald viðskiptamannabókhald Launaoókhald Námskeiðið er 72 klst. Næsta grunnnámskeið hefst 16. sept. og bókhaldsnámið hefst 23. sept. Innritun er þegar hafin. Metsölublað á hverjum degi! - ÍL ; Dómarar að störfum á NORDIU manna á Jslandi og þeim pósti, sem þeir sendu ástvinum sínum frá ís- landi. Vafalaust er þetta söfnunar- svið ærið torsótt og margt fágætið í þessum söfnum, en því miður kann ég ekki mikil skil á því efni. Annað þessara safna hefur Bandaríkjamað- urinn George Sickels dregið saman á löngum tíma, en hann var einmitt hermaður hér á landi. Hér eignaðist hann ágæta konu og marga vini, enda einnig vel þekktur meðal ís- lenzkra frímerkjasafnara og mikll aufúsugestur, þegar hann ber að garði með konu sinni. — Hitt safnið er í eigu sænsks manns, Leifs Nils- sons. Bæði eru þessi söfn nokkuð áþekk, enda fengu þau stórt silfur á NORDIU 91 í Flugpóstdeild sýndi Bandaríkja- maðurinn Lester Winick safn sitt af íslenzkum flugpósti. í þessu safni má sjá þróun flugpósts á íslandi frá fyrstu flugferðum og eins til og frá landinu um og eftir 1930. í þessu safni eru mörg fágæt umslög og óvenjuleg. Hins vegar fínnst mér skorta veruiega á góða uppsetningu safnsins. Virðist svo eftir þeim söfn- um, sem ég hef séð frá bandarískum söfnurum, sem þeim sé heldur ósýnt um skemmtilegan frágang safna sinna. Engu að síður er safn Winicks um flest áhugavert, enda fékk það gyllt silfur á sýningunni. — í fram- haldi af þessu vil ég koma að leiðrétt- ingu á missögn í síðasta þætti og biðjast um leið velvirðingar á. Flug- póstsafn Páls H. Ásgeirssonar fékk stórt gyllt silfur í þessum flokki, en ekki einungis gyllt silfur, og var því metið hæst í Flugpóstdeildinni. í unglingadeild (18 - 19 ára) sýndi Christian Jensen safn, sem hann kallaði Lýðveldið Island í ágripi 1944 -74. Christian er íslenzkur að móð- erni og sonur Torbens, sem sýndi safnið af Kristjáni konungi X. Gerist það ekki á hvetjum degi, að feðgar taki þátt í sömu frímerkjasýningu. Hafa þeir báðir lagt mikla vinnu í söfn sín, en ungi maðurinn mun fara sínar eigin leiðir í sínu verkefni og er sjálfstæður í túlkun sinni. Leggur hann einkum áherzlu á sjaldgæfar póstsendingar frá fyrstu þijátíu ár- unum í póstsögu lýðveldisins og hef- ur þar orðið vel ágengt. Fyrir safn sitt hlaut Christian silfur, og er það vel gert í fyrsta sinni, sem hann sýnir í Heiðursdeild NORDIU 91 var svo safn Bandaríkjamannsins Gene Scott. Sagt var nokkuð frá því í þætti í júní sl. Eins var getið um það í blaðafréttum frá sýningarnefnd. Vafalaust urðu þessar umræður til þess, að margur lagði leið í Laugar- dalshöllina sérstaklega til þess að sjá þetta einstaka safn, sem einhveijir hafa reynt að meta til verðs og nefnt í því samb. 40 milljónir ísl. króna. Um það skal ekkert fjölyrt hér, en ég held það sé í reynd mjög erfitt að slá nákvæmum verðmæli á safn sem þetta. En um það er engin spurn- ing, að þetta er verðmætasta íslenzka frímerkjasafnið, sem einstaklingur á um þessar mundir. Ekki verður safni þessu lýst hér. Ég átti þess nú kost að skoða þetta safn í fyrsta skipti og hafði ánægju af. Því er samt ekki að leyna, að þar má sjá ýmsa hluti, sem þættu ekki alls staðar góðir, enda sumir hreinn tilbúningur. Því miður hafa óprúttnir menn lengi þekkzt og þeir m. a. komið við sögu íslenzkrar „fílatelíu", ekki sízt á fyrstu áratugum hennar fram yfir aldamót. íslenzkir safnarar varast nú orðið þenna tilbúning, en erlendir menn liggja enn flatir fyrir honum, og hafa því í góðri trú keypt dýrum dómum margs konar umslög með frímerkjum og stimplum, sem hafa tæplega eða alls ekki farið eðlilega póstleið. Segja mætti mér og, að sumir viðtakendur, sem eiga að hafa fengið þessi bréf, hafí aldrei dregið lífsandann. Enda þótt í safni Scotts leynist nokkur slík bréf, hefur það engin úrslitaáhrif á það, að í safninu er svo margt fágætið, bæði skildinga- bréf og annað, að það sómir sér vel í heiðursdeild hverrar sýningar. Hins vegar væri æskilegt, að nokkrir hlut- ir þess yrðu með öllu fjarlægðir úr safninu. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Yestfjörðum: Auðlindaskattur í and- stöðu við grundvallar- sjónarmið flokksins AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sem haldinn var á Núpi í Dýrafirði um helgina, mótmælti harðlega hugmyndum um auðiindaskatt á sjávarútveginn. í ályktun fundarins segir, að með slikum skatti væri verið að skattleggja landsbyggðina og væri hann því enn eitt tæki rikisvaldsins til að sjúga fé út úr framleiðslutækjum landsbyggðarinnar og færa í aðra geira þjóðfé- lagsins. Hugmyndin um auðlindaskatt væri fjarstæðukennd og í andstöðu við grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Heba heldur við heilsunni Byrjum 9. sept. :a æfingablai meö tónlist Þel - magi, rass, læri Teygjur - slökun Nudd- og Trimmform- meóferó HEILSURÆKTIN HEBA, Auðbrekku 14, Kópavogi sími 642209 í stjórnmálaályktun aðalfundar Kjördæmisráðsins var fagnað aðild Sjálfstæðisflokksins að núverandi ríkisstjórn og hvatt il samstarfs ráð- herra og þingmanna flokksins í þeim erfiðu málum, sem framundan væru. Sagt var að ríkisstjórnin hefði tekið við örðugu búi, bæði hvað varðaði stöðu ríkissjóðs og atvinnulífsins í landinu. Vakin var athygli á miklum erfiðleikum í sjávarútvegi vegna minni afla og verðlækkunar á erlend- um mörkuðum. I ályktuninni var lagt til að gripið yrði til almennra aðgerða til að leysa vanda atvinnugreinarinnar, svo sem að draga úr miðstýringu og miða skráningu krónunnar við frjálsan gjaldeyrismarkað, stuðla að jafnvægi í efnahagsmálum, draga úr halla- rekstri ríkissjóðs, án skattahækkana, svo að vextir lækki, draga úr útgjöld- um ríkisins í hlutfalli við minnkun þjóðarframleiðslu og að ríkisvaldið auðveldi samruna fyrirtækja, þar sem það leiði til hagræðingar, og Tölvuvetrarskóli 10-16 ára Frábært 12 vikna námskeiö fyrir börn og unglinga 10-16 áral v © Sæti laus 13-16 á laugardögum og 10-13 á sunnudögum! Næstu námskeiö hefjast 20. og 21. september. . &O Tölvu- og verkfræöiþjónustan . &O Grensásvegi 16 - flmm ár í forystu skapi fyrirtækjum skilyrði til að auka eigið fé sitt. Þá segir í ályktuninni: „Aðalfund- urinn mótmælir harðlega hugmynd- um um auðlindaskatt á sjávarútveg- inn. Slík skattheimta myndi bitna harkalega á fyrirtækjunum sem starfa í þessari grein og starfsfólki þeirra. Hún yrði skattheimta á lands- byggðina og því enn eitt tæki ríkis- valdsins til þess að sjúga fé út úr framleiðslutækjum landsbyggðarinn- ar og færa í aðra geira þjóðfélags- ins. Af slíkum hremmingum er nóg komið. Hugmyndin um auðlindaskatt er fjarstæðukennd fyrirætlun um skatt- lagningu og miðstýringu og því gjör- samlega í andstöðu við grundvallar- sjónarmið Sjálfstæðisflokksins. Aðal- fundurinn lýsir því yfir fullum stuðn- ingi við andstöðu sjávarútvegsráð- herra og talsmanna Sjálfstæðis- flokksins við þessa lævíslegu og óréttlátu skattheimtu.“ í lok ályktunarinnar var lögð áhersla á að byggðir landsins yrðu treystar, meðal annars með öflugum samgöngum. Fagnað var ásetningi ríkisstjórnarinnar um að standa vörð um áframhaldandi uppbygginu í vegamálum og hvatt til þess að skjótt vet'ði hrundið í framkvæmd ákvæð- um stjórnarsáttmálans um að lækka orkuverð á þeim svæðum landsins, þar sem það væri nú hæst. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.