Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 35 NÆPUR Ætlunin var að birta núna uppskrift að Tandoori- kjúklingi á grill- ið, en það hefur verið svo hvasst undanfarið að ég gat ekki próf- að réttinn. Vonandi lygnir svo að sá þáttur geti birst næst. Þegar ég var lítil þekktu all- ir íslendingar næpur og ef eitt- hvað var ræktað voru næpur efstar á blaði. Næpur eru fljótvaxnar og af- skaplega safamiklar og bragðgóð- ar, ef þær eru ekki látnar verða of stórar. í þá daga var kálmaðk- ur ekki enn kominn til landsins. En þegar hann hefur numið land, lætur hann næpumar okkar ekki í friði. Um árabil hafa þær sjaldan fengist. En nú hefur orðið breyt- ing á, nóg er af næpum í búðum og það lífrækt ræktuðum. Þær koma frá Bakkakotsmýri í Meðal- landi og er kálflugunni haldið frá með „lífrænum aðferðum" ef svo má að orði komast. Næpur eru miklu betri en rófur í kjötsúpu og fískisúpu. Soðið af þeim er ekki eins sætt og af rófun- um. Þær eru mikið notaðar í aust- urlenska rétti, þær þurfa ekki langa suðu og eru góðar steiktar á pönnu. Hingað til hef ég einkum notað múskat til að krydda þær með en átti ekki múskat núna og mundi þá allt í einu að víða er kanill notaður sem kryddd á þær. þáttur ekki svo seint á ferðinni að hann gagnist börnunum við að nýta uppskeru sína. Þessa dagana eru böm í skóla- görðum að taka upp úr görðum sínum og þau rækta næpur. Þau hefðu þurft að vita fyrr að næp- urnar eru bestar hráar þunnt sneiddar og svo rifnar saman við hrásalat og þær eru bestar frekar smáar. Best er að geyma næpur óvegnar í plastpoka með götum og er ágætt að setja eldhúspappír utan um þær, dagblaðasnepil eða bút af eggjabakka í pokann. Það sýgur í sig rakann. Þær má frysta, en þá þarf að afhýða þær, skera í sneiðar, sjóða í 2-3 mínútur í vatni og kæla síðan undir renn- andi vatni. Vonandi verður þessi Stappa úr næpum og gulrótum Meðlæti með skinku, saltkjöti, hangikjöti, pylsum eða bjúgum. 5 stórar gulrætur 3 meðalstórar næpur 3 dl vatn 'h tsk. salt 2 tsk. smjör 1. Setjið vatn og salt í pott og látið sjóða. 2. Þvoið gulrætur vel, skafíð ekki. Mest vítamín er við hýðið. Skerið í sneiðar. Afhýðið næpur og skerið í sneiðar. 3. Setjið gulræturnar fyrst í pottinn, sjóðið í 10 mínútur, bæt- ið næpunum við og sjóðið áfram í 6-8 mínútur. 4. Hellið vatninu af, stappið gulræturnar og næpumar vel, setjið síðan smjör út í. Næpur með lúðu eða ýsu (Handa 2) 2 stórar næpur 4-5 dl vatn 'A tsk. salt 150 g beinlaus lúða eða ýsa 2 tsk. sítrónusafi 'h tsk. salt á fískinn 4 smágreinar fersk steinselja 4 ostsneiðar 1. Hellið sítrónusafa yfír físk- inn, stráið á hann salti og pipar og látið bíða meðan þið sjóðið næpurnar. Skerið í 8 bita. 2. Afhýðið næpurnar, skerið hveija í tvennt þversum, búið síðan til breiða ekki mjög djúpa holu ofan í skurðflöt næpunnar. 3. Setjið vatn og salt í pott. Látið sjóða, setjið þá næpurnar í vatnið og sjóðið við hægan hita í 5 mínútur. 4. Takið næpumar úr pottinum, setjið á eldfast fat, holan snúi upp. 5. Setjið 2 fískbita ofan í hveija holu, klippið steinselju yfír og leggið ostasneið ofan á. 6. Setjið í heitan bakaraofn í 7-10 mínútur en í örbylgjuofn á mesta straum í 4 mínútur. Athugið: Örbylgjuofnar eru misjafnir og eins það ílát sem við notum í ofninn. Tíminn getur ver- ið örlítið breytilegur. Fljótlegur næpuréttur (Handa 2) 3 meðalstórar næpur 2 dl mjólk '/i tsk. salt 'h dl mjólk til viðbótar 1 'h pisk. hveiti 7i tsk. kanill 1 tsk. smjör 2 stórar sneiðar reykt skinka 1. Afhýðið næpurnar, skerið í 1 sm þykkar sneiðar. 2. Setjið mjólk og salt í pott, látið næpurnar út í og sjóðið við hægan hita í 7 mínútur. 3. Takið næpurnar upp úr pott- inum. Hristið saman 'h dl af mjólk og 1 'h msk. af hveiti, setj- ið kanil út í. 4. Hrærið út í mjólkina í pottin- um og búið til jafning. 5. Setjið smjör út í og síðan næpurnar. Hellið í skál. 6. Vefjið skinkusneiðarnar saman, skerið síðan í sneiðar og raðið ofan á. Meðlæti: Ristað brauð. I: NjBÝUVEGÍ/R AUÐBREKKA Skeljabrekku 4, 200 Kópavogi, Símar (91) 642610 og (91) 42600 PYLSUR MILLI KL.16°°OG 19°° Vib flytjum Bílval hf. bílasala Jöfurs fyrír notaöa bíla, flytur um set, að Skeljabrekku 4, Kópavogi. íþvl tilefni bjóöum viö alla bílana okkar á stórlækkuöu verÖi fram aÖ heigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.