Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 17 er á að launadreifingin í paraða úr- takinu verði mjög frábrugðin launa- dreifingunni í þjóðfélaginu. Þannig er t.d. hætta á að sveifla uppá við verði fryst í vísitölunni. Á þessi atr- iði var m.a. lögð mjög þung áhersla þegar Kjararannsóknarnefnd aðstoð- aði Hagstofu íslands við að skipu- leggja þá könnun sem gerð er í tengslum við mánaðarlega vinnslu launavísitölunnar, en sú könnun byggir alfarið á pöruðum saman- burði. Sveiflui' í niðurstöðum einstakra ársflórðunga geta einnig orsakast af ófyrirséðum breytingum á launa- forminu. Dæmi um slíkt eru þær ein- greiðslur, þ.e. orlofs- og desember- uppbætur, sem komu fyrst inní kjara- samninga á hluta vinnumarkaðarins árið 1988 og urðu almennar árið 1989. Þessar eingreiðslur ákvarðast af tiltekinni krónutölu sem síðan skerðist á ýmsan hátt eftir starfs- aldri, stöðugildi o.fl. Að baki greiðslnanna liggur ekki nein tíma- skráning og því erfitt að meðhöndla þær í tímalaunaskýrslugerð. Sam- kvæmt aðferðum Kjararannsóknar- nefndar koma þesar eingreiðslur þar af leiðandi ekki inn í útreikning hreins og greidds tímakaups og í færslulýsingu nefndarinnar er liður sem heitir „sérstakar greiðslur án tímaskráningar". Hins vegar leiddi könnun það í ljós, að fyrirtæki sem ekki nota bónuslaunakerfi höfðu mörg hver fært orlofs-, desember- og launauppbætur sem bónusgreiðsl- ur i launakerfinu (þetta var kallað sumar- og jólabónus) í stað þess að flokka þær sem sérstakar greiðslur. Þetta var sérstaklega áberandi fyrst eftir að þessar greiðslur urðu al- mennar í kjarasamningum. í flestum tilfellum var hér um tiltölulega lítil fyrirtæki að ræða. Áhrifin af þessari villu voru hins vegar þau, að ein- greiðslurnar fóru inn í útreikning greidds tímakaups sem aukið bónus- álag. Vegna þessa atriðis taldi nefnd- in sér skylt að geta þess sérstaklega í fréttabréfinu að þetta hefði áhrif á meðaltalið til þess að auðvelda aðil- um að meta breytingu milli tímabila. Samtímis var lögð töluverð vinna í það að hafa samband við þessi fyrir- tæki og endurskoða þessa flokkun. Niðurstöður vegna 1. ársíjórðungs 1991 benda til að þetta starf hafi skilað þokkalegum árangri og að þessi vandi sé nú að baki. Það má ef til vill gagnrýna þá ákvörðun að halda eingreiðslunum fyrir utan útreikning meðaltalsins, þar sem samningsaðilar voru með þessum hætti að reyna að auka kaup- mátt þeirra lægst launuðu umfram aðra. Þannig hafa Hagstofa íslands og Þjóðhagsstofnun t.d. tekið þessar eingreiðslur að fullu með því að dreifa þeim yfir heilt ár og bæta þeim við tímakaupið til þess að meta áhrif þeirra á launaþróunina. Þetta er auðvelt að gera í líkönum, en óhugsandi þegar um er að ræða fjög- ur aðskilin 11.000 til 14.000 manna úrtök. Þetta á sérstaklega við ef tek- ið er tillit til þess að eingreiðslurnar skerðast á mismunandi hátt á vinnu- markaðinum, þannig er iangt frá því að ailir launþegar fá fullar greiðslur. Þannig má því segja að Kjararann- sóknarnefnd vanmeti áhrifin af ein- greiðslunum á meðan áðrar stofnan- ir séu að ofmeta áhrifin. Osagt skal hinsvegar lát.ið hvort er meira gagn- rýnisvert, en það er aftur á móti stað- reynd að á vinnumarkaðinum fara eingreiðslurnar ekki inn í tímakaupið og óvíst er hvort hér er um varanleg- ar greiðslur að ræða. Óll þessi atriði gera það að verkum að túlka verður niðurstöður Kjara- ránnsóknarnefndar með varúð. Nefndin hefur aldrei lagt dul á það að hér er um úrtakskönnun að ræða og því er ekkert óeðlilegt að sveiflur myndist í samanburði milli ársfjórð- unga. Stór hluti af þessum sveiflum væri til staðar þó að Kjararannsókn- amefnd fengi upplýsingar frá öllum fyrirtækjum í landinu því að vinnu- markaðurinn tekur mjög miklum breytingum eftir áretíðum. Það er einnig vert að hafa það í huga, að slíkar sveiflur eru ekkert einangi'aðar við úrtaksathugun Kjararannsóknar- nefndar heldur gætir þeirra í öllum úrtaksathugunum. Kjararannsókn- arnefnd er aftur á móti eina tölfræði- stofnunin hér á landi, af þeim sem fylgjast reglulega með breytingum á vinnumarkaði, sem hefur lagt áherslu á að birta ýtarlegar upplýs- ingar um þær aðferðir sem notaðar eru við gerð kannananna. Jafnframt hefur verið lögð rík áhersla á að upplýsa noterfdur um alla fyrirvara til að auðvelda þeim að meta niður- stöðurnar. Mættu aðrar stofnanir taka þetta til fyrirmyndar og veita notendum nánari innsýn í skýrslu- og áætlanagerð sína. Vinnutími Eitt af meginmarkmiðum Kjara- rannsóknarnefndar er að gera mæl- ingar á vikulegum vinnutíma land- verkafólks innan ASI. Þessar mæl- ingar hafa og verið mikilvæg heimild um vinnumarkaðinn um margra ára skeið. Við mælingu á meðalvinn- utíma fólks er hægd; að nota tvær ólíkar aðferðir. Önnur aðferðin er að mæla meðalvinnutíma allra starfs- manna, án tillits til stöðugildis. Með þessari aðferð er verið að mæla breytinguna á vinnuaflsnotkun í at- vinnulífinu og hagsveifluna innan ársins og milli ára. Þessi aðferð er algengust í erlendum spurninga- könnunum um vinnumarkaðinn og hefur Hagstofa íslands tekið hana upp. Hin aðferðin er að miða vinn- utímamælinguna einungis við þá ein- staklinga sem skila því sem næst fullu starfi. Er þá gjarnan miðað við 75% stöðugildi eða meira. Markmiðið með þessari mæliaðferð er að mæla mismuninn í yfirvinnuálagi ólíkra starfsstétta ásamt hagsveiflunni. Kjararannsóknarnefnd hefur frá upphafi notað þessa aðferð, en eftir frá því árið 1987 einnig birt í frétta- bréfi sinu meðalvinnutíma og dreif- ingu vinnutíma samkvæmt fyrri að- ferðinni. Erfitt er að fullyrða um það hvor þessara aðferða sé betri eða verri, því þeim er að hluta til ætlað að skila mjög ólíkum uppiýsingum um vinnumarkaðinn. Það er t.d. mjög varhugavert að draga þá niðurstöðu út frá vinnumarkaðskönnun Hag- stofu íslands að konur á íslandi vinni alls enga yfirvinnu, en þær skila 35 tímum að meðaltali á viku samkvæmt þeirra könnun. Með því að líta á nið- urstöður mælinga Kjararannsóknar- nefndar vitum við að slíkt væri röng fullyrðing. Hins vegar er varasamt að rugla þessum aðferðum saman og bera niðurstöður mælinga Kjara- rannsóknarnefndar saman við niður- stöður skv. hinni aðferðinni. Þetta hefur t.d. alloft verið gert í alþjóðleg- um samanburði og menn dregið þá ályktun að íslendingar vinni lang- mest allra þjóða. Þetta gerir hins vegar ekki mæliaðferðina tortryggi- lega heldur er það notkunin á niður- stöðunum sem er vafasöm. Hvað varðar fullyrðingar um hvor aðferðin sýni betur hagsveiflur á vinnumarkaðinum þá hafa starfs- menn Kjararannsóknarnefndar gert ýtarlega könnun á þróun vinnutíma sl. áratug þar sem báðar þessar að- ferðir eru notaðar, þ.e. vinnutíma allra starfsmanna og fullvinnandi starfsmanna. Niðurstöður þessarar könnunar eru væntanlegar núna með haustinu, en tölurnar sýna að breyt- ingar á vinnutíma samkvæmt báðum þessum aðferðum eru áþekkar. T.d. kemur sú mikla vinnutímastytting sem átti sér stað milli áranna 1987 og 1988 fram með báðum aðferðum. Báðar þessar aðferðir eru því ágætur mælikvarði á hagsveiflur í efnahags- lífinu. Samantekt í þessari grein hefur verið reynt að lýsa þeim aðferðum sem Kjara- rannsóknarnefnd notar við skýrslu- gerð sína um tímakaup og vinnu- tíma, og jafnframt varpa ljósi á þau vandamál sem fylgir gerð og notkun slíkra kannana. Starfsmenn og full- trúar aðila vinnumarkaðarins í stjórn stofnunarinnar vinna stöðugt að end- urbótum á þessum aðferðum og hafa jafnframt veitt öðrum stofnunum sérfræðiaðstoð. Þegar á heildina er litið teljum við að niðurstöðurnar séu traust heimild um tímakaup og vinn- utíma og þróun þessara stærða. Þetta á sérstaklega við ef gögnin og aðferðirnar eru bornar saman við aðrar heimildir um vinnumarkaðinn, þar sem mjög takmarkaðar upplýs- ingar liggja fyrir .um aðferðir og ör- yggi gagna. Staðreyndin er nefnilega sú að í samanburði við ýmsar aðrar heimildir um vinnumarkaðinn, en þær eru allar háðar verulegri óvissu, eru gögn Kjararannsóknarnefndar meðal þeirra skástu. Notendur verða hins-vegar að hafa það hugfast að hér er um úrtaksathugun að ræða og að vinnumarkaðurinn sem slíkur tekur miklum breytingum eftir árs- tíðum. Því ættu sveiflur í niðurstöð- um í sjálfu sér ekki að koma á óvart, en undirstrikar jafnframt nauðsyn þess að líta verður á nýjustu niður- stöður á samhengi við niðurstöður undanfarinna ársfjórðunga. Ilöfundur er hagfræðingur hjá Kjararannsóknarnefnd. ^ Tfxas Instruments Tegund: Verð kr. microLaser Basic 99.792 microLaser PS17 172.368 microLaser PS35 198.880 microLaser XL Basic 262.000 microLaser XL PS17 317.520 microLaser XL PS35 352.240 AppleTalk spjald 10.584 Verð með vsk. Nýr saimiingur \ið Iiuikaupa- stofuim tryggir þér verulegau afslátt af geislaprenturum frá Texas Iustrmueuts iölvustofan, Grensásvegi 13, hefur gert samning við Innkaupastofnun ríkisins um að veita ríkisstofnunum, bæjarfélögum og ríkisstarfsmönnum verulegan afslátt af hinum frábæru geislaprenturum frá Texas Instruments. Prentararnir eru fáanlegir í sex gerðum og þá má nota bæði fyrir MS-DOS og Macintosh tölvur (nema Basic útgáfan). Nú er því kjörið tækifæri til að stíga skrefið til fulls í hágæða prentun með alvöru geislaprentara frá Texas Instruments. Hjá Tölvustofunni færðu trausta og faglega þjónustu sem þú getur ávallt gengið að vísri. ►Tölvustofan Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sfmi: 678 978 • Fax: 678 057

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.