Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 52
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Bolvíkingar og Norðlendingar skora á ráðherra: Leyft verði að veiða 400.000 tomi af loðnu FULLTRUAR útgerðarmanna, loðnuverksmiðja og bæjarfélaga á Norðurlandi og í Bolungarvík samþykktu á fundi á Akureyri i viku- byrjun að skora á sjávarútvegsráðherra að leyfa veiðar á 400 þúsund tonnum af loðnu sem allra fyrst. Þessir aðilar hafa óskað eftir fundi með Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra til að ræða málið. A fundinum á Akureyri voru full- trúar hagsmunaaðila á Bolungarvík, Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, Þórs- höfn, Raufarhöfn og Húsavík. Kjörin var þriggja manna nefnd til að fylgja ályktuninni eftir og eiga sæti í henni Kristján Möller, fulltrúi bæjarfélaga, Jónatan Einarsson, fulltrúi verk- smiðjueigenda, og Sverrir Leósson, fuiltrúi útgerðarmanna. Skorað var á sjávarútvegsráð- herra að leyfa veiðar á allt að 400 þúsund tonnum af loðnu sem allra fyrst og fram að áramótum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um loðnuveiðar á komandi vertíð. Krist- ján sagði að menn væru mjög ósátt- 285 lítrar af vodka í Hofsjökli TOLLVERÐIR lögðu hald á 285 lítra af sterku áfengi, aðallega vodka, og eina haglabyssu og einn riffil, um borð í ms. Hofsjökli er skip- ið kom til Hafnarfjarðar frá Bandaríkjunum í fyrradag. 13 skipveijar hafa gengist við aðild að málinu og telst það upplýst. Á útsöluverði ÁTVR er verðmæti áfengisins um 800 þúsund krónur. Áfengið var falið í þurra- rúmi í vélarrúmi skipsins, aftan til og undir aðalvél og að sögn Brynjólfs Karlssonar, skrif- stofustjóra tollgæslunnar, var það mikið verk og óþrifalegt fyrir tollverði að finna góssið og draga það fram í dagsljósið. ir við að bannað skuli vera að veiða ' loðnu á Vestfjarða- og Norðurmiðum meðan loðnan væri á því svæði. í því felist mikil mismunun á byggðar- lögum og útgerðum. Ástæða sé til að gefa út kvóta og síðan verði heild- ardæmið endurskoðað þegar öllum rannsóknum er lokið. „Við munum ekki sætta okkur við það að veiðar verði ekki leyfðar fyrr en um ára- mót. Við bendum líka á það að loðn- an er miklu verðmeiri núna en þegar hún er komin suður fyrir land,“ sagði Kristján. Hann sagði að fram hefði komið á fundinum í máli skipstjóra að hann hefði orðið var við mikla loðnu í apríl, Hafrannsóknarstofnun hefði ekki mælt þá loðnu svo hana vantaði inn í stofnstærðina. Fyrsti skóladagurinn Morgunblaðið/Sverrir Þessir sex ára krakkar sátu í fyrsta skipti á skólabekk í Fossvogsskóla í gær en í dag er fyrsti skóla- dagur vetrarins hjá þorra grunnskólanema á höfuðborgarsvæðinu. gjá mjðopnu Ríkisstjórnin afgreiðir ramma fjárlaga: Endurgreiðslur í skattkerfínu tekjutengdar í auknum mæli ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins kemur saman á hádegi í dag þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fjárlagagerðina en veruleg andstaða er innan þingflokksins við sparnaðartillögur á sviði heilbrigð- is- og menntamála og er einnig deilt um tekjuhlið frumvarpsins. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segist ekki samþykkja þann fjárlagaramma sem ríkisstjórnin gekk frá á fundi sínum í fyrrinótt. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir samkomulag í ríkisstjórn- inni um að takmarka endurgreiðslur í skattkerfinu til þeirra sem best eru settir. Fjármálaráðherra sagði að á fundi ríkisstjórnarinnar sem stóð til kl. 3.30 í fyrrinótt hefði náðst sam- komulag um þá upphæð sem afla þyrfti í auknum tekjum á næsta ári en eftir væri að útfæra nákvæmlega hvernig þeirra yrði aflað. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er þar aðallega um að ræða að tekjutengja barnabætur þannig að þær skerðist þegar tekjur for- eldra ná ákveðnu marki og falli síðan niður við annað mark. Er talið að afla megi 500 millj. kr. með þeim hætti. Þá stendur til að hækka hlut- fall tekna við útreikning vaxtabóta en ólíklegt er talið að sjómannaaf- sláttur verði lækkaður að einhveiju marki eða undaþágum frá virðis- aukaskatti verði fækkað. Á ríkisstjórnarfundinum var feng- in niðurstaða varðandi skólagjöld í framhaldsskólum. Var upphaflega áætlað að afla 160 millj. kr. með þessum hætti, en vegna andstöðu í Alþýðuflokknum var niðurstaðan sú, að talan var lækkuð t 130 millj. kr. Verður þessum tekjum þá ráðstafað til ákveðinna þátta í skólahaldi, sem heimilað er í framhaldsskólalögun- um. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði að sett yrði þak á skólagjaldtöku sem yrði þá ekki hærri en 240 millj. kr. sem fæli í sér lækkun frá þeirri gjaldtöku sem viðgengist hefði í skólum landsins. Jóhanna Sigurðardóttir staðfesti að ágreiningur innan Alþýðuflokks- ins beindist ekki aðeins að skóla- gjöldum, heldur einnig að tillögum á sviði heilbrigðismála og að tekju- hlið frumvarpsins. Innan útgjalda- ramma heilbrigðisráðuneytisins er m.a. gert ráð fyrir að tekin verði upp tekjutenging bótagreiðslna al- mannatrygginga skv. heimildum Morgunblaðsins. Jóhanna sagði að hún vildi fá betri skýringar á ýmsum atriðum á útgjaldahlið frumvarpsins. Óljóst væri hvað þau þýddu fyrir einstaka hópa þjóðfélagsins og kvaðst sér- staklega nefna elli- og örorkulífeyr- isþega. Friðrik Sophusson sagði að ágreiningurinn væri af hálfu hluta Alþýðuflokksins við tillögur heil- brigðisráðherra og menntamálaráð- herra en sagðist ekki telja að ágrein- ingurinn ætti eftir að valda ríkis- stjórninni erfiðleikum. Jón Baldvin og Jóhanna hittast fyrir hádegi í dag þar sem þau munu reyna að ná sameiginlegri niður- stöðu áður en þingflokkur Alþýðu- flokksins kemur saman. Þá kemur þingflokkur sjálfstæðismanna einnig saman til fundar í dag til að fjalla um fjárlagadrögin. Sjá einnig á miðopnu. Vísitala hlutabréfa hjá H-MARKI lækkar um 2% Gengi á hlutabréfum nokkurra almenningshlutaf élaga lækkar Hlutabréfavísitnla H-MARKS lækkaði í gær um 2% en þá var tekin ákvörðun um að lækka gengi hlutabréfa í öllum almenningshlutafé- lögnm, sem þar eru skráð, og ekki voru kaupendur að á þeirri stundu. Mest var lækkunin á hlutabréfum í Flugleiðum, eða sem nemur um 6% á einni viku, þrátt fyrir að tap á rekstri fyrirtækisins á 6 fyrstu mánuðum ársins hafi verið 17% minna en á sama tíma í fyrra. Sigurður B. Stefánsson, fram- hagsmálum hafi leitt til minnkandi kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar sparnaðar. íslandsbanka, sem annast rekstur Lækkun á gengi hlutabréfa var hlutabréfamarkaðar H-MARKS, mest hjá Flugleiðum. Sölugengi Jafntefli við Dani Morgunblaðið/Rax Sigurður Jónsson og Per Frandsen beijast um boltann í vináttulands- leik íslendinga og Dana á Laugardalsvelli í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Sjá íþróttir bls. 49-51. segir ástæður lækkunar hluta- bréfavísitölunnar fyrst og fremst, almennar; vextir hafi hækkað mikið á árinu og það muni rýra afkomu fyrirtækja. Fjárfestar kaupi því fremur skuldabréf með föstum vöxtum en hlutabréf. Kvótaskerð- ing veiki afkomu fyrirtækja í sjáv- arútvegi og almennt ástand í efna- lækkaði úr 2,55 miðað við síðustu auglýsingu fyrir viku í 2,40, eða um 6%. Þetta gerist þrátt fyrir að tap af reglulegri starfsemi fyrirtæk- isins hafi verið 17% minna á fyrstu 6 mánuðum þessa árs heldur en á sama tíma í fyrra. Að sögn Sigurð- ar Helgasonar, forstjóra, hefur Flugleiðum tekist að lækka rekstr- argjöld í samræmi við markmið í rekstraráætlun ársins, en tekjur af farþegaflutningum hafi verið minni en gert var ráð fyrir. Gunnar Helgi Hálfdanarson, for- stjóri Landsbréfa, segir að fýrirtæk- ið sjái ekki ástæðu til að gera breyt- ingar á verði hlutabréfa, sem þar séu skráð, að sinni, enda sjái hann ekki viðskiptaleg rök fyrir þessari ákvörðun H-MARKS nema í tilfelli Flugleiða. „Við sjáum ekki ástæðu til að breyta öðruvísi á þessu stigi en munum að sjálfsögðu fylgjast grannt með framvindunni og þeim áhrifum sem þessi ákvörðun kemur til með að hafa á markaðinn.11 Sjá einnig bls. B/1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.