Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 19 að huga nánar að þessari leið því að hún er að ýmsu leyti þekki- legust af þeim sem tii greina koma. Meðal annars felur hún í sér nán- ust tengsl milli skólastiga. Önnur leið er sú að Háskólinn skilgreini sjálfur lágmarksnám í tilteknum greinum til inntöku, ann- aðhvort fyrir skólann í heild eða fyrir einstakar námsbrautir. Fram að þessu hefur þetta hlutverk í reynd verið í höndum framhalds- skólanna. Breyting á því kynni að hafa ýmsar afleiðingar sem erfitt er að sjá fyrir. Þriðja leiðin mundi felast í því að láta inntöku fara með einhverj- um hætti eftir vitnisburði nemenda á stúdentsprófi. Þessi leið er farin í sumum nágrannalöndum okkar og hún á sér ýmsa talsmenn innan. Háskólans. Aðrir hafa hins vegar bent á að íslenskir framhaldsskólar séu svo sundurleitir í námsskipu- lagi og einkunnagjöf að leiðin yrði vart fær þegar á reyndi. í háskólum hjá nágrönnum okk- ar beggja vegna hafsins tíðkast einnig fjórða leiðin, að einhvers konar könnunar eða aðfararpróf sé haft til hliðsjónar við inntöku nemenda Slík próf reyna þá á rök- hugsun nemenda, skilning og mál- þroska, m.ö.o. á færni sem menn afla sér aðeins á löngum tíma og sem nýtist í öllu bóklegu háskóla- námi en tengist ekki beinni stað- reyndaþekkingu þannig að tíma- bundinn undirbúningur kemur fyrir lítið. Kennslumálanefnd hyggst nú kanna tilhögun prófa af þessu tagi og reynslu af þeim við erlenda háskóla. Lokaorð Eins og lesandinn hefur vonandi séð fjallar þessi grein í rauninni um mikilvæg atriði í menntakerfi okkar en ritdeilutilþrif hafa setið á hakanum, enda eiga gífuryrði um fáfræði eða hroka ekki heima í umræðu um alvörumál sem varða æskufólk í landinu miklu. I tilefni af skrifum Gunnlaugs Ástgeirsson- ar vil ég þó láta þess getið í fullri hreinskilni að ég veit að vísu ekki hvort Hamrahlíðar menn hafa unn- ið að málatilbúnaði sínum í fíla- beinsturni eða afdalafjósi. Hitt veit ég að ljórar á þeim húsakynnum hafa verið bæði fáir og smáir og er þó sýnu verst hvað þeir hafa verið lítið notaðir. Fyrir því er gömul og gróin hefð í íslensku skólakerfi að nám til stúdentsprófs beinist í ríkum mæli að svokallaðri almennri menntun, nánar tiltekið til dæmis að ís- lensku, sögu, érlendum málum, stærðfræði o.s.frv. Við gerum yfir- leitt þá kröfu að sagnfræðingurinn hafi einhveija lágmarkskunnáttu í stærðfræði (geti t.d. lesið súlurit), að stærðfræðingurinn kunni tals- vert fyrir sér í sögu, og að mennta- menn yfirleitt kunni nokkur skil á þremur erlendum málum. Þetta einkenni almennrar menntunar hefur trúlega m.a. hjálpað mörgum námsmanni á erlendri grund. Breytingarnar sem fyrirhugaðar voru í Menntaskólanum við Hamra- hlíð hefðu í reynd gengið þvert á þessa hefð hvort sem upphafs- mönnunum hefur verið það ljóst eða ekki. Um leið gengu breyting- arnar gegn óskum Háskóla íslands og það virðist þaðan af síður hafa verið mönnum ljóst. Hvernig hefði verið að fara sér hægar? Að endingu vil ég taka fram að ég skil afar vel þá stöðu sem nú er upp komin hjá kennurum MH. Kennslumálanefnd verður auðvitað ekki gerð ábyrg fyrir henni því að hún hefur einungis tjáð skoðun sína á því sem hún leit á sem orðinn hlut, en ekki hvatt einn eða neinn til aðgerða. Hins vegar hef ég trú á því menn muni ná saman eftir hæfilegar umræður sem geti þá orðið íslensku skólakerfi til góðs með því að býsna margt hafi skýrst. Eða hvað vilja menn að orðið „stúd- entspróf" merki? Höfundur er prófessor í eðlisfræði og vísindasögu ogfornmður kennslumálanefndar Háskóla íslands. ■ SÁLIN hans Jóns míns heldur áfram að ferðast um landið. Um helgina verður sveitin á Norður- landi. Föstudagskvöldið verður haldið hátíðlegt í félagsheimili Suð- ur-Þingeyinga, Ýdölum í Aðaldal. A laugardag- inn færir sveitin sig einni sýslu vestar, í Eyj- afjörðinn, en þar verður leikið í fé- lagsheimilinu Víkurröst á Dalvík. Tón- leikarnir hefjast um kl. 23.00 báða dag- ana. Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar. Aýtl skrífstofutækninám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Erum við til kl. 22 Tölvuskóli Reykiavlkur Borgartúni 28, sími 91-687590 INNRÉTTINGAR Á . MFTDÁ ÁLFABAKKA 16 - 109 REYKJAVÍK - SlMI 670050 KAM - ný lína í innréttingum í Metró KAM - eldhús- og baðinnréttingar, innihurðir og fata- skápar. KAM - innréttingar eru vönduð íslensk framleiðsla á ótrúlega góðu verði. KAM - er ný Ifna f innréttingum, sem aðeins fœst í Metró. KAM - innréttingar eru smíðaðar í einingakerfi, svo þú rœður hve stórar þœr eru. Þú getur líka látið sérsmíða KAM - innréttingamar. KAM - innréttingar fást í mörgum litum og mörgum viðartegundum. Munið hin frábœru kjör hjá BYGGINGAVELTUNNI, þar sem unnt er að skipta greiðslum niður á langan tíma, og láta þannig drauminn um fallegra heimili rœtast. Verið velkomin f Metró því sjón er sögu rfkari. i>l 6j fmmm d-'é tJ&ÍiáH--

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.