Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 Um gengi og gluggaleysi, Háskólann og Hamrahlíð eftir Þorsteinn Vilhjálmsson íslenski framhaldsskólinn hefur tekið miklum breytingum á undan- förnum 23 áratugum. Áður fyrr var hinn bóklegi þáttur hans ein- ungis þröngur menntaskóli fárra útvalinna (10-15% af árgangi) en nú taka mennta og fjölbrautaskólar við miklum meirihluta hvers ár- gangs og um helmingur nemenda lýkur fjögurra ára námi sem er yfirleitt að mestu leyti bóklegt. Flestir hljóta að fagna tilteknum meginatriðum þessarar þróunar. Þannig lýsir hún meðal annars vax- andi áhuga ungmenna á að afla sér menntunar, og sömuleiðis vilja og getu samfélagsins til að sinna þessum áhuga. En í flýtinum hafa því miður gleymst nokkur atriði sem ráða miklu um það að menn nái því landi sem þeir hafa væntan- lega ætlað sér í öndverðu. Kannski eru launamál, starfskjör og aðstaða kennara gleggsta dæmið um þetta. Hér verður þó einkum vikið að öðru atriðr sem er líka mikilvægt. „í upphafi skyldi endirinn skoða“, segir hið fomkveðna, en það hefur því miður viljað gleym- ast í málefnum íslenska framhalds- skólans. Þótt mikið hafi verið unn- ið að öðrum þáttum, hafa menn hyllst til að leiða hjá sér spuming- ar sem þessar: Hvaða réttindi eiga hinir ýmsu hópar nemenda að fá eftir nám á mismunandi brautum framhaldsskólans? Með hvaða hætti á að lýsa þess- um mismunandi réttindum og mis- munandi undirbúningi sem hinar ýmsu brautir veita nemendum? Hvaða merkingu á orðið „stúd- entspróf" að hafa í þessu samhengi? Á það einfaldlega að merkja „lokapróf frá 4ra ára framhalds- skóla“ og hver háskóli um sig taki síðan aðeins við nemendum með stúdentspróf af ákveðnum tegund- um? Hvernig á þá að lýsa þeim tegundum og skilgreina þær? Eða á orðið „stúdentspróf" ein- ungis að taka yfir þann hluta af 4ra ára lokaprófum sem veitir und- irbúning undir langflestar brautir háskólanáms og gæfi þá formleg réttindi til inngöngu á þær brautir? Hvernig á að varast það að nem- endur og aðrir fái óraunhæfar hug- myndir um þann undirbúning sem framhaldsskólinn hefur veitt þeim? Á undanförnum dögum hefur orðið mikil umræða um tilteknar breytingar á námskrá Menntaskól- ans við Hamrahlíð, sem fyrrverandi menntamálaráðherra hafði sam- þykkt í vor. Eftirmaður hans dró þetta samþykki til baka með bréfi nú í ágústlok að því leyti að loka- próf eftir nýju kerfi sem næði ekki lágmarkskröfum gamla kerfisins yrði ekki kallað stúdentspróf og óljóst yrði um þann rétt sem það mundi veita til inngöngu í Háskól- ann. Kennslumálanefnd Háskólans hafði í sumar andmælt þessum breytingum með álitsgerð sem hef- ur fléttast inn í umræðuna. Var þar fjallað um tildrög og efni máls sem orðinn hlut í því skyni að hafa áhrif á framtíðarþróun. Hins vegar var þar ekki hvatt til þess að ákvörðun fyrri ráðherra yrði tekin til baka. Hvorki núverandi ráðherra né kennarar við Menntaskólann geta því gert nefndina ábyrga fyrir því, hvernig ráðherrann kaus að standa að þeirri aðgerð. Tildrög máls Umræddar breytingar á nám- skrá í Hamrahlíð þurftu sérstakt samþykki menntamálaráðuneytis- ins vegna frávika frá skilgreiningu stúdentsprófs í Námskrá handa framhaldsskólum. Samkvæmt lög- um og reglum um Háskóla íslands veitir stúdentspróf skilyrðislausan rétt til náms þar. Auk þess veitir stúdentspróf samkvæmt lögum um skólakerfí almennan rétt til náms á háskólastigi, en flestir aðrir skól- ar en HÍ takmarka þó þann rétt í reynd með einu eða öðru móti. Af þessu leiðir að breytingar á stúdentsprófí varða vissulega alla skóla á háskólastigi en þó sérstak- lega Háskóla íslands því að hann er bæði stærstur og auk þess eru dyr hans opnastar. Af þessu leiðir einnig að skapast hefur auðskilin hefð fyrir því að haft sé samráð við Háskólann þegar breytingar á stúdentsprófí eru á dagskrá. Það kom því mjög á óvart að forsvars- menn MH og menntamálaráðu- neytið skyldu í vor ætla sér að gera mikilvægar breytingar á skil- greiningu stúdentsprófs án nokk- urs samráðs við Háskóla íslands eða neina aðra skóla á háskólastigi. Þegar kennslumálanefnd frétti af breytingunum aflaði hún sér skriflegra gagna frá menntamála- ráðuneyti, hélt fund með embættis- mönnum þess og gekk á fund for- svarsmanna Menntaskólans við Hamrahlíð. Vegna fullyrðinga um „rakalausa sleggjudóma", „mis- skilning" og „rangfærslur" kennsl- umálanefndar er og rétt að fram komi að nefndin hefur um sex ára skeið fylgst náið með málefnum framhaldsskólans, tekið þátt í sam- starfí um almenna námskrárgerð, samið umsagnir um lagafrumvörp o.s.frv. Um gengi stúdentsprófsins Kennslumálanefnd telur vissu- lega að öllum skólum sé hollt að endurskoða reglulega námsskipu- lag sitt og námsefni. Ýmsir þættir í endurskoðun MH bera vott um metnað skólans og vilja til að halda uppi merki fijórrar nýsköpunar sem hann hefur verið þekktur fyr- ir. Hins vegar virðist að þessu sinni sem ekki hafí verið hugsað nægi- lega út í allar afleiðingar breytinganna. Einhveijum gæti virst að málið snerist aðeins um innanhússtiltekt eins skóla sem væri að sníða agnúa af brautakerfi sínu jafnframt því sem nemendum hans væri gert að taka aukna ábyrgð á námi sínu og framtíð. En breytingar á stúdents- prófínu eru ekki einkamál eins skóla. Undanfarin ár hefur verið töluvert um það rætt hvernig próf- ið skuli skilgreint fyrir framhalds- skólakerfið í heild, hve stór sameig- inlegur kjarni skuli vera, hvernig hann skuli samsettur og hvaða reglur skuli gilda um þær einingar sem bundnar eru einstökum braut- um, en utan kjarna. Eftir því sem stærri hópur nemenda sækist eftir stúdentsprófi og reynt er að tengja það fleiri ólíkum námsbrautum eykst þrýstingurinn á að losa um skorður prófsins. Þetta gildir bæði um kjamann og brautirnar (kjör- Sviðin). Auk þess má nefna að sí- fellt fleiri skólar sækjáSt eftir því að brautskrá stúdenta „með fullum réttindum" en án þess að breyta námi sínu svo að heitið geti. Minnk- andi samnefnari stúdentsprófsins (,,kjarni“) hefur að sjálfsögðu einn- ig áhrif á stöðu þessara skóla. Kennslumálanefnd hlaut að setja hugmyndir MH í þetta samhengi. Að sjálfsögðu horfír Háskólinn þá á þessa þróun í ljósi þeirra réttinda sem stúdentsprófíð veitir til náms í öllum deildum skólans. Til dæmis kann vel að vera að stúdentsprófíð sé að verða eða sé nú þegar orðið svo margbreytilegt að það sé hrein- lega misvísandi að Iáta það gilda sem almennt aðgangsskírteini að öllum deildum skólans. Þannig er hætta á að nemendur framhalds skóla fái í sífellt ríkari mæli vill- andi bqÁ frá skólum sínum um stöðu sína gagnvart háskólanámi og stúdentsprófíð nýtist ekki lengur til viðmiðunar eða umsagnar um undirbúning undir hefðbundið bók- legt háskólanám. í stað þessa um- sagnargildis gengur þróunin í þá átt að takmarka hlutverk og eðli stúdentsprófs við það eitt að vera lokapróf 4ra ára framhaldsskóla, sem hann skilgreinir á sínum for- sendum og út frá sínum óskum. Breytt merking orðsins er hins veg- ar alls ekki ljós þeim sem nota það og miða við það í mikilvægum ákvörðunum. Þannig heldur þróun- in áfram meðan enginn verður til að kveða upp úr um nýju fötin keisarans. En ef að því kæmi yrði hver skóli sem tekur við stúdentum að endurskoða aðferðir sínar við inn- töku og móttöku nemenda. Viðtök- uskólinn þyrfti þá að líta á fleira en það, hvort nemandinn hefur til- tekið prófskírteini eða ekki. Þetta hafa flestir erlendir háskólar gert nú þegar og sömuleiðis íslenskir skólar á háskólastigi aðrir en Há- skóli íslands og Háskólinn á Akur- eyri. Innan HI hafa skoðanir fram að þessu verið skiptar um það, hvort núverandi inntökuaðferðir séu fullnægjandi eða hvort taka beri til dæmis upp fleiri viðmiðanir um inntöku nemenda en stúdents- prófsskírteinið eitt og sér. Hefur þá bæði verið rætt t.d. um viðmið- un við einkunnir eða einingafjölda í tilteknum greinum, og um ein- hvers konar inntökupróf. Þeir sem hafa andmælt slíku hingað til hafa einkum vísað til þess að menn eigi að fá að reyna sig á fyrsta ári í Háskólanum á forsendum hans sjálfs, þótt slíkt sé að vísu kostnað- arsamt. Meðal þeirra sem hafa híngað til haldið þessu fram eru bæði fráfarandi rektor og undirrit- aður formaður kennslumálanefnd- ar. Undirbúningur undir nám í Háskóla Islands í stað þess að breyta formlegum inntökuskilyrðum sínum hefur Há- skólinn m.a. farið þá leið að kennsl- umálanefnd tók saman í bækling leiðbeiningar til kennara og nem- enda í framhaldsskólum um æski- legan undirbúning vegna náms í skólanum. Leiðbeiningarnar eru annars vegar sameiginlegar fyrir allan skólann og hins vegar sér- stakar leiðbeiningar fyrir hveija deild eða námsbraut um sig. í al- menna hlutanum kemur m.a. fram að nær allar námsbrautir Háskól- ans [gera] kröfur um undirbúning í nokkrum tilteknum greinum. Þessar greinar eru íslenska, enska, danska eða önnur Norðurlandamál, stærðfræði og tölvunotkun. Þessar kröfur eru síðan rökstuddar nánar hver um sig. Fróðlegt er að bera þetta saman við eftirfarandi efnis- legar breytingar sem fyrirhugaðar voru á námskrá MH: Brautum átti að fækka þannig að þær yrðu þijár, mála-, raun- greina- og samfélagsbraut. Formleg lágmarkskrafa um nám í íslensku átti að verða 12 einingar í stað 17 í almennri námskrá fram- haldsskóla. Skyldunám í erlendum tungumálum átti að minnka um 5-12 einingar. Lágmarkskrafa um stærðfræði á málabraut átti að minnka úr 12 í 6-9 einingar og á samfélagsbraut úr 15 í 12 einingar. Lágmark raun- greina á mála- og samfélagsbraut átti að lækka um 3 einingar. Þessar breytingar, sem allar eru til lækkunar, varða skyldunám ein- stakra brauta en á móti kemur ánkið val því að einingafjöldi í heild til stúdentsprófs er óbreyttur. Um þetta segja íslenskukennarar síðan til dæmis, að „nemendur sem út- skrifast frá MH [muni] hafa að baki mun meira nám í íslensku en nú er“. Allt um það stendur hitt fast, að skólinn ætlaði ekki að meina nemanda um stúdentspróf þótt hann hefði aðeins 12 einingar í íslensku, enda væri valfrelsið ella blekkingin ein. Þessum málsvörn- um er því helst að líkja við vífíl- lengjur um það að auðvitað geti grindahlauparar farið eins hátt yfir grindina og þeim sýnist! I þessu viðfangi var einnig at- hyglivert að heyra í stærðfræði- kennurum skólans, sem gerðu sér vonir um að nemendur tækju meiri stærðfræði en áður. En nemandi sem tekur kannski langt yfír 20 einingar í íslensku gerir það vita- skuld á kostnað annarra greina, þar á meðal t.d. stærðfræði og er- lendra mála (nema þá að nemand- inn taki fleiri einingar í heild en krafist er að lágmarki, en það get- ur hann alveg eins gert í því kerfí sem nú ríkir). Þá er athyglivert að MH ætlaði sér að nota áfram námsbrautaheiti sem hafa hingað til einkum tengst undirbúningi undir hefðbundið há- skólanám (mála-, raungreina- og samfélagsbraut). Þetta er að mínu mati ein alvarlegasta veilan í tillög- unum sem hér um ræðir: Áfanga- kerfí er í eðli sfnu svq flókið að ekki er á bætandi með villandi notk- un á mikilvægum heitum. Breytingarnar í MH hefðu haft áhrif á lágmarkskröfur til nemenda í öllum greinum sem deildir Háskól- ans gera almennt kröfur um, nema tölvunotkun. Breytingarnar stöng- uðust þannig á við álit og óskir námsbrauta Háskólans. Vegna þess lykilhlutverks sem íslenska, stærðfræði og erlend mál gegna sem eins konar kjölfesta í skóla- kerfínu öllu fer ekki heldur milli mála að með þessum breytingum hefði verið stigið enn eitt skref til að gera stúdentsprófíð sem slíkt enn veigaminna en áður. Niður- skurður á íslensku gengur einnig f berhögg við það samdóma álit námsbrauta í Háskóla Islands að góður undirbúningur í íslensku HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ * Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? * Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? ■k Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? * Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeift hefst miðvikudaginn 17. september. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN [JLI 10 ÁRA — Þorsteinn Vilhjálmsson „Fyrirhugaðar breyt- ingar hefðu gengið gegn hefð almennrar menntunar og gegn óskum Háskóla Islands. Hvernig hefði verið að fara sér hægar?“ skipti miklu í námi hér og sé nú miklu fremur of lítill en hitt. Kennarar MH sem unnu að nýju skipulagi virðast hafa verið sann- færðir um að undirbúningur þeirra nemenda sem hyggja á háskólanám yrði síst lakari í nýja kerfínu en því gamla. Og víst er um það að MH hefur ásamt nokkrum öðrum menntaskólum hingað til veitt hvað bestan undirbúning undir nám við Háskóla íslands. En þegar Hamra- hlíðarmenn veija breytingarnar er svo að sjá sem þeir geri m.a. ráð fyrir meiri sérhæfíngu slíkra nem- enda en áður. Hins vegar er mikið vafamál að meiri sérhæfing þýði betri eða æskilegri undirbúning. Þvert á móti hefur það verið nær samdóma álit einstakra náms- brauta í Háskólanum að svo sé ekki, heldur sé sérhæfíngin best komin í Háskólanum en hlutverk framhaldsskólans eigi að vera að treysta hina almennu undirstöðu ýmiss konar stoðgreina og tækja sem háskólaneminn og háskóla- maðurinn þurfa á að halda í námi og störfum. Af öllu þessu leiðir raunar að menn hefðu frekar getað aukið valfrelsi nemenda í MH með því að skerða kjörsviðin í stað þess að skera kjarnann við trog, því að slík breyting hefði síður rýrt undir- búning nemenda undir háskólanám. Hluti breytinganna í MH átti að felast í því að margefla námsr- áðgjöf í skólanum og allt kerfið miðaði að upplýstu ábyrgðarfullu vali hvers nemanda. Þótt þetta sé góðra gjalda vert breytir það samt ekki þeirri staðreynd að á pappírn- um blasti við ný skilgreining á stúd- entsprófí sem stefndi að ýmsu leyti í öfuga átt við það sem Háskólinn kýs. Kennslumálanefnd hafði fyrst og fremst áhyggjur af þeirri form- legu stefnu sem þama var mörkuð og áhrifum hennar á stúdentsprófið almennt. Á hinn bóginn kann vel að vera að framkvæmd kerfísins hefði tekist þokkalega í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Um aðgangskröfur í Háskóla Islands Háskóli Islands á ýmissa kosta völ til að fylgjast með undirbúningi nemenda sem leita inntöku í hann. Ein leiðin er sú að Háskólinn fylg- ist með námskrá og kennslu fram- haldsskólanna og láti þar til sín taka eftir ástæðum. Þessi leið hefur á köflum reynst þokkalega en í því máli sem hér um ræðir var hún lengst af lokuð. Hugsanlegt er að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni með því að skapa fullgildan form- legan farveg, t.d. með ákvæðum um að skylt sé að hafa samráð við háskólastigið áður en breytingar af þessu tagi eru gerðar. Er vert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.