Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEFfEMBER 1991 37 65 ára brúðkaupsafmæli: Margrét Guðfinnsdótt- ir og Sigurgeir Sig- urðsson í Bolungarvík í dag eiga sæmdarhjónin Mar- grét Guðfinnsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson í Bolungarvík 65 ára brúðkaupsafmæli. Sigurgeir fæddist á Markeyri í Skötufirði 23. júlí 1902 en Margrét fæddist í Litlabæ 29. mars 1909. Sigurgeir fluttist með foreldrum sínum að Folafæti árið 1907 og reistu þau sér þar brátt bæ er síðar nefndist Heimabær, en föður sinn missti Sigurgeir aðeins fjórtán ára gamall og varð hann þá fyrirvinna heimilisins. ■ Þau Margrét og Sigurgeir hófu búskap sinn í einu herbergi hjá móður hans. Sjómennskan heillaði og árið 1928 keypti hann sinn fyrsta bát og hóf eigin útgerð. Vorið 1934 fluttu þau hjónin til Bolungarvíkur og hafa búið þar síðan. Þau eignuð- ust tíu börn og eru átta þeirra á lífi, en auk þess ólu þau upp fóstur- son. Afkomendurnir eru orðnir átta- tíu. og sex talsins. Eg kynntist þeim hjónunr árið 1977 er ég starfaði sem íþrótta- kennari í Bolungarvík. Þar var þá tekin í notkun ný og glæsileg sund- laug, sem beðið hafði verið eftir með mikilli tilhlökkun. Og fyrstu kynnin við þau hjón urðu einmitt í sundlauginni, er þau bæði, Sigur- geir þá 75 ára og Margrét 68 ára komu á sundnámskeið er ég hélt fyrir bæði ungt og fullorðið fólk. Anægjan og gleðin skein úr andlit- um þeirra og var síst minni en hjá krökkunum í grunnskólanum. Þrátt fyrir háan aldur sóttist þeim sundn- ámið vel og gaman var að heyra lýsingar þeirra á uppvaxtarárunum, skólagöngu og lífsbaráttu. Nem- endur þessara sundtíma áttu því bæði að baki og framundan fjöl- breytta lífsreynslu. Og enn fara þau Margrét og Sigurgeir í sundlaugina í hverri viku. 17. ágúst sl. fór ég með þeim hjónum og fleiri ættingjum í mjög skemmtilega ferð að Folafæti. Ekki liggur akvegur þar um, en það var ekki látið hefta för okkar, heldur voru allir feijaðir yfir Seyðisfjörð á litlum gúmbát. Það ber vott um dugnað þeirra hjóna, að heimsækja sinn „Heimabæ“ á Folafæti. Eftir- vænting barnanna var mikil, en engu minni hjá þeim hjónum, enda lifðu þau sig inn í hinn gamla tíma. Þegar fyrstu ættingjar stigu á land að Folafæti, fundu þeir bauju rekna og svo skemmtilega vildi til, að hún bar sömu einkennisstafi og Húni, en það nafn báru bátar Sigur- geirs. Þótti okkur þar hafa rekið á land táknræna öndvegissúlu hjá ættarhöfðingjanuin til að rifja upp fyrri ár. Heimabær stendur enn og ber vott um hve vel var til hans vandað í byggingu. Stórhýsi liefur hann verið á þessum tíma. Þetta varð mér og öðrum lærdómsrík og eftir- minnileg ferð. Minni þeirra hjóna og frásagnarhæfileikar nutu sín vel innan um ættingjana. Sigurgeir lýsti því fyrir okkur, þegar hann hinn 5. september árið 1926 reri fyrir fjörðinn til að ná í prestinn að gifta þau Margréti. Krakkarnir hlógu, þegar hann sagði þeim frá 0DEXION MAXI-plastskúffur varðveita smáhluti því, að Hannes bróðir hans hefði orðið eftir heima á meðan og bakað pönnukökur til að hafa með brúð- kaupskaffinu. Og ekki varð kátínan minni, þegar þau hjónin ásamt þrem elstu dætrunum, sem allar fæddust þar, stilltu sér upp til myndatöku sitjandi á kojunum uppi á lofti í Heimabæ. Fyrstu kynni mín af Margréti og Sigurgeiri.verða mér ávallt minnis- stæð og hafa verið endurnýjuð á hveiju ári síðan, þegar ég og eigin- kona mín sem er dóttui'dóttir þeirra hjóna komum í heimsókn til þeirra. Gaman er að hlusta á þau og spjalla um lífsbaráttu þeii-ra og annarra fyrr á öldinni. Það er góð kennslu- stund fyrir fólk á niínum aldri og þörf áminning um lífsins gæði' og núverandi velferð á íslandi. Ég og fjölskylda mín sendum þeim hjónum og ættingjum bestu óskir á þessum hátíðisdegi þeirra með þakklæti fyrir allt gamalt og gott. Kristján L. Möller, Siglufirði. a -ur—ur—nr-m i—lö—10 10' 1 (r—itr—>o 1 Margar stœrðir og litir fyrirliggjandi. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 SEPTEMBERTILBOD Gegnheilt IflSÚIU stafaparket: Beyki rústik 16 mm. Fer inn á lang flest heimili landsins! Vorum að fá Jatobastafaparket og Eukalyptus mosaik. Við verslum einungis með gegnheilt gæðaparket, þ.e. tréð er Ifmt beint á steininn og síðan slípað, spartlað og lakkað eftir á. Fagmenn okkar leggja m.a. fiskibein (síldarmunstur) og skrautgólf, lakka eða olíubera. Opið kl. 10-18 virka daga. SUÐURLANDSBRAUT 4A, SÍMAR 685758 - 678876, TELEFAX: 678411 Ll n RTU VE VAR1NN gegn myrkri, bleytu og hnjaski CATEYE Halogen rafhfoðuljós kr. 1.480,- CATEYE RIDER PET HIGH TECH SOUBITEZ, Rafhlöðuljós Rafhlöðuljós rafhlöðuljós dynamósetts aftur eða aftur eða fram lukt, dynamór kr. 1.315,- fram kr. 796,- kr. 550,- og afturljós kr. 1.763,- Katmoouiios vasaljós/lukt kr. 1.315,- . . Reiðhjóla vers/un/n _ ORNINNP Hjólmar fyrir bórn og fullorðna fró kr. 2.939,- Brettasett (svört) ó fjallahjól kr. 1.877 parið SKEIFUNNI V V SÍMI679890 & SPÍTALASTÍG 8 VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 14661 IfEl OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.