Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 42
fclk í fréttum ^_______ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBÉR 1991 með því að sparka hraustlega í hausinn á honum og trúlega bjarg- aði það Russel frá því að missa fótinn. Þarna bar loks að ljónatemj- ara sem hafði betra lag á Samson heldur en Russel. Flæmdi hann stegginn á brott og Russel var kom- ið undir læknishendur. Það þui'fti 17 spor til að tjasla sárinu saman. í fyrstu virðist allt vera í stakasta lagi, en svo fer allt úr böndunum. ÁRÁS I gini ljónsins Bruce Russel, sirkússtjóri einn í Ástralíu lenti í honum kröpp- um á dögunum. Hann átti eitthvað erindi inn í Ijónabúri og lenti þá í gini ljónsins í bókstaflegum skiln- ingi. Samson, tveggja vqtra ljónsstegg- ur, var þar fyrir, talinn vel taminn og spakur. En hann var í einhveij- um ham að þessu sinni og réðist á Russel. í fyrstu hélt Russel að Sam- son væri að leika sér, en er hann fór að tyggja á honum ökklann og blóð fór að spýtast í allar áttir, varð Russel ekki um sel, sérstaklega þar sem blóðið virtist hvetja Samson til frekari líkamsmeisinga. Russel tókst að teija fyrir Samson Russel í gini ljónsins. INNRITUN í alla flokka hafin í síma 813730 fh Skapandi listgrein fyrir alla aldurshópa, bæði stráka og stelpur. Skírteinaafhending laugardaginn 7. sept. frá kl. 12.00-14.00. FID Suðurveri - Hraunbergi Tlsku- sýning í Naustkjallaranum í kvöld kl. 21.30 Sýnd verða föt eftir Maríu Lovísu fatahönnuð. sýna Naustkjallarínn ÓHAPP Furstinn fékk byltu Það urðu einhveijir til að hvísla sín á milli um að Reinier Mónakófursti væri ef til vill heldur í þyngri kantinum, er stóll féll saman undir honum í heiðurs- stúku á Monte Carlo Open golf- mótinu sem haldið var fyrir skömmu. Aðrir sem voru sann- gjarnari formæltu heldur mótshöl- duðum fyrir að bjóða furstanum upp á ónýtan stól. Reinier varð ekki meint af, en að sönnu hefði getað farið illa. Stefanía prinsessa og Albert prins voru stödd þarna ásamt föður sín- um, Stefanía sest, en Albert uppi- standandi reiðubúinn að hjálpa föður sínum að setjast ef nauðsyn krefði. Og það reyndist heldur betur nauðsynlegt eins og mynd- irnar bera með sér...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.