Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1991 Störf Kjararann- sóknarnefndar eftir Gylfa Arnbjörnsson Kjararannsóknarnefnd var stofn- uð árið 1963 af aðilum vinnumarkað- arins til þes að sinna mjög víðtækum verkefnum á sviði hagskýrslugerðar um efnahagslífið. Meginverkefnið var að afla upplýsinga um upphæð og þróun tímakaups og vinnutíma verkafólks og iðnaðarmanna hér á landi. Frá upphafi hefur þetta verið gert með úrtakskönnunum. Mark- miðið með stofnun nefndarinnar var að afla áreiðanlegra gagna sem hægt yrði að styðjast við við gerð kjara- samninga atvinnurekenda og laun- þega. Að þessu verkefni hefur nefnd- in nú unnið í hartnær þtjátíu ár og lagt fram mikilvæg gögn í almenna umræðu um þróun launa og vinnu- tíma á þessum tíma. Samstarf aðila vinnumarkaðarins að gerð þessara kannana er að mörgu leyti einstætt, sem sést af því að annars staðar á Norðurlöndunum eru það samtök atvinnurekenda sem sjá alfarið um þessar kannanir. Það er jafnframt ljóst að fjölmiðlar og almenningur sýna niðurstöðum nefndarinnar mik- inn áhuga, sérstaklega þegar líður að gerð nýrra kjarasamninga, sem er eðlilegt þar sem um mikilvæg atr- iði í afkomu fólks er að ræða. Það er því ekki úr vegi að gerð sé nokkuð ýtarleg grein fyrir starfi Kjararannsóknarnefndar, þeim að- ferðum sem beitt er og vandamálum sem tengjst skýrslugerð um launa- þróun. Þetta á ekki síður við þar sem þrálátur misskilningur virðist ríkj- andi um ýmis atriði þessara kannana. Úrtak Kjararann- sóknarnefndar Eins og áður sagði er markmiðið með starfi Kjararannsóknamefndar að afla upplýsinga um tímakaup og vinnutíma. Til þess að það sé hægt verður nefndin að afla mjög ýtar- legra og sundurliðaða upplýsinga um allar þær mismunandi launagreiðslur sem eiga sér stað á vinnumarkaðin- um og um þann vinnutíma sem laun- þegarnir inna af hendi til þess að afla þessara tekna. Þetta er hægt að gera með tvennum hætti: annars vegar að leita til einstakra launþega (bréfleiðis eða símleiðis) og spyijast fyrir um þessi atriði. Hins vegar er hægt að leita beint til fyrirtækja og fá upplýsingarnar úr launavinnslum þeirra. Frá upphafí hefur Kjararann- sóknamefnd valið síðari kostinn, þ.e. að leita beint til fyrirtækja, því með þeirri aðferð er auðveldara að tryggja samræmi t skilgreiningu á launa- og vinnutímahugtökum sem erfitt væri að uppfylla með fyrri aðferðinni. Þessi aðferð gerir það einnig mögu- legt að gagna sé aflað á tölvutæku formi beint úr launakerfum fyrir- tækjanna, án þess að mannshöndin komi þar nærri. Þar með minnkar hættan á villuskráningu og mistök- um. Eykur það öryggi gagnanna ennfrekar. Til þess að þetta sé hægt hefur Kjararannsóknarnefnd lagt tölu- verða vinnu og kostnað á undanförn- um áratug í að semja við þau forrit- unarfyrirtæki sem hanna launakerfi um að skrifa viðbótarforrit fyrir Kjararannsóknarnefnd. Þessi viðbót- arforrit taka einstakar launavinnslur eða launaútreikninga (oftast mánað- arlega) fyrirtækja og flpkka í þar til gerða færslulýsingu, þar sem fram koma upplýsingar um laun og vinnu- tíma og mismunandi launaform. Þess má geta að þessi færslulýsing er samræmd milli Kjararannsóknar- nefndar og Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. í dag hefur nefndin gert slíka samninga við flest öll stærri forritunarfyrirtækin um gerð slíkrar viðbótar við sín launa- kerfi, þannig að flest fyrirtækin hafa tæknilega möguleika á að taka þátt í samstarfinu. Með þetta í höndunum getur Kjar- arannsóknarnefhd síðan leitað til ein- stakra fyrirtækja með beiðni um að þau taki upp samstarf við nefndina og skili mánaðarlega inn gögnum um laun og vinnutíma sinna starfs- manna. Þar sem Kjararannsóknar- nefnd starfar samkvæmt samningi milli aðila vinnumarkaðarins, en ekki formlegum lagaákvæðum, er hér um frjálst samstarf milli nefndarinnar og einstakra fyrirtækja að ræða. Nefndin getur t.d. ekki skikkað fyrir- tæki til þess að skila inn gögnum, líkt og Hagstofa Islands hefur heim- ild til að gera. í dag eru í gildi á annað hundrað samningar við fyrir- tæki um skil á gögnum og er ekki hægt að segja annað en að hér sé um mjög gott samstarf að ræða og eiga þessi fyrirtæki miklar þakkir skildar fyrir mikilvægt framlag þeirra til þessarar skýrslugerðar. Flest fyrirtækin skila nefndinni gögnum mánaðarlega en örfá árs- fjórðungslega og miðast kannanirnar við það að vinna ársfjórðungsleg yfir- lit um bæði tímakaup og vinnutíma. Af þessu sést að úrtak nefndarinn- ar er ekki valið með sambærilegum hætti og hefðbundnar úrtakskannan- ir, þar sem tekið er slembiúrtak úr þjóðskrá. Starfsmenn nefndarinnar leitast við að fá fyrirtæki í sem flest- um atvinnugreinum og á öllum land- svæðum til þess að skila gögnum til þess að samsetning úrtaksins endur- spegli vinnumarkaðinn sem best. Stærsta vandamáiið sem nefndin stendur frammi fyrir, er að áreiðan- legar upplýsingar um stærð og sam- setningu íslenska vinnumarkaðarins eru ekki að hafa ekki verið fáanleg- ar. Af þeim sökum er því mjög erfitt að segja til um það með vissu hversu vel úrtakið endurspeglar raunveru- lega samsetningu þessa markaðar. Til þess að minnka það óöryggi sem þetta gæti valdið hefur Kjararann- sóknarnefnd því ávallt lagt ríka áherslu á að hafa úrtakið mjög stórt. Að staðaldri er stærð úrtaksins á bilinu 11.000 til 14.000 einstakling- ar, en það er um 25% af heildar- íjölda landverkafólks innan ASI á almenna vinnumark'aðinum. Þetta eru lang stærstu úrtakskannanir sem gerðar eru hér á landi. Fjöldi fyrir- tækja í úrtakinu erábilinu 107—120. Þar sem fyrirtæki skila nefndinni gögnum með reglubundnum hætti má segja að úrtökin séu töluvert háð hvor öðru og má ef til vill líkja þeim við svokölluð panelúrtök þar sem lögð er áhersla á að tiltekin fjöldi svarenda sé í tveimur eða fleiri sam- liggjandi úrtakskönnunum. Ef litið er á samsetningu úrtaksins með þetta í huga, þá skila um 80—85% fyrirtækjanna gögnum á tveimur samliggjandi ársfjórðungum. Reynd- ar er þetta hlutfall það sama ef litið er yfir heilt ár. Miðað við fjölda ein- staklinga þá eru um 65% þeirra einn- ig á síðasta ársfjórðungi og 33—50% ef litið er á heilt ár. Deila má um hvort þetta eru miklar sveiflur í úr- takinu, en benda má á að í erlendum vinnumarkaðskönnunum er lögð áhersla á að skipta fjórðungi til þriðj- ungi svarenda út milli kannana. Með þein-i aðferð næst mun minni pörun yfir heilt ár. Með því að hafa úrtakið af þess- ari stærðargráðu eru skekkjumörk niðurstaðnanna auðvitað verulega takmörkuð og ef miðað er við algeng- ustu stærð úrtaka hér á landi, sem eru á bilinu 1.000—1.500 manns, eru þau óveruleg. Tímakaup Eins og áður sagði miðast allar aðferðir nefndarinnar að því að reikna raunverulegt timakaup á vinnumarkaðinum en ekki mánaðar- laun, líkt og Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna gerir. Vegna ólíkra launakerfa á vinnumarkaðin- um hefur nefndin notað tvö mismun- andi hugtök yfir tímakaupið. í fyrsta lagi er það svokallað hreint tíma- kaup, en þar eru laun fyrir dagvinnu án orlofs að viðbættu hvers kyns aukagreiðslum svo sem yfirborgun- um, fæðis-, ferða-, fata- og verk- færapeningum lögð saman og deilt í niðurstöðuna með heildarfjölda dag- vinnustunda. Þar sem tiltölulega stór hluti verkafólks og iðnaðarmanna tekur laun samkvæmt bónuskerfum þótti ástæða að skilgreina annað tímakaupshugtak þar sem bónusá- Iagið á unninn tíma er bætt við. Þetta hugtak nefnist greitt tíma- kaup. Fyrir utan þessi tvö grunnhug- tök hefur nefndin einnig skilgreint svokallað meðaltímakaup, en þar eru allar launagreiðslur lagðar sam- an og deilt með heildarfjölda unninna stunda á tímabilinu (þ.e. dagvinna, yfirvinna og vaktai-vinna). Með- altímakaupið er notað til þess að áætla heildartekjur landverkafólks innan ASÍ með því að margfalda það með meðalvinnutíma fólks í fullu starfí (sbr. hér á eftir). Nú ætti það ekki að vera neitt tiltöku mál að reikna út meðaltal hreins eða greidds tímakaups sam- kvæmt þessum aðferðum. Svo ein- falt er það hins vegar ekki. Það er vitað að laun eru nokkuð breytileg eftir menntun, starfi, kyni, aldri, svæðum, atvinnugreinum o.fl. Því getur það verið nokkuð varasamt að Gylfi Arnbjörnsson „Staðreyndin er nefni- lega sú að í samanburði við ýmsar aðrar heim- ildir um vinnumarkað- inn, en þær eru allar háðar verulegri óvissu, eru gögn Kjararann- sóknarnefndar meðal þeirra skástu.“ reikna út einfalt meðaltal út frá öllu úrtakinu, án tillits til þessara þátta. Til þessað fá fram raunhæfara mat á tímakaupið og til þess að takmarka áðurnefnd skekkjumörk ennfrekar er úrtakinu því lagskipt eftir einstök- um starfsgreinum, þ.e. verkafólki, iðnaðarmönnum, afgreiðslu- og skrifstofufólki, kyni og síðan allýtar- legri atvinnugreinaskiptingu. Ekki hefur enn sem komið er verið hægt að taka tillit til fleiri áhrifaþátta eins og aldurs og svæða, því nefndinni skortir upplýsingar um þessi atriði á vinnumarkaðinum í heild. Oll þijú tímalaunahugtökin eru síðan reiknuð innan hvers lags fyrir sig og niður- stöðurnar vegnar samkvæmt ákveð- inni vog sem talin er endurspegla" samsetninguna á vinnumarkaðinum. Slík lagskipting úrtakskannanna er mikið notuð í sambærilegum vinnu- markaðskönnunum í nágrannalönd- um okkar og hefur reynst takmarka skekkjumörkin verulega og gefa mun raunhæfari og stöðugri mælikvarða á meðaltalið. Kjararannsóknarnefnd er hins vegar fullljóst að varasamt getur verið að draga of víðtækar ályktanir af meðaltalinu einu og sér. Því hefur nefndin umfram aðrar tölfræðistofn- anir lagt áherslu á að birta yfirlit yfir dreifingu tímakaupsins, bæði með fjórðungum og uppsöfnuðum dreifíngum, til þess að lesendur fái betri heildarmynd af launadreifing- unni. Mat á hækkun tímakaupsins — launaþróunin Fyrir utan vandamál við mat tíma- kaupinu koma einnig upp ýmis töl- fræðileg vandamál við mat á breyt- ingum milli tveggja eða fleiri úrtaka. Þrátt fyrir áðurnefnda lagskiptingu úrtaksins geta verið sveiflur í matinu milli einstakra ársfjórðunga. Þessar sveiflur eiga rætur sínar að rekja til ýmissa þátta, sem ýmist tengjast eðlilegum sveiflum á vinnumarkaðin- um eða eru tengdar breytingum í sjálfu úrtakinu. Hvað fyrra atriðið varðar er ljóst að samsetning vinnu- markaðarins tekur mikinn árstíða- bundnum breytingum. Sem dæmi má nefna að á vorin og um jólin streymir ungt fólk út á vinnumarkað- inn I afleysingarstörf. Þetta veldur því að meðalaldurinn á vinnumarkað- inum lækkar verulega. Þar sem öll launakerfi á vinnumarkaði taka tillit til starfsaldurs veldur þetta eðlilegri sveiflu niður á við í meðaltalinu. I niðurstöðum Kjararannsóknarnefnd- ar sést þetta með því að bera t.d. niðurstöður fyrsta ársfjórðungs sam- an við niðurstöður fyrir þriðja árs- fjórðung. Annað atriði sem hefur töluverð áhrif á meðaltal greidds tímakaups eru sveiflur í bónus- greiðslum, sérstaklega í fiskvinnslu. Arstíðabundnar sveiflur í aflabrögð- um hafa að sjálfsögðu töluverð áhrif á það hversu mikinn bónus fisk- vinnslufólk nær að vinna sér inn. Slíkar sveiflur fara með tiltölulega mikinn þunga inn í útreikning á bón- usálagi á unna klukkustund og hafa því töluverð áhrif á greitt tímakaup. Taka verður tillit til slíkra sveiflna við mat á breytingum milli tveggja ársíjórðunga. Sveiflur í niðurstöðum einstakra kannana má einnig rekja til breyt- inga í sjálfu úrtakinu. Eins fram kom hér að ofan geta um 15—20% af fyrirtækjunum fallið úr könnuninni á milli einstakra ársfjórðunga. Ástæðan fyrir þessu er aðallega tengd tæknilegum vandamálum eða breytingum á tölvukerfum fyrirtækj- anna. Fjölgun gjaldþrota á undan- förnum árum hefur einnig haft nokk- ur áhrif á gagnaskil til Kjararann- sóknarnefndar, þó svo að starfsmenn leitist stöðugt til við að fjölga fyrir- tækjum í úrtakinu. Starfsmenn nefndarinnar fylgjast mjög náið með því hvaða áhrif þessar breytingar hafa á reiknað meðaltal til þess að athuga hvort hér sé um kerfisbundna sveiflu uppá við eða niður á við að ræða. Þessar athuganir hafa sýnt að engin regla er í þessum sveiflum og að til lengri tíma litið hafa þær óveruleg áhrif á þróun tímakaupsins. Einstaklingar geta einnig fallið úr úrtakinu milli ársfjórðunga, en eins og áður sagði eru um 65% þeirra hjá sama fyrirtækinu í tveimur samliggj- andi úrtökum. Það að hlutfallslega fleiri einstaklingar falli úr könnun- inni en fyrirtæki má rekja til þess að mikil hreyfing virðist vera á fólki milii fyrirtækja á vinnumarkaðinum. Þar sem þessi sveifla á rætur sínar að rekja til sveiflu á vinnumarkaði og brottfalls fyrirtækja úr könnun- inni er mjög erfitt að komast hjá henni. Það er hins vegar ljóst að þetta veldur nokkru óöryggi í mati á brejrtingu tímakaupsins milli árs- fjórðunga og því hefur Kjararann- sóknarnefnd reynt að komast hjá þessu vandamáli með því að skoða sérstaklega þá einstaklinga sem eru í vinnu hjá sama atvinnurekenda á tveimur ársfjórðungum og er þá gjarnan miðað við bæði tvo síðustu ársfjórðungana og sama ársfjórð- unginn milli ára. Þessi svokallaði paraði samanburður veitir betri upp- lýsingar um matið á breytingunni milli ársljórðunga en er hins vegar algerlega ónothæfur til þessað meta upphæð tímakaupsins. Því er t.d. mjög varasamt að nota þessa aðferð til þess að mynda launavísitölur bæði vegna hættu á vantalningu eða oftalningu og vegna þess að hætta Kaupmáttur greidds tímakaups miðað við vísitölu framfærslukostnaðar IDNADAR- V^RKAMENN VERKAKONUR MENN 140 130 120 110 100 90 80 70 123412341234 12341234 1234 12341234 1234 12341234 1 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Vinnutími 1980-1991 VERKA- VERKA- IÐNAÐAR- KARLAR KONUR MENN 123412341234 12341234 1234 123412341234 12341234 1 1980 1981 1982 1983 1984 1985 t986 1987 1988 1989 1990 1991 ► } i í } i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.