Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.09.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBpfi 1991 9 I/ELKOMINÍ TESS Glæsilegar haustvörur frá Daniel D. Einnig golffót fyrir dömur og herra frá hinu frábæra fyrirtæki Carven í París. Opiðkl. 9-18, laugardag kl. 10-14. TESS v NEi N NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. 0HITACHI Rafmagnsverkfæri í úrvali. t.d. 7 gerðir af Slípirokkum 115 mm - 230 mm, verð frá kr. 12.043.00 Yfir 40 mismunandi tegundir af vélum á lager. ísboltar Fes tin gameis tarar Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður Sími: 91-652965 Fax: 91-652920 Opnunartími er 8-18 alla virka daga og Laugardaga 9-13. Vanmáttur lítilla sveitarfélaga „Sameining sveitarfélaga er eitthvert mikilvægasta verkefnið á vettvangi sveit- arstjórnarmála. Vanmáttur lítilla sveitar- félaga til þess að valda auknum verkefn- um og bættri þjónustu er vafalaust að hluta til orsök óæskilegs fólksflótta úr dreifbýli í strjálbýli." Þannig hefst forystugrein Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í nýjasta hefti Sveitar- stjórnarmála [tímariti Sambands íslenzkra sveitarfélagaj, sem Staksteinar tíunda að hluta til í dag. Tvö hundruð sveitarfélög í frétt í Sveitarstjómar- málum segir að eftir sameiningu Oxarfjarðar- hrepps og Presthóla- hrepps í eimi lirepp séu sveitíirfélögin í landinu 201 talsins: 31 kaupstað- ur og 170 hreppar. í forystugrein tíma- ritsins segir: „í árslok 1990 vom 47 sveitarfélög með færri en 100 íbúa og 57 með milli 100-200 íbúa. Þann- ig er helmingur þeirra með mnan við 200 íbúa...“ Þar segir og að van- máttur smærri sveitarfé- laga til að sinna kostnað- arsömum verkefn- um/þjónustu kunni að valda því „að þýðing sveitarfélaganna fari minnkandi i þjóðfélag- inu, umsvif ríkishis á kostnað sveitarfélagaima aukizt og verkefni þeirra falli til annnan-a. Aukin sameining sveit- arfélaga er því forsenda þess, að hægt sé að tre- ysta og efla byggðina sem víðast um landið og jafnframt til að gera þau hæfara til að taka við verkefnum frá ríkisvald- inu ... Ljóst er, að skilningur sveitarsfjórnarmanna hefur aukizt á nauðsyn sameiningar sveitarfé- laga um ýmsa félagslega þjónustu, aukið átak í umhverfismsmálum og eimiig margvíslegar að- gerðir í atvinnumálum." Stórir og sam- tengdir staðir munu lifa! Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri Oxarfjarö- arhrepps, i-æðir og um „samtengingu smærri sveitarfélaga" í Sveitar- stjórnarmálum: „Stórir staðir og samtengdir niunu Iifa“. Þar segir m.a.: „Forsenda samteng- ingar smærri staða eru bættar samgöngur. Sér- hæfing og fjölbreytni í atviimu er lykilorð, þeg- ar lifslíkur staða eru skoðaðar. Kópasker er ekki stór staður, en hefur mögu- leika á á samtengingu við aðra staði, svo sem Húsavik, Raufarhöfn og Þórshöfn og jafnvel Vopnafjörð, en til þess að svo megi verða í aukn- um mæli verður að gera stórátak í samgöngum milli þessara staða...“ Trúlega er hægt að tína til svipaðar aðstæður víða á landinu, þ.e. mögu- leika á margvíslegri sam- tengingu/samstarfi sveitarfélaga um verk- cfni/þjónustu: félagslega þjónustu, veitur, bruna- varnir, skóla, umhverfis- mál o.sv.frv. Þetta á ekki sizt við sveitarfélög sem mynda [eða líkur standa til að muni mynda] nokk- uð afmarkað atvinnu- þróunar-svæði. Stór, sameinuð sveitarfélög eru betri og hagkvæmari kostur en margrætt „þriðja stjómsýslustig": nýtt millistig milli rikis og sveitarfélaga, með til- heyrandi stjómkerfi og kostnaði, scm yrði litlu samfélagi - skattborgur- unum - dýrkeypt. „Kerfi“ af þessu tagi hlaða fljótt utan á sig umtalsverðum kostnaði, svo sem erlend dæmi sanna. Það myndi og þrengja að sjálfsstjórn og valdsviði sveitarfélag- anna. Er ekki ráð að hyggja að reynslu [ár- angri] af slíku stjóm- sýslu-milli-stigi þar sem það hefur verið reynt - áður en rasað verður um ráð fram. Aukinsam- vinna sveitar- félaga Alþýðublaðið segir í forystugrein um þetta efni sl. þriðjudag: „Vissulega er þriðja stjórnsýslustigið leið til að að búa til stjómarfars- lega einingu sem gæti tekizt á við ýmis verkefni sem smærri sveitarfélög ráða ekki við. Þá má vel hugsa sér að hin smærri sveitarfélög verði skuld- bundin til að taka upp samvinnu um þau verk- efni sem em stærri í snið- um, án þess þó að búa til formlegt nýtt stjórn- sýslustig með öllum þeim kostnaði og skriffhmsku sem því myndi fylgja. • 1 S'ó- r sfoðir ^ samtengdir Sloðl mui iu uro Jafnt stærri sem smærri sveitarfélög hafa í auknum mæli tekið upp samvinnu á ýmsum svið- um. Gott dæmi um víðtæka samvinnu sveit- arfélaga er að finna á Suðuraesjum. Þá liafa byggðasamlög verið að ryðja sér til rúms. A höf- uðborgarsvæðinu hafa sveitarfélögin sameinast t.d. um sorphirðufyrir- tæki, Sorpu b/s, og sömu sveitarfélög, nema Reykjavikurborg, hafa sameinast uni almenn- ingssamgangnafyrir- tæki. Það er því ekki endilega nauðsynlegt að lögbjóða samvinnu held- ur verður hún til af þörf eða þegar menn sjá að hún leiðir til aukinnai- hagkvæmni. IUa hefur gengið að halda takti þar sem verk- efnin liafa verið sameig- inlega í hendi ríkis og sveitarfélaga. Aukið for- ræði og auknar skyldur á hendur sveitarfélögun- unum niunu vissulega kalla á breytt vinnubrögð og krefjast samvinnu í mörgum tilfellum. Ríkis- valdið ætti hins vegar að skipta sér minna af því hvemig sveitarfélög standa að því að leysa sín verkefni og aUs ekki að segja þeim fyrir í sináatr- iðum hvemig þau skuli gera það.“ Námsmenn - varist skyndikynni af sumarkaupinu munið Skammtímabréfin. Allt of margir námsmenn hafa aðeins skyndi- kynni af sumarkaupinu sínu. Sýndu skynsemi og keyptu Skammtímabréf. Láttu komandi vetur verða minnst sem vaxtavetrarins mikla í stað vetrar hins peningalausa námsmanns. Avöxtun síðastliðna 6 mánuði: Raunávöxtun Nafnávöxtun Einingabréf 1 7,2% 18,5% Einingabréf 2 5,5% 16,6% Einingabréf 3 6,8% 18,1% Skammtímabréf 6,1% 17,3% KAUPÞING HF Knnglunni 5, sími 689080 Löggilt verðbréfafyrirtœti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.